Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 19
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 19 Evrópuferð LMO hefst á íslandi Halldór B. Runólfsson skrifar „Tónlist þessarar hijómsveitar á að hjálpa tii við sköpun betri heims. Heims án styrjalda og blóðsútheilinga, án kynþáttafor- dóma, lausan við fátækt og arð- rán.“ Eftir nær 13 ára þögn hefur bassa- leikarinn og tónskáldið Charlie Haden nú endurvakið „frelsistón- listarhljómsveit" sína, Liberation Music Orchestra. Er ætlunin að hljómsveitin haldi til 5 Evrópu- landa og leiki þar á tímbilinu 24. október til 15. nóvember. Fyrsta landið sem hljómsveitin heimsækir er ísland og kemur hún hingað á vegum Jazzvakningar og leikur í Háskólabíói næstkomandi sunnu- dag kl. 22. Lokin á hljómleika- ferðalagi Liberation Music Orches tra verða í Þýskalandi, þar sem ætl- unin er að hljómsveitin leiki inn á langþráða plötu fyrir ECM- fyrirtækið sem er virkasta djass- plötufyrirtæki heims um þessar mundir. Á ferðalaginu mun LMO leika ný tónverk eftir píanistann og tónskáldið Cörlu Bley, Charlie Ha- den sjálfan og hinn frábæra tromp- ett-leikara Don Cherry. Eru þau byggð m.a. á þjóðtónlist frá E1 Salvador, Spáni, Nicaragua, Kúbu og Chile. Hljómsveitin var upphaflega stofnuð árið 1969 og segir Haden að undirrótin hafi verið styrjald- arvafstur Nixons í Víet Nam. Gefin var út plata sem nú er löngu upp- seld. Hún nefndist „Charlie Ha- den’s Liberation Music Orchestra" og var undraverð heimild um ólgu síns tíma. Á henni er að finna stef frá spænsku borgarastyrjöldinni, kúbönsku byltingunni og hinu fræga þingi demókrata í Chicago 1968. Blanda af tónlist 3. heimsins og frjálsum djass-sveiflum Don Cherry, Mike Mantler, Cörlu Viðskiptavinum verði refsað Þar sem vændi hefur ávallt alvar- legar afleiðingar í för með sér tel ég að samfélagið eigi að taka ótvíræða afstöðu til þessa fyrirbæris, og það tel ég að best verði gert með því að viðskiptavinum gleðikvenna verði refsað samkvæmt löggjöf, sagði Gunilla André, fulltrúi sænska miðflokksins í nefnd um kynferðisafbrot nýlega. Hún taldi að árangursríkasta aðferðin til að útrýma vændi væri að refsa við- skiptavinunum, en ekki væri rétt að refsa vændiskonum, þar sem þær störfuðu nær ávallt undir þvingun. Bley, Rowell Rudd, Dewey Re- dman, Gato Barbieri, Robert Northern, Perry Robinson, And- rew Cyrille. Howard Johnsoin, Sam Brown og Paul Motian, tryggði plötunni fjölmörg verð- laun. Hún var kjörin plata ársins af „Swing Journal" í Japan, Melody Maker“ á Englandi, gullplata „Jazz Journal", og í París hlaut hún hin eftirsóttustu verð- laun „Grand Prix Charles Cros“. Þrátt fyrir mikla velgengni LMO hélt hljómsveitin fáa hljómleika. Hins vegar hélt hljómplata hennar áfram að lifa góðu lífi í Evrópu sem nokkurs konar „neðanjarð- ar-helgigripur“. Þessi staðreynd ásamt því sem Haden kallar „ geð- sýkislega afturhaldssveiflu" í heimalandi sínu auk pólitískrar kúgunar út um víðan völl, hefur hvatt hann til að kalla saman hljómsveitarmeðlimi „til vopna“. „Kosning Reagans fyllti mælinn og ein aðalástæðan fyrir þessari hljómleikaferð er yfirvofandi ógn kjarnorkustyrjaIdar“, er skýring Hadens á þessari stórmerku endur- vakningu LMO. Meðlimir hljómsveitarinnar nú, eru allir vel þekktir og mikilsmetn- ir hljómlistarmenn innan djassins. 6 þeirra eru gamlir félagar úr fyrri hljómsveitinni. Fyrstan skal telja Charlie Haden sjálfan sem af mörgum er talinn besti djass- kontrabassaleikari heims og er óef- að sá frumlegasti. Frá tvítugsaldri hefur hann leikið með þekktustu djass-mönnum, s.s. Ornette Co- leman,- Keith Jarrett, Archie Shepp og John Coltrane. Nú starf- ar hann, ásamt Don Cherry, Dew- ey Redman og Ed Blackwell í kvartettnum „Old and New Dre- ams“ og var plata fjórmenning- anna „Playing“ (ECM 1205) kjörin plata ársins 1982 hjá „Downbeat“. Einnig er hann meðlimur í tríói ásamt Jan Garbarek og Egberto Gismonti sem ber nafn þeirra þnggja. Dewey Redman, félagi Hadens, lék ásamt Coleman í skólahljóm- sveit í Fort Worth, Texas. Hann lærði á klarinettu og alt-saxófón, en endaði sem tenórsaxófón- leikari. Hann lék lengi með Colem- . an, síðan Jarrett og Haden. Don Cherry er einhver eftirtekt- arverðasti trompett-leikari sem nú er uppi. Hann lék einnig með Orn- ette Coleman og vakti athygli fyrir notkun sína á vasa-trompett. Hann ferðaðist mikið og nær hljómlistar- svið hans til allra þátta djass- tónlistar, auk þess sem hann hefur einnig leikið inn á plötur með þekktum popptónlistarmönnum. Carla Bley er í dag einhver skær- asta stjarna djasstónsmíðanna, sem tónskáld og útsetjari, auk þess að vera afbragðs hljómborðsleik- ari. Óþarft er að telja hér afrek hennar, þar sem nánar verður fjall- að um hana í sunnudagsblaði Þjóð- viljans 24. október. Michael Mantler, eiginmaður Cörlu er austurrískur trompett- leikari og músíkólóg, útskrifaður frá Vínar-akademíunni og Berkley School of Music í Bandaríkjunum. Ásamt eiginkonu sinni rekur hann plötufyrirtækið WATT. Paul Motian varð þekktur trom- muleikari þegar hann starfaði með tveimur af þekktustu píanistum nútíma-djassins, þeim Bill Evans og Keith Jarrett. Hann hefur starf- að víða og sýnt með hljómplötum, að hann er skapandi og framsækinn listamaður, ...trymbill sem getur breytt trommusettinu í heila hljómsveit...“, er haft eftir „Stereo Review“. Auk þeirra sem upp hafa verið taldir og voru meðlimir í LMO, 1969, hafa bæst við 5 meðlimir. Það eru Gary Valente, básúnuleikari sem er meðlimur í hljómsveit Cörlu Bley, Sharon Freeman sem leikur á franskt horn, Jack Jeffers túbuleikari, Mick Goodrick gítar- leikari og síðast en ekki síst, Jim Pepper tenór-saxófónleikari. Þessi efnilegi tónlistarmaður er indíáni frá Oregon og hefur hann leikið inn á plötur og á hljómleikum með þekktustu djasslistamönnum okk- ar tíma. Það var Ornette Coleman sem uppgötvaði hann og var Jim Pepper þá búinn að kenna sjálfum sér saxófónleik, aðeins 16 ára gam- all. Síðan hefur hann unnið til fjölda verðlauna og viðurkenn- inga. Koma LMO til íslands markar tímamót og verður hér um einstæð- an djass—viðburð að ræða. Ásamt hljómleikum Art Ensemble of Chicago, er þetta enn ein rósin í hnappagat Jazzvakningar og verð- ur erfitt að koma fleirum fyrir eftir slíka vertíð. MOTOFtOLA Höfum nú til afgreiðslu strax hina viðurkenndu 100 watta Motorola SSB bílatalstöð fyrir tíðnisviðið 2 til 13,2 MHz. Einnig getum viö nú boöið nýja Motorola MCX100 25 watta V.H.F. talstöó sem hægt er aó aðlaga þörfum hvers notanda. Kristinn Gunnarsson & co Grandagarði 7 Símar: 21811,26677

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.