Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 29
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJóÐVILJINN — StÐA 29
útvarp • sjonvarp
Félagsheimilið á
laugardagskvöld
kl. 21.00
Frægur
sonur
staöarins
kemur í
heimsókn
2. þáttur Félagsheimilisins
verður á dagskrá sjónvarpsins í
kvöld, laugardagskvöld og hefst
kl. 21.00. Þátturinn fjallar um
heimsókn eins frægasta sonar
staðarins. Hann hefur gefið veg-
legar gjafir til þorpsins og er talið
að hann hafi auðgast allverulega í
útlöndum þar sem hann hefur bú-
ið lengi. Hreppsnefndin setur allt
í gang og efnir til móttökuhátíðar.
Jónas Guðmundsson rithöf-
undur hefur skrifað þennan kafla
Frá móttökuathöfninni.
verksins um Félagsheimilið sem
Hrafn Gunnlaugsson hefur fest á
filmu. Með aðalhlutverk fara
Edda Björgvinsdóttir, FIosi
Ólafsson, Gísli Rúnar Jónsson,
Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Steindór
Hjörleifsson og Þorsteinn Hann-
esson.
Stjórnandi upptöku er Andrés
Indriðason. Þátturinn tekur þrjá
stundarfjórðunga í flutningi.
Dagskrárbreyting á laugardag
Sú breyting verður á dagskrá útvarps laugardaginn 23. október að
þáttur þeirra Helgu Thorberg og Eddu Björgvinsdóttur, Á tali, sem
vera átti á dagskránni kl. 19.35 fellur út en inn kemur erindi Ólafs
Haukssonar sem ber yfirskriftina, Er nóg að hafa eina útvarpsstöð.
Útvarpsleikrit eftir
Véstein Lúðvíksson
Fegurð
ástarinnar
og lífsins
Útvarpsleikrit vikunnar er
leikrit Vésteins Lúðvíkssonar,
Fegurð ástarinnar og lífsins. Er
það á dagskrá útvarps kl. 14 á
sunnudag. Leikstjóri er Sig-
mundur Örn Arngrímsson en
með helstu hlutverk fara Árni
Blandon, Helgi Skúlason og Mar-
grét Guðmundsdóttir.
Leikritið fjallar um Ara, 19 ára
pilt sem hefur fengist við þá iðju
að taka upp samtöl foreldra sinna
og spilar síðan af segulbandinu
með eigin skýringum og hugleið-
ingum. Á yfirborðinu er allt slétt
og fellt en þegar betur er að gáð
leynist undir þung alda. Leikritið
skrifar í raun lífið sjálft, segir í
tilkynningu frá leiklistardeild
Ríkisútvarpsins.
utvarp
laugardagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tón-
leikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð:
Bryndís Bragadóttir talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.)
8.55 Leikfimi
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Oskalög sjúklinga Kristín
Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Frétt-
ir. 10.10 Veðurfregnir)
11.20 Kemur mér þetta við? - Umferðar-
þáttur fyrir alla fjölskylduna Stjórn-
andi: Ragnheiður Davíðsdóttir M.a.
rætt við Margréti Sæmundsdóttur full-
trúa hjá Umferðarráði
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
Helgarvaktin Umsjónarmenn: Arn-
þrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jóna-
tansson.
13.35 íþróttaþáttur Umsjónarmaður:
Hermann Gunnarsson. Helgarvaktin,
frh.
15.10 I dægurlandi Svavar Gestsson rifjar
upp tónlist áranna 1930-60.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir.
16.20 í sjónmáli Þáttur fyrir alla fjölskyld-
una í umsjá Sigurðar Einarssonar.
16.40 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson
flytur þáttinn
17.00 Hyómspegill Stefán Jónsson bóndi á
Grænumýri í Skagafirði velur og kynnir
sígilda tónlist (RUVAK)
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.35 Er nóg að hafa cina útvarpsstöð?
Ólafur Hauksson flytur erindi.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni
Jónsson.
20.30 Þingmenn Austurlands segja frá Vil-
hjálmur Einarsson ræðir við Sverri Her-
mannsson.
