Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.-24. október 1982 af baejarhcllunni Meðan ég var öðruhverju leiðsögumaður fyrir útlendinga á sumrum, lenti ég einatt í harðri sálarkreppu, þegar saman sló annarsvegar uppeldisáhrifum frá ísland farsælda frón og Landið er fagurt og frítt og hinsvegar vitundinni um niðurlægingu ís- lands í nútímanum (sem er langt- um sárari en sú sem Halldór Lax- ness lýsir í íslandsklukkunni) og birtist í flugstöðvarhrófinu á Rosmhvalanesi. Maður tekur á móti ferðalöng- unum, þegar þeir koma útúr þessu ótætis greni, og sér strax bölvaða vorkunnina í svipnum. Síðan er farið með þá vítt og breitt um landið í hálfan mánuð. Þeir sjá Hraunfossa og Eiríksjök- ul, Mývatn, Dimmuborgir og Kálfastrandarstrípa, ganga á Grábrók, Hverfjall, og Snækoll í Kerlingarfjöllum, hlusta á blo- bblobb drulluhveranna þar og í Námaskarði, stara bergnumdir á Dettifoss, Ásbyrgi og Hljóða- kletta og una að lokum glaðir við sitt í Þórsmörk eða á Þingvöllum. Ekki vantar, að þessi kurteisu gestir lofsyngi hástöfum alla þessa náttúrufegurð, sem þeir kalla svo. Annað eins þykjast þeir sjaldnast eða aldrei hafa séð. En ég fann ætíð, að á bak við allan fagurgalann leyndist hin meinfýsilega spurning: Hvers virði eru allir þessir fossar og fjöll, jöklar og hverir, úr því að fólkið hefur ekki almennilega flugstöð, sem er hið sanna andlit hvers lands? Hví þarf ísland endi- lega að skera sig úr öllum öðrum í veröldinni einsogá þjóðveldisöld, þegar sendimaður páfa undrað- ist, að það þjónaði ekki undir neinn kóng? Þetta var þungbært. Ég fann, að þeir voru einungis að reyna að leyna fyrirlitningu sinni á landi og þjóð með kurteisishjalinu um fagra náttúru og jafnvel dugnað þessarar litlu þjóðar: í sérhverri afsökun ásökun var sem eitri í kaleikinn bætt. Ég reyndi svosem að bera mig mannalega á daginn og halda þeim uppi á snakki með enda- lausum frásögnum af baráttu og sigrum þjóðarinnar á allskyns þrengingum og krydda þetta með þjóðsögum og söngvum, eftir því sem tilefni gafst og fyrir augu bar útum rútugluggana (sem eins oft voru reyndar huldir ryki og slabbi). Ég reyndi jafnvel að lauma því að, hversu stórt landið væri miðað við fámenni þjóðar- innar: Það kostaði því sitt á mann að halda uppi slarkfærum bílveg- um, svo ekki væri talað um lend- ingarstaði á hverju krumma- skuði, en fslendingar flygju mest allra þjóða heims. Þá var því mið- ur ekki búið að sýna flugvalla- myndina hans Ómars á dögunum með lendingarhjólum vélanna sokknum í leðju. Þá var ég að vona, að þeir myndu sjálfir álykta sem svo: Auðvitað verður öryggi á flug- völlum að koma á undan glæsi- legri flugstöð. Fyrir þá peninga, sem færu í flugstöðvarfínheitin, yrði hægt að koma bundnu slit- lagi á alla hina viðsjárverðu landsbyggðarflugvelli og jafnvel lendingarljósum líka. En ég fann með sjálfum mér, að það var engin afsökun til. Það er nefnilega hægt að láta Kanann borga annað eins í viðbót í flug- stöðina, og þá geta Aðalverk- takar fengið sinn sanngjarna einkaleyfishagnað af fram- kvæmdinni, sem ekki er víst þeir fengju við einhverja flugvallar- bleðla út um hvippinn og hvapp- inn sakir sveitavargsins og fyrir- tækja hans á landsbyggðinni. Urrft alla þessa niðurlægingu þjóðar minnar var ég að hugsa á kvöldin og nóttunni: Það knýr þig svo fast, þegar arfurinn er á einverustundunum réttur að þér Ég gerðist svo drykkfelldur af hugarangri, þegar leið á þessi ferðalög, að sennilega hefði ég endað á Freeport, ef ég hefði ekki haft svo lélegan maga, sem ekki þoldi áfengi til neinnar lengdar. Því mér þótti einna skást að vera blindfullur, þegar ég skilaði liðinu aftur af mér suður í þetta óbjörgulega hrófatildur í miðju gráleitu hrauninu. Þá gat ég frekar leitt hjá mér hina sting- andi vorkunnsemi eða nagandi glottið í svip ferðafólksins, þegar það kvaddi. En ekki dugði það þó alltaf til. Eitt sinn fékk ég sent kvæðisbrot frá ferðamanni, sem hafði lært dálítið í íslensku og m.a.s. lesið eitthvað í Jónasi Hallgrímssyni. Það var svona: Landið var fagurl og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. En lágt á eldhrauni út, þar sem Keilir keikur enn horfir út yfir eyjar og sund, ólukkans flughrófið stóð. Eftir það sá ég mér ekki annað fært en segja jafnan sannleikann að skilnaði: Það væru kommarn- ir, sem sífellt kæmu í veg fyrir þessa andlitslyftingu íslands og þeir væru ekkert að hugsa um betri ráðstöfun fjármunanna, en vildu heldur láta land og þjóð verða til ævarandi spotts og aðhlátursum alla veröldina en þi ggja nokkuð af Könum. Það er annars margt undarlegt í sambandi við þessa komma og ýmsa framkvæmdasemi. Af því ég er alinn upp við ísa- fold og Tímann og þeirra lesend- ur, þá lærðist mér strax í barn- æsku, að kommúnistar væru fólk, sem ekki nennti að vinna fyrir sér, heldur heimtaði allt af öðr- um. Og af því ég er að éðlisfari heldur þungur til vinnu og sér- hlífinn, þá leist mér mætavel á þessa stefnuskrá kommanna, einsog henni var lýst, og kallaði mig kommúnista frameftir öllum aldri. Eftir að ég kom svo hingað suð- ur á mölina og tók að lesa Mogg- ann í staðinn fyrir tsafold, sá ég hinsvegar smámsaman, að þeir sem Morgunblaðið kallaði kom- ma unnu mest allra og ósjaldan hálfgerð leiðindastörf, en hinir unnu minnst og höfðu það samt þægilegast, sem voru eindregn- astir Moggamenn. Á sama hátt vildu Moggamennirnir alltaf fá sem mest ókeypis frá útlending- um, einsog ég, en „kommarnir" vildu endilega puða við að standa á eigin fótum - einsog það er nú þokkalegt. Síðast hefur þetta sést í sambandi við flugstöðina. Eftir að hafa gluggað svolítið í merkingarfræði hjá Halldóri pró- fessor Halldórssyni, sá ég, að hér höfðu orðið svokölluð merkingarendaskipti, líktogþeg- ar orðið ós, sem að fornu merkir upptök eða uppspretta (sbr. „á skal að ósi stemma") tekur að merkja andstæðu sína, þ.e. ár- mynni eða endalok árinnar. Það voru semsé mínir dáðum prýddu bernskukommar, sem stýrðu Morgunblaðinu, en Þjóðvilja- menn voru ekki annað en íhald. Síðan hef ég verið einsog í endur- nýjun Iífdaganna, fundið sjálfan mig aftur og fylgt Morgunblað- inu. Árni í Botni ritstjórnargreín Kjartan Hvað er ípokanum? Ólafsson skrifar - Vegna margvíslegra furðu- frétta, sem stundum skjóta upp kollinum í fjölmiðlum þessa dag- ana, þá er vert að undirstrika hvað það er, sem viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu hafa snúist um að undanförnu. Um hvað er rœtt? Það er eingöngu um þrjú atriði að ræða. í fyrsta lagi er rætt um tímasetningu alþingiskosninga á fyrri hluta næsta árs. í öðru lagi er rætt hið svokallaða kjördæmamál og hugsaniegar stjórnarskrár- breytingar á þessu þingi. í þriðja lagi er um það rætt, hvaða mál önnur menn geti fallist á að óhjá- kvæmilegt sé að afgreiða á Alþingi og hvernig ná megi ein- hverri lágmarkssamstöðu um vinnulag í þinginu og afgreiðslu einstakra mála. Um þetta, og þetta eitt, hafa umræðurnar snúist, og þótt haldnir hafi verið tveir fundir með formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna nú ,í vikunni þá eru menn satt að segja ákaflega litlu nær samkomulagi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist þess, að núverandi ríkis- stjórn segði af sér, og er það ekki ný krafa af þeirra hálfu! Hins veg- ar hafa heir engin svör við því, hvað þá ætti að taka við, þótt ein- staka menn í þeirra hópi heyrist nefna minnihlutastjórn eða utan- þingsstjórn. Frá þinginu til þjóð- arinnar Það er hins vegar með öllu frá- leitt, að þingræðisstjórn, sem nýtur stuðnings meirihluta al- þingismanna víki úr sæti fyrir kröfu frá minnihluta, sem vill fá völdin í sínar hendur. Sé erfitt að stjórna með 31 stuðningsmanni á Alþingi, þá er það enn verra séu liðsmennirnir ekki nema 29, en sá er fjöldi stjórnarandstæðinga á þingi nú. Geti ríkisstjórnin ekki komið nauðsynlegustu málum í gegnum þingið vegna deildaskiptingar- innar og