Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 32
MÓÐVIUINN Helgin 23.-24. október 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 nafn víkunnar Mauno Koivisto Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti er nafn vikunnar. Heimsókn finnsku forsetahjónanna hefur verið mikilverð árétting á því að finnskir stjórnmálamenn hafa um árabil gengið úr götu til þess að gera sóma íslendinga sem mest- an. Þetta hefur m.a. komið fram í orðum á norrænum þingum, í verki með t.d. stofnun finnsk- íslenska menningarsjóðsins 1974, og í persónulegum fslandsáhuga Uhro Kekkonens fyrrverandi forseta. Eins og menn hafa vakið máls á kann ástæðan að vera sam- eiginlegur skilningur á því útvarð- arhlutverki sem finnsku og ís- lensku þjóðirnar gegna í norrænu fjölskyldunni og ákveðinni sam- svörun þeirra í stöðu gagnvart stórveldunum í austri og vestri. Mauno Koivisto er lýst sem al- þýðusyni sem af mikilli þrautseigju brýst til mennta og æðstu metorða. Prátt fyrir flókið kjörmannakerfi við forsetakjör í Finnlandi sýndu úrslit þess að Ko- ivisto á alþýðuvinsældum að fagna og nýtur trausts til þess að leiða þjóð sína gegnum þykkt sem þunnt. Hann er því hennar maður á forsetastóli en ekki þeirra Kremlarbænda sem stundum er sagt að reynt hafi að hafa áhrif á gang mála í Finnlandi. Finnska forsetaembættið hefur sérstaka stöðu. Það er ekki síst vegna þess að forsetinn er sam- kvæmt stjórnarskránni persónu- lega ábyrgur fyrir stefnu Finn- lands í utanríkismálum og fram- kvæmd hennar. Þar eru Finnar á vandrötuðum meðalvegi sem tal- ið hefur verið farsælast að forset- inn færi með leiðsögn á. Sú utan- ríkisstefna sem fylgt hefur verið er kennd við forsetana J.K. Paas- ikivi (1946- 1956) og U. Kekkon- en (1956-81) og nýtur almennrar viðurkenningar sem klók stefna enda þótt hægri öfl víðsvegar hafi reynt að gera grýlu úr svokallaðri „Finnlandiseringu“. Má í því sambandi bera saman stöðu Finn- lands og annarra grannríkja So- vétríkjanna ef menn þurfa sann- færingar við. Finnlandsforseti gegnir einnig stærra hlutverki við stjórnar- myndanir og stjórnarkreppur en tam forseti Islands. Og þar sem finnsku samsteypustjórnirnar hafa verið allt annað en stöðugar hefur Finnlandsforseti oft verið tilkvaddur eða haft áhrif á úrslit- astundum í flokkaátökum bak við tjöldin. Hin táknræna staða for- setans og sá þjóðsagnablær sem umlykur embættið og þá einstak- linga sem því hafa gegnt hafa skotið djúpum rótum meðal Finna eins og fjölmargar gaman- sögur, hlýjar og rætnislausar, bera vitni um. Mauno Koivisto er kunnur fyrir afskipti sín af norrænni samvinnu og enginn vafi að hann lætur ekki Norðurlandaböndin trosna. f því sambandi má minna á að hann var ötull talsmaður NORDEK, og þó að önnur finnsk stjórnmálaöfl hafi tekið þar í taumana þannig að ekkert varð úr, má ætla að bank- amaðurinn Koivisto hafi ekki ver- ið víðsfjarri þegar Norræna fjár- festingarbankanum var komið á laggirnar uppúr Nordek- vonbrigðunum. Koivisto hjónunum fylgja góð- ar kveðjur til Finnlands. -ekh Sovétríkin varanlega háð bandarísku korni Kornuppskeran í Sovétríkjunum hefur enn einu sinni brugðist, og er haft eftir Vaientin Mesyats landbúnaðarráðherra, að í þetta skipti geti menn ekki skellt skuldinni á veðurfarið. Sovétmenn gefa ekki upp upp- skerutölur, en Bandaríkjamenn, sem af hagsmunaástæðum fylgjast náið með uppskerunni, segja að hún hafi verið um það bil 170 milj- ón tonn í stað 238, sem áformað hafði verið. Því .verða Sovétmenn að flytja inn 68 miljón tonn af korni í ár, og mun það koma mestmegnis frá Bandaríkjunum. Þótt Sovétmenn hafi ekki náð aftur metuppskerunni frá 1977 og séu nú 26% undir því marki, þá eru það kannski fyrst og fremst. breyttar matarvenjur, sem gera dæmið erfiðara: Almenningur í So- vétríkjunum vill fá að borða kjöt, og til þess að framleiða 15 miljón tonn af kjöti, sem er nálægt árs- neyslunni, þarf 120 miljón tonn af korni. Meðalneysla á mann af kjöti er um 56 kg. á ári í Sovétríkjunum, en samsvarandi tala er 121 kg. fyrir Bandaríkjamenn, sem eru mestu kjötætur í heimi. Með korninnflutningi sínum, sem hófst á árunum 1972 - 73, eru Sovétríkin orðin stærsti matvæla- innflytjandi í heimi, og framleiðsla á Sovétmarkaðinn er orðin mikil- vægur liður í landbúnaði Banda- ríkjamanna og að nokkru leyti einnig í landbúnaði Kanada- og Argentínumanna. Þannig skapar aukin kjötneysla í Sovétríkjunum markað fyrir umframframleiðslu á bandarísku korni og virðst báðir vera orðnir háðir þessum við- skiptum. Hitt er svo annað mál, að draga mætti stórlega úr matvæla- skortinum í heiminum með því að nýta kornið beint til manneldis, í stað þess að framleiða úr því kjöt. Dressed Operatmg Program CRTroruc SsSsr Linotype LEB MMÍÍIDO AR Operatmg Program System Tables ©=j , |( ©=) Y:: ' 1; © aCOhf LAUGAVEC 168, REYKJAVlK, SÍMI: 27333 CRTronic Meira en 3500 CRTronic setningar- tölvur eru nú í notkun í prent- stofum og á dagblööum ... alltfrá Hong Kong til Reykjavíkur. Og þaö er stað- reynd aö CRTronic tölvurnar eru mest seldu setningartölvurnar í heiminum í dag, enda langt á undan sinni samtíð. í þessum pistli yröi of langt mál að telja upp alla þá möguleika sem CRTronic setningar- tölvurnar bjóða setjaranum upp á að nýta sér til sparnaðar á fé og fyrirhöfn. En vertu ekki feimin að hringja í ACO og fá upplýsingar um CRTronic tölvurnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.