Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 3
>'• « | r*»v f iV-fV’ * •.••< . , '■ Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Iðngarðar á Selfossi Stjórn lönþróunarsjóös Selfoss auglýsir hér meö aðstööu í nýbyggöum iðngörðum á Sel- fossi, samkv. samþykktum um löngaröa á Selfossi, sem liggja frammi á Tæknideild Selfossbæjar Eyravegi 8. Teikningar liggja frammi á sama staö. Umsóknir þurfa aö hafa borist formanni stjórnar lönþróunarsjóös Selfoss, Guðfinnu Ólafsdóttur, Engjavegi 83, 800 Selfossi fyrir 20. nóvember n.k. Stjórnin Barnaskólinn á Eyrarbakka 130 ára: Elsti starf- andi skölinn Um þessar mundir er Barna- skólinn á Eyrarbakka 130 ára. Skólinn var settur í fyrsta skipti 25. október 1852 og hefur starfað ó- slitið síðan. Hann er því elsti starf- andi skóli landsins. Til þess að minnast þessara tíma- móta í sögu Skólans verður opið hús í skólanum fyrir gamla nem- endur, starfsmenn og velunnara hans í dag, laugardag kl. 14.00. Þar verður ýmislegt rifj að upp úr sögu skólans og sýndar myndir eftir Harald Blöndal íjósmýndara, sem hann tók á Eyrarbakka um 1920. -lg. Smásögur Álfrúnar Gunnbugs- dóttur Af manna völdum heitir frum- smíð Áifrúnar Gunnlaugsdóttur, sem Mál og menning hefur gefið út. Bókin geymir níu sögur eða „til- brigði við stef’. Álfrún Gunnlaugsdóttjr er bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. Hún stundaði háskólanám í Sviss og á Spáni og lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum frá háskól- anum í Barcelona. Hún er nú dós- ent í almennum bókmennafræðum við Háskóla íslands. Álfrún Gunnlaugsdóttir í bókarkynningu segir á þá leið, að „sérstæður stíll og persónuleg framsetning gerir það að verkum að söguefnið verður lesanda nær- tækt og líður honum seint úr minni”. Skáldsaga eftir Árna Bergmann Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Geirbiglana eftir Arna Bergmann. Þetta er fyrsta skáldverk höfundar, sem áður hef- ur gefið út minningabókina Mið- vikudaga í Moskvu. Geirfuglarnir fjalla unt lítið pláss suður með sjó - eins og ungur drengur, sem er þar að nema land sér það og heyrir. Þar segir frá ýmsu því sem gerist eða gæti gerst í litlu plássi þegar æskan gerir upp- reisn, leiklistin ber að dyrum eða þá íþróttafrægðin, frá tilhlaupi til stéttabaráttu, frá flokkadráttum og eilífðarmálum, einnig af leitinni að höfundi Njálu. Látið er að því liggja í bókarkynningu aðskoplegri hliðar þessarar þorpstilveru séu ekki vanræktar, en urn leið er viss Árni Bergmann tregi í frásögninni, því yfir plássinu vofirmikill háski, sem einn dag er orðinn að stórslysi. Árni Bergmann er einn af rit- stjórum Þjóðviljans og hefur um tuttugu ára skeið verið helsti bók- menntagagnrýnandi blaðsins. -óg. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Goodyear hefur framleitt hjólbarða síðan árið 1898 og er stærsti fram- leiðandi og tæknilega leiðandi á því sviði í heiminum. Hjá Goodyear hefur öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda ávallt verið í fyrirrúmi. Það er því ekkert skrum þegar sagt er að þú sért ÖRUGGURÁGOODYEAR. eyðsla Melrl ending FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Tölvustýrð jafnvægisstilling GOODYEAR á íslandi í meira en hálfa öld bleytu og halku örugg rásfesta í snjó I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.