Þjóðviljinn - 19.06.1982, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 19.06.1982, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1982 •> 5 "" ' ' 1 i meö Reykholtsdalur skartar sinu fegursta og i austri gnæfir Eiriksjökull viö himin, tær og skýr. Tíkin Kella kemur hlaupandi á móti okkur i hlaöinu á Kópareykjum og flaörar vinalega upp um okkur. Þaö er leikur í henni enda er hún bara 9 mánaða. Við drepum á dyr í rauöu húsi# hjá Jónasi Árnasyni rithöf- undi og konu hans Guðrúnu Jónsdóttur. Hún kemur til dyra, og býður okkur inn, elskuleg aö vanda. Jónas hefur fengið sér sinn dag- lega eftirmiðdagsblund en hann kemur niður von bráðar og segir að við höfum sótt vel að honum. Svo setjumst við inn í stofu i kyrrð og ró og Guðrún ber fram rjúkandi kaffi. Já, það er gott veður í dag. Jónas fer i léttan sumar- jakka sem hann segist ekki hafa farið í síðan hann var i Texas. Þegar Skjald- hamrar voru sýndir þar. Hitinn fór yfir 20 stig á Celcius í hádeginu. Sumar- blíða i Reykholtsdal. Snorri og Eggert Við spjöllum um heima og geima, aðallega þó skáld og skaldskap. Chjákvæmilega berst talið að Snorra Sturlusyni en i þessum dal voru honum ráöin ör- lög, fyrst með sáttargjörð eftir Deildartungumál og siðast meö aðför í Reykholt. Jónas segir að 4-5 Nobelsverðlaunaskáld hafi orðið fyrir stiláhrifum frá ritum Snorra og öðrum islenskum forn- ritum, beint eöa óbeint, og nefnir Laxness, Undset, Hamsun og Hemingway. Reykholt blasir við Kópareykjum, hinum megin i dalnum. „Þarna er skógarlundurinn Eggertsflöt”, segir Jónas og bendir yfir dalinn. Þar tjölduðu gestir i brúðkaupi Eggerts Ólafs- sonar, tómir höfðingjar. Enginn almúgi komst þar að. Fólkið á Kópareykjum og hinum kotunum i dalnum hefur staðiö álengdar i mesta lagi og horft á. Undir hrisl- unum i Eggertsflöt sat ég úti heilt sumar og samdi Þið muniö hann Jörund. Þá bjuggum viö i Reyk- holti.” Af gamla bæjarhólnum á Kópareykjum cr fegurst og viðast um að litast I Reykholtsdal enda merkh- sögnin aö kópa upprunalega að skyggnast um. líæjarnafnið er þvi hugsað á svipaöan hátt og Kögunarhóll eða Sjónarhæð. Kella fylgir húsbónda sinum hvert fótmál. Hænurnar, sem Jónas segir aðscu ekki þjakaðar af of miklum gáfum, i baksýn. Niður á túninu er vaninhyrnd ær, sem Kellu er litt gefið um. smvmm Iléðan kemur vatnið i sundlaugina. Takiðeftir steininum vinstra megin við lækinn. Hann er ævaforn klöppusteinn sem þvotturinn hefur verið klappaöur á öldum saman. ,,Mig vantar talent... ” Skrifaröu mikið úti? — Já, ég skrifa mikið úti á sumrin. En hitt get ég tekiö undir með Páli ólafssyni (sem hann orti nú reyndar i tilefni af þing- mennsku sinni): Mig vantar talent og tempera- ment og talsvert af þekkingu lika. Nú glottir Jónas. Við spyrjum hann hvað hann hafi verið með i smiðum að undanförnu. — Sundlaugin hérna úti og um- hverfi hennar, snyrting á þvi og önnur vorverk hafa tekið tima minn að undanförnu og ég er ósköp ánægður með það. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ef ég ætti aö velja lifsstarf upp á nýtt geri ég ráð fyrir að smiöar eða búskapur gæti alveg eins orðið fyrir valinu og ritstörf. Þessu fylgir sama útrás fyrir sköpunarþörfina. Eftir góðan dag við smiðar hlakka ég til að vakna daginn eftir og skoöa, likt og stundum við ritsmiðarnar. Annars hef ég enga afsökun fyrir litlum afköstum við ritstörf. Hér er eins góð aöstaða og næði og hugsast getur. En ef talentinn vantar veröur bara ekki neitt úr neinu Nú glottir Jónas aftur. Nýr söngvafarsi — Ef ég man rétt varstu meö söngleik um striðsárin I smiðum? — Já, mér hefur ekkert miöað áfram. Textar viö lögin eru til- búnir niður i skúffu en aö öðru leyti hefur ekkert gerst. Hins vegar er ég með tilbúiö leikverk sem ég gæti vel hugsaö mér að setja upp sjálfur t.d. með ein- hverjum áhugaleikhópnum nær- sveitis og leika þá kannski ekki færri en 3-4 hlutverk sjálfur. Þaö er söngvafarsi, saminn upp úr Hallelúja sem sýnt var á Húsavik og ísafirði i fyrra. Ég tók það til rækilegrar endurskoðunar og endursamdi og setti söngva inn i það sem ég orti texta við. Það eru ýmis lög frá Music Halltimanum og einnig jassstef t.d. eftir Duke Ellington. Þetta verk heitir Okkar maður og aðalpersónan hefur getið sér orð á kraftlyft- ingasviðinu. — Þú hefur gaman af þvi að semja sönglagatexta? — Já, það er mikið yndi. Stundum rembist ég heilmikið og svo dettur maður niður á viðlag, kannski 3-4 orð, og þá kemur hitt i bunu. Ég hef engar áhyggjur af listrænu gildi en ég held aö þessir textar minir spilli ekki þjóðinni og þetta er þó a.m.k. stuðlað. Ef ég hef eitthvaö vitlaust stuðlað er það ekki vegna þess aö ég kann ekki betur. En það hefði kannski oröið tilgerð öðru visi. Þvi miður verð ég að játa að ljóðagerð virkar alltof oft sem tilgerð á mig og ég hef aldrei kynnt mér þessa bókmenntagrein aö neinu ráði. Mörg ljóð virka állka óþægilega á mig og tilgerðarlegt fólk. Jónas dregur dálitiö i land og nefnir nokkur kvæöi sem hann hafi heillast af. „Ef einhver kæmi með svona þúsund lög og bæði mig um aö gera texta viö þau yrði ég alsæll. Þetta er skylt þvi að gera girö- inguna i kringum sundlaugina og með þvi er ég ekki aö gera litiö úr giröingunni. Hún er mjög list- ræn.” Heimsókn til Jónasar Arnasonar rithöfundar á Kópareykjum í Reykholtsdal ,Ég á eftir að smiða hlið.. en það kemur ekki að sök... þvi að ég hoppa bara yfir”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.