Þjóðviljinn - 31.07.1982, Síða 18

Þjóðviljinn - 31.07.1982, Síða 18
18 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. júli—1. ágúst 1982. Kristín Aðalsteinsdóttir hjá Útsýn: : ..Og ég myndi benda þér á ítaliu „Ég myndi byrja á þvi að reyna að komast að þvi á hverju þú hefðir áhuga, og reyna svo að bjóöa þér ferð i samræmi við það. Og ég myndi benda þér á ttaliu- Ilaraidur Jóhannsson hjá Far- andi: Á Filippseyjum eru heilsu- samlegt andrúmsloft, og ibúarnir eru einkar eiskulegt fólk. Ljósm.: —gel— ber þetta nafn, samanstendur af yfir 7000 eyjum, og það má nú nærri geta, hvort ekki sé sitthvað að sjá”. — Hvernig verður ferðast um Ferðir til Mexíkó og Brasilíu í haust „Við leggjum auðvitað aðaláherslu á þær ferðir, sem við skipuleggjum og förum í leiguflugi, en í sumar höfum við sent út þrjár vélar á viku", sagði Kristín Aðalsteinsdóttir hjá ferðaskrifstofunni Út- sýn í spjalli við Þjóðvilj- ann. „Við erum svo líka með hópferðir i áætlunar- flugi, en það eru náttúru- lega mun smærri hópar, sem fara í þær ferðir. Af þessum smærri ferðum má m.a. nefna ferðir meö langferða- bilum um Evrópu, bæöi hina svonefndu „átta landa sýn” og aðra hliðstæða, sem farin er til sex landa, auk þess sem við bjóð- um upp á ferð til Rinarlanda. En við bjóðum einnig upp á tvær feröir til Kritar, og svo má nefna, að við verðum með ferð i langferðabil um Bandarikin og Kanada nú i ágúst, ferð til Finn- lands og i september verðum við með ferð til Portúgals”. — Hvert liggur meginstraumur ferðamanna hjá ykkur? „Flestir fara nú til Italiu og Spánar. Við fljúgum einu sinni i viku til Spánar og jafnoft til ttaliu og Júgóslaviu, auk þess sem við fljúgum til Sikileyjar og Mall- orka. betta þýðir, að við fljúgum út með um 450 manns i hverri viku, en ætli það séu ekki á bilinu 15-20.000 manns, sem njóta okkar þjónustu meö einu eða öðru móti i þvi skyni að fara utan.” — Hvað kostar nú að fara i eina sólarlandaferð? „Það veltur nú á ýmsu, m.a. þvi hvert er farið og hve lengi dvalið. En verðið getur ver- ið allt frá um 8.000 krónum og svo alveg upp i 17-18.000. Aðrar ferðir, eins og t.d. Indlandsferð i októ- ber, eru aðeins dýrari. Indlands- ferðin mun kosta nálægt 25.-27.000 krónum”. — Er það sama fólkið, sem Haraldur Jóhannsson hjá ferðaskrifstofunni Farandi: Hápunkturinn verður ferð til Filippseyja „Það, sem ferðaskrif- stofan Farandi býður nær eingöngu upp á, eru ferðir til Suður-Af ríku, en punkturinn yfir i-ið hjá okkur verður áramótaferð til Filippseyja", sagði Haraldur Jóhannsson í Farandi í viðtali við Þjóð- viljann. „Það verður lagt af stað i þessa ferð til Filippseyja þann 17. desember og komið aftur 16. janúar, en þetta er i annaö sinn sem viö leggjum i þessa ferð. Viö fórum i fyrra með um 30 manns, og það var með eindæmum vel lukkuð ferö, vil ég leyfa mér að segja”. — Hvað kemur tii að þið bjóðið upp á hópferð til Filippseyja? „Ég dvaldi eitt sinn um fimm mánaða skeið á Filippseyjum,og varö ákaflega heillaður af bæði landi og þjóð, og ákvað það þá, að þaö skyldi alltaf verða hápunktur starfseminnar að fara til Filipps- eyja á hverju ári.” — Hvernig verður svo Filipps- eyjaferðinni háttað? „Það er náttúrlega flogið héðan frá Keflavik