Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 21
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 21 bridge Skemmtilegu Olympíumóti lokið Nýlokið er í Frakklandi OL 1982, sem jafnframt er heimsmeistara- mót í bridge. Mótinu er skipt í fjór- ar keppnir, sem eru: opinn flokkur (þeir bestu), kvennaflokkur, blandaður flokkur (maður/kona) og sveitakeppni (Rosenblum). Þetta mót sem haldið var í Biarr- itz í Frakklandi var hið viðamesta hingað til. 360 pör tóku þátt í opn- um flokki, en til samanburðar spil- uðu aðeins 192 pör 1978 í USA og einnig 1974 á Kanarí. Frá íslandi fóru 2 pör til keppni, Hermann Lárusson og Ólafur Lár- usson og Jakob R.Möller og Guð- mundur S. Hermannsson. Þessi pör spiluðu í opna flokknum og sveitakeppninni. Keppni í opna flokknum var þannig háttað, að af þessum 360 pörum komust 224 í milliúrslit. Hvorugu parinu frá íslandi tókst það. Jakob og Guðmundur voru aldrei nærri þeim áfanga og end- uðu í 315 sæti, eftir hörmulega byrjun. Bræðurnir Hermann og Ólafur voru allaf með annan fótinn inni í milliriðli, en er upp var staðið voru þeir í 242. sæti, og skorti aðeins rúm 100 stig (toppurinn var 334 stig) til að ná inn. Mestu muna- ði í síðustu lotunni, þegar undirrit- aður spilaði niður alslemmu á móti Garozzo með beinharða 13 slagi á borðinu. En það spil er jú víst efni í aðra frásögn. Þetta mót unnu bandarískir spil- arar, nánast óþekktir utan heima- lands síns, að nafni Martell- Stansby. Þeir koma frá San Frans- isco, Martell tæplega þrítugur stær- ðfræðilektor og Stansby fertugur verðbréfasali eða álíka (atvinnuve- ðmangari). Lokaröð efstu para: 1. Martell-Stansby USA, 2. Maas- Rebattu Hollandi, 3. Chagas-De Mello Brasilíu. Aðrir sigurverarar urðu: I kvennaflokki: Jo Ann Kennedy og Betty Sanders frá USA. í blöndu- ðum flokki: Diana Gördon og Ge- orge Mittelman, Kanada. Síðasta keppnin var svo Rosen- blum sveitakeppnin með þátttöku yfir 150 sveita, allar þær bestu í heimi, t.d. voru 16 sveitir frá USA aðeins. Við íslendingarnir myndu- ðum sveit, sem skipt var í Ame- ríkuriðilinn í undanrásum. Þar lentum við í partíi með nýbökuðum heimsmeisturum, sveit Martells frá USA og hollenska unglingalands- liðinu. Til að skýra gang mála í Rosen- blum þarf að geta þess að þátttöku- sveitum var skipt í 3 riðla, Evróp- uriðil, Ameríkuriðil og Afgang (Rest of world). Yfirleitt voru 4 sveitir saman í hópi, nema í 3 tilvik- um og var okkar hópur einn af þeim. Spiluð voru 16 spil milli sveita með hálfleik á milli, allir við alla. Það er skemmst að segja frá því að við spiluðum vel þessa tvo leiki, unnum hollensku strákana með 7 stigum en töpuðum fyrir Martell með 2 stigum, en það dugði ekki fyrir þá svo þeir duttu í Swill- fyrirkomulagið eftir þessa undan- rás. Eftir stóðu í hópnum við og Martell og þurftum að útkljá okkar viðskipti þar til annar stóð uppi sem sigurvegari. Með Martell í sveit voru: Pender-Ross og Woolsey-Manfield. Þannig að við spiluðum 32 spila leik við þá daginn eftir. Þeir tóku með sér þessi 7 stig sem þeir áttu úr fyrsta leiknum, og fyrri hálfleikinn í seinni leiknum unnu þeir með 11 stigum (23-34) og áttu þá 18 stig fyrir síðustu 16 spil- in. Þeir juku svo þann mun nokkuð og unnu okkur sannfærandi. Þar með vorum við komnir í Swiss- fyrirkomulagið, sem var þannig að allar sveitir sem töpuðu leik í út- sláttarkeppninni fóru þangað. Hin- ar sem eftir stóðu héldu áfram þar til ein sveit stóð eftir í hverjum riðli, alls 3 sveitir, auk þess 1 sveit til viðbótar úr Swiss, alls 4 sveitir sem kepptu andanlega til úrsltia. í Evrópuriðli sigraði sveit Schmeil frá Frakklandi, í Ameríkuriðli sveit Zimmermann frá USA og í þriðja riðlinum sveit Luca De Tena frá Spáni. Eftir tapið fyrir Martell fórum við beint yfir í Swiss- fyrirkomulagið. Þar spiluðum við 23 x 8 spila leiki, og er óhætt að segja að meiriparturinn af and- stæðingum okkar voru vel þekkt nöfn í bridgeheiminum. Þessi urðu úrslit okkar í leikjunum: (Þess skal getið að vegna frammistöðu okkar í útsláttarkeppninni, komum við inn í Swiss með 60 stig til góða og hófum keppni í 4. umferð Swiss). 4. untferð: gegn Minot Frakk- landi: 4-16, 5. umferð: gegn Kvennalandsliði Astralíu: 20-0, 6. Umsjón Ólafur Lárusson umferð: gegn Landsliði Belgíu (Engel): 11-9, 7. umferð: gegn Rozier Frakklandi: 1-19, 8. um- ferð: gegn Landsliði Monaco: 28-2, 9. umferð: gegn Kvennalandsliði Frakklands: 30-0,10. umferð: gegn Unglingalandsliði Ítalíu: 16-14,11. umferð: gegn Manoppo Indónesíu: 1-29, 12. umferð: gegn Landsliði Formósu (Tsai): 22-18, 13. um- ferð: gegn Seres Ástralíu: 17-23, 14. umferð: gegn Delmouly- Roudinesco co. Frakkl: 29-11, 15. umferð: gegn Landsliði Kína (Tang og co.): 40-0. Þarna höfðum við 279 stig eftir 15 umferðir, eða 5 lotur í Swiss og vorum komnir ansi hátt og ekki minnkaði flugið í næstu lotum: 16. umferð: gegn Echmann Frakk- landi: 39-21, 17. umferð: gegn Landsliði Argentínu (Camperos): 16-44, 18. umferð: gegn Landsliði Pakistan (Zia Mahomued): 46-14, 19. umferð: gegn Abate Ítalíu: 46- 14. Þarna höfðum við 426 stig eftir 19 umferðir og vorum komnir í 14. sæti, sem er glæsilegur árangur. Þá höfðu þó nokkrar sveitir hætt kep- pni, vegna slælegrar frammistöðu, en slíkt hvarflaði ekki að okkur á þessari stundu, þó það ætti eftir að breytast í næstu leikjum, þegar heilladísirnar sneru baki við okkur. 20. umferð: gegn Unglingalandsli- ði Italíu (á ný): 10-50, 21. umferð: gegn Coyle Bretlandi: 10-50, 22. umferð: gegn Svarc-Chemla og co. Frakkl.: 16-44, 23. umferð: gegn Tossot Frakklandi: 0-60. í 20. umferð fórum við í eina skiptið í sérherbergi þar sem notast var við skerma. Mjög viðkunnan- legt, alla vega fyrir annað parið í sveitinni, en því miður rýr árangur. Eftir þessa útreið sáu menn ekki frant á nauðsyn þess að halda áfram keppni, enda langt komið spilamennsku í Swiss. Menn orðnir þreyttir á þessu, enda hófst spila- mennska kl. 12.30 ög stóð til kl. 3 e.m., með stuttu matarhléi... Af hinum keppinautum er það að segja, að sveit Martells (sem sló okkur út í upphafi) gerði sér lítið fyrir og sigraði Swiss keppnina. Þar með komst hún í hóp liinna fjóru útvöldu. Þar áttust svo við Fra- kkarnir gegn Spánverjunum, sem komu rækilega á óvart og stóðu lengi vel í Frökkunum. En franska B-landsliðið sigraði naumt í þeim leik. í hinum áttust við sveitir USA mannanna, þeirra Martells og Zimmermanns, en með Zimmerm- ann voru m.a. Hamman-Wolff o.fl. Sveit Zimmermanns hafði áður slegið út sveit Martells, en nú sneri Martell leiknum sér í hag og sigraði örugglega. Til úrslita kepptu því sveitir Schmeil Frakk- landi og Martells USA. Var það ansi jafn og spennandi leikur sem sýndur var á sýningar- tjaldi í stórum sal að viðstöddum miklurn fjölda áhorfenda. Sveit Schmeil (sem er vanalega fyrirliði franska landsliðsins, án spila- ntennsku) sigraði að lokum, við mikinn fögnuð heimamanna, að sjálfsögðu. Martell og Stansy tókst því ekki að vinna það einstæða afrek að sigra bæði mótin, en jöfn- uðu árangur Branco og Cintra frá því ’78, er þeir unnu opna tvímenn- inginn og urðu í 2. sæti í sveitakep- pninni, næstir á eftir Pólverjum, sem komu sömu leið í úrslitin og sveit Martells að þessu sinni, bak- dyramegin eins og menn töluðu um. Frakkarnir töpuðu ekki leik í mótinu og voru vel að sigri sínum komnir. Sveitina skipuðu: Lebel- Soulet-Pilon-Feigenbaum. Ásamt fyrirliða án spilamennsku, Schmeil. Maður mótsins var tví- mælalaust talinn Lebel, sem aldrei feilpústaði ailt mótið. Oll aðstaða á mótsstað var til mikillarfyrirmyndar, allt tölvuvætt sem hægt var, nema í Rosenblum keppninni leið ansi langur tími milli skiptinga. í mótslok var hald- ið mikið matarhóf, enda Frakkar rómaðir matargerðarmenn. Það eitt ásamt verðlaunaafhendingu tók um 5 tíma. Geri aðrir betur... í heildina verður að segja að ferðin var vel heppnuð, nema veð- urguðir voru ansi snúnir og frekar ósparir á rigningarsýnishorn. Raunar rigndi í 14 daga stanslaust. En bjórinn var góður og maturinn frábær. Meira síðar. Tölvuskólinn Arkimedes Raunhæf tölvustjórn - Opiö hús í dag kl. 10-17 Námskeið: Forritun I og II Skráavinnsla I og II Kerfisfræði I og II Ath.: Ný ísl. kennsluforrit Tölvur m/litastýringu Diskettustöð með hverri vél Byrjenda- og framhaldsnámskeiö. Ný námskeiö hefjast 1. nóvember 1982 Kennari Steinþór Diljar Kristjánsson Innritun á laugardag að Laugavegi 97, 2h. sími 17040 og í síma 50615 á kvvöldin. - Þú getur haldið áfram hjá Arkimedes. Arkimedes sími 17040 Laugavegi 97, Reykjavík ■•"Álö? 1 *» C ' *> r íf.c */5\ 'r.’yj , 8» ' +,**. x ■v»ls. f* <.í Siálfstætt fölk les Þjódvíljann Enda óþarfi að aðrir segi þér hvernig við erum. í Þjóðviljanum finnur þú fréttir, fréttaskýringar og greinar eftir góðan hóp manna um verkalýðsmál og vinstristefnu, um skóla og jafnréttismál, um stóriðju og bókmenntir, um stór- veldapólitík og íþróttir, um skák og kvikmyndir, um alvörumál og gamanmál. Þú kynnist öðrum viðhorfum en þeim sem ráða ferðinni í hinum blöðunum. Þú hefur oft litið í Þjóðviljann - því ekki að kaupa hann? Þjóðfélagið fær óholla slagsíðu án vinstri dagblaðs. VINNUM GEGN SLAGSÍÐUNNI- BJÓDDU ÞJÓÐVILJANUM í BÆINN sssass Sp - mmmm vtáíísnrVumnx™ •*' OM/SSAND/ IUMRÆÐUNNI Áskriftarsimi 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.