Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Úmsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: .Álfheiður Ingadóttir,, HelgiÓlafsson, LúðvíkGeirsson, Wlagnú3 H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Ásiaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. ritstjórnargrei n úr almanakínu Afla verður fyrir eyðslunni • Á fimmtudaginn nú í vikunni mælti Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar fyrir næsta ár á Alþingi. • Ragnar gerði ýtarlega grein fyrir stöðu ríkisfjármál- anna og einstökum efnisþáttum frumvarpsins, en fjallaði einnig nokkuð um ástand og horfur í þjóðarbúskapnum. • Ráðherrann sagði þá m.a. • í því fjárlagafrumvarpi, sem hér er til umræðu, er leitast við að tryggja fólkinu í landinu óskerta félagslega þjónustu. Þetta er unnt þrátt fyrir erfiðar aðstæður, vegna þess að rekstur ríkissjóðser jákvæður, nú þegar að krepp- ir. Mér virðist að nauðsynlegur niðurskurður ríkisút- gjalda hér á landi verði vart framkvæmdur með mildari hætti en þeim, sem nú er stefnt að, það er að segja með því að draga úr framkvæmdum. • Og þrátt fyrir aðsteðjandi þrengingar erum við áfram- haldandi að sækja fram á ýmsum sviðum. í því sambandi má sérstaklega nefna málefni aldraðra og öryrkja, félags- legar íbúðabyggingar, málefni þroskaheftra og framlög til iista, en allir þessir liðir hækka verulega umfram verðlags- þróun á þessu ári og því næsta. • í mörgum Evrópulöndum, m.a. sums staðar á Norður- löndum er verið að skera niður bætur almannatrygginga. Til dæmis er það einn liðurinn í efnahagsaðgerðum núver- andi hægri stjórnar í Danmörku, að lækka atvinnuleysis- tryggingabtttur. Víða er stórlega dregið úr framlögumtil félagslegra málefna með beinum eða óbeinum hætti. Víða eriendis hafa greiðslur almennings fyrir opinbera læknis- hjálp og dagvistun barna hækkað verulega. í mörgum ríkjum hefur opinber fjárfestingdregist mjögsaman. Sem dæmi má nefna að í Noregi, sem þó er betur á vegi staddur en flest önnur ríki vegna olíuauðlinda, dragast fjárfesting- ar ríkisins saman um tæp 7% á þessu ári og rúm 5% á því næsta. Nágrannar okkar hafa margir þurft að grípa til miklu sársaukafyllri aðgerða en við. Þeir hafa dregið saman opinberar framkvæmdir og rekstrarframlög til sveitarfélaga, og víða er farið að skerða styrki til þeirra sem minnst hafa. • Síðar í ræðu sinni sagði Ragnar: • Flestir munu á einu máli um, að greiöslubyrði af er- lendum skuldum sem hlutfall útflutningstekna sé að verða ískyggilega þung. Mjög veruleg hækkun þessa hlutfalls stafar sumpart af háum vöxtum erlendis, en sumpart af því að útflutningstekjur þjóðarinnar hafa dregist saman í svip. • Það er nokkuð í tísku að tala um að þjóðin hafi farið of geyst í erlendum lántökum á undanförnum árum. Og víst er það rétt, að ýmis dæmi eru til um hæpnar fjárfestingar sem fjármagnaðar httfa verið með erlendum lánum. En yfirgnæfandi meirihluti erlendra lána, sem tekin hafa ver- ið undanfarin ár, hefur farið til arðbærra framkvæmda, sem oftast afla eða spara þjóðinni gjaldeyri. Ef erlendar lántökur hefðu átt að vera verulega minni en varð, hefði verið óhjákvæmilegt að skera niður orkuframkvæmdir í stórum stíl, bæði raforku- og hitaveituframkvæmdir. Var vilji fyrir því í nokkrum stjórnmálaflokki og hefði það verið skynsamlegt? Svarið er vafalaust neitandi. • Og er ekki kjarni málsins þessi: • Erlendar lántökur til arðbærra framkvæmda sem standa sjálfar undir afborgunum og vöxtum í framtíðinni eru óhjákvæmilegar og skynsamlegar. En umfram allt verðum við að koma í veg fyrir, að ofan á erlendar lán- tökur til þjóðnýtra arðbærra framkvæmda bætist gjald- eyrislán í stórum stíl, sem stafa af því einu, að þjóðin flytur inn meira en hún flytur út. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar beinast einmitt sérstaklega að því að draga úr viðskiptahallanum, sem nú er að myndast. Þeir sem ætla sér að koma í veg fyrir, að bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar nái fram að ganga eru því um leið ábyrgari fyrir því en aðrir, ef erlend lán verða tekin á næsta ári í stórum stíl til að vega upp á móti viðskiptahalla. Eru menn reiðubún- ir að bera þá ábyrgð? - Vonandi ekki. • Þessi orð fjármálaráðherra eru góð og gild. k. Mér var hugsað til þess á dögun- um, þegar ég horfði yfir Austfirðina úr 10 þús. feta hæð í algerri heiðríkju, hversu gífurlegur munur það er í raun að búa úti á landi eða í þéttbýli höfuðborgar- innar. Þeir þekkja sjálfsagt betur til sem hafa prófað hvorutveggja, en af stuttum viðkynnum þóttist ég samt viss um ýmislegt sem ég áður hafði ekki tekið eftir og einnig fengið haldgóða staðfestingu á öðru sem ég þóttist áður hafa kann- ast við. Þótt öllum aðstöðumuni varð- andi þjónustu sé sleppt í þessum samanburði þá situr margt annað ekki síð.ur athyglisvert eftir. Eitt sló mig verulega og ég hreifst á vissan hátt af, var þessi stóíska ró, sem færðist yfir allar byggðirnar í hádeginu hvern virkan dag. Maður er ekki öðru vanur, en að hádeginu fylgi ys og þys og læti. greind fréttatilvísun er nokkuð dæmigerð’að því er varðar frétta- mat dagblaðanna frá því sem gerist á landsbyggðinni. S-in þrjú hef ég nefnt þessar fréttir með sjálfum mér, þótt auðvitað megi finna undantekningar, en að meginhluta má flokka nær allar þær fréttir sem birtast í dagblöðunum og skýra frá atburðum hér innanlands sem gerst hafa utan höfuðborgarþéttbýlisins, undir þennan hatt. Slys, sjófang og stríð - deilur á vinnumarkaði eða manna í millum. Er þetta eitthvað annað en það sem almennt er í blöðum? skyldi margur spyrja. Já ég tel hiklaust að svo sé. Frétta- matið er nefnilega dálítið breng- lað. Slys er áberandi stærsti frétt- aþáttur frá landsbyggðinni. Það verður ekki meiriháttar slys úti á landi án þess að fréttaritarar á við- komandi stað eða blaðamenn sjái ástæðu til að skýra frá því. Sjófang er yfirleitt ekki fréttnæmt í dag- kannski það sem snertir fólk flest“, sagði einn viðmælandi við mig úti á landi. Hins vegar bregður mönnum þeg- ar fjölmiðlar höfuðborgarinnar fara að fjalla um veðráttuna. Smásnjóföl í Reykjavík verður að slíku allsherjar vandamáli að stundum má helst líkja því við hamfarir. Öll blöð, útvarp og sjón- varp segj a í my ndum og máli frá því Það var svo skrýtið Loks fá menn tíma til að útrétta fyrir sjálfan sig í matartím- anum og kapphlaupið verður stundum yfirgengilegt, þar sem vegalengdirnar eru miklar. Þessi hádegisró smærri samfélaga úti á landi vekur hjá manni vissa öfund. Nálægðin milli vinnu, verslunar og heimilis er og hlýtur að vera ólýs- anlegur kostur. Eins og vinur minn einn sagði við mig fyrr í haust eftir að hann kom til höfuðborgarinnar eftir að hafa starfað í nokkuð ein- angruðu plássi um sumarið: „Þetta var svolítið skrýtið. Ibúðin sem ég hafði til umráða var ekki nema mínútu gang frá frystihúsinu, