Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 7
Helgin 6. — 7. mars 19821 ÞJÓÍ)VÍLJINN — SÍÐA 7 Hvat er stórur törvur á hjá okk- um? Hvat er longsul okkara? Er hann ikki at eiga ta stóru gleðina? Leiðari iSosialurin22-12-1974 Scandinavia today Einhver rymtur seytlar hér við hlustir þegardregur niður i vana- pexi skammdegisins og vind- hviður gefa grið, og þá heyrist úr þessari sytru orðasveimsins um eitthvert brambolt á þeim i Ameriku að fara nú endilega að húrra saman skandinövum, og sýna þá sér á parti með blikkljós- um eða án undir fyrirsögninni: Scandinavia today. Af einhverj- um undarlegum ástæðum eru íslendingar hafðir með i þessum umferðartruflunum hér og þar i Bandarikjunum sem ráðgerðar eru. Nú stendur til að gera mikið söluátak í kauphöll ameriskra hugmynda og reyna að ná athygli frá þeim sem eru að bjóða annan varning og hugmyndakerfi: sell them Jesus, sell them free enter- price, goddamm sell them Fried- man, f ried kangaroos in basket, a tisket a tasket.... Lwon’t buy that, segir maðurinn i Ameriku og er ekki sammála. Skandinavaframboðið á að vera viðs vegar i Bandarikjunum; i St. Louis, Cincinnati, N.Y., Chi- Thor Vilhjálmsson skrifar: ation i New York sagði ungum bandariskum menntamanni sem kann 13 tungumál, þar á meðal is- lenzku,og var að þýða bók úr is- lenzku': Það eru engar niítima- bókmenntir á Islandi. Það er lika eins og það hafi alveg gleymzt að við erum engir skandinavar, og væri nær að minnast Melkorkuættar okkar sem er áreiðanlega miklu rikari i bókmenntunum, keltneska skáldablóðsins i æðunum; og láta sveitina úr Handritastofnun gefa sig fram viðíra og farameð þeim i fararbroddi með innkaupatösk- umar fyrir göngunni miklu á degi heilags Patreks, og veifa ákaft handritunum eins og Kinverjar rauða kverinu forðum. Það er kurr i myndlistar- mönnum okkar af þvi að á sýn- ingunni Scandinavia today eigi bara að sýna sem islenzka list myndir eftir Asgrim Jónsson og Þórarin B. Þorláksson, og svo eftir tvo nýlistarmenn sem hafa alið mestaldur sinn i Hollandi og tekið með tilþrifum þátt i' lista- lifinu þar: Sigurð Guðmundsson og Hrein Friðfinnsson. Sem eru ágætir menn en gefa varla tæmandi hugmynd um það sem er helzt að frétta i myndlist okkar. Ekkert eftir Kjarval. Og er hann þó innan tímamarkanna; þvi var fleygt einhvers staðar að miðað væri við árið 1910 annars- vegar en ég veit ekki eftir hverju er farið hinsvegar. Ekki voru þessir að ásælast Fjallamjólk eftir Kjarval sem þeir á Museum of Modern Art vildu fyrir hvern mun fá að kaupa en Ragnar i Smára sagði að myndin mætti ekki fara úr landi, og gaf hana Listasafni alþýðu. Frægasta félagslegt tillag Þjóðargersemar sem voru okkur svo hjartfólgnar að við fyrirgáfum Dönum allar misgerðir þegar þeir skiluðu þeim... HELGARSYRPA cago, Milwaukie hjá þýska bjorn- um ameriska, Columbus Ohio, Alexandria Minnesota, og ég veit ekki hvar. Annarsstaðar? My brother is raising wheat in Minnesota, but I am raising hell in Chicago, sagði sænski ameri- kaninn aðspurður. Hvaða læti eru þetta, spurði Steinn Steinarr þegar gömlu hjónin leiddust yfir Bankastræti. Hver stendur fyrir þessu dular- fulla fyrirtæki? Það er til lítils að leita að nákvæmum fréttum i dagblöðunum, þau eru í einhverju öðru. Og þó. Eitthvert siðdegis- blað var að reyna að komast upp á milli forseta okkar og Dana- drottningar og skapa úlfuð og spennuút af sýningunni; sem betur fer var það til litíls. Aðrar fréttir af þessu eru svo tætingslegar eins og væru úrbiluðum simsvara þar sem mest er suð og urgur. Sumt eins og væri haft eftir fjarhuga embættismanni i svefnrofunum með simtólið undir kodda. Þó er klárt að forseti okkar eigi að opna hátiðina. Ég hef reynt að kanna hvert ætti að vera framlag Islands til þessa ameriska ættarmóts skandi'nava. Það hefur gengið fremur dræmt. Þó hefur frétzt að til standi að senda þangað vestur þjóðargersemar sem Islendingar töldu dýrastar, og voru okkur svo hjartfólgnar að við fyrirgáfum Dönum allar misgjörðir þegar þeir skiluðu handritunum (einir þjóða ránsfeng