Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1982 J.S. Bach. Orgel-tón- leikar með Bach Á mánudagskvöldið 21. júni, kl. 20.30 leikur Dr. Orthulf Prunner þriðja þátt ClavierObung eftir J.S.Bach á orgel Flladelflukirkj- unni i Reykjavik. Þetta er frum- fiutningur þessa orgelverks á ís- landi, því að þaö hefir aldrei veriö flutt i heild hériendis, en einstakir þættir hafa áður verið leiknir svo sem praeludian og fugan I Es-dúr og litli forleikurinn um sálminn „Faöir vor, sem á himnum ert”. Þetta er eitt merkilegasta og erfiöasta tónverk, sem J.S. Bach samdi og er sjaldan leikiö. Þættir þess eru tuttugu og sjö. Jafnframt er þetta fyrsta orgelverkiö, sem J.S. Bach gaf út á eigin kostnað. Það var árið 1739 og var hann þá 54 ára gamall. Orgelverk þetta er reist á til- beiösluháttum hinnar lúthersku kirkju og á trúarlærdómum henn- ar eins og þeir eru túlkaðir i „Fræðum Lúthers”. Dr. Orthulf Prunner er organ- isti við Háteigskirkju í Reykja- vik. Knattspyrnan um helgina: Víkingur- Breiðablik á sunnudags- kvöldið Um helgina veröur leikið i öll- um deildum á Islandsmótinu i knattspyrnu. Stórleikurinn er viðureign tslandsmeistara Vik- ingsog Breiöabliks á Laugardals- vellinum á sunnudagskvöldið en þessi lið verða vafalitið i hópi efstu liöa deildarinnar i ár. Eftirtaidir leikir eru á dagskrá i 1., 2. og 3. deild: 1. deild Laugardagur kl. 14: IBl-KA, kl. 14: IBK-IA, kl. 14: tBV—Valur Sunnudagur kl. 20: Víkingur-Breiðablik 2. deild Laugardagur kl. 14: Völsungur—Njarðvik, kl. 14: FH—Skallagrimur. kl. 14: Fylkir—Þróttur N, kl. 14: Ein- herji—Þór A, kl. 13: Reynir S.— Þróttur R. 3. deild Laugardagur Kl. 14: HV-ÍK, kl. 17: Vikingur Ó—Viðir, kl. 14: Selfoss—Haukar, kl. 14: HSÞb—Magni, kl. 14: Hug- inn—Tindastóll, kl. 14: KS—Austri. Sunnudagur kl. 14: Grindavík—Snæfell. — VS Táknmálstúlkur á nefndarfundi Borgarráö hefur samþykkt að greiöa táknmálstúlki fundarsetu- þóknun þurfi borgarfulltrúi eða fulltrúi i ráöum og nefndum að vegum borgarinnar á slikri þjón- ustu að halda. Samþykkt þessi er til komin vegna erindis Vilhjálms G. Vil- hjálmssonar sem kjörinn hefur verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i umhverfismálaráð. Vilhjálmur er heyrnarlaus og þarf þvl á túlki aö halda viö nefndarstörfin. -AI. Hefuröu heyrt það? Á Kjarvalsstöðum verður nú úlfaldi úr mýflugu/ ein f jöður verður að f imm hænum og að þessum og ýmsum öðrum breyting- um þar stendur myndlist- armaðurinn Magnús Tómasson. Hann nefnir sýninguna /,Sýniljóð". Hœnur ogfleiri fuglar Fjöðrin sem verður að fimm hænum er pappirsverk. Magnús gerirmótsem hann pressar svo sérstakan pappir i og ilengist þá þrivið mynd i pappirnum. Hugmyndirnar að þessum pappirsverkum eru skemmti- legar og útfærslan góð. Annars eru hænur ekki þeir fuglar sem einkenna sýninguna. Þaö ber mest á smáfuglum. Um fugla segir Magnús i sýningar- skránni: „Undarlegir eru mennirnir, fyrst loka þeir fugl- ana inni búri, búa svo til vél sem getur flogið. Siðan skera þeir tungurnar úr næturgölunum og búa til tæki sem syngur. Og þeg- ar ég horfi á þessa vesalings fugla i myndunum, efast ég um of nálægt sólu og vængirnir bráðnuðu svo hann hrapaöi i Eyjahafið og sást hann ekki of- ansjávar eftir það. Verkið sem Magnús sýnir um þessa flugtil- raun er verulega fallegt. Hann segir ekki söguna beint i mynd- um, heldur notar einstaka þætti hennar i myndir sem hann fellir saman i eitt verk i stórum kassa undir gleri. Sannkallað sýniljóð. Höfundurinn skapar ákveðið andrúmsloft og svo geta áhorf- endur spreytt sig á hugarflugi. Flugæfing t hvitum kassa með gleri fyrir eru tvö rimlabúr. I öðru búrinu er hvitt tvifætt egg á priki. I hinu búrinu er samskonar egg standandi á priki nema á það egg hefur verið fest stýris- vængjum eins og á sprengju. A milli búranna flögrar þriðja eggið með fiðrildisvængi. Er þetta verk einungis ljóðrænt til- brigði viöeggform? Eða fjallar þetta verk um hinn langþráða draum mannkynsins að fljúga um heiðloftin sem frjálsir fugl- ar? Um drauminn sem rættist ogalltsem