21.20 „Steinsnar“ Sigurberg Bragi Berg-
steinsson les eigin ljóð
21.30 Hyómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M.
Magnúss Baldvin Halldórsson leikari
byrjar lestur sinn.
23.00 Laugardagssyrpa- Páll Þorsteinsson
og Þorgeir Ástvaldsson.
sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Ingiberg J.
Hannesson, prófastur á Hvoli í Saurbæ,
flytur ritningarorð og bæn.
8.35 Morguntónleikar a. Sinfónía nr. 44 í
e-moll eftir Joseph Haydn. Fílharmont-
usveitin í Slóvakíu leikur; Carlo Zecchi
sij. b. Fiðlukonsert nr. 16 í e-moll eftir
Ciiovanni Battista Viotti. Andreas
Röhn leikur með Ensku kammer-
sveitinni; Charles Mackerras stj. c.
Messa nr. 5 f C-dúr K.167 eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart. Kammerkór
Tónlistarskólans í Vín syngur með
hljómsveit Ríkisóperunnar í Vín; Ferd-
inand Grossman stj.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar. Pétur Pétursson þulur segir
frá leit að heimildum um Gaimard-
leiðangurinn.
11.00 Messa í Fella- og Hólasókn Prestur:
Séra Hreinn Hjartarson Organleikari:
Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hádeg-
istónleikar
13.15 Nýir söngvar á Broadway-VI. þátt-
ur „Sjóræningjarnir frá Pensas" eftir
Gilbert og Sullivan; síðari , 'Mur. Árni
Blandon kynnir.
14.00 Leikrit: „Fegurð ástarinnar og lífs-
ins”eftir Véstein Lúðvíksson Leikstjóri:
SigmundurÖrn Arngrímsson. Leikend-
ur: Árni Blandon, Margrét Guðmunds-
dóttir og Helgi Skúlason.
15.00 Tillögur að nýjum útvarpslögum Páll
Heiðar Jónsson stjórnar umræðuþætti.
16.20 Friðarhreyfing kvenna Umsjón:
Margrét Björnsdóttir og Kristín Ást-
geirsdóttir.
17.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói 21. þ.m.; fyrri
hluti Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat
Einleikari: Eugene List a. „Karnival í
París" eftir Johan Svendsen. b. Píanók-
onsert nr. I í Es-dúr eftir Franz Liszt. -
Kynnir: Jón Múli Árnason.
18.00 Það var og.... Umsjón: Þráinn Ber-
telsson.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.25Veistu svarið? - Spurningaþáttur út-
varpsins á sunnudagskvöldi Stjórnandi;
Guðmundur Heiðar Frímannsson á Ak-
ureyri. Dómari: Jón Hjartarson skóla-
meistari á Sauðárkróki. Til aðstoðar:
Þórey Aðalsteinsdóttir (RÚVAK)
20.00 Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga
í Stundinni okkar heldur áfram brúðu-
myndasagan um Róbert og Rósu í Skelja-
firði.
fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar.
20.45 Gömul tónlist Ásgeir Bragason
kynnir.
21.30 Hótel keisarans - Um Agnesi von
Krusenstjárna Þórunn Elfa Magnús-
dóttir flytur annað erindi sitt.
22.35 „Skáldið á Þröm” eftir Gunnar M.
Magnúss Baldvin Halldórsson les (2).
23.001 Kvöldstrengir Umsjón: HildaTorfa-
dottir (RÚVAK).
mánudagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra
Þorbergur Kristjánsson flytur (a.v.d.v)-
Gull í mund - Stefán Jón Hafstein -
Sigríður Árnadóttir - Hildur Eiríksdótt-
ir. 7.25 Leikfimi. Umsjón: Jónína Bene-
diktsdóttir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Meira af
Jóni Oddi og Jóni Bjarna” eftir Guð-
rúnu Helgadóttur. Steinunn Jóhannes-
dóttir les (3).
9.45 Landbúnaðarmál Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
10.30 Forustugr. landsmálablaða (útdr.)
11 .(X) Létt tónlist Maurice Chevalier, Scott
Walker og Mireille Mathieu syngja.
