Þjóðviljinn - 19.06.1982, Qupperneq 7
Á. B. rœðir við BORIS CHRISTOF
Nú eru rösklega f jörutiu
ár síðan Boris kóngur í
Búlgaríu veitti nafna sin-
um Boris Christof styrk til
að læra að syngja á ttalíu.
Síðan hefur Christof unnið
margra sigra og verið
nefndur kóngur bassa-
söngvaranna og kemur nú
að syngja fyrir Listahátíð
að undirbúa upptökur sem skyldi
— þetta er oröinn iönaður sem á
að mala gull sem skjótast. En
kannski breytist þetta aftur til
batnaðar, kannski segir fólkið
hingað og ekki lengra ....
Kirkjustef
Já finnst þér rússneska ekki
fallegt mál? Og enn fallegri er
f o r n b ú 1 g a r s k a n , móöir
,, Óperan
— þeir tónleikar
sunnudagskvöld i
dalshöll.
eru nú á
Laugar-
Já, þannig byrjaði þetta, sagði
Boris Christof i viðtali við Þjóð-
viljann. Ég hafði sungið einsöng
með kór Alexanders Nevski dóm-
kirkjunnar i Sofiu og Boris kon-
ungur hafði hlustað á mig. Hann
kallaði á mig. Hann kallaði á mig,
hrósaði söngnum og spurði hvað
ég starfaði. Ég var þá nýsloppinn
úr lögfræðinámi og bjóst við að
framtiöarstarfi minn yrði á þvi
sviði. Við eigum nóg af lögfræð-
ingum en fáa listamenn, sagði
kðngurinn vonsvikinn. Nokkrum
dögum siðar fékk ég svo bréf frá
skrifstofu konungs þar sem mér
var tilkynnt aö hann hefði veitt
mér styrk til söngnáms — og þá
fór ég til ttaliu.Þetta var árið
1941.
Þetta var upphaf minnar gæfu
— á timum þegar miklu líklegra
var að ógæfan sæti fyrir manni á
hverju horni. Ekki svo að skilja:
striöið sjálft var illur timi — bæði
mérog öðrum ....
Rússland, Rússland
Boris Christof er ágætastur
flytjandi rússneskrar tónlistar
siðan Sjalapin leið og bersýnilega
einlægur aðdáandi rússneskrar
tungu og menningar. En hann
hefur ekki sungið i Sovétrikjun-
um.
— Það er eins og þú veist, sagöi
hann. Rússland er Rússland —
dularfulltog heittelskað. Ég hafði
samþykkt að taka boði um að
syngja i óperu Mússorgskis, Boris
Godúnof, þetta varfyrir tiu árum.
En þegar til Moskvu kom gekk
ekki saman, ég fékk ekki þær æf-
ingar með Stóra leikhúsinu sem
ég vildi og sneri heim aftur i fússi.
Þetta var heilmikið hneyksli.
En eins og þú veist hefi ég mik-
ið lagt stund á rússneska tónlist.
Ég var svo gæfusamur að verða
fyrstur til að flytja á plötur allt
það sem „hæöin mikla” — tón-
skáldin Mússorgski, Kjúi, Bala-
kiréf, Borodin settu saman fyrir
mitt sviö. Aö þessu vann ég árum
saman. Þessi verk hæfa vel rödd
minni og þvi listræna næmi sem
ég tel mig hafa. Siðan var ég svo
heppinn aö kynnast á Italiu frá-
bærum listamanni og stjórnanda,
sem var fæddur i Rússlandi. Isai
Dobrovein. Hann hafði komið á
fót óperuskóla i Búlgariu. Siðan
hittumst viö i Milanó og ákváðum
að fara yfir allan hinn rússneska
skala. Þvi miður dó Dobrovein
fyrir aldur fram, en þessi starfi
hélt ég svo áfram með prófessor
LainskiiParis.
Gróðabrall
Ég söng Boris Godúnof, Igor
fursta og margt fleira fyrir His
Masters Voice. Þetta var mikil
gullöld i leikhúsum og hjá plötu-
fvrirtækjum. Mér finnst satt að
segja hnignunarsvipur á hljóm-
plötugerð. Fjölmiðlagnýrinn all-
ur hefur haft slæm áhrif að minu
viti, það eru allir að flýta sér,
enginn þykist mega vera að þvi
er
Helgin 19.-20. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
höfðingja bassasöngvara '
t . Ay.'-.v**
.......i®*
m
Boris Christof: Og þá sagði kóngur: viö eigum nóg af lögfræðingum en
fáa listamenn ...
okkar líf
slavneskra mála ( Það mál, sem
er notað i rétttrúuðum tiöasöng,
kalla Rússar reyndar kirkju-
slavnesku— en það er alveg rétt
hjá Boris Christof, aö þetta er hið
forna mál Búlgara — áb). Agætt
búlgarskt tónskáld fann á sinum
tima forn búlgörsk kirkjustef sem
varðveist höföu i Kief og vann úr
þeim pýðileg verk, einstaklega
falleg, fyrir einsöngvara og kór.
Ég er stoltur af þvi aö hafa tekið
þátt i að festa þetta á plötu.
Það er heldur ekki langt siðan
ég flutti söng inn á plötu Litúrgiu
Jóhanns Gullmunns eftir þann
lærisvein Rimski-Korsakofs sem
lengst lifði, Gretsjaninof. Hann
skrifaði þetta verk fyrir rúss-
nesku byltinguna og fékk þá alla
klerka upp á móti sér, hann hafði
framið sina byltingu með þvi að
nota hljómsveit i kirkjutónlist.
Svo voru Rússar yfirleitt búnir að
gleyma þessu — en nú er þetta
verk semsagt komið út.
ítalía og óperan
Hvar ég bý? A Italiu i litlu mið-
aldaþorpi skammt frá Lucca i
Toscana. Gott land Italia, og ítal-
ir fæddir söngvarar, syngja af
guös náð hvort sem þeir læra eða
ekki. Tenórakynslóðin þeirra eft-
ir strið var stórfengleg. Bassar
eru jafnan til ágætir i Rússlandi
— og i Búlgariu. En mér finnst
alltaf að þær raddir séu eins og
dýrmætur steinn sem þarf góða
slipun ...
óperan er okkar lif. Það er auð-
vitað ánægjulegt og ágætt að
halda konserta, en i óperunni
kemur allt saman, þar veröur til
það sem mér finnst raunverulegt
lif. Verst aö á ítaliu hefur góðum
óperuleikhúsum fækkað og
mörgu veriö spillt með afskipta-
semi hins pólitiska heims.
Kannski er hinn italski söngvara-
skóli hvergi lengur við lýði nema
hjá þeim i Covent Garden iLond-
on. Og þessir ágætu hljómsveitar-
stjórar sem kunnu svo góö skil á
öllu sem sneri að óperunni
Toscanini, Bruno Walter og ekki
sistFurtwangler þeir eru fyrir bi,
og við biðum enn ftir þeim sem
komiistaðinn.
Listin að leika
— Nú ert þú mikiö lofaður fyrir
ágætan leik, „hver þumlungur
hans var keisarinn” segja menn
sem hafa séð þig i Boris Godúnof.
En ein algengasta umkvörtun um
óerpuflutning er einmitt sú, að
söngvarar séu leikarar i lakara
lagi, ekki satt?
— Jú mikil ósköp, þaö er ekki
nema rétt, aö án persónusköpun-
ar er óperan ekki mikils virði,
Raddirnar verða að vera á sinum
stað en þær duga skammt, óperan
er heillheimur. En ef ég get leikið
þá er það tengt þvi, að ég var svo
lánsamur að kynnast á Italiu eftir
strið útlaga rússneskum, sem
hafði unniö með Stanislavski i
Listaleikhúsinu, i Moskvu, Sanin
hét hann. Ég hlustaði á hann og
sagöi honum hve hrifinn ég væri
af þvi hvernig hann útlistaði
mörg þessi smáatriöi i mannleg-
um viöbrögðum, sem skipta leik-
ara svo miklu. Sanin tók mér vel,
hann kvaöst ekki eiga sér læri-
sveina á ttaliu — „þeir vilja bara
syngja” sagði hann. En ég var
svo gæfusamur að skilja hvað
hann var að fara, hvað hann
geymdi i höfði og sál. Svo dó hann
og ég hélt áfram aö vinna sjálfur i
anda þess Stanislavski-skóla,
sem Sanin haföi haft með i far-
angrisinum.
Hvað vif
ég syngja?
Þú spurðir um eftirlætishlut-
verk, — og ég get ekki sagt annað
enaömér þykirvænt um það sem
ég syng. Tónskáldin hefðu að visu
mátt vera örlátari við okkur
bassana, en ég er vitanlega þakk-
látur fyrir Boris Godúnof Mús-
sorgskis og Don Carlos Verdis
(ariur úr þessum óperum báðum
eru reyndar á dagskrá tónleik-
anna á sunnudagskvöld)
— Hafa tónskáld okkar aldar
aldrei freistaö þin?
— Satt best að segja: nei. Mús-
sorgski var sá siðasti sem samdi
eitthvað nýtt fyrir mig. Stundum
finnst mér ný músik eins og efna-
fræðistofa, þar gengur mikið á, en
lausnin er ekki fundin — kannski
er hún á leiöinni, hver veit.
Aldrei framar!
Ég söng einu sinni i nýrri óperu
eftir Hindemith og þaö er eitt
mesta erfiöi sem ég hefði komist
i. Þetta var i Feneyjum. Eftir
frumsýningu borðuðum við
Hindemith saman. Hann var
mjög ánægður með sýninguna.
Ég bað hann að útskýra, hvers
vegna hann heföi sett saman tón-
þrautir sem voru þess eðlis að
maður gat ekki ráöiö við þær.
Hann svaraði: þetta var allt i
besta lagi. Já, en ég söng ekki
rétt, sagði ég, ég veit það. Það
skiptir ekki máli sagði Hinde-
mith. Veistu þaö sagöi ég við
þennan ágæta tónsnilling, ég syng
aldrei framar i óperu eftir þig.
Hann hlóog sagði:
Vist muntu eiga þaö eftir.
A eftir gekk ég inn i Markúsar-
kirkjuna, krossaöi mig frammi
fyrir guöi og sór: Aldrei framar...
áb.
POLYFONKORINN
CONCIERTO MUNDIAL
Hin fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá Pólýfónkórsins
hljómsveitar í Spánarferð— Concierto Mundial verður aðeins f lutt
einu sinni hér á landi í Háskólabíói þann 29. júní kl. 21.30.
og
EFNISSKRA:
G.F. Hándel:
D. Buxtehude:
J.S. Bach:
G.F. Hándel:
Hlé
JÖN LEIFS:
F. POULENC:
STJÓRNANDI: INGÓLFUR GUÐBRANDSSON.
KONSERTMEISTARI: RUT INGÓLFSDÓTTIR.
THE WATER MUSIC
BEFIEL DEM ENGEL DASS ER KOMM
KONSERT FYRIR FIÐLU OG HLJÓMSVEIT i E dúr
EINLEIKARI: Unnur Maria Ingóifsdóttir
AND THE GLORY OF THE LORD — HALLELUJAH
(MESSIAS)
THE TRUMPET SHALL SOUND
EINSÖNGVARI: Kristinn Sigmundsson(bassi)
EINLEIKARI: Lárus Sveinsson tromDet
HÖRÐUR ASKELSSON ORGEL
Kaflar úr ORATORIUNNI EDDU op. 20
EINSÖNGVARAR: Kristinn Sigmundssonog Jón Þorsteinsson
GLORIA
EINSÖNGVARI: NANCY ARGENTA (sopran)
Pólýfónkórinn skorar á alla vini og velunnara, einstaklinga og
fyrirtæki að styrkja f ramtak kórsins með f járf ramlagi í formi að-
göngumiða á sérstöku styrktargjaldi kr: 500,-
Vinsamlega pantið styrktarmiða i síma 27232, kl. 10.00—17.00, eða
sendið inn naf n og heimilisf ang.
Nafn: ---------------------------------------
Heimilisf.:
Sími:
og sendist
Rvk.
merkt ,,Styrktarmiði Pólýfónkórsins" í pósthólf 1418,
Ennf remur er miðasala i Bókabúð Sigf úsar Eymundssonar,
Ferðaskrifstof unni Otsýn, og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur.
Verðaðgöngumiða kr. : 250.-.