Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 26
A,w' _ w.V*V nipjbl* 26 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 ■ Hvað er ég líka að flœkjast hérna í Washigton?... " og skilja Andrés eftir einan heima með útvarpið? Alþýðubandalagið Sauðárkróki - bæjarmál- aráð Fundur verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30. Fundarefni: Rætt um félagsmálaráð og fleira. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Garðabæ - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 3) kosning fulltrúa í kjördæmisráð, 4) önnur mál. Alþingis- mennirnir Geir Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson koma á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfið. Alþýðubandalagið Hveragerði Félagsfundur verður haldinn í Ölfusborgum næstkomandi mánudag, 25. október, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Skýrt frá aðalfundi kjördæmisráðs. 2. Iðnaðar-, orku- og atvinnumál. Umræður, og skipt niður í vinnuhópa. 3. Önnur mál. Ymsir góðir gestir kunna að mæta. Félagsmenn eru hvattir til að fjöl- menna. - Stjórnin. Alþýðubandalagið uppsveitum Arnessýslu Aðalfundur Alþýðubandalagsins í uppsveitum Árnessýslu verður haldinn á Flúðum fimmtudaginn 28. október og hefst kl. 21.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 3) Kosning í kjördæmisráð. 4) Önnur mál. Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson mæta á fundinn. - Félagar fjöl- mennið. - Stjórnin Alþýðubandalagið á Akureyri - Ráðstefna um flokkana og jafnréttismál Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til ráðstefnu laugardaginn og sunn- udaginn 30. og 31. október. Dagskrá: 1. Avarp: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. 2. Stjórnmálaflokkarnir, staða þeirra og starfshættir. Framsaga: Soffía Guðmundsdóttir. 3. Afstaða Alþýðubandalagsins til kvennahreyfínga og annarra félags- legra hreyfinga. Framsaga: Helgi Guðmundsson. 4. Jafnréttisbarátta, kvennahreyfing-markmið og leiðir. Framsaga: Sig- ríður Stefánsdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á laugardag og lýkur síðdegis á sunn- udag. Á laugardagskvöldið verður efnt til kvöldvöku. Þeir félagar sem hyggja á þátt- töku í ráðstefnunni eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst á flokksskrifstofuna í Reykjavík, sími 91-17500. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 96-24270. Stjórn Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri Útvarpslyndi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Gönguferð um Búrfellsgjá Göngustjóri Kristján Bersi Ólqfsson Alþýðubandalagið í Hafnarfirði efnir til gönguferðar um Búrfellsgjá, laugardaginn 23. október. Safnast verður saman kl. 13.00 að Strandgötu 41 (Skálanum.) Þaðan verður ekið í rútu upp í Heiðmörk, ogsíðan gengið eftir Búrfellsgjá að eldstöðvunum við Búrfell. Þar verður snætt nesti; síðan verður gengið að Kaldárseli og hópurinn sóttur þangað. Hafnfirðingar, fjölmennið. Munið að koma vel skóuð í hentugum göng- uklæðnaði, með nesti og söngbók MFA. Þátttaka tilkynnist í síma 51734 (Hallgrímur) 52941 (Dröfn) og 53172 (Bergþór). - Þátttökugjald 50-100 kr. - Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.