Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 06.03.1982, Blaðsíða 31
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞÍÓÐVÍLJINN — SíÐA 31 , ,Kef lav íkurf lugv öllur er skipulagsskyldur” — segja Sigurður Líndal og Arnmundur Bachman í þeirri umræðu, sem farið hefur fram i Þjóð- viljanum undanfarna daga um byggingu sprengjuheldra flug- skýla á Keflavikurflug- velli, hafa þau sjónar- mið komið fram, að skipulagsmál á Kefla- vikurflugvelli heyri und- ir Varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins. t Skipulagslögum stendur hins vegar, að Félagsmálaráðuneytiö fari með stjórn skipulagsmála á tslandi, og samkvæmt þeirri lagabreytingu, sem tók gildi 1. janúar 1979, eru öll sveitarfélög skipulagsskyld. Samkvæmt sömu lögum skal Skipulagsstjóri leggja endanlegt skipulag fyrir íélags- málaráðherra til staðfestingar. t samræmi við þetta er til stað- fest aðalskipulag Keflavikur, Njarðvikur og Keflavikurflug- vallarfyrirárin 1967-’87. Skipulag þetta var undirritað af fulltrúum Keflavikur, Njarðvikur og Varnarmáladeildar og undirritað 2. nóvember-1973 af Birni Jóns- syni þáverandi félagsmálaráö- herra og Hallgrimi Dalberg ráðu- neytisstjóra i félagsmálaráðu- neytinu. tskipulagi þessu er m.a. gert ráð fyrir að núverandi tankasvæði hersins verði i fram- tiðinni byggingarsvæði Njarðvik- ur. Við lögðum þá spurningu fyrir Sigurð Lindal Prófessor, hvort is- Siguröur Lindal: Ótvirætt aö is- lensk skipulagslög gilda. lensk skipulagslög giltu ekki á Keflavikurflugvelli. — Það held ég að sé alveg ótvi- rætt, —sagði Sigurður, —en hins vegar getur það verið túlkunar- atriði hvað skipulagsskyldan fel- ur i sér. Viðlögðum einnig þá spurningu fyrir Arnmund Bachman að- stoðarmann félagsmáiaráöherra, hvort hann teldi að skipulagsmál Keflavikurflugvallar heyrðu und- ir félagsmálaráðuneytið. — Eftir lagabreytinguna 1978 fer það ekki á milli mála, að allar framkvæmdir á Keflavikurflug- velli sem annars staðar eru skipulagsskyldar. Viö höfum heyrt þau sjónarmið, að skipu- lagsmál á Keflavikurflugvelli falli undir utanrikisráðuneytið, en ég er á annarri skoðun, og bendi þar m.a. á núgildandi aðal- skipulag Keflavikur, Njarðvikur og Keflavikurflugvallar, sem á sinum tima var undirritað af félagsmálaráöherra. Frá úthlutun heiöurslaunanna. Frá vinstri sitja skákmennirnir Jón L. Arnason, Haukur Angantýsson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Standandi er Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélagsins. Ljósm. — eik Heiðurslaun Brunabótafélagsins: Fjórir skák- menn hlutu hnossið Stjórn Brunabótafélags tslands veitti i gær þeim Hauki Angantýs- syni, Helga Ólafssyni, Jóni L. Arnasyni og Margeiri Péturssyni heiöurslaun úr sjóöi þeim er fé- lagið stofnaöi i tilefni af 65 ára af- inæli sinu. Heiðurslaun þessi eru ætluð þeim er vinna að verkefnum á sviði lista, visinda, menningar, iþrótta eða atvinnulifs. Ætlunin er að sótt sé um þessi laun, en þar sem ekki vannst ráðrúm til um- sókna i þetta skipti ákvað stjórn félagsins að úthluta þeim nú. Heiöurslaunin, sem skákmenn- irnir hljóta nema þrem mánaðar- launum opinberra starfsmanna i 20. launaflokki. Fjórmenningarnir, sem hlutu heiöurslaunin að þessu sinni hafa allir unnið til alþjóðlegra meistaratitla i skák og unniö að eflingu skáklistarinnar hér á landi. — Svkr Miiller boðið að mæta hjá Hjörleifi 25. mars Svo sem frá var greint I Þjóðviljanum I gær, barst iönaöarráöherra skeyti frá Alusuisse á fimmtudag, þar sem Miiller forstjóri fcllst á aö mæta til viöræöna i Reykjavik eftir 24. mars. Hjörleifur Guttormsson hefur nú svarað þessu skeyti frá Alusuisse og boöiö for- stjóranum aö mæta til viö- ræöna viö sig I iðnaöarráöu- neytinu þann 25. mars n.k.. 1 fréttatilky nningu um máliö frá iönaöarráöuneyt- inu segir: Svo sem fram kom I frétta- tilkynningu