Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 13
Helgin 6. 7. mars 1982. ÞJQÐvil.HnN — SIÐA Upphaf verkalýösbaráttu 13 í Grandarfirði Eftir Jóhann Ásmundsson Fyrir stuttu kom í Birt- ingi, málgagni Alþýðu- bandalagsins á Grundar- firði, grein eftir Jóhann Ásmundsson á Kverná, sem léstfyrir skömmu, um upphaf verkalýðsbaráttu í Grundarfirði. Hann mátti gjörst um það vita því að. hann var fyrsti formaður verkalýðsfélagsins Stjörn- unnar. Hér á eftir fer grein Jóhanns: Þegar Alþýðubandalagið fór þess á leit við mig að ég skrifaði i fyrsta tölublað Birtingar um til- drög að stofnun verkalýðsfélags- ins Stjörnunnar i Grundarfirði, þá fannst mér ég ekki vera rétti maðurinn til þess, en þar sem all- ar fundargerðarbækur félagsins hafa varðveist, lét ég tilleiðast. Undirbúningsfundur var hald- inn 16.9 1942. Þar var-kosin nefnd til að undirbúa stofnfund og semja lög. Stofnfundurinn var haldinn 20.9 1942, þar voru lög félagsins samþykkt og stjórn kos- in. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu, Jóhann -Ásmundsson form. Þorsteinn Asmundsson varaform. Pétur Sigurðsson rit- ari og Hrólfur Arnason gjaldkeri. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna ekki var löngu búið að stofna verkalýðsfélag I Grundarfirði, eins og i nágranna- stöðunum, Olafsvik og Stykkis- hólmi. Til þess lágu margar ástæður. Atvinnuástand var mjög bág- borið, allar tilraunir sem gerðar voru til atvinnurekstrar mistók- ust allt til ársins 1940. Þar af leiðandi myndaðist ekki byggðar- kjarni i Grundarfirði (Grafar- nesi) fyrr en að Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. var stofnað 1941-1942. Var það að mestu leyti eign heimamanna. Safnað var hlutaféi og hver vinnufær hönd gaf minnst 100 kr. Þá gátu menn gefið enda þótt að þeir þekktu ekki 100 kall. A timum hörðustu stéttaátaka á timabilinu 1930-1942 voru Grund- firðingar áhorfendur og tóku ekki þátt i þvi stéttastriði, þeir voru sundurleitur hópur og engin stéttaskipting. Fáir eða engir verkamenn tóku laun sem dag- launamenn. Menn lifðu á þvi sem auðlind lands og sjávar gaf af sér á sem frumstæðastan hátt. Menn voru fátækir, kúgaðir og arðrændir. Attu trillubát og nokkrar rollur. Auðvitað hirti kaupmaðurinn sem búsetur hafði I Stykkishólmi, fisk- inn og kjötið og skammtaði verðið. Ef vinna skapaðist viö þessa framleiðslu, þá skammtaði hann launin og voru það 60% af venjulegu dagkaupi eöa 60 aurar á klst. 10 stunda vinnudag. Hraustustu mennirnir sóttu at- vinnu suður á land og kom stór hópur þeirra ekki heim aftur. Ekki var hlutur ráðamanna I Eyrarsveit betri árið 1932, þegar ráöist var I að hefja hafnarbætur og stækka bátana, svo að hægt væri að leggja aflann upp i Grundarfirði. Þær framkvæmdir voru ekki á vegum Eyrarsveitar heldur almennings. Hreppsnefnd Eyrarsveitar beitti sér gegn málinu, sjálfsagt af pólitiskum ástæðum. Hún þvertók fyrir að taka á móti bryggjunni. Meiri hluti hrepps- nefndar sem var handbendi svartasta ihalds og auðvalds, lagði enga fjármuni I þessa hafnarframkvæmd. Það gerðu þeir verkamenn sem unnu verkið, af kaupi sinu. Þannig að kaupið var reiknaö á 9 kr. til vitamála- skrifstofunnar en verkamönnum var borgað 6 kr á dag i 10 stundir. Þannig voru þeir fátæku látnir greiða fyrir þá efnameiri. Sama gerðist þegar vegagerð hófst árið 1936. 1 ljósi þessara staðreynda var verkalýðsfélagið Stjarnan stofnað. Þegar llfskjarabylting islenskrar verkalýðshreyfingar hcjfst og sól fór að skina á þök Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. sáu grundfirskir verkamenn aö ekki mátti lengur fresta þvl að stofna samtök um kaup og kjör sér til handa. Nú reyndi á samstöðu þess sundurleita hóps sem verkalýður Grundarfjaröar var á haustnótt- um 1942 og enga reynslu hafði i verkalýðsmálum. Fyrst var að fá félagið sam- þykkt sem samningsaöila fyrir verkafólkið við vinnuveitendur. Það þótti mikil frekja að félagið hefði rétt til að ákveða kaup fyrir Pétur og Pál, og væri of langt mál að fara út I þá sálma hér. En það tókst og þar með var fyrsti sigur- inn unninn. Kaupsamningar náðust fyrir áramótin 1943. Kaup- gjaldið hækkaði I 1.90 kr. á klst. Atta stunda vinnudagur var viðurkenndur hjá öllum