Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 21
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞJÓDVILJINN — StÐA 21 MINNING__________________ Helga Kristjánsdóttir 8. mars að Hótel Borg kl. 20.30 Fædd 17. júní 1929 — Dáin 24. febrúar 1982 Viö fráfall nákominna ættingja eða ástvina vakna óhjákvæmi- lega upp i huganum spurningar varöandi markmið lifsins og und- irstööur tilveru okkar hér á jörö. Slikar spurningar um h'fsgátuna eru svo umfangsmiklar og svörin ekki siöur, að orö mega sin litils. Segja má aö hluti svarsins sé fólginn i þvi aö manneskjan skapi, upplifi og njóti sannrar lifshamingju, hvaö svo sem á dynur eöa hver sem örlögin vertrn er búa i' óráöinni framtið lifsins. Lifshamingja, gleöi ogkærleik- ur eru þau orö sem upp i hugann koma þegar ég set á blað nokkur orð i þakklætisskyni fyrir sam- verustundir og samfylgd meö tengdamóður minni Helgu Kristj- ánsdóttur, ásamt öllum þeim stundum sem börnin áttu með henni og voru svo bjartar og þýð- ingarmiklar. Helga Kristjánsdóttir var fædd á Vopnafirði 17. júni 1929 og var þvi 52 ára þegar hún lést að morgni 24. febrúar i Malmö Al- mSnna Sjukhus i Sviþjóð. HUn var dóttir hjónanna Kristjáns Frið- finnssonar og Jakobinu Gunn- laugsdóttur og ólst upp i hópi 10 systkina að Merki i Vopnafirði. Helga eignaöist 3 börn, Esther, Guðmund Kristin og Diönu með Óskari Guðmundssyni frá Blesa- stööum á Skeiðum og bjó i hjóna- bandi með honum þar til fyrir 4 árum. Fram til ársins 1969 bjó Helga á Selfossi en fluttist það ár ásamtfjölskyldu sinni til Malmöi Sviþjóð, þar sem hún var búsett siðan. 1 hversdagsleika lifsins virðist oft sem lifshlaup okkar manna sé hvert öðru likt og allir lifi sama lifi i sama umhverfi. Umgjörðin, núti'minn, steypi öllu i sama mót- iö og geri hvaö ööru likt. Sann- leikurinn er hins vegar sá að lif hverrarmanneskju er sérstaktog hefur sfn einkenni sem skapast af innræti hennar og upplagi. Hinnar sönnu lífshamingju leit- aði Helga og fann i samskiptum sinum við börn sin og barnabörn og fjölskyldu i heild. Allt frá þvi kynni okkar Helgu hófust og fram tíl hinstu stundar var hugsun hennar hjá börnurn sinum og barnabörnum. Samverustundirn- ar meö þeim voru henni það mik- ilvægasta i lifinu og hún lagði ótrúlega mikið á sig til að geta verið með þeim og umfram allt glatt þau, þó svo það legði henni þungar byrðar á herðar. Kynslóðabil var fjarlægt orð þegar Helga og börnin áttu i hlut enda hændust börn og unglingar að henni og sóttust eftír sam- skiptum við hana. Þær stundir voru stór þáttur i lifshamingju hennar og sáþáttursem hún lagði sérstaka rækt við. Hún hafði næma tilfinningu fyrir þvi sem þeim kom best. öll smáatriði sem vakið gátu gleðibarnsins eða leitt unghnginn til betri vegar voru henni eðlileg og framkvæmd þeirra varð henni til innilegrar gleöi og stórt aðalatriði. Þannig varð gleðin yfir að geta glatt aðra rikjandi þáttur i hfi hennar. Helga átti hin siðari ár við aö striða erfiðan sjúkdóm sem hún háöi harða baráttu við, baráttu sem margur telur vonlausa, en varð það aldrei i hennar augum. A þann hátt fór hún með sigur af hólmi. Umgengni okkar, sem heilbrigö erum, við sjúklinga vill oft verða þvinguð og hugur okkar bundinn við sjúkdóminn sem við- komandi þjáist af. Helga haföi sérstakt lag á að eyða öllum slik- um hugsunum samferðafólks sins. Kom þar einkum til jákvætt hugarfar hennar til lffsins og það að vera ávallt tilbúin til þátttöku i gleöi annarra. Þó veikindin gengju nærri henni var hún ávallt hrókur alls fagnaðar og hafði un- un af að dveljast i góðra vina hópi. Þegar leiðir skiljast og vegferð íykur hér á jörð þá er aðeins eftir að þakka kynnin, umhyggjuna og kærleikann sem Helga færði okk- ur oggefiöhefurokkur möguleika á betriyfirsýn yfir eigið lifshlaup. Trúin á lifið, lifshamingjuna og óendanlegt framhald lífsins undir almáttugri verndarhendi gefur okkur sem eftir lifum hér á jörö, kraft og styrktil að horfa fram á veginn með gengna slóð i huga að draga af lærdóm. Siguröur Jónsson Bsf. Skjól heldur aðalíund beggja deilda sinna sunnudaginn 7. mars n.k. kl. 14 i vinnu- skálanum i Neðstaleiti 9-17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarmenn athugið að koma frá Bú- staðavegi vestan við útvarpsstöðvarhús- grunninn. Stjórnin Utboð Tilboð óskast i að steypa upp og fullgera geymsluhús við lögreglustöð á Akranesi. Stærð 85 fermetrar og 248 rúmmetrar. Útboðsgagna má vitja á Verkfræði- og teiknistofunni s.f., Kirkjubraut 40, Akra- nesi, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuö á sama stað fimmtu- daginn 18. mars n.k. Bæjarfógetinn á Akranesi Helga systir dáin. En hvaö það getur verið fjar- rænt að trúa þvi, svo kát og hress i anda sem hún var hvenær sem viö hittum hana eöa fengum bréf frá henni, allan þann tima sem sjúkdómurinn þjáöi hana. Hún kvartaði aldrei. Hún elskaði lifið i allri sinni dýrð og unni öllu fógrui náttUrunni, elskaöi söng og naut þess aö dansa, enda fógur kona og þroskuð til að takast á við vandann sem lifiö getur boðið upp á, i sorg og gleði. HUn elskaði börnin sinog varfyrirmynd þeim i þroska þeirra. Unni tengdasyni og barnabörnunum, enda dáðu þau hana og amma svo góö. Litla Sigga Rós fór til ömmu með mömmu sinni og voru þær með Guðmundi og Diönu hjá ömmu þar tíl yfir lauk. Þá sagði litla ljósið hennar ömmu: ,,Nú er amma orðin frisk”, þvilikt sak- leysi og umhyggja var hjá litlu telpunni, en heima biðu Óskar og Helgi hjá annarri ömmu og afa sem fylgdust með úr fjarska, gengu um hljóðir og vonuðu að öm mu sinni batnaði fljótt. NU, svo hann pabbi þeirra sem var stoð okkar allra,studdiog hvatti,enda gull að manni. Elsku Esther, Siggi, Guðmund- ur, Díana, Helgi, Óskar og Sigga Rós, okkar óskir ykkur til handa að Guð gefi ykkur styrk til að lifa sátt við það sem er óumflýjanlegt og trúa aö nú liöi Helgu vel. Viö þráum öll að vera eins styrk og sterk eins og Helga systir var. Guö gefi að þér liöi vel; okkar að- dáun átt þú,Helga min. Systkinin f rá Merki. Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf að leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. • • • RAFAFL Smiðshöfða 6 ATH. Nýtt simanúmer: 85955 Fyrir friði gegn kreppu 1. Guðmundur Ingólfsson pianóleikari tekur létta djasssveiflu. 2. Ávarp Rauðsokkahreyfingarinnar. 3. Sönghópur visnavina og Rauðsokka syngur nokkur lög. 4. Upplestur úr bók Domitilu de Chuanga bóliviönsku námuverkakonunnar sem hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sina. 5. Hjördis Bergsdóttir syngur baráttulög. 6. Hanna Haraldsdóttir Sóknarkona segir frá lifi sinu og baráttu. 7. Stella Hauksdóttir verkakona úr Vest- mannaeyjum syngur söngva sina beint úr veruleika fiskverkunarhússins. 8. Agatha Agnarsdóttir, starfsmaður á Kleppi, segir frá nýafstöðnum verk- fallsátökum, sem snerust um kröfuna sömu laun fyrir sömu vinnu. 9. Baráttusöngur — allir með! Rauðsokkahreyfingin Bifvélavirkjar eða nemar í bifvélavirkjun óskast til starfa á bifreiðaverkstæði voru að Höfðabakka 9. Nánari upplýsingar hjá þjónustustjóra á staðnum. @ VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Landmælingar Islands KORTADEILD Staða kortateiknara er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi i tækniteiknun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneyt- inu fyrir 29. mars 1982. Nánari upplýsing- ar gefur deildarstjóri Kortadeildar Svavar Berg Pálsson. Veslmannaeyiar Félagsmála- fulltrúi Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða félagsráðgjafa með starfsreynslu i stöðu félagsmálafulltrúa hjá Vestmannaeyja- bæ. Starfið er laust frá 1. júli n.k. Umsóknarfrestur er til 2. april n.k. Upp- lýsingar veitir félagsmálafulltrúi Vest- mannaeyjabæjar, Sigrún Karlsdóttir, og undirritaður i sima 98-1088. Bæjarstjórinn Vestmannaeyjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.