stöðvunarvalds stjórnar- andstöðunnar í neðri deild (20 gegn 20), þá á stjórnin að rjúfa þingið og gefa þjóðinni kost á að svara því í kosningum, hvort hún vill veita þessari ríkisstjórn traust eða kalla yfir sig aðra. Kosningar eru að vísu nær ó- framkvæmanlegar yfir hávetur- inn, og það var m.a. með tilliti til þess, sem Alþýðubandalagið vildi knýja fram úrslit á Alþingi hið fyrsta, svo hægt yrði að kjósa í nóvember eða byrjun desember, ef stjórnarandstaðan hafnaði öllu samkomulagi. Hitt er fráleitt, sem ýmsir spakvitringar hafa sést halda fram í blöðum, að Alþýðu- bandalagið hafi viljað víkja sér undan framkvæmd einstakra á- kvæða bráðabirgðalaganna, og þess vegna viljað fá kosningar. Alþýðubandalagið óttast ekki dóm þjóðarinnar um bráða- birgðalögin og aðrar efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og flokkurinn er reiðubúinn að hlíta þeim dómi hvenær sem er. Verði hins vegar ekki af kosn- ingum nú í nóvember eða byrjun desember, þá geta þær vart farið fram fyrr en með vori. Ríkis- stjórnin mun þá að sjálfsögðu leitast við að þoka nauðsynlegum málum gegnum þingið og leita í þeim efnum samninga við stjórn- arandstöðuna eftir því sem við á. Þar mun ekki aðeins reyna á stjórnina, heldur einnig á stjórn- arandstöðuna. Rétt er að taka skýrt fram, vegna furðufrétta í ýmsum fjöl- miðlum, að myndun nýrrar ríkis- stjórnar án kosninga er ekki á dagskrá. Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að sitja til kjördags, og leita þá svara hjá þjóðinni um framhaldið. Er pokinn þeirra galtómur? Það eru hins vegar ýmsar spurningar, sem stjórnarand- stæðingar þurfa að svara áður en til kosninga kemur. Lítum hér eingöngu á nokkur atriði, sem varða bráðabirgðalögin um efna- hagsmál og þá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem þeim fylgdi. Gert er ráð fyrir 50% skerð- ingu verðbóta á laun í eitt skipti, þann 1. des. n.k. - Vill stjórnar- andstaðan, að þessi skerðing verði minni eða meiri, máske 30% eða 70% ? Þessu hefur stjórnarandstaðan aldrei þorað að svara. Samkvæmt bráðabirgðalögun- um var verslunarálagning veru- lega skert eins og menn muna. - Er stjórnarandstaðan andvíg þeirri skerðingu eða er hún sam- þykk henni? Það þarf þjóðin að vita. Ákveðið var að verja 260 milj- ónum króna til lágiaunabóta og í viðbótarframlag til Byggingar- sjóðs ríkisins. - Er stjórnarand- staðan samþykk láglaunabót- unum? Vill hún hafa þær meiri eða minni, og hvar vill hún afla kjarajöfnunar? Þetta þarf fólk að fá að vita. Ákveðið var að lengja orlof meginþorra launafólks um 4 til 5 daga. - Er stjórnarandstaðan samþykk þessari lengingu orlofs, eða er hún andvíg henni? Um það hefur ekki heyrst eitt orð. Ákveðið var að verja nokkru fjármagni í því skyni að jafna í áföngum kostnað við húshitun og kom fyrsti áfanginn til fram- kvæmda þann 1. okt. s.I. í sam- ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá því í ágúst. Hver er afstaða stjórnarandstöðunnar til þessa máls, og hvert vill hún sækja peningana? Það dugar ekki að segjast vilja lækka skatta, en vísa svo bara á ríkissjóð. Fjöldamörg fleiri atriði, sem varða bráðabirgðalögin og yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. ágúst mætti telja upp og spyrja um afstöðu stjórnarandstöð- unnar til einstakra þátta. Þetta hefur verið gert, en svörin eru engin. Stjórnarandstaðan hefur enga breytingartillögu sýnt, en látið duga að segjast bara vera á móti öllu, og þetta verði allt fellt af minnihlutanum. Þeir hafa lílega brennt sig svo illa á „leiftursókninni” og kaup- ránsboðskapnum frá kosningun- um 1979, að nú þori þeir ekkert að segja, - og taki þann kostinn að vera bara með engu, en á móti öllu! En skyldu kjósendur ekki vilja fá þá út úr þokunni fyrir kosning- ar og sjá í pokann þeirra, þar sem hin duldu úrræði eru máske geymd, - nema pokinn sá sé bara galtómur? k. fjár til láglaunabóta og annarrar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.