Þjóðviljinn - 19.06.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 19.-20. júnl 1982
Snyrtimennska er það
fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar litast er um í
Víðigerði í Reykholtsdal í
Borgarfirði. Þar búa hjón-
in Kristján Benediktsson
og Erla Kristjánsdóttir og
reka garðyrkjubú, eitt af
mörgum í Reykholtsdal.
Ekki þurfa þau að kvarta
undan skorti á jarðhita því
að vatnsmesti hver í heimi
er svo til í bæjarhlaðinu.
Það er sjálfur Deildar-
tunguhver. Kristján er for-
maður Sambands garð-
yrkjubænda og var það
ekki síst sú staðreynd sem
leiddi okkur á fund þeirra
hjóna. Þetta var á mánu-
degi og veðrið ekki ama-
legt, sólskin og nánast
hitabylgja. Okkur var boð-
ið í hádegismat og þar var
að sjálfsögðu fjölbreytt
grænmeti á borðum. Síðan
var Kristján tekinn tali.
Úr húsgagnasmíði
í garðyrkju
— Hvaö stendur þetta garð-
yrkjubú á gömlum merg,
Kristján?
— Faðir minn, Benedikt Guð-
þetta allvel
laugsson, lærði garðyrkju i Dan-
mörku á fjórða áratugnum og
kynntist þar móður minni, Petru
sem er dönsk að uppruna. Þau
komu svo heim og settu þetta bú á
laggirnar árið 1938, og voru fyrst
til að hefja slikan búskap hér um
slóöir. Ég tók svo við árið 1970 og
hef rekið þetta siðan.
— Ert þú sjálfur garðyrkju-
maður að mennt?
— Nei, ekki er það nú þó að auð-
vitað hafi ég alist upp við þetta og
lært mikið af foreldrum minum.
Ég er húsgagnasmiður að mennt
og vann við smiðar i nokkur ár,
bæði hér og i Danmörku.
— Hvað eru gróðurhúsin stór
hér i Viðigerði?
— Viö erum með 1430 fermetra
hús en það telst vera svona með-
alstórt bú.
— Og hvað rækliö þið aöallega?
— Þaö er um 830 ferm. undir
tómataræktinni en uppistaðan i
hinu eru gúrkur, pottaplöntur og
afskorin blóm.
Sex áratuga saga
— Hvað er saga gróöurhúsa-
ræktar eiginlega orðin löng hér á
landi?
— Fyrsta gróðurhúsið var reist
á Reykjum i Mosfellssveit árið
1924, og siðan hefur þetta smá-
þróast. Aðalsveiflan upp á viö
varð á striösárunum þvi að þá
jókst kaupgeta mjög, samfara þvi
að miklar hömlur voru á innflutn-
ingi. Herinn skapaði lika aukinn
markaö. Flest gróðurhúsin voru i
fyrstunni i nágrenni Reykjavikur
en á seinni árum hafa þau sprott-
iðupp á æ fleiri stöðum. Núna eru
um 150 þúsund fermetrar undir
gleri og garðyrkjustöðvarnar
125—130.
— Þú ert formaöur Samtaka
garðyrkjubænda. Eru þeir allir
innan vébanda þess?
— Nei, ekki allir en flestir. 1
samtökunum eru fjögur félög
þ.e.a.s. Garðyrkjubændafélag
Borgarfjarðar, Garðyrkjubænda-
félag uppsveita Arnessýslu ,
Garðyrkjubændafélag Hvera-
gerðis og nágrennis og Garð-
yrkjubændafélag Mosfellssveit-
ar. Norðlendingar t.d. hafa ekki
enn skipulagt sig i samtökum en
fylgjast þó vel meö þvi sem við
erum aðgera.
Frjálst sölukerfi
— Litur löggjafinn sömu augum
á ykkur og aðra bændur?
— Já, samkvæmt lögum erum
við ein grein landbúnaðar og njót-
um sömu réttinda i lánakerfinu
en aftur á móti höfum við nokkuð
frjálst sölukerfi þó að ekki sé það
alveg frjálst. Hins vegar erum við
utan við niðurgreiðslukerfið þó að
þær raddir hafi reyndar heyrst aö
greiða ætti niður afurðir okkar.
Það er þó siður en svo almenn
skoöun.
— Er grænmeti reiknað meö i
visitölugrundvellinum?
— Nei, einungis kartöflur en
kartöflubændur eru ekki með i
samtökum okkar, þeir eru sér á
báti.
— Þú segir að þið búið við
frjálst sölukerfi. Hvernig er þvi
háttað?
— Samkvæmt lögum um
framleiðsluráð landbúnaðarins
má engin selja i heildsölu fram-
leiðsluvörur garðyrkjubænda
nema i nafni þess. I framkvæmd
er þetta þannig að Sölufélag garð-
yrkjubænda sér um heildsöluna
með samþykki framleiðsluráðs.
— En seljiö þið ekki lika beint
til neytenda?
— Já, þaö fer ekki i gegnum
sölufélagið og er látið kyrrt
Hggja.
— Eru mikiar sveiflur á mark-
aðnum?
— Hann fer mikið eftir verðinu.
Fyrst á vorin er grænmeti nokkuð
dýrt en lækkar svo og þá eykst
salan strax. Annars hefur t.d. öll
sala verið hæg á þessu vori á
blómum og grænmeti.
— Er heildsala á blómum líka i
höndum Sölufélags garðyrkju-
manna?
— Nei, blómaheildsalan er á
vegum tveggja hlutafélaga sem
garöyrkjubændur standa aö.
Stærstur hlutinn fer i gegnum
Blómamiðstöðina en hinn heild-
söluaöilinn er Magnús Guð-
mundsson.
— Er ylrækt arövænleg bú-
grein?
— Með mikilli vinnu gengur
þetta yfirleitt vel en þó eru engin
uppgrip.
— Verða mikil afföll?
— Þau vilja verða það um há-
uppskerutimann en það fer þó
mikið eftir veðri. Ef nægileg upp-
skera á t.d. að verða i mai og
okt.-nóv. hlýtur að veröa offram-
leiðsla yfir hásumarið.
— Hafið þiö kannað möguleika
á útflutningi?
— Við höfum dálitið spáð i
hann, t.d. gert lauslega könnun á
möguleikum á útflutningi til Fær-
eyja en það ber allt aö sama
brunni. Við erum ekki samkeppn-
isfærir. Margir álita að við getum
framleitt ódýrara en nágranna-
þjóðir okkar vegna hins ódýra
hita en sú er þó ekki raunin. Or-
sakirnar eru m.a. þær aö ræktun-
artimabiliö hér er þremur mán-
uðum skemmra en i Skandinaviu
og gróðurhúsin hér eru mun
sterkbyggðari vegna islenskrar
veðráttu og þar af leiðandi helm-
ingi dýrari en i nágrannalöndum.
Efnið i þau er lika dýrara og þarf
að flytja það lengri veg. Ég get
t.d. nefnt sem dæmi að gler er
þrisvar sinnum dýrara hér en i
Danmörku. Ég var nýlega á fundi
I Danmörku og þar reikna þeir
með að um 30% af rekstrarkostn-
aði fari i hitann (oliu aö mestu).
Hér er hitakostnaður viða 20% af
rekstrarkostnaði þó að sums
staðar sé hann meiri og sums
staðar minni. Þá get ég lika nefnt
að þeir hafa mun stærri og þægi-
legri markaö, við dyrnar hjá sér.
— En framleiðiö þið jafngóða
vöru?
— Já, það tel ég hiklaust þó að
við ræktum kannski minna á
gróðureiningu en aðrir.
— Koma ekki hinar björtu
nætur ykkar til góða?
— Margar af plöntunum sem
við ræktum eru bara alls ekki
vanar slikum nóttum svo að ég er
ekki viss um aö bjartar nætur hafi
alltaf jafn góð áhrif.
Ósáttir við háa
álagningu
— Eruð þið sáttir við verðlagn-
ingu á garðyrkjuvörum?
— Nei, föst smásöluálagning á
grænmeti er 40% og hirða þvi
kaupmenn meira i sinn hlut þegar
varan er t.d. dýrari á vorin. I
april og mai verðum viö aö
leggja i alls konar aukakostnaö
t.d. með þvi aö lýsa plönturnar og
„Viöerum andvigir hinniháu álagningu á blómum. Það á að framleiða
mikið, selja ódýrtog auka neysluna cins og hægt er”.
.Frjáls innflutningur legði þessa atvinnugrein f rúst”.
Með mikilli vinnu gengur