af þvi tagi). Fyrirgáfum þeim allt, meðal annars að hafa næstum upprætt okkur. Þessi sömu handrit og við neituðum að lána i eina virtustu menningarstofnun heimsins og traustustu British Museum á vikingasýninguna, þegar átti að sanna að vikingarnir hafi ekki verið bara óðir afglapar með flókaskegg löðrandi i berserkja- froðu og hvitnandi bláma i augum. Hvað kemur þá til núna? Að starfsfriðurinn er rofinn i Ámagarði, hurðum fleygt upp i handritastofnuninni, og liðið drifið upp i flugvél með Skarðs- bók f innkaupatösku til að sýna hana á torgum i Ameriku? A sýningu sem heitir Scandinavia today? Þetta ereins og væri til að stað- festa það sem embættismaður i Scandinavian-American Found- skandinava til heimslistarinnar var þáttur þeirra i Cobra-hópnum sem voru i Kaupmannahöfn. Þar voru fremstir Svavar Guðnason og Asger Jorn. Um þetta má lesa i listasögum. Kaupmannahöfn Brussel Amsterdam, Co-Br-A. Ekki er heldur verið að neyta færis að sýna Svavar i Ameriku, og vera stoltur. Eða þá Sigurjón ólafsson, það þarf hreint ekki að skammast sin fyrir hann. Og fleiriogfleiri. Hér er svo mikiðlif ogfjör i myndlist. Kannski meira en annars staðar á Norður- löndum. En þá kemur til álita hvort litli bróðir megi skyggja á hina sem vilja vera stórir, og þá þarf einhver að vera litill. Ég hef ekki á móti neinum af þessum sem sýndir verða.-en það gefur bara ósköp takmarkaða mynd af hinni þróttmiklu og margbreyttu myndlist sem hér lifir og hefur dafnað vel á þessari öld að sýna einungis það elzta og sérstakan þátt i þvi yngsta. Það hefur kvisazt að sumir Norðmenn séu sárir út af þvi að ekki eigi að sýna Munch sem er ásamt Kjarval fremstur Norður- landamálara. Til hvers er þetta umstang allt? Tilað selja rækjur og gaffalbita? Lopapeysur og kaninuskinns- pelsa? Eða til að monta sig af þjóðhöfðingjum? Sem er nú kannski hálf tikarlegt við þá sem hafa bara Reagan, ekki er hann nú til að gleðja augun. Hemingway ....Iii the morning there was a big wind blowing and the waves were running high up the beach and he was awake a long time before he remembered that his heart was broken. Ernest Hemingway: Tenlndians. Sumir listamenn hafa svo sér- stakan svip og fastmótaðan og öðlast slikan áhrifsmátt um sinn að þeir verða meinskæðir öðrum sem eru i mótun, soga þá með i svelgsinsmáttar og svipta frum- kvæðinu. Fyrr i þessum greinum sagði ég eftir Canetti nóbelsverð- launahöfundinum nýja frá þvi hvernig hann var ánetjaður Karl Kraus hinum mikla andlega dá- valdi Vinarborgar fram eftir öldinni.ogvarhætturaðgeta gert nokkuð fyrir meistara sinum þar til hann varð að gera uppreisn og slita sig lausan með offorsi úr þeim álögum, afneita meistara sinum, og sá þaö ekki fyrr en seinna hversu mjög hann hafði vaxið af þeirri glimu. 1 myndlistinni höfum við dæmi Pablo Picasso sem margir freist- uðu að likja eftir vitandi eða óvit- andi, og sér til óbóta sumir. Á árunum þegar ég var úti i Frakk- landi voru torfur af mönnum sem höfðu lært eitthvað af Léger, og komust ekki undan svipmótinu sem meistarinn hafði þrýst á þá, og urðu aldrei þeir sjálfir. Og myndir mristarans þekktust lika alltaf frá eftirhermunum,* 1 sem von var af þvi hann var að flytja sineigin erindismál samkvæmur siru eðli. Hér á landi höfum við dæmi Halldórs Laxness sem gerði heilum kynslóðum erfitt fyrir að skrifa með sti'ltöfrum sinum og ofurefli.Fyrir langa löngu sat ég með tveim rithöfundum á kaffi- húsi. Þeirbáru sig illa. Þaðværi, sögðu þeir, að ýmsu leyti slæmt að hafa haft Halldór Laxness. Hefði hann ekki verið þá væru margir höfundar sem hefðu getað orðið bara góðir. Ef ekki væri Laxness. Þegar ég var að alast upp var það Hemingway sem var einn hættulegastur að þessu leyti og gerði unga menn viða um heim aö öpum sínum. Heilar hjarðir manna reyndu að skrifa eins og Hemingway. Þar til kom sú kyn- slóð sem þurfti að brjótast undan seiðmætti hans og hafna honum. Þá var reyndar heimurinn orðinn allt annar en var þar sem riki Hemingways hafði staðiö traust- ast. Og eins og verður við slikt uppgjör var