út til London, þar sem haldið er áfram með bresku flugfélagi til Hong Kong. Þar er dvalið bara stutta stund og haldið áfram til Manila á Filipps- eyjum, og þegar þangað er komið, er töluvert liðið fram á næsta dag vegna timamismunar- ins, en hann er um átta klukku- stundir. Þess vegna verður næsti dagur notaður til hvildar og að- lögunar, en það er alveg óhætt að segja, að þarna verði maður að aðlagast alveg nýrri veröld. Síðan verður næstu vikum eytt i margvislegar skoöunarferðir um Filippseyjar, en eyjaklasinn, sem ferðast ár eftir ár, eöa bætist mikib við á ári hverju? „Það bætist náttúrlega allaf verulega við á hverju ári. En hins vegar held ég, án þess aö ég geti fullyrt beinllnis um það, að mikill hluti okkar ferðalanga hafi ferö- ast áður með okkur. Kannski ekki á hverju ári, en annaö eða þriðja hvert ár. Utanlandsferðir eru þvi i raun og veru ætlaðar hinum breiða al- menningi, þær eru ekki ætlaðar fáum útvöldum. Ekki lengur.” — Hvenær breyttist þaö? „Þaö breyttist með tilkomu leiguflugsins. Þá var hægt að bjóða ferðir á mjög viðráðnalegu verði, og það var á árunum 1972- 3.” — Hvernig verður svo haust- prógrammið hjá ykkur? „Það hefur nú ekki verið gengiö frá því i smáatriðum ennþá, en ég geri ráð fyrir þvi, að ferðaskrif- stofurnar bjóöi saman nú, eins og áður, upp á ferðir til Kanarieyja og skiðaferöir, þótt þær hafi auð- vitaö sinar eigin skiðaferðir lika. A ferðaalmanaki Útsýnar er einnig gert ráð fyrir Mexicóferð i október og Brasiliuferð i nóvem- ber. Þetta eru hvort tveggja til tölulega nýir áfangastaðir okkar, og ég veit ekki til þess að aðrar ferðaskrifstofur bjóði upp á ferðir til þessara landa. En fyrri ferðir okkar þangað féllu vel i geð þeim, sem fóru, en það var reyndar fariö fyrst til Mexikó i tilefni 25 ára afmælis útsýnar fyrir tveim- ur árum, og það er Ingólfur sjálf- ur, sem undirbýr þessar ferðir og sér um, að okkar ferðalangar fái þá bestu þjónustu, sem völ er á, Kristin Aðalsteinsdóttir hjá Útsýn ferðirnar okkar. Ljósm. — jsj. og tryggir sem hagstæðasta samninga”. — Segðu mér nú, Kristin: Hvert myndirðu ráölegga mér að fara, ef ég spyrði? I !_ Sigríður Magnúsdóttir hjá Ferðaskrifstofu stúdenta: „Öðruvísi ferðir” „Nei, það er alls ekki nauðsynlegt að vera stúd- ent tii þess að skipta við okkur hjá Ferðaskrifstof u stúdenta, en ég hef einmitt orðið vör við, að þessa mis- skilnings gætti hjá fólki", sagði Sigríður Magnús- dóttir hjá Ferðaskrifstofu stúdenta í samtali við Þjóðviljann. „Við leggjum áherslu á ódýrar ferðir og öðruvisi ferðir en jþær, sem hinar ferðaskrifstofurnar bjóöa upp á — og siðast en ekki sist, ferðir, sem fólk þarf aö geta bjargað sér i sem mest upp á eig- in spýtur. Þau timabil, sem viö reynum aö miða við, eru kannski helst þau sem henta námsmönnum, og okk- ar aðaltimi er náttúrulega sum- arið, þegar námsmenn eru i frii, haustið þegar námsmenn fara mikiö utan til náms og svo jóla- leytið. En okkar þjónusta er samt opin öllum, og við getum i sjálfu sér boðiö upp á flest það sem þær bjóða”. — Þú segir Ferðaskrifstofu stúdenta bjóba upp á „öðruvisi” ferðir. Að hvaða leyti eru þær öðruvisi? „Þá á ég til dæmis við „Inter - rail-ferðirnar” sem hafa verið geysilega vinsælar