11.30 Lystauki Þáttur um lífið og tilveruna
í umsjá Hermanns Arasonar
(RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar.
Tilkynningar.
13.00 Mánudagssyrpa - Ólafur Þórðarson.
14.30 Móðir mín í kví kví eftir Adrian
Johansen Benedikt Arnkelsson þýddi.
Á dagskrá sjónvarpsins sunnudagskvöld kl.
22.30 er bresk mynd um ítalska hljómsveit-
arstjórann Caludio Abbado
Helgi Elíasson les (4).
15.(X) Miðdegistónleikar Ervin Lazlo
leikur á píanó Sónatínu í A-dúr op. 67
nr. 1 eftir Jean Sibelius / Ulrich Koch og
Kammersveitin í Pforzheim leika Víól-
ukonsert í C-dúr eftir Giovanni Battista
Sammartini; Paul Angerer stj. / David
Geringas og Tatjana Schatz leika „Sex
ljóð fyrir selló og píanó eftir Johannes
Brahms.
16.20 Barnaleikrit: „Appelsínur” eftir
Andrés Indriðason Leikstjóri: Klemenz
Jónsson. Leikendur: Guðmundur Kle-
menzson, Sigurður Skúlason, Stefán
Eiríksson, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Ásta Andrésdóttir og Ester Andrés-
dóttir.
16.50 Barnaiög
17.(X) íþróttamál Umsjón: Samúel Örn
Erlingsson.
17.40 Skákþáttur Umsjón: Jón Þ. Þór.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál Arni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn Auðunn Bragi
Sveinsson talar.
20.(X) Útvarp frá Alþingi Stefnuræða for-
sætisráðherra og umræður um hana.
23.15 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands i Háskólabíói 21. þ.m.; síðari
hluti Stjórnandi: Jean-Pierre JacquiIIat
Einleikari: Eugene List a. Píanókonsert
nr. 1 eftir Dmitri Sjostakovitsj. b. Sin-
fónía í þremur þáttum eftir Igor Stravin-
sky. Kynnir: Jón Múli Árnason
sj—nrarp
laugardagur
16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi Spænskur
teiknimyndaflokkur.
18.55 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Löður Bandarískur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.00 Þættir úr félagsheimili. Opinber
heimsókn eftir Jónas Guðmundsson.
Leikstjóri Hrafn Gunnlaugsson. Stjórn-
andi upptöku Andrés Indriðason. Með
heistu hlutverk fara: Edda Björgvins-
dóttir, Flosi Ólafsson, Gísli Rúnar Jóns-
son, Gunnar Eyjólfsson, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Steindór Hjörleifsson
og Þorsteinn Hannesson. Von er á fræg-
um syni staðarins í heimsókn. Sú skoðun
er uppi að þessi maður hafi auðgast
mjög í útlöndum, enda hefur hann gefið
ýmsar gjafir til þorpsins. Hreppsnefndin
ákveður því að fagna honum veglega í
félagsheimilinu.
21.45 Mislit hjörð (Before Winter Comes)
Bresk bíómynd frá 1968. Leikstjóri
J.Lee Thompson. Aðalhlutverk: David
Niven, Topol, Ori Levy, Anna Karina,
John Hurt. Myndin gerist í Austum'ki
eftir lok heimsstyrjaldarinnar og lýsir
samskiptum hernámsliða Bandamanna
innbyrðis og við heimamenn. Þýðandi
Óskar lngimarsson.
23.30 Dagskrárlok
sunnudagur
18.00 Sunnudagshugvekja Séra Vigfús Þór
Ámason flytur.
18.10 Stundin okkar í þættinum verður
meðal annars farið í heimsókn í reið-
skóla. Söngflokkurinn MARÍA frá
Seyðisfirði skemmtir. Landkynning
verður aftur á dagskrá. Brúðumynda-
sagan um Róbert og Rósu í Skeljafirði
hcldur áfram og sýndur verður síðari
hluti Lappa. Umsjónarmaður er Brynd-
ís Schram en stjórnandi upptöku Kristín
Pálsdóttir.
