Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 kvíkmyndir Venjulegir burgeisar Venjulegt fólk (Ordinary People) Bandarísk, 1980 Stjórn: Robert Redford Ilandrit: Alvin Sargent Kvikmyndun: John Baily Leikendur: Timothy Hutton, Mary Tyl- er Moore, Donald Sutherland, Judd Hirsch. Sýningarstaður: Háskólabíó. í augum Roberts Redfords er það fólk „venjulegt“ sem tilheyrir auðugri bandarískri millistétt. Þeg- ar áhorfandinn er búinn að kyngja þessurn bita og gefa myndinni „Venjulegt fólk“ nýtt nafn í huga sér (t.d. Venjulegir burgeisar) get- ur hann farið að njóta þess sem sæt- asti strákurinn í Hollywood er að fást við í frumraun sinni sem leik- stjóri. Og það er ekkert lítið. Myndin er einstaklega vel unnin að öllu leyti, hér eru greinilega atvinnumenn á fcrð og engir meðal- skussar. Afbragðsgóðir leikarar undir öruggri stjórn leikstjóra, pottþétt handrit, vönduð og smekk- leg kvikmyndataka - er hægt að biðja um meira? Jú, það er hægt að biðja um fleiri my ndir af þessu tagi. Fjölskyldan prófuð Einhver sagði einhverntíma að vandræðabörn væru ekki til, það væru aðeins til vandræðaforeldrar. Þetta sannast áþreifanlega í Venju- legu fólki. Eini maðurinn sem nálg- ast að vera heilbrigður í kjarnafjöl- skyldunni sem myndin fjallar um, er sonurinn Conrad (Timothy Hutton) - og auðvitað er það hann sem er sendur til sálfræðings. Móð- ir hans (Mary Tyler Moore) hafnar hinsvegar sálfræðinni með öllu, þótt það sé í rauninni hún sem þarf á lækningu að halda. Hún harð- neitar að horfast í augu við raun- veruleikann, reynir einsog hún get- ur að lifa í blekkingum sem búið er að afhjúpa, og þegar það gengur ekki lengur flýr hún af hólmi. Pabbinn (Donald Sutherland) er lengi vel á báðum áttum, en reynist um síðir maður til að takast á við vandann sem við er að glíma. Ingibjörg Hara skrifar Allt gekk vel þangað til óreiða komst á hlutina - eitthvað á þessa leið segir pabbinn í uppgjörsatrið- inu í myndarlok. Fjölskyldan réð ekki við „óreiðuna". Það sem gerð- ist var að eldri sonur þeirra, Buck, drukknaði þegar bræðurnir voru saman á lítilli bátskel og óveður skall á. Buck var eftirlæti móður sinnar og reyndar allra og Conrad kennir sjálfum sér um dauða hans. Hann reynir að fyrirfara sér og er sendur á sjúkrahús þar sem hann dvelur í nokkra mánuði. Þegar myndin hefst er hann kominn aftur heim í faðm fjölskyldunnar. Sem betur fer eru atburðir af þessu tagi ekki beinlínis venjulegir, en í myndinni eru þeir notaðir sem prófsteinn á kjarnafjölskylduna, samheldni hennar og samstöðu þegar á móti blæs. Einsog þegar er fram komið kolfellur kjarnafjöl- skyldan á prófinu og það er fyrst og fremst móðurinni að kenna. Mynd- in er í rauninni árás á móðurímynd- ina, og kannski er sú árás það sem mest kemur á óvart og ætti jafn- framt að geta vakið deilur, eða a.m.k. umhugsun og skiptar skoð- anir. Mamman Mamman í myndinni er - á yfir- borðinu - lagleg og fjörug, snyrti- leg húsmóðir, góð eiginkona og má ekki vamm sitt vita. Henni er mjög umhugað um friðhelgi einkalífsins og hún vill alls ekki að það fréttist að sonur hennar sé í meðferð hjá sálfræðingi. Fólk gæti haldið að eitthvað væri að. Það skiptir öllu máli hvað fólk heldur. Innra með sér er þessi kona steindauð. Eina tilfinningin sem hún virðist eiga eftir er hatur, sem er rækilega innbyrgt og kemur fram sem eitthvað allt annað- t.d. sem þrifnaðarárátta. Hún þolir ekki óreiðu á borð við blóðslettur á baðherberginu þegar sonur hennar hefur reynt að fyrirfara sér. Mest hatar hún son sinn, þótt það sé fjar- ri henni að viðurkenna það. Mæð- ur hata ekki syni sína, ekki í góðum fjölskyldum. Mary Tyler Moore túlkar þessa persónu á mjög sannfærandi hátt. Þeim sem séð hafa leikkonuna í fremur slöppum sjónvarpsþáttum af og til hlýtur að koma á óvart dýptin í leik hennar og spennan sem skapast af mótsögninni milli yfirborðsins og þess sem hún hefur bælt innra með sér. Donald Suther- land kemur að vísu ekki á óvart, vegna þess að hann hefur marg- sinnis sýnt að hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Hér skapar hann líka trúverðuga persónu: mann sem hefur komist áfram í líf- inu, þægilegan mann sem öllum geðjast að. Hann hefur líka verið duglegur að byrgja inni tilfinningar sínar, en hann hefur ekki gengið af þeim steindauðum einsog kona hans. Helst vildi hann auðvitað að allt yrði gott „einsog áður“, en þeg- ar hann hefur sannfærst um að það er ekki hægt, þá viðurkennir hann staðreyndir og þorir að horfast í augu við ósigurinn. Vandamála- mynd Timothy Hutton er greinilega leikari með framtíð. Honum tekst mjög vel að sýna þróun persónunn- ar sem hann er að túlka: með aðstoð sálfræðingsins nær hann smám saman valdi á sjálfum sér og breytist úr niðurbrotnum sjúklingi í mann sem þorir að gefa af sjálfum sér og þiggja af öðrum. Þegar ung- ur og óreyndur leikari sýnir slíkan afbragðsleik hlýtur maður að skrifa það að talsverðu leyti á reikning leikstjórans, og sömuleiðis hlýtur heildarsvipurinn, sannleikurinn, að vera afrakstur styrkrar leikstjórnar. Robert Redford á því sannarlega hrós skilið fyrir þessa frumraun sína. Bandarískar „vandamálamynd- ir“ - og Venjulegt fólk telst örugg- lega til þeirra - eiga það til að vera afskaplega væmnar, a.m.k. fyrir minn smekk. Robert Redford tekst ekki að stýra framhjá þessu skeri fremur en ýmsum öðrum starfs- bræðrum hans þar vestra. Einkum er lokaatriðið þrungið tilifinninga- semi sem dregur úr áhrifamætti þess að mínu mati. En þetta er ann- ar biti sem við verðum að kyngja, og takist okkur það held ég að við getum ýmislegt af Venjulegu fólki lært. Ég held líka að skírskotun myndarinnar nái langt út fyrir þann þrönga stéttarlega ramma sem henni er settur - kjarnafjölskyldan er víðar í kreppu en í fínum banda- rískum úthverfum. Sonurinn (Timothy Hutton) í örmum lcikinn af Judd Hirsch. sálfræðingsins. sem er ágætlega n Lausar stöður við Iðntækni- stofnun íslands Framkvæmdastjóri Tæknideildar Raunvísindamenntun ásamt stiórnunarreynslu áskilin. Reynsla í ráðgjafa - störfum eða iðnrekstri æskileg. Deildarstjóri Málmtæknideildar Menntun: Vélaverkfræði eða véltæknifræði. Starfsreynsla í málmiönaði eða við ráðgjafastörf æskileg. Vélaverkfræðingur/véltæknifræðingur við Málm- tæknideild Reynsla á sviði vinnslu- og rekstrartækni i málmiðnaði æskileg. Skrifstofustjóri aðalskrifstofu Reynsla í fjármála- og starfsmannastjórn ásamt áætlanagerð æskileg og menntun á sviði stjórnunar eða viðskipta. Bókavörður Tæknibókasafns Menntun: Bókasafnsfræði. Starfsreynsla æskileg. Ofangreind störf eru fjölbreytt og veita áhugasömu fólki svigrúm til trum- kvæðis og náinna kynna af innlendum iðnaði og alþjóðlegri tækniþróun. Umsóknarfrestur er til 15. nóv. nk. Umsóknir með upplýsingum um æviatriði, menntunar- og starfsferil skulu sendar forstjóra Iðntæknistofnunar Islands, Skipholti 37, 105 Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar. IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Bingó kl. 14.30 á sunnudaginn á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. F.U.F. Blikkiðjan ÁSgarði 1, Qarðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Mannlegur veikleiki Mannlegur veikleiki (The Human Factor) Bresk-bandarísk, 1980 Handrit: Tom Stoppard, eftir sögu Graham Greene Stjórn: Otto Preminger Kvikmyndun: Mike Molloy Leikendur: Nicol Williamson, Richard Attenborough, Iman, Robert Morley. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Nafnarunan hér fyrir ofan ætti að vera nægileg trygging fyrir dá- góðri kvikmynd. Saga Greene, The Human Factor, kom út 1978 og er hreint ekki versta sagan sem þessi ágæti höfundur hefur látið frá sér fara. í henni segir frá breskum leyniþjónustumanni, Castle, sem starfaði um tíma í S-Afríku, kynn- tist þar svartri konu og komst þarmeð í kast við aðskilnaðarlögin illræmdu. Konan, Sara, var með- limur andspyrnuhreyfingar og fé- lagar hennar hjálpuðu Castle að komast úr landi og fá Söru til sín. í þakklætisskyni tekur Castle að sér njósnir fyrir Rússa. Hann lifir síð- an tvöföldu lífi einsog slíkra manna er háttur, þótt það sé í rauninni andstætt eðlhhans, þetta er grand- var breskur íhaldsmaður og engin hetja. A endanum kemst allt upp og Castle er sendur til Moskvu. Þang- að fer hann í þeirri trú að Sara og sonur hennar, Sam litli, komi á eftir honum, en það reynist óger- legt og í sögulok situr hann einn í Moskvu, leiksoppur grimmra ör- laga. Otto Preminger er gamal- reyndur kvikmyndastjóri og hefur gert margar ágætar myndir um dag- ana, en hann hefur þótt nokkuð mistækur. Tom Stoppard, breski leikritahöfundurinn, hefur gert handritið eftir sögu Greene og lík- lega hefði mátt nota þetta handrit, það virðist snoturlega gert. Það sem úrskeiðis fer verður sennilega allt að skrifast á reikning Premin- gers gamla. Það fyrsta sem stingur í augu er valið á leikkonu í hlutverk Söru. Iman mun vera hátt skrifuð ljós- myndafyrirsæta og er hin fegursta kona, en hún getur ekki leikið, því miður. Atriðin þar sem mest mæðir á henni eru beinlínis pínleg. Aðrir leikarar komast yfirleitt sæmilega gegnum rullurnar, enda eru þetta allt gamalkunnug andlit, m.a.s. John gamla Gielgud bregður fyrir í stuttu atriði í myndarbyrjun. Svo slæmt sem það er að Sara skuli vera svona illa leikin er þó vel hægt að þola myndina fram að síð- asta hlutanum, þegar Moskva kemur inn í myndina. Þá bregður svo við að einhver hallærislegur áhugamannablær kemur inn á leikmyndina. fbúðin sem Castle fær í Moskvu minnir helst á leik- mynd hjá áhugaleikflokki í ein- hverjum voðalegum stað þar sem enginn hefur séð alvöruleikhús. Til að sýna áhorfandanum hvar Castle er staddur, hefur t.d. verið brugðið á það ráð að líma stækkuð póstkort af Kreml á gluggana og á að tákna útsýnið. Það er náttúrlega útilokað að Ieikarar geti leikið dramatísk at- riði í kvikmynd þar sem svo er búið um hnútana, enda fer allt í vaskinn hjá þeim. Þegar upp er staðið brýst gömul klisja fram á varir vonsvikins áhorfanda: Bókin var miklu betri!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.