Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐÁ — ÞJÖÐVILÍÍNN H'eigin 23.-Í4. óktóber 1982 Rafdeild JL-hússins auglýsir: Nýkomið Loftljós í barnaherbergi 10 geröir. Svefnherbergisljós, Bastljós, Þýsk útiljös, íslenskir og hollenskir standlampaskermar. | Baö og eldhússkúplar 25 geröir. Kúluborðlampar margar geröir. Hollenskir og þýskir kastarar og standlampar. Eigum fyrirliggjandi mjög gott úrval af perum. Stóraukið úrval rafbúnaöar. C rulegó liagstæó r greiðsluskilmalar a flestum voruflokkum Allt i móur i 20"n utborguri og lanstimi allt að .9 manuðum. aö Rafdeild er á 2. hæð í J. L. húsinu. JI9 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 ALÞÝÐUBANDALAGIO Ásmundur Benedikt Gunnar Svavar Þórir Aiþýðubandalagið í Reykjavík Fundaröð um verkalýðsmál Alþýðubandalagiö í Reykjavík efnir til þriggja funda um verkalýðsmál á næstu vikum. Fundirnir verða haldnir í Sóknarsalnum Freyjugötu 27 og eru þeir opnir öllu áhugafólki um verkalýðsmál. Eftirtaldir fundir verða haldnir: Skipulag og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar Fundur um skipulag og starfshætti verkalýðshreyfingarinnar verður hald- inn fimmtudaginn 28. október kl. 20:30 í Sóknarsalnum. Frummælendur: Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands Is- lands. Verkalýðshreyfingin - fjöldahreyfing eða stofnun Fundur um ofanskráð efni verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í Sóknarsalnum. Frummælandi: Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna. Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins ér yfirskrift síðasta fundarins sem haldinn verður þriðjudaginn 9. nó- vember kl. 20:30 í Sóknafsalnum. Frummælendur: Asmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðubandalagið Akranesi, bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar og skólanefndar grunnskólans og fjölbrautarskólans. - Stjórnin. Opin fjölskylduráðstefna í Ölfusborgum: Fjölmiðlar í dag og á morgun Form ráðstefnunnar miðað við þátttöku allrar fjölskyldumeðlima Helgina 6.-7. nóvember næst- komandi verður haldin í Ölfus- borgum opin fjölskylduráðstefna um fjölmiðlun. Ráðstefnan er á vegum Alþýðubandalagsins, og verður fjallað um nýjustu viðhorf í fjölmiðlum og lögð drög að ábend- ingum til komandi flokksráðsfund- ar Alþýðubandalagsins um fjöl- miðlaráðstefnu. Form ráðstefn- unnar gerir ráð fyrir almennri þátttöku þeirra sem hana sækja og samvistum fullorðinna og barna. Gist verður í orlofshúsum ASÍ, en máltíðir verða sameiginlegar nema morgunmál. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um fjölmiðlun og áhrif hennar á þjóðlífið. Dagskráin verður í grófum drátt- um sú að ráðstefnan hefst kl. 2 laugardaginn 6. nóvember með kynningu á dagskrá, hópstarfi og framlögðum gögnum. Síðan verð- ur stutt framsaga, fyrirspurnir og innlegg um framtíðarmöguleika í fjölmiðlun, heima og erlendis. Síð- an er kaffihlé með stuttu útitrimmi, ef veður leyfir. Þá verður fjallað um núverandi og verðandi ástand í fjölmiðlun, vídeóvæðingu, kapal- sjónvarp, dagblöð og ofl. á sama hátt og áður greindi. Að loknu hópstarfi um eintaka þætti og sameiginlegum kvöldverði koma ráðstefnugestir saman til kvöldgleði. Sunnudaginn 7. nóvember verð- ur morgunninn notaður til frjálsrar og skipulagðrar útiveru, þar sem sund, fjallganga og leikir verða á dagskrá. Að loknum hádegisverði verður fjallað um útvarpslaga- frumvarpið, afnám einkaréttar ríkisútvarpsins, auglýsingar í fjöl- miðlum, menningarstefnu og hlut- verk fjölmiðla. Enn sem fyrr verð- ur um að ræða stutta framsögu, fyrirspurnir og athugasemdir frá ráðstefnugestum. Hópstarf verður um útvarps- og sjónvarpsrekstur á vegum opinberra og annarra, en ráðstefnunni lýkur með umræðum og afgreiðslu ábendinga til flokks- ráðsfundar Alþýðubandalagsins um æskilega fjölmiðlastefnu. Það er ætlan aðstandenda ráð- stefnunnar að fjölskyldur geti átt saman góðar stundir í Ölfusborg- um umrædda helgi um leið og spjallað vérður um mál sem snerta jafnt unga sem aldna. Nánar verð- ur greint frá dagskrá og tilhögun síðar í Þjóðviljanum. - ekh Áhöfnin á Fokker-vélinni sem lenti í erfiðleikum yfir Isafjarðardjúpi: Heiðruð af Flug- málafélaginu Flugmálafélag íslands veitti í gær viðurkenningu áhöfnini á Fokker- vél Flugleiða sem lenti í erfiðleikum er forþjappa í vélarbúnaði reif sig út úr vélarhúsi skömmu cftir flug- tak frá ísafjarðarflugvelli með þeim afleiðingum að eldur braust út. Fór athöfnin fram í Kristalssal Hótel Loftleiða að viðstöddum aðstandendum áhafnarinnar og nokkrum forráðamönnum Flug- leiða. Það var Ásbjörn Magnússon for- seti Flugmálafélagsins sem veitti viðurkenninguna fyrir hönd télags- ins, en viðurkenningin var í formi steinstyttu og heiðursnafnbótar- innar „Flugstuðull”. Eru þau Gunnar Arthúrsson flugstjóri, Hallgrímur Viktorsson og Guðrún Gunnarsdóttir flugfreyja fyrstu „flugstuðlar” hér á landi, en áður hefur Flugmálafélagið, sem stofn- að var að tilstuðlan flugmálastjóra, Agnars Kofoed-Hansen árið 1936, veitt gullmerki félagsins, og það hafa hlotið 14 einstaklingar. í ávarpi sem Ásbjörn Magnús- Asbjörn Magnússon forseti Flug- málafélagsins afhendir viðurkenn- inguna áhöfninni á Fokkervél Flug- leiða, sem tókst að lenda vélinni á Kefiavíkurflugvelli eftir að eldur hafði komið upp í henni yfir Isafj- arðardjúpi. F.v.: Gunnar Arthús- son fiugstjóri, Guðrún Gunnars- dóttir flugfreyja og Hallgrímur Viktorsson flugmaður. son hélt við þetta tækifæri, sagði hann, að fyrst og fremst hefði vald- ið góð þjálfun og rósemi því, hversu vel tókst til við flugið frá ísafjarðardjúpi, en þar gátu við- staddir á jörðu niðri séð vélina standa í björtu báli. Eftir að flug- mönnum hafði tekist að slökkva eldinn var haldið til Keflavíkur- flugllar þar sem nauðlending tókst með miklum ágætum. Það kom fram í máli Ásbjörns, að meiningin sé að halda þessari viðurkenningu áfram, og skal hún framvegis aðeins hlotnast þeim sem vinna afrek í fluginu á háskastund.- hól. Útgáfufélag Þjóðviljans— Almennur félagsfundur nk. miðvikudag Útgáfufélag Þjóðviljans boðar til almenns félags- úlfar fundar miðvikudaginn 27. okt. nk. í Hreyfilshús- inu við Grensasveg. Fundurinn hefst kl. 20.30. DAGSKRÁ: Störf Útgáfufélagsins - Úlfar Þormóösson Rekstrarafkoma blaðsins og prentrekstur - Ragnar Árnason Ritstjórnarstefna Þjóðviljans - Einar Karl Haraldsson Setið fyrir svörum: Stjórnendur blaðsins svara spurningum félagsmanna. Fundarstjóri: Guðmundur Ágústsson. Stjórnin Einar Karl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.