i sumar, og sem við verðum með i gangi al- veg fram i september. Inter-rail er lestarmiði, sem gildir ótak- markað i einn mánuð um alla Vestur-Evrópu. Fólk getur þann- ig valsað þvers og kruss um alla V-Evrópu að eigin geðþótta, eftir þvi sem það hefur endingu til. Og það er aðeins Ungverjaland, sem fer fram á sérstakt visum, en alls staðar annars staðar nægir vega- bréfið eitt. Við aðstoðum fólk að þvi leyt- inu, að við gefum þvi leiðbeining- ar og ráðleggingar um gististaöi og fleira i þeim dúr, en að öðru leyti feröast fólk algerlega á eigin vegum. Og svona feröir kosta, miðað við verðlag i dag, rúmar 6.000 krónur, en það er flug til Kaupmannahafnar og heim aftur, og lestarmiðinn, en það er rétt aö taka það fram, að hann er aðeins ætlaður fólki undir 26 ára aldri. Reyndar er lika til Inter-rail-lest- armiði, sem er ætlaður ellilifeyr- isþegum, en hann hefur nú ekki notið neinna sérstakra vinsælda hér, einhverra hluta vegna.” — Eru ekki til neinir svona lestarmiðar fyrir fólkið, sem er á öðrum aldri? „Það er hægt aö fá ýmiss konar lestarmiða fyrir fólk á öllum aldri, jú. En þeir miðar eru yfir- leitt seldir aðeins i viðkomandi löndum. Um þá gildir ekkert al- þjóölegt samstarf eins og Inter- rail lestarmiðana. Reyndar hafa Flugleiðir umboð fyrir Brit-rail i Bretlandi, og svo má ekki gleyma Nord-tourist, sem eru sams konar lestarmiðar og Inter-rail, nema þeir gilda aðeins á hinum Noröur- löndunum, og eru aðeins seldir þar.” — En þið bjóðið upp á fleiri ferðamáta en lestarferðir, þegar út er komið, er ekki svo? „Jú, mikil ósköp. Þegar til Kaupmannahafnar er komið, er hægt að fljúga næstum hvert sem er i svonefndum stúdentaferðum, en þær ferðir eru þó háöar á- kveönum skilyrðum. En til dæmis má nefna, að ferð með svona stúdentaflugi, sem er farið á ákveönum dögum, til Tel Aviv sem tekur hvort sem þú vilt hálfan eöa heilan mánuðu, kostar aðeins rúmar 8.000 krónur. Al- mennt fargjald fyrir ferð sem þessa er ekki undir 13.000 krón- um, en þaö getur þó gilt i allt aö tvo mánuði. En það, sem við hjá Feröaskrif- stofu stúdenta höfum gert og vilj- um gera meira af, er aö skipu- leggja ferðir náms- og kynnis- Sigríöur Magnúsdóttir hjá Ferðaskrifstofu stúdenta: Við viljum leggja aukna áherslu á kynnisferðir starfs- og áhugahópa til ýmissa landa i framtfðinni. Ljósm.:—jsj. hópa út um allar jaröir. Við skipulögðum t.d. afskaplega vel- heppnaða ferð leikhúsáhugafólks til Bretlands fyrr I sumar, og við höfum skipulagt nokkrar fleiri slikar ferðir, sem hafa lika mælst vel fyrir. Það er til dæmis hægur vandi fyrir okkur aö skipuleggja segj- um ferö hjúkrunarfræöinga eöa læknanema, og þá eru þær farnar til einhvers ákveðins lands, og farið i stofnanir og á staði, sem tengjast störfum og áhugasviðum hópsins. Þetta finnst okkur at- hyglisverðar og spennandi ferðir, sem við viljum leggja áherslu á i framtiðinni. En þegar á allt er litið, leggjum viö áherslu á ódýrar ferðir, þar sem fólk þarf að láta dálítið á sjálft sig reyna. Það er að visu frekar litiö innifalið i þeim ferð- um, en i móti kemur að þetta er mjög frjáls ferðamáti”, sagði Sigrlður Magnúsdóttir að lokum. — jsj. 1 J

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.