Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgíri 6: -7. nóvehibet 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Neskaupstað Fundur um stjórnmála- viðhorfin Alþýðubandalagið í Neskaupstað boðar til fundar um stjórnmálaviðhorfin og flokksráðsfund Al- þýðubandalagsins föstudaginn 5. nóv. og hefst kl. 20.30 Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra mætir á Hjörleifur fundinn. - Stjórnin. Kjördæmisráð í Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á Akureyri í Lárusarhúsi sunnudaginn 7. nóvember n.k. oghefst kl. 10:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundartörf, en auk þess verður kjörin uppstil- lingarnefnd til að sjá um forval. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn í Félags- heimilinu þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Alþingismaðurinn Helgi Seljan kemur á fundinn og ræðir um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. - Stjórnin. Kjördæmisráð í Vesturlandskjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 7. nóvember og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar, 2) reikningar kjördæmisráðs, 3) staða í stjornmálunum (Skúli Alexandersson, 4) undirbúningur forvals (Ingi Hans Jónsson), 5) kosniing nefnda, 6) önnur mál, 7) kjör stjornar og fundarslit. Kjörnum fulltrúum skal bent á að taka með sér kjörbréf og greiðslu árgjalds til kjördæmisráðs. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandaiagið í Kjósarsýslu Aðalfundur vexður haldinn í Hlégarði sunnudaginn 7. nóvember kl. 14:00 í fundarherbergi nirði. Dagskrá: Inntaka r.ýrra félaga. - Venjuleg aðalfundarstörf. - Kosning í flokksráð, kjördæmisráð oghreppsmálaráð.-Umræðaum úrslit kosning- anna og önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði - opinn fundur Álverið og Alusuisse Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar þriðjudaginn 9. nóvember í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1) Tilnefning fulltrúa AbH í Upp- stillingarnefnd fyrir alþingis- kosningar. 2) Tilnefning fulltrúa AbH í stjórn Kjördæmisráðs. 3) Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðir málefni Álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse og svarar fyrirspurnum fundar- manna. 4) Önnur mál. a- - ' í mBm. Hjörleifur Rannveig Fundarstjóri verður Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi AbH. Fundurinn er öllum opinn. Kaffi á könnunni. Hafnfirðingar fjöl- mennið. - Stjórn AbH. Alþýðubandalagið Sauðárkróki Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn í Villa Nova ntánudag 8 ■ nó- vember kl. 20:30. Dagskrá: 1) Bæjarmál. 2) Önnur mál. Allt stuðningsfólk G-listans velkomið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar um at- vinnulýðræði miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Á fundinum verða einmg kjörnir fulltrúar félagsins á flokK.sráðsfund og kjörnefnd vegna alþingiskosninga. Tillaga kjörnefndar um fulltrúa á flokksráðsfund og tillaga stjórnar um kjörnefnd vegna alþingiskosninga liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 8. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stiórn ABR. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins - í Suðurlandskjördæmi. Fundúr kjördæmisráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum dagana 13. og 14. nóvember. Dagskrá: 1) Á að viðhafa forval? 2) Kosning uppstilling- arnefndar. 3) Kynntar niðurstöður starfsnefnda flokksfélaga. 4) Önnur mál. - Stjórnin. v Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum - félagsfundur Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 14. nóvemberkl. 14.00. Fund- urinn verður í Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1) Inntaka nýrra félaga, 2) Kjör fulltrúa á flokksráðsfund, 3) Málefni flokksráðsfundar, 4) Undirbúningur forvals, 5) Frá stjórnarnefnd, 6) Áætlun um vetrar- starf. - Stjórnin. Á myndinni sjást m.a. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson. Skákin í Sviss: Konurnar unnu, en karlasveitin fór flatt fyrir Tjöllunum í föstudagsumferðinni á Ólympíuskákmótinu í Sviss tapaði íslenska karlasveitin fyrir Englendingum, hlaut 1 vinning, en enskir3. Helgi og Jóhann gerðu jafntefli, en Ingi R. og Margeir töpuðu sínum skákum. Sovétmenn eru í fyrsta sæti í karlaflokki með ll'h v., en íslendingar eru í 16. sæti með \A'h v. Kvennasveitinni gekk öllu betur gegn Brasilíumönnum, unnu 2-1. Sigurlaug og Guðlaug gerðu jafn- tefli, en Ólöf vann sína skák,og er sveitin í 12. sæti með 10V: v. Sovét- menn hafa einnig forystuna í kvennaflokknum með 15 v. Fiskiþingið hefst á mánudag 41. Fiskiþing hefst mánudaginn 8. nóvember n.k. kl. 14.00 í húsi Fiskifélagsins, Höfn við íngólfs- stræti. Már Elísson fiskimálastjóri setur þingið og að því loknu mun sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermannsson ávarpa þingfulltrúa. Þingfulltrúar eru 33, þ.e. 22 frá deildum og fjórðungssamböndum Fiskifélagsins og 11 frá sérsamb- öndum sjávarútvegsins, svo sem útvegsmanna, sjómanna og fisk- framleiðenda. Höfuðmál Fiskiþings verða þessi: Stjórnun fiskveiða og niður- stöður kvótanefndar. Gæði fiskafla og afurða. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins. Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja. Öryggis- mál sjófarenda og starfsemi Sigl- ingamálastofnuríar. Stefnt er að því að þinginu ljúki föstudaginn 12. nóvember. F j ölmiðlaráðstefnan í Ölfusborgum Rútuferðir — barnagæsla — kvöldvaka Fjölmiðlaráðstefnan í Ölfus- borgum byrjar í dag klukkan eitt og stendur fram á sunnudag. í kvöld verður kvöldvaka á ráðstefnunni, þar sem kunnir listamenn verða meðal flytjenda. Meðal þeirra eru þær Bergþóra Árnadóttir og Elísa- bet Þorgeirsdóttir. Ráðstcfnunni er eins og kunnugt er skipt í þrjá megin-málaflokka; tækni framtíð- arinnar, upplýsingaþjóðfélagið og útvarpslögin. Valinkunnir menn úr lýmsum áttum eru málshefjendur á ráðstefnunni sem er ölluin opin. Fólki gefst kostur á því að mæta til leiks á ráðstefnuna, nær því dett- ur í hug. Frá Revkjavík eru ferðir austur fyrir fjall á laugardag og sunnudag kl. 9.00, 13.00,'15.00 og kl. 18.00, báða dagana frá Umferð- armiðstöðinni. Hægt er að ná sant- bandi ef því er að skipta við ráðstefnuna ísíma 4260, t.d. ef fólk vill láta sækja sig til Hveragerðis. Barnagæsla verður á staðnum. Aðstandendur ráðstefnunnar hafa lagt mikla áherslu á afslappað and- rúmsloft, gert ráð fyrir rúmum tíma til útivistar og bróðurlegra Bergþóra Elísabet samræðna, auk þess sem fólk getur gert hvaðeina sem það lystir. -óg ALÞYOUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins Seltjarnarnesi verður haldinn í fé,- lagsheimilinu þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosn- ing í flokksráð. Helgi Seljan al- þingismaður kemur á fundinn og ræðir stöðuna í íslenskum stjórn- málum. - Stjórnin. Helgi Seljan ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK FUNDARÖÐ UM VERKALÝÐSMÁL Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins er yfirskrift lokafundarins í fundaröð Alþýðubandalagsins í Reykjavík um verkalýðsmál. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:30 i Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Frummælendur: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um verkalýðsmál. Stjórn ABR Ásmundur Svavar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.