Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982
■
Páll Kolbeinsson er 18 ára
gamall piltur sem vakið hefur
athygii í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik undanfarin
misseri. Páll á ekki langt að
sækja hæfileikana, faðir hans
er Koibeinn Pálsson sem er
tiitölulega nýhættur að leika
með KR og landsliðinu eftir
fjölda leikja á báðum
vígstöðvum. Páll er KR-ingur
í húð og hár eins og ætt og
uppeldi benda eindregið til og
virðist eiga bjarta framtíð
fyrir sér í körfuknattlciknum.
Hann stundar nám við
Menntaskólann í Reykjavík og
er þar nýsestur í 5. bekk
nýmáladeildar. Þjóðviljinn
ræddi við Pál fyrr í vikunni
uin hann sjálfan og íslenskan
körfuknattleik.
— F ,11, hvenær byrjaðir þú að
æfa körfuknattleik?
„Ætli ég hafi ekki verið 8—9
ára gamall þegar ég byrjaði og
hef æft á hverju ári upp frá því.
Það var þó ekki fyrr en ég var
14—15 ára sem ég fór virkilega að
stunda körfuknattleik af al-
vöru Fram að því æfði ég þrjár
aðrar íþróttagreinar samhliða,
knattspyrnu, handknattleik og
skíði. Þetta var farið að bitna um
of á körfuboltanum og ekki hægt
til Iengdar að stunda svona marg-
ar greinar"
— Nú ert þú sonur Kolbeins
Pálssonar, margreynds landsliðs-
manns í körfuknattleik. Hvaða
áhrif hefur hann haft á þig?
„Hann hefur alltaf hvatt mig og
nú seinni árin er hann alltaf að
keppa við mig, segist vera betri
en ég til að halda mér við efnið.
Annars heyrði ég sagt í fyrra að
ég fengi ekki nógu mörg tækifæri
með KR-liðinu í úrvalsdeildinni
vegna þess að pabbi væri liðs-
stjóri en ég held að það sé ekki
rétt. í fyrrahaust gerði ég ekki
ráð fyrir að fá mikið að spila um
veturinn enég var settur nokkr-
um sinnum inná á réttum augna-
blikum þegar spennan var ekki
mikil. Þetta var góð reynsla sem
kemur mér vel nú þegar ég er far-
inn að leika meira með“.
— Hvað þarf leikmaður í úr-
valsdeildinni að leggja mikið á
sig varðandi æfingasókn?
„Hjá KR æfum við fjórum
„Ég heyrði sagt að ég
fengi ekki nógu mörg
tækifæri í
úrvalsdeildinni
vegna þess að pabbi
væri liðsstjóri.”
„Langar til
Bandaríkjanna
en....
sinnum í viku. Þar ofan á hjá mér
bætast unglingalandsliðsæfingar
sem þessa dagana eru einnig fjór-
ar á viku svo stundum fer maður á
tvær æfingar á dag. Á morgun fer
ég til dæmis á æfingu hjá ungl-
ingalandsliðinu kl. 16 og hjá KR
kl. 19.15. Að auki jjarf ég að
lesa undir stærðfræðipróf! Þær
eru fáar frístundirnar í þessu,
helst að laugardagskvöldin séu
laus“.
— Nú ræða forystumenn KKÍ
mikið um bjarta framtíð í íslensk-
um körfuknattleik og tala um
„sprengjuárganga“ sem séu á
lciðinni. Er ástæða til bjartsýni?
„Já, þetta breytist örugglega
mikið næstu árin. í drengja- og
Það geta
fleiri „troðið”
en Kanarnir!