þvifylgdi? Núfljúga menn með ógnarhraða um loítin til að varpa sprengjum á annaö fólk. Egglaga sprengjum er skotið með eldflaugum um loft- in. Með fluginu varð eyðilegg- ingarmáttur manna meiri en fyrr þekktist. Eitt af þvi sem Magnús er að sýna okkur, er hvernig draumurinn um frelsi sem rættist, varð aö veruleika með enn meira ófrelsi en fyrr. Enn er öxin ekki fallin, en ógnunin iiggur I ioftinu. Hugarflugsæfingar Magnús Tómasson að gera fimm hænur úr úlfalda, eftir aö hafa gert úlfalda úr mýflugu. sannleiksgildi málsháttarins, að betri sé einn fugl í hendi en sjö i skógi.” Fuglana i myndum Magnúsar hefur maður ekki i hendi sér, þeir eru á flugi i skógi imyndunaraflsins. Hugarflug Litill fugl steypist til jarðar með reykjarmökk aftur úr sér eins og nýniðurskotin sprengju- flugvél. Þar nálægt situr annar fugl á prikinu sinu fyrir utan búrið sitt, en i búrinu eru stórar fjaðrir fangar. Ekki langt frá er fiðrildi á flugi með þungan stein i bandi, annar steinn flýgur um með fiðrildisvængi, steinfiðr- ildi? Þetta eru allt hlutar úr verkinu „Agrip af sögu flugs- ins”. Best að taka það fram strax að ég veit næstum ekkert um sögu flugsins, og eina atriöið i sögunni sem ég eitthað vissi um var félagi tkarus. Grisku goðsögurnar segja hann hafa veriö I prlsund á Krít ásamt| föður sinum. Faðirinn bjó til vængi úr fjöðrum og vaxi og festi á lkarus svo hann mætti fljúga á brott. Honum tókst ekki flugiöbeturensvoaðhann flaug Smáfugl í rafmagnsstólnum Þegar ég skoðaði sýninguna var þar fólk i sömu erindagjörö- um sem fór ekki leynt með álit sitt á verkunum. Þegar að verk- inu „An titils” (no. 48) kom, jesúsaöi það sig og fullvissaði hvert annað um að maður sem færi svona með litla fugla væri efalaust illa innrættur. Ég hugs- aði um þetta i smástund. Er myndlistin svo firrt hversdags- legum veruleika að „maðurinn á götunni” litur á verk með smáfugli i rafmagnsstól sem opinberun á illu innræti mynd- listarmannsins, en tengir ekki verkið við það sem er aö gerast allt i kringum okkur? Voru ekki nýlega hundruð manna settir i rafmagnsstólana á Falklands- eyjum? Menn, sem engu gátu ráðiðum þaðað þeim var attút i opinn dauðan til að heyja heimskulegt strið. Hvað voru þeir annaö en smáfuglar sem ránfuglarnir settu i rafmagns- stólana? Ég veit að það er eng- um greiði gerður með þvi að of- túlka verkin þeirra, en mér virðist veruleikinn sjálfur vera þúsund sinnum grimmari en fuglarnir hans Magnúsar. Midas, Prómóþeus og Magnús t mörgum verka sinna byggir Magnús á persónum úr griskri goðafræði á þann hátt að þær visa til einhvers i samtimanum. Nú er Prómóþeus, sá er stal eld- inum frá guðunum handa mönn- unum, meö eldspýtur og stokk. Um þetta segir Magnús i sýn- ingarskránni: „Þannig hafa orðiö mér hugleiknir þeir kumpánar Midas með gullið sitt og Herostratos, maöur litils- háttar, sem brenndi til grunna hið undurfagra Artemishof i Efesos i þeim tilgangi að verða frægur. Harmi slegnir ibúar Efesos bundust samtökum um að nefna aldrei nafn hans, en fyrir lausmælgi sagnaritarans Theopomposar varð nafn Hero- stratosar frægt að endemum þrátt fyrirallt. Myndi Herostratos okkar daga láta af iðnu sinni, ef hon- um væri reist veglegt minnis- merki? Tæpast, en þó reynandi! Um Midas þýðir ekki að fást, hann lærir aldrei af reynsl- unni.” Verkin sem fjalla um þessa „kumpána” eru útfærð á mismunandi vegu. Sum eru þrívið veggverk, önnur skúlp- túrar og enn önnur litlar teikn- ingar. Teikningarnar eru frá þessu ári og eru gerðar með tússi á þykkan pappir, gullmál- aðar, brenndar með eldi eða málaðar með vatnslitum. Mér finnst teikningarnar koma hug- myndum jafn vel á framfæri og stærri verkin. Sérstaklega sjar- merandi finnast mér þær þrjár teikningar sem nefnast: „Fugl, fjall, regnbogi”, „Soldið lúinn fugl, þreytt fjall, lasinn regn- bogi" og „Galinn fugl, hnipið fjall, þreyttur regnbogi”. t heild er þetta þrælgóð sýning, ein af fáum myndlistarsýningum á Listahátið sem hátiðarbragur erá. Svala Sigurleifsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.