nema Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf. Þá var samið viö útgerðarmenn um kaup og kjör sjómanna. Þar var ástandið sist betra en hjá launafólki. tJtgerðaraðilar skylduðu sjómenn til að gera út með sér, leggja fram ókeypis vinnu við uppsetningu lóða, áhnýtingu króka og greiða veiða- FLUGLEIÐIR Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 6. apríl 1982 í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam- þykkta félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 29. marz n.k. Athugiö að aögöngumiöar og atkvæðaseölar verða afhentir laugardaginn 3. apríl frá kl. 10.00 til 16.00. Afhending atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðal- fund. Stjórn Flugleiða hf. færi af óskiptum afla. Sjómenn voru keyrðir áfram tækjalausir með hótun um brottrekstur úr skipsrúmi og vinnu og hungurvof- una yfir höfði sér. Ekki lét verka- lýðsfélagið viö það eitt sitja. Knúði það sveitarfélagið og at- vinnurekendur til uppbyggingar á atvinnulifinu. Byrjað var á haf- skipabryggju 1943 samhliöa aukningu á hlutaféi i Hraðfrysti- húsinu, byggingu verbúða og stækkun og fjölgun báta. A skömmum tima var Hraðfrysti- húsið komið með 6-7 báta i viðskipti og átti 3 báta sjálft. Á nokkrum árum óx Grundar- fjörður mjög ört úr 10-20 Ibúum I 400-500 manns. Má það tvimæla- laust þakka dugmiklu verkafólki sem kraföist úrbóta I atvinnu- og félagsmálum, lét öll framfara mál til sin taka og sýndi samstöðu I hverju máli en samstöðu fólks- ins óttuðust ráðamenn mest. Samhliða uppbyggingu at- vinnulifsins þá gefur þaö auga leið að frumbyggjar Grundar- fjarðar urðu að byggja yfir sig ibúðarhúsnæöi þar sem það var ekki til staöar frekar en neyslu- vatn og rafmagn. Samvinnufélag var stofnað um vatnsveitu og var Grundarfjörður fyrsta þorpiö á Jóhann Asmundsson. Snæfellsnesi sem kom meö renn- andi neysluvatn ihús. Rafmagns- máiin voru leyst af Hraðfrysti- húsinu sem setti upp það stóra aflvél að hægt var að selja orku til ibúanna að minnsta kosti til lýsingar. Þrátt fyrir mikia vinnu og lang- an vinnudag hafði fólkið alltaf tima til að sinna félagsmálum. Til marks um áhuga verkafólks er það hve félagsfundir voru vel sóttir, það kom oft fyrir aö 80-100 manns voru mættir á félagsfund- um. Til dæmis minnist ég eins at- viks af mörgum. Það var um miðjan mars i ágætu fiskerii að sjómönnum var skipað að hætta róðrum, það vildi enginn kaupa fiskinn. Verkalýösfélagið boðaði þá til skyndifundar, skoraði á út- geröarmenn og fiskkaupendur að mæta á fundinn. Húsfyllir varð. Fundur var settur og tilkynnt að enginn maöur fengi að yfirgefa húsið fyrr en máliö yröi leyst á þann veg að sjómenn fengju að halda áfram að róa I friöi. 1 dögun daginn eftir voru allir bátar á sjó 1 Grundarfirði. Þegar fjandinn hvislaði þvi að valdamönnum i þjóðfélaginu að skipta skyldi þjóðinni 1 tvær fylkingar, vonda sósialista og góða lýðræöissinna voru boð send út til hinna óliklegustu staða og urðum við Grundfiröingar ekki afskiptir af þvi. Nú skyldi fjar- lægja vonda sósialista úr öllum áhrifastöðum i verkalýðsfélög- um. Heldur dofnaði áhugi margra ágætis félaga og tekist var á um stjórnarkjör svo og fulltrúakjör. Var ástunduö smalamennska ems og i hörðustu alþingiskosningum. En ekki létu sósialistar hlut sinn, þó sendir væru Heimdallarstrákar frá Reykjavík þeim til höfuös. Enn þann dag i dag stjórna sóstalistar verkalýösfélaginu Stjörnunni. Þeir Sigurður Lárus- son form. Oiafur Guömundsson ritari og ólafur Gislason gjald- keri. Og áfram skal haldið markvisst barist fyrir betra lifi;fuIlkomnara þjóðfélagi, fyrir réttlæti og frelsi — en treysta þó engum til sigurs nema sjálfum sér og samtökum sinum. Gleðilega hátiö. Skálafell fyrir hvers konar samkvæmi. Látíð Hótel Esju sjá um brúðkaupsveisluna. Hótel Esja býður brúðhjónum glæsileg salarkynni í Skálafelli til þess að taka á móti gestum. Hrífandi útsýni og þægilegt andrúmsloft gerir brúðkaups- veisluna ógleymanlega fýrir nýju hjónin, vini þeirra og vandamenn. Lipur þjónusta, matur og framreiðsla. Hafið samband við hótelstjórann Svítan bíður brúðhjónanna á Hótel Esju!! varðandi undirbúninginn! HIHIIOTEILII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.