Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 Dr. Gottskalk: Núna er stjórnmálakreppan í brennideplinum. Þaö væri forvitnilegt að vita hvernig hinir ýmsu listamennokkar myndu túlka þessi merku tímamót í sögu lands oglýös. Og hér eru nokkur sýnishorn í anda Guðmundar Steinssonar, Auðar Haralds, Kjartans Ragnarssonar, Frisenetteog Hrafns Gunnlaugssonar. A la Guðmundur Steinsson: Ráðherraveislan 1. þáttur feb. 1980. Gunnar, Steingrímur og Svavar eru í sjöunda himni. Gunnar: Svavar! Svavar: Gunnar! Steingr.: Gunnar! Svavar! Gunnar: Svavar minn! Svavar: Gunnar minn! Gunnar: Elskan! Svavar: Elskan mín! Steingr.: Elskurnar mínar! Svavar: Kyssið mig! Gunnar: Elskan! Steingr.: Elskan mín! o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv. Einvígið endalausa SKOPSTÆLINGAR Rödd skaparans: Eins lengi og þið snertið ekki við verðbólgunni mun- uð þið lifa hamingjusamir. Gleymið ekki að allar fyrrverandi ríkisstjórnir féllu þegar þær reyndu að minnka verðbólguna. Gunnar, Steingrímur og Svavar lifa hamingjusamlega saman í tvö ár. Tveir djöflar í líki Geirs og Kjart- ans reyna að sannfæra þá að berjast gegn verðbólgunni, en ráðherrarn- ir falla ekki í freistni. Ástandið er bara himneskt! 2. þáttur haust ’82 Á meðan skipt er um tjöld milli 1. og 2. þáttar dansar og syngur Möppudýraballettinn hið þekkta lag „Aldrei hefur ástandið verið alvarlegra en nú“. Ráðherrarnir geta leikið annan þáttinn hálf nakt- ir eða aðeins klæddir brjóstahöld- um og magabeltum. Þeir geta líka leikið í jakkafötum eins og þeir eru oftast klæddir. Ráðherrarnir tala hraðar og hraðar talandi fasta frasa. Gunnar: Þetta er ekki hægt. Það verður að gera eitthvað. Steingr.: Það verður að gera strangar ráðstafanir. Svavar: Það verður að gera eitthvað sem fyrst. Gunnar: Ástandið er alvarlegt. Steingr.: Það krefst róttækra ráð- stafana. Svavar: Sem fyrst. Stytta Jóns Sig- urðssonar stígur niðraf stallinum og fer inn í stjórnarráðið. Allir: Skaparinn! (Framhald leikritsins er enn í smíðum). A la Auður Haralds: Skottu- lœknamafían Allt í steik, sagði ráðherrann við sjálfan sig um leið og hann vippaði líkþornaflúruðum löppunum Sápultúlur. frammúr. Við liggjum laglegaíþví, bætti hann við. Eg veit ekki hvern- ig við getum losnað úr klípunni. Engar hreinar nærbuxur í skúff- unni, enginn meirihluti í neðri- deild, það þarf að hreinsa kertin á ráðherrabílnum, verðbólgan eykst stöðugt, kellingin hefur gólað stanslaust í 8 daga, ræðan sem ég á að flytja eftir hádegið er óundirbú- in, skreiðin selst ekki, litla skrímsl- ið er æft því ég hafði iofað að fara með því í sund í kvöld, en ég er með kokteilboð og stjórnarandstaðan vill ekki samþykkja bráðabirgða- lögin. Honum fannst allt vera í rusli. Skítt með það, ég fer í sömu úldnu nærbuxurnar og í gær. Ég tek leigu- bíl fyrst ráðherrabíllinn er stopp, verðbólgan, til andskotans með hana. Hún má hækka að vild, hún virðist hafa gaman af því, hún hætt- ir þegar hún er orðin þreytt. Vegna ræðunnar í dag, þá nota ég bara þessa frá síðustu viku. Skreiðin skreiðist til Nígeríu. Ég fer í sund á laugardaginn með ófreskjunni, þá verður fleira fólk. Stjórnarand- staðan lokar trantinum. Það reddast allt saman, hugsaði ráðherrann, línurnar skýrast. Pólitískar ræður Aðeins eitt vandamál. Hvernig fæ ég kerlingartruntuna til þess að þegja? A la Kjartan Ragnarsson: Klofningur Árið 1980, her- búðir Sjálfstœðisflokksins Húsmóðirin, Ólafur, hefur loksins fundið visst sjálfstæði, þökk sé hinni nýju pólitísku línu hans, Leiftursókninni. Og dag einn við morgunverðar- borðið... Eggert: Ég ætla að skilja. Ólafur: Hvað sagðirðu? Eggert: Ég fer. Ólafur: Með hverjum? Eggert: Með Gunnari. Hann erfal- legur, prúður og greindur. Hann hefur allt sem þig skortir. Ólafur: Nei, þú ferð ekki. Eggert: Jú, ég fer. Strax. Ólafur: (við vandræðabarnið Al- bertínu) Þú vissir það. Hann sagði þér það, Albertína. Albertína: Já, hann sagði mér það. Ólafur: Ég er síðasta manneskjan sem fæ nokkuð að vita í þessu húsi. Ólafur er einn. Hann hefur það mjög bágt, aumingja maðurinn. Vinnufélagar hans, kratarnir, stinga upp á óeðlissambandi „milli andstæðinga" en Ólafur hikar. Albertína venur komur sínar til Gunnars og Ólafur er afbrýðis- samur. Ólafur: Fórstu að heimsækja Gunnar og Co? Albertína: Já. Ólafur: Þú varaðir mig aldrei við. Albertína: Ég þarf ekki að segja þér allt. Ólafur: Hvernig er hjá þeim? Betra en hér? Albertína: Það er stórkostlegt. Vinsældir þeirra minnka ekki en verðbólgan minnkar og launþeg- arnir samþykkja kauprán Ólafslag- anna án þess að mótmæla. Tvö ár líða. Eggert og Ólafur taka upp þráðinn á ný. Þeir hafa tekið upp sitt gamla samband án vitund- ar Gunnars. En þegar Eggert vill fá fyrri stöðu sína við hlið Ölafs, neit- ar hann. Eggerti finnst hann hafa verið notaður. Eggert: Hvers vegna baðstu mig að koma, þegar þú hrekur mig svo burt frá þér? Ólafur: Mig langaði í þig. Ég þarfn- aðist þín. Eggert: Viltu ekki að ég komi aftur? Ólafur: Nei. í einveru minni upp- götvaði ég að loksins væri ég orð- inn sjálfstæðis-maður. A la Frisenette: Dávaldurinn mikli, GunnarFris- enette, hefur komið fram á sjónar- sviðið á ný öllum til óblandinnar ánægju. Þetta verður kannski í síð- asta sinn sem tækifæri gefst til að sjá þennan stórmerka listamann á sviði. Dávaldurinn mikli birtist hinum aðdáunarfulla áhorfendaskara. Fyrst sýnir hann framá að meiri- híuti í neðrideild fyrir bráðabirgða- lögin sé ekki fyrir hendi. Síðan býðst hann til að sannfæra þjóðina að þrátt fyrir allt sé meirihlutinn til. Óg honum tekst það. Geir uppgötvar, þegar hann vaknar af dásvefninum, að bráða- birgðalögin eru þegar farin í gegn. A la Hrafn Gunnlaugsson: Okkar á milli sagt í hita og þunga þingsins Eftir fráfall stoðar hans og styttu (vinstri meirihlutans í Reykjavík) verður aðalpersóna myndarinnar Benjamín ráðherra ringlaðri. Honum finnst allt hrynja um- hverfis sig. ímynd Kjartans Jó- hannssonar og Geirs Hallgríms- sonar sækja að honum meir og meir. Hann fer að hlusta á Vimma pönk til þess að slappa af, en það gérir hann bara enn ruglaðri. Um nóttina. Benjamín ráðherra klæðir sig úr. Konan hans er þegar háttuð. Hann klæðir sig úr föðurlandinu. Nærmynd af ullarbuxum. „Ála- foss“ er skrifað stórum stöfum. Benjamín ráðherra leggst uppí og hefur samfarir við konu sína. En ímynd hins nakta Kjartans Jó- hannssonar verður mynd konu hans yfirsterkari, síðan ímynd nak- ins líkama Geirs Hallgrímssonar. Orðinn vitskertur af þessari yfir- þyrmandi sýn, hefnir hann sín á gullfiskunum. A la fræðibækur Bjöllunnar:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.