Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 23
Helgin 23.-24. október 1982 ÞJóÐVrLJINN — SiÐA 23 Afmœliskveðja Dr. phil. habil. Sveinn Bergsveinsson prófessor í Austur-Berlín 75 ára Munnmæli úr Steingrímsfirði herma að þar komi snillingar á haustin í heiminn, eftir að sólin hafi horfið á bak við fjöllin og skýja- bólstrarnir dansi þá á himnum eins og villtar hirðmeyjar frá miðöld- um. Svo var haustið 1907. Það haust hafði verið frábrugðið öllum öðrum haustum, enda ekki laust við að eitthvað væri í vændum. Það var uggur í mönnum, og forsjálir sveitungar töluðu þá jafnvel í kristilegum anda um heimsendi eða þóttust geta lesið úr skýjunum boð um slæma tíð. Sólin var þá fyrir löngu horfin á bak við fjöllin og veðurguðirnir höfðu reyndar fyrir nokkru ögrað bændum með snerpu í veðrabrigðum, en þó ekki með beinum hamagangi. Það var eitthvað í bígerð og með hverjum degi litu menn með ang- urværum svip til himna og reyndu að lesa úr hinum flöktandi skýjum, sem ummynduðust í alls kyns nátt- úrunnar tákn upp frá sjóndeildar- hringnum, dularfullar merkingar um það sem í vændum var. Biblían var æ oftar tekin ofan úr hillunum og lesin, jafnvel líka passíusálm- arnir, og sálmar sungnir til að færa guð almáttugan frá því að láta bændur og búalið í Steingrímsfirði taka út gremju drottins yfir óhlýðn- um og sísyndgandi þegnum og þjónum. Og víst var eitthvað í vændum. En þetta haust leið hjá eins og svo mörg önnur og þótti lítt merki- legra en einhvert hinna sem á undan voru gengin — nema kann- ski þann 23. október. Það var ein- mitt þann dag sem menn hrukku við, sumum reyndar brá heldur betur. Ekki voru það náttúruham- farir, heimsendir eða hverfistorm- ur. Nei, það heyrðist lengst í fjarska barnsgrátur nýfædds hvít- voðungs. Hljóðið barst um sveitina þetta haustkvöld svo skýrt að engu þótti líkara en náttúran og land- vættirnar vestfirsku hefðu tekið undir hljóminn í gleði sinni, því svo skært heyrðist bergmálið um sveit- ina. Þegar menn höfðu lagt betur við hlustirnar var ekki um að villast hvaðan þessi barnsgrátur kom. Öllum varð litið í áttina til Ara- tungu í Staðardal við Steingríms- fjörð. Það var hann Sveinn Berg- sveinsson, sem skotist hafði inn í þennan heim. Um haustið þegar geigur var í bændum og stórtíðinda að vænta. En ef til vill var það þetta ungabarn og fæðing þess, sem landvættirnir voru að boða með sínum furðulegu tilbrigðum. Það hefur nú tíminn reyndar leitt í ljós svo ekki er um að villast. Það hafði snillingur fæðst við Steingrímsfjörð haustið 1907. í Aratungu gerði Sveinn lítið annað af sér en að fæðast þar, því hann var svo til strax eftir fæðingu fluttur til frændfólks síns, sem bjó á Kirkjubóli í sömu sveit. Þar ólst hann upp við þau skilyrði er þá tíðkuðust og vann þau störf, sem honum og jafnöldrum hans var í þá tíð ætlað að leysa af hendi. Ekki bar mikið á gáfum drengsins á unglingsaldri og þótti hann allvenjulegur í uppvexti með gló- bjart hár og stór augu, sem þó oft voru sett í samhengi við forvitni piltsins. Sveinn varð snemma læs og skrifandi, og það fannst fólki hans nægilegt Veganesti, enda gert ráð fyrir að hann snéri sér að búskap þegar hann yrði fullvaxta. En það fór á annan veg. Því 17 ára fór Sveinn til sjós við Steingrímsfjörð og vann einnig sem landmaður í Hnífsdal bæði við beitingar og að- "gerð. En á 20. aldursári braut hann allar brýr að baki sér og hélt til Akureyrar það haustið, eftir að hafa unnið í vegavinnu um sumarið og innritaðist í Menntaskólann á Akureyri. Til að standa straum af verunni þar vann hann á sumrin við vegavinnu eða á sfldarplönunum á Siglufirði. Stúdentsprófi lauk Sveinn frá Akureyri 1932, en hafði árið á undan lesið 5. bekk utan- skóla. Innritaðist í Háskóla íslands og hóf nám í íslenskum fræðum þá um haustið. Ekki fara miklar sögur af veru hans þar, nema kannski að sósíalisminn heillaði hann eins og títt er um skynsama menn, sem líta ekki alltaf á sjálfa sig sem miðdepil heimsins. Að loknu prófi frá Háskóla ís- lands árið 1936 hélt Sveinn til Þýsk- alands um Hamborg og þaðan til Berlínar til að leggja stund á setn- ingarhljóðfræði. 1 miðju kafi náms- ilns skall stríðið á og lokaðist Sveinn inni á svæði Þjóðverja. Áður en ringulreið Þriðja ríkisins hertók það sem eftir var af þýskum vísindum, varði Sveinn doktorsrit- gerð sína, skrifaða á þýsku um ís- lenska setningarhljóðfræði, við Kaupmannahafnarháskóla árið 1941. Að því loknu var að bíða og sjá til uns stríðinu lyki, því starfs- kraftar háskólanna þýsku voru annað hvort á vígvellinum í Sovét eða börðust um París. Ekki fara margar sögur af kapp- anum frá þessum árum, enda erfitt við að lifa og skorts fór snemma að gæta þegar síga fór á ógæfuhlið Þjóðverja. Sveinn veiktist snemma árs 1944 af berklum og lá sjúkur innan um rústirnar í Berlín, en var síðan fluttur til Kaupmannahafnar. Eftir að hafa verið veikur í tvö ár fékk hann að læknisráði að fara til íslands í september 1945 og var lagður inn á Vífilsstaði. Þaðan kom hann út í júní 1946. Er Sveinn hafði skilið við Vífils- staði fór hann á sínar heimaslóðir með styrk frá ríkissjóði til að rann- saka umhverfið, sem hafði haft svo djúp áhrif á skáldskap Stefáns frá Hvítadal. Að því verki loknu var Sveinn fenginn til að taka við þýsk- ukennslu við Menntaskólann í Reykjavík í forföllum Ingvars G. Brynjólfssonar, sem farinn var til Sviss í framhaldsnám. Eflaust rekur margan nemand- ann frá þessum tíma rninni til Sveins sem kennara. Sá skemmti- legi orðhákur, Sigurður A. Magn- ússon rithöfundur, sem hitti Svein fyrir fáeinum árum í Berlín, sagðist sjaldan hafa lært eins mörg þýsk ljóð utanbókar og undir hand- leiðslu hans, og þar að auki komist vel inn í þýsku málfræðina. Vigdís Finnbogadóttir, núverandi forseti íslands, á minningu um skemmti- legan kennara. En Sveinn Bergsveinsson ætlaði sér meira en að kenna hálfstálpuð um ungmennum byrjendaþýsku og sótti um stöðu við Háskóla ís- lands, en var synjað. Nokkru seinna var honum boðið að taka við stöðu gistiprófessors við Humboldt-háskólann í Austur- Berlín og þangað fór hann 1953 og hefur alið þar manninn síðan. Fyrst var Sveinn gistiprófessor og seinna „Professor Ordinarius" við nor- rænudeild háskólans. Frá þessum tíma hefur lítið borið á Sveini á íslandi, en eflaust muna margir eftir skrifum hans í Spegil- inn og þeim stuttljóðum, sem þar birtust eftir hann. Þessi stuttljóð komu út í bókarformi í sumar. 1 þau bráðum 30 ár, sem Sveinn hefur dvalið í Austur-Berlín, hefur hann verið iðinn við skriftir. Gefið út íslensk-þýska orðabók og skrif- að margar fræðigreinar um hljóð- fræði í erlend tímarit, svo og skáld- skap, ljóð, sögur, smásögur og leikrit, sem sumt hefur birst á bæði þýsku og dönsku. Islenskir menningarvitar hafa yfirleitt forðast ritverk Sveins og varla viljað birta eftir hann sögur ljóð eða leikrit. Hafa þar bæð. bókaútgefendur og ríkisútvarpið oft skellt á hann dyrum. Má jafnvel vera að skáldskapur hans passi ekki inn í ramma þess hugarfars, sem steinsteypumaskína íslenskra ritsmíða nær ekki að forma. Sveinn hefur því ákveðið að reyna að gefa út verk sín á eigin kostnað. Sveinn hefur komið til íslands nær árlega og fengið inni á Hótel Garði. Hin síðari ár hefur honum vegna lasleika ekki tekist að fara í fleiri slíkar ferðir, enda á hann erf- itt um gang og getur ekki ferðast einn. En þau sterku tengsl, sem hann á við landið sitt hafa eflaust aukið þá von hans að geta eytt síð- ustu dögunum á íslandi. En slíkt ku vera óframkvæmanlegt, því austur- þýsk yfirvöld yfirfæra ekki eftir- laun hans til Islands og á íslandi á hann víst engan rétt á ellilífeyri, nema kannski að hluta til, sem eng- inn getur lifað af, því hann hefur of lítið starfað á íslandi. En við vinir hans vonum þó að misvitrir stjórn- endur lands vors sjái sóma sinn í því að bjóða þessum manni, sem útbreitt hefur íslenska menningu og tungumál vort erlendis, að eyða síðustu ellidögunum á íslandi við sömu skilyrði og aðrir eldri þegnar þeirra. En slíkt væri kannski til of rnikils mælst, því gamall landi vor í útlandinu, heilsulaus og upp á guð og góða menn kominn, getur varla breytt lagabókstafnum. Sveinn Bergsveinsson er mikill húmoristi og lítur ávallt á hinar spaugilegu hliðar lífsins og lætur angur og lífsstrit eiga sig. En hann er engu að síður alvörumaður og hefur sínar skoðanir á lífinu og til- verunni. Hann tekur afstöðu til hlutanna á sína eigin vísu og er ávallt fastur á sínar skoðanir, hvað varðar sósíalisma og raunsæja lífs- speki, enda þekkir hann vel veröld- ina í kringum sig. En nú, Sveinn okkar góður, þá ertu orðinn 75 ára gamall og við vinir þínir hér í Berlín, sem höfum átt með þér svo margar góðar stundir, viljum taka undir með landvættum Steingrímsfjarðar, sem eflaust minnast góðs drengs með göfugt hjarta og fagra hugsun. Og í lokin eins og ávallt: Lengi lifi Sveinn Berg- sveinsson!! Marg blessaður! Jón Bernódusson Fósturskóli íslands: Kökubasar og kaffisala Kökubasar og kaffisala verður í Fóstruskóla íslands í dag, 23. októ- berkl. 14.00—18.00. Áeóðirennur í ferðasjóð 3. bekkjar. Á boðstól- um verða kökur af ýmsu tagi, brauð og fleira góðgæti. Skrítiö og skondið Einu sinni voru tvær kerlingar á ferð þar nálægt sem lestamenn áðu hestum sínum. Svo stóð á, að þeir höfðu í lestinni meri álægja og graðhest. En þegar kerlingarnar fóru frarn hjá hestunum og tjald- inu, stóðu lestamennirnir úti og graðfolinn vareinmitt að fylja mer- ina. Heyra mennirnir þá, að önnur kerlingin segir: „Álútur ríður hann núna í söðlinum, blessaður.“ Þá svarar hin: „Ég held að það sé ekki tiltökumál unt jafn-háaldraðan mann, sem blessaður biskupinn okkar er orðinn.“ Þær ímynduðu sér að biskupinn væri þar á ferð, en vissu að hann var orðinn gamall maður. Hringleikhúsið í Plowdiw grafið úr jörðu eftir 1500 ár Einn merkasti fornleifafundur, sem gerður hefur verið í Búlgaríu um langan aldur er uppgröftur rómvcrska hringleikahússins í Plowdiw. Leikhús þetta var byggt á árun- um 114—117 e. Kr. en lá um aldir grafið undir fokjarðvegi og mið aldabyggingum. Það voru inn- gangarnir að leikhúsinu sem komu fornleifafræðingunum á sporið, en einn þeirra, sem er með bogahvelfingu, hafði um langan aldur verið notaður sem vínkjallari af vínbændum stað- arins. Það var fyrir um það bil 2000 árum sem Rómverjar komu til Plowdiw, eins og borgin heitir nú. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós, að Rómverjar byggðu á þessum tíma um 20 bæi og borg- ir á landi því, sem nú tilheyrir Búlgaríu. Plowdiw byggðist á þrem hæð- um og var samkvæmt því gefið nafnið Julia, Ulpia og Flavia Trimontium. Borgin varð gerð að höfuðborg Þrakíu og þar var byggt þetta hringleikahús, sem rúmaði 3500 áhorfendur í sæti. Einnig var í borginni kappleikjavöllur, sem er að hluta til varðveittur enn í dag. Á 6. öld féll borgin undir býsanska ríkið, en Búlgarir sett- ust þar að á 9. öld og mynduðu sitt ríki er stóð til 1364, er það féll undirTyrki. Endurreisn Búlgaríu hófst svo í byrjun 19. aldar. Uppgröfturinn við hringleika- húsið í Plowdiw hófst 1966. Fjar- lægja þurfti 50 þúsund rúmmetra af jarðvegi. Árangurinn varð undraverður: af 28 sætaröðum í leikhúsinu voru 14 algjörlega heilar og úr skínandi marmara. Sviðshúsið var að hluta til endur- byggt og hásviðið sem er 3.10 m að hæð og borið uppi af ionískum súlum. Þetta fagra og forna leikhús er nú enn á ný vettvangur tónlistar og talaðs orðs eftir margra alda jjögn um leið og það ber sögu landsins glæsilegt vitni. ólg/horizont Laus staða Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir aö ráöa nú þegar tæknifræöing með reynslu á sviöi byggingartækni. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavík- urborgar. Umsóknir sendist til skrifstofu byggingarfull- trúa, Skúlatúni 2, fyrir 1. nóvember n.k. Æskilegt aö upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini fylgi. BYGGINGARFULLTRÚINN í REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.