iðnaðarráöu- neytisins 25. febrúar sl. til- kynnti Alusuisse formanni álviðræðunefndar, dr. Vil- hjálmi Lúðvikssyni, aö full- trúar félagsins gætu ekki mætt til fyrirhugaðs fundar i Kaupmannahöfn 3. mars. I framhaldi af tilkynningu þessari og rikisstjórnarsam- þykkt, er gerð var 26. febrú- ar varöandi meðferð deilu- mála og endurskoöun samn- inga við Alusuisse, sendi iðnaðarráðherra dr. Paul Miiller stjórnarformanni Alusuisse skeyti. Þar var þess farið á leit að Miiller kæmi til fundar við iönaöar- ráðherra og formann álviö- ræðunefndar eigi siðar en 15. mars n.k. til aö leitast viö aö ná samkomulagi um ágrein- ingsefni aðila og óskir rikis- stjórnarinnar um endur- skoðun samninga. Svar hefur nú borist frá Alusuisse þar sem stjórnar- formaðurinn telur sig geta mætt á fundi i Reykjavík eft- I' ir 24. mars n.k. 1 framhaldi af þvi hefur iðnaöarráöherra boöiö honum til viðræðna við sig i ráöuneytinu þann 25. ! mars. [Tðnaðarráðherra á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda "] Náum tökum á örtölvunni Stytting vinnutima, valddreif- Iing og aukin áhrif starfsmanna á framleiösluferli og vinnu- • skipulag viröast eina vitræna | svariö til aö foröa samfélags- legri upplausn eöa miöstýröri I haröstjórn af völdum örtölvu- ■ byltingarinnar. Jafnt stjórnvöld I sem aöilar vinnumarkaöarins hér sem annars staöar þurfa aö I búa sig undir aö svara þessari ' þróun á skipulegan hátt til aö örtalvan veröi þjónn mannsins en maöurinn ekki þræll hennar. — Þannig fórust Hjörleifi ' Guttormssyni, iðnaðarráðherra orð i ræðu sem hann flutti á árs- þingi Félags islenskra iðnrek- I enda i gær. Ráðherrann fjallaði um margvisleg hagsmunamál iðnaðarins og ræddi m.a. um I norrænt samstarf að iðnaöar- | má'um og um nýlega úttekt á starfsskilyröum atvinnuveg- anna. Um starfsskilyröin sagöi Hjörleifur: Ljóst er að hallaö hefur á iönaöinn i ýmsum veiga- miklum atriðum, m.a. varðandi aðstöðugjald og opinber fram- lög, en ekki gildir þaö um alla þá þætti sem nefndin tók til at- hugunar i samanburði við aöra atvinnuvegi. A þvi þarf aö vera skilningur svo og að ekki er unnt að jafna starfsskilyrðin með þvi einu að gera kröfur á hendur rikissjóði eða aö sveitarfélög gefi einhliöa eftir sinn hlut. Talsmenn iðnaðarins hafa lika fyrst og fremst lagt áherslu á jöfnun i sambandi við sina hags- muni en ekki bundið sig við eina leið sérstaklega til að ná henni fram. Nú reynir á, hvort menn vilja i raun láta atvinnuvegina njóta jafnræðis og standa að Hjörleifur Guttormsson skynsamlegum leiöum að þvi * marki. 1 lok ræðu sinnar sagöi iönaö- I arráöherra, aö ef marka mætti I gifurlega aukningu á fjölda og ■ upphæð lánsumsókna hjá Iön- I lánasjóði seinustu tvo mánuði, I þá rikti hér hófleg bjartsýni á I framtiö islensks iðnaðar. • _____________________________I Samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs: Vinnustofa fyrir öryrkja og aldraða Tillaga frá öllum meirihlutaflokkunum Bæjarstjórn Kópavogs hefur nýlega samþykkt á fundi sinum tillögu um aö setja á stofn vinnu- stofu fyrir öryrkja og aldraða I Kópavogi. Stóðu allir meirihluta- flokkarnur að tillögunni. Tillagan hljóðar svo: „Bæjarstjórn samþykkir að koma á fót vinnustofu fyrir aldraða og öryrkja og felur stjórn Félagsmálastofnunar að vinna að tillögugerö um starfrækslu hennar. Jafnframt aö kanna hugsanlegt samstarf viö Orykja- bandalag Islands um þetta mál, sem og aðra aðila sem láta sig at- vinnumál aldraðra og öryrkja varða og skila áliti fyrir 30. mars n.k.”. Um nokkurt skeið hefur verið unnið aðkönnun hjá atvinnufyrir- tækjum í Kópavogi, sem beinist að þvi að safna upplýsingum um atvinnumöguleika hjá hverju fyrirtæki til handa öryrkjum og öldruðum. Um leið er leitað verk- efna sem hentað gætu á væntan- legri vinnustofu. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.