það helzti harkalegt og afdráttarlaust svo um sinn hefur hann varla notið sann- mælis. Tilgeröarleg hetjuskapar- dýrkun hans þegar á leið féll ekki i kram ið hjá þeim sem fæddust og uxu upp eftir að atómsprengjan breytti vist mannsins i heiminum þannig að hún gat hugsanlega endað. Þá var ekki lengur sá Nú er mál og lag til þess að meta hann að nýju — endurmeta kærleik- ann til Hemingway og gremjuna vegna galla hans. óendanleiki mannkynsins sem gerði fært að leika sér að þvi að vera glötuð kynslóð eins og sagt var um Hemingway og hans nóta eftirfyrri heimsstyrjöldina. C’est une generation perdue, sagði Gertrude Stein: þetta er glötuð kynslóð. Hemingway naut sin á árunum milli styrjaldanna og fullnýtti ■ hæfileika sina og atgervi til að skapa bókmenntir. Enginn lagði mára á sig til að læra sitt hand- verk sem rithöfundur. Hann var óþreytandi að slipa og fága stll sinn, strika Ut og snerpa þar til hann hafði öðlazt slikt handbragð að ekki varð ruglað saman við aðra. Þá var hann enn ungur maður. Vopnin kvödd, The sun also rises og margar beztu smá- sögurnar eru frá þessum árum. Þeir sem þekktu Hemingway ungan tala um hvað hann hafi verið gáfaður örlátur og hug- rakkur. Þá talaði hann hægt og vandaði sig, og sagði svo vel sögur, og hermdi forkostulega eftir. Hvaö kom fyrir hann? Það er eins og hann hefði misst trúna og þyrfti alltaf að vera að sanna sig með belgingi og afglapaskap. Hann virðist hafa breytzt mikið eftirlýsingum að dæma, f trúð og gortara sem aldrei gat hætt að ieika i sviðsljósinu. Þessu er slegið fram með hæfilegum fyrir- vörum því málið er auðvitað miklu flóknara. Lengi virtist hann hættur að geta skrifað þannig aö skæri úr. Þá vildi hann ganga yfir alla og þurfti ekki að hlusta lengur, og þóttist vera anti-intelektúal, fuss- aði við menningarvitunum og mærði hina óþörfu hetjudáð. Hann lét hylla sig i sóun cg glýju veizluglaumsins; en undir yfir- gangi hans duldist tragiskt óþol sem virtist ekki geta sefazt sem fyrrvið iðkun sinnar listar, held- ur leitaði útrásar i öðrum iþróttum skyndifrægðar. Ég man þaðáfall sem það var unnendum Hemingways að lesa Across the river and into the trees, um þennan roskna leiðinlega hers- höfðingja sem er að útskýra hin finni blæbrigði hernaöarlistar fyrir ungri italskri prinsessu og ástmey i gondól i Feneyjum og kallar hana daughter. Yfir ána og inn f skugga trjánna, kallaði William Faulkner þá bók i min eyru i Reykjavik. Maðurinn sem skrifaði Vopnin kvödd, bitra ákæru á styrjaldir sem við eigum i þessari dýrlegri þýðingu Halldórs Laxness, hve sárt að hugsa til þess að hann skyldi ergjast svo að fara að prisa hermennskuna. Hemingvay átti reyndar eftir að skrifa Gamla manninn og hafift. Hann væri 82 ára núna. Hann var búinn að brjóta hvert bein i sér i eftirsóttum barningi sinum og gönuhlaupum hetju- ljómans, og iðrin sviðin af viski og daquiri, og vildi ekki Hfa við harmkvæli; tók byssuna sem faðir hans hafði notað til að skjóta sig, beit um hlaupið og skaut. Þá var komið að þvi sem ýmsum þykir brýnast að lista- maðurinn sé allur svo hægt sé að loka dæminu, og gera það upp. Dauður og meðfærilegur. Túlka hann án þess að hann nái að trufla með þvi að skipta sér af þvi. Rugla reikninginn. Og er nú ekki kominn timi loks að endurmeta höfund eins og Hemingway; leiða hann til önd- vegis i Valhöll. Taka hann i goða tölu, eins og hvern annan dauðan snilling sem lifir með okkur, eins og Stendhal. Hemingway vann það þarfa verk að kála i'skugga snilli mörg tonn af meðalmennsku á fæti. Það fór engum öðrum vel að vera Hemingway, og honum sjálfum misjafnlega. Hann vardýrkaður svo mjög að varð að gera uppreisn gegn honum — ungir menn; brjótast undan fargi hans; nú er mál og lag til þessað meta hann af nýju; endurvekja kærleikann til Hem- ingway og gremjuna vegna galla hans. Hvergi urðu gallar Hemingway samteins óþolandi og þegar þeir komu fram i fari annarra rithöf- unda, einkum þeirra sem hvorki höfðu til þess eðli néupplag, hvað þá burði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.