19.10 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.(X) Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.50 Glugginn Þáttur um listir, menning-
armál og fleira. Dagskrárgerð: Áslaug
Ragnars, Sveinbjörn I. Baldvinsson,
Andrés Indriðason og Elín Þóra Frið-
finnsdóttir.
21.40 Schulz í herþjónustu 3. Efni 2. þátt-
ar: Eftir ýmsa erfiðleika, sem Schulz á
ríkan þátt í að leysa, getur Neuheim haf-
ið seðlaprentun. Schulz á að svífa til
jarðar á Bretlandi mcð tv3T miljónir
punda til dreifingar. Þýðandi Dóra Haf-
steinsdóttir.
22.30 Stjórnandinn að starfí Bresk mynd
um ítalska hljómsveitarstjórann
Claudio Abbado, sem áöur stjórnaði
hljómsveit Scala-óperunnar í Mílanó,
en er nú aðalstjórnandi Lundúnasinfón-
Vésteinn
Lúðvíksson
Helgi
Skúlason
íunnar. Þýðandi Jón Þórarinsson.
23.20 Dagskrárlok
mánudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingar og dagskrá.
20.35 Tommi og Jenni.
20.45 íþróttir. UmsjónarmaOur
Steingrímur Sigfússon.
21.15 Fjandvinir. Fjóröi þáttur. Þjófsnaut-
ur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýö-
andi Guöni Kolbeinsson.
21.40 Næturgestir. (L’ombre sur la plage)
Ný frönsk sjónvarpmynd. Leikstjóri:
Luc Beraud.. Aðalhlutverk: Théresa
Liotard, Corin Redgrave og Peter
Bonke. Myndin gerist á norðurströnd
Frakklands á stríðsárunum. Ung stúlka í
andspyrnuhreyfingunni skýtur skjóls-
húsi yfir breskan hermann í leynilegum
erindagjörðum. Þýðandi Ragna
Ragnars.
22.35 Dagskrárlok.
Árni
Blandon
Margrét
Guðmundsd.
Vésteinn Lúðvíksson er fædd-
ur í Reykjávík 1944 en sleit barn-
skónum í Hafnarfirði. Hann tók
stúdentspróf 1964 og dvaldi eftir
það langdvölum í Svíþjóð og
Danmörku. Þar sótti hánn há-
skólafyrirlestra og las bók-
menntir meðfram því sem hann
vann að ritstörfum.
Óþarft ætti að vera að kynna
ritverk hans sem mörg hver hafa
vakið þjóðarathygli. Af leikritum
er verkið Stalín er ekki hér senni-
lega það þekktasta.
David Niven og Anna Karina í
hlutverkum sínum í Mislitri
hjörð.
Sjónvarp kl. 21.45
Mislit
hjörð
Kvikmynd frá 1968
um samskipti her-
námsliðs banda-
manna við íbúa
bæjar í Austurríki
Sjónvarpið sýnir í kvöld kvik-
myndina Before Winter Comes,
sem í íslenskri þýðingu hefur
hlotið nafnið Mislit hjörð. Mynd-
in cr frá árinu 1968 og í aðalhlut-
verkum eru David Niven, Topol,
Ori Levy, Anna Karina og John
Hurt. Leikstjóri er J. Lee
Thompson.
Myndin á að gerast í Austurríki
eftir lok heimsstyrjaldarinnar og
lýsir samskiptum hernámsliða
Bandamanna innbyrðis og við
heimamenn. Eins og nafn mynd-
arinnar bendir til leynist misjafn
sauður í mörgu fé.
David Niven sem léikið hefur í
mörgum ámóta myndum fer með
hlutverk Burns marskálks og hef-
ur hann yfirumsjón með setulið-
inu.
Ennig kemur við sögu flótta-
maðurinn Janovic og ekkjan
Maria Holz sem misst hefur
mann sinn í stríðinu. Hún rekur
krá og þangað venja setuliðs-
menn komur sínar.
Myndin fær eina stjörnu í kvik-
myndahandbókinni sem þýðir
það að það sé þess virði að horfa á
hana.