Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 9
i 1 Einar Bragi skrifar: 'M’ W- f? VV7,'.Ji7.W.<l — ,-7i? ■■ Helgin 23.-24. október 1982 þjöÐVILJINN — SÍÐA 9 Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í dáðustu og elstu ríkisstjórn Vestur-Evrópu Stjórnarráðinu Reykjavik. í dómi Hæstaréttar nr 49/1977 í máli VL-manna gegn mér út af lúsmeinlausu greinartötri frá árinu 1974 var mér gert að greiða sekt að fjárhæð 15000 krónur gamlar eða 150 nýkrónur. Vararefsing var ákveðin varðhald í tvo daga og þættu bágborin daglaun í dóms- málaráðuneytinu, grunar mig. Dómur þessi lá í salti í dóms- málaráðuneytinu á þriðja ár, án þess hann kæmi til fullnustu, uns árvakur maður og orðvar Vil- mundur Gylfason nefndur settist þar í húsbóndasæti um skeið. Hann stýrði dómsmálum íslands ekki lengi, en auðnaðist þó að geta sér þann orðstír sem ekki deyr. Eitt af frægðarverkum hans var að siga lögreglustjóranum í Reykjavík á undirritaðan delinkvent á aðventu 1979, og voru mér gerðir tveir kost- ir: greiða sektina eða fara í tugthús, „Skuluð þér þá mæta í Hegningar- húsinu, Skólavörðustíg 9, mánu- daginn 7. janúar kl. 10.00 til þess þar og þá að afplána fyrrgreinda vararefsingu“ segir í bréfi lögreglu- stjóra til mín 14. des. 1979. Skýr orð og skilmerkileg. Sama dag og greiðslufrestur rann út (3. jan. 1980) skrifaði ég Vilmundi orðvara opið bréf, og sagði þar meðal annars: „Sektin er ekki há, enda hyggst ég ekki hlífa léttri pyngju minni við fjárútlátum, en hef í dag greitt sömu upphæð af fúsum vilja í Mál- frelsissjóð. Þessa kúgunarsekt mun í Einar Bragi í káetu sinni með ritvélina ásamt vitnunum Thor Vilhjálmssyni og Ása í Bæ. — Ljósm.: eik. Bréf til dómsmálaráðherra ég aftur á móti aldrei borga og vil ekki láta undir höfuð leggjast að tilkynna þér það opinberlega, um leið og gjaldfrestur rennur út. Ég | hef verið dæmdur alsaklaus pólit- ískum dómi fyrir að segja sannfær- ingu mína og standa við hana opin- berlega. Ef ég greiddi sektina, væri ég með óbeinum hætti að gera sekt- arjátningu, sem aldrei hefur í hug mér komið. Þú telur sýnilega happaminnst fyrir mig að hreyta í; þig þessum krónum og vera þar með laus allra mála. En slíkt væru svik við samvisku mína. Það væru svik við 12 þjóðkunna rithöfunda, sem létu í ljós það einróma álit þrátt fyrir mjög ólíkar lífsskoðanir, að málatilbúningurinn gegn mér væri aðför að tjáningarfrelsi lands- manna. Það væri svik við þá landa mína, sem síðar munu eiga í höggi við þau miðaldalegu meiðyrðaó- lög, sem dómurinn byggist á. Þér sjálfum kæmi auðvitað best, að ég borgaði þegjandi og hljóða- laust, því svo greipilega hafa hefndarvopnin snúist í höndum þér og þinna, að löngu eftir að póli- tískur ferill þinn er að öllu öðru leyti grafinn og gleymdur, mun langminnug þjóð okkar þó geyma nafn Vilmundar Gylfasonar dóms- málaráðherra fyrir það, að hann sem hæst galaði á torgum neytti fyrsta færis sem honum gafst til að fangelsa andstæðinga sína fyrir að segja hug sinn“. Nú fóru að renna tvær grímur á kappann Vilmund, og daginn eftir breytir hann fyrirskipun sinni í mestu skýndingu. Um hughvarf hans segir í bréfi lögreglustjóra til mín 5. janúar 1980: „í gær barst embættinu bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þar sem þess er óskað að reynt. verði til hlítar að innheimta hjá yður sektina til fullnustu á framan- greindum dómi Hæstaréttar, án þess að til afplánunar á vararefs- ingu komi. Því er hér með aftur- kölluð tilkynning embættisins frá 14. des. 1979 um að þér skuluð mæta í Hegningarhúsinu 7. janúar n.k.“ etc. Svo mikið lá við að afturkalla gestaboð ráðherrans í tæka tíð að valinkunnur sundkappi Eyjólfur Jónsson, sem öll þjóðin þekkir að prúðmennsku og vaskleik, var sendur í fullum embættisskrúða heim til mín að kvöldi dags með bréf í hendi, sem ekki mátti af- henda öðrum en mér sjálfum, svo tryggt væri að ég færi ekki fyrir handvömm að álpast í fangelsi í banni Vilmundar. Þetta eru veðra- brigði sem segja sex. Nú líður hálftannað ár eða svo, án þess til frekari tíðinda dragi. Þá fara mér að berast „áskoranir" frá fógeta um að greiða títtnefndar 150 krónur. Þeim ansaði ég að sjálf- sögðu ekki, því ég þóttist hafa kveðið nógu skýrt að orði um það efni áður. Hinn 21. júlí 1981 er ég með hraðbréfi boðaður á fógetakontór- inn daginn eftir. Ég mætti rétt- stundis, enda tilefnis ekki getið í boðuninni, svo ég ímyndaði mér hér væri um kokteilboð að ræða. Þar sátu fyrir fulltrúar lögreglu- stjóra og fógeta. Nöfn þeirra hirði ég ekki að nefna. Eftir kurteislegar kynningar á báða bóga var mér boðið sæti. „Ég kýs að standa uppréttur“, svaraði ég,lagði í rétt- inn ljósrit af bréfi mínu til Vil- mundar og lét getið, að ég hefði ekki breytt skoðun, síðan það var ritað. Fógetafulltrúinn tilkynnti þá, að úr því ég neitaði að borga, yrði gert fjárnám í eigum mínum og bað mig „benda á“ eitthvað sem ég ætti. Ég nefndi rafmagnsritvél sem ég á með öllum guðsbarnarétti, því hún er gjöf frá mínum nánustu á góðu dægri. Fulltrúinn skrifaði hana nið- ur (eða upp?) og negldi um leið ástmögu Nató á íslandi svo ræki- lega við smán sína, að þeir munu ekki losna í bráð. Mér var sagt að vörslukrafa hefði ekki komið fram og því mætti ég hafa vélina, uns hún yrði sótt til að setja hana undir hamarinn. Enn líður á annað ár, svo ekkert heyrist frá fógeta, enda máttu þeir vita þar á bæ, að vélin var í góðum höndum. Á þriðjudag í fyrri viku átti ég ómerkilegt þinglýsingarer- indi í skrifstofu embættisins. Gaf sig þá á tal við mig fulltrúinn góði og kvaðst hafa legið undir ámæli í ár eða meira fyrir að sækja ekki ritvélina mína. Ég sárkenndi í brjósti um blessaðan drenginn og bað hann sjálfan ákveða tímann, þegar hann vildi vitja hennar. Hann tiltók laugardag 16. október kl. 13.00 og ég hét að vera í káetu minni að Skólavörðustíg 33 á greindum tíma til að afhenda hon- um gripinn. Þetta skrifaði hann skilmerkilega hjá sér. Kvöddumst við svo með virktum í fyllsta trausti hvor á annars orðheldni. Hálftíma fyrr en stefnumóts- stundin rynni upp var ég mættur á umsömdum stað, lét útidyr standa opnar og einnig dyrnar að vinnu- kompu minni, eins og títt er á gestrisnum heimilum þegar au- fúsugesta er von. Að því hef ég næg vitni sannorðra manna sem gengu hér um gáttir á nefndum tíma. Á næstu mínútum bar að garði góðvini mína og kollega Ása í Bæ og Thor Vilhjálmsson til að vera vitni að þeim sögulega atburði, er armur réttvísinnar legði í fyrsta sinn frá upphafi landsbyggðar hald á atvinnutæki íslensks rithöfundar tjáningarfrelsinu til dýrðar. Einnig voru hér mættir fulltrúar innlendra og erlendra fjölmiðla sem höfðu haft veður af málinu og þótt frétt- næmt. En nú brá svo við, að sá sem í fyrra hótaði að láta lögreglu færa mig á sinn fund ef ég kæmi ekki sjálfviljugur, lét ekki á sér bóla. Ég gaf honum akademískt korter og rúmlega það, en fékk að því loknu fjóra menn hvern öðrum óljúg- fróðari til að undirrita svo- fellt vottorð: „Við undirritaðir vottum hér með að hafa verið staddir í vinnustofu Einars Braga að Skólavörðustíg 33 laugardaginn 16. okt. 1982 kl. 12.45—13.22. Fulltrúar borgarfóg- eta, sem boðað höfðu komu sína kl. 13.00 til að sækja ritvél hans, létu ekki sjá sig á umræddum tíma. Reykjavík 16. okt. 1982 kl. 13.23. Staðfest og undirskrifað:“ ÁUndirskriftir) Vottorð þetta er vel geymt og fylgir í ljósriti. Að svo búnu gerð- um við okkur glaðan dag til að fagna nýútkominni bók Ása, Þjóf- ur í seðlabanka, sem ég hvet þig og aðra landsmenn til að lesa, því hún lumar á þörfum fróðleik um sið- gæði íslensks samfélags í skiptum við þegna sína ekki síður en elt- ingarleikurinn við ritvél mína. Er þá komið að lokum þessa bréfs og meginerindi: að tilkynna þér, að nú nenni ég þessu ekki öllu lengur. Mér var í bernsku kennt: sá sem ekki vill þegar hann má, hann á ekki að fá þegar hann vill. Úr því að undirsátar þítnr sóttu ekki rit- vélinamínaáþeim tíma, sem þeir höfðu sjálfir valið og sett, tel ég þið eigið ekkert tilkall til hennar framar. Þó setur að mér áhyggjur af einu. Fjármálaráðherra sem er gamall kunningi minn og samherji í baráttu gegn hernurn hefur marg- lýst einlægum áhuga sínum á halla- lausum ríkisbúskap. Ég finn mér skylt að styrkja hann í þeirri þjóð- hollu viðleitni. Því vil ég gera þér tilboð. Ég skal árita eitthvert fá- gætt eintak af bókum mínum þess- um orðum: „Niður með þjóðníð inga! Lifi málfrelsið!" Síðan skal ég biðja Guðmund í Klausturhól- um að selja það á næsta bókaupp- boði, og renni andvirðið óskipt í ríkissjóð. Væri þessum hráskinns- leik þar með lokið. Hafnir þú góðu boði áskiljum við ofannefndir rit- höfundar okkur rétt til að leggja fram til skuldajöfnunar reikning á ríkissjóð fyrir truflun og tafir, sem undirmenn þínir ollu okkur með atferli sínu. Með kærum kveðjum til ríkis- stjórnarinnar ástsælu og ósk um góðan árangur í viðræðum við stjórnarandstöðuna. Reykjavík 19. okt. 1982. Einar Bragi p.s. Bréf þetta er skrifað á þránefnda ritvél, sem biður að heilsa dóms- málaráðherra, borgarfógeta og lögreglustjóra með þökk fyrir góð kynni — EB. Viö undirritaðir vottum h5r með aö hafa veriö staddir í vinnustofu Einars Braga aö SkSlavöröustíg 33 laugar- daginn 16. okt. 1982 kl 12.45-13.22. Fulltrúar borgar- fógeta, sem boöaö höföu komu sína kl 13.00 til aö aekja ritvól hans, létu ekki sjé sig & umræddum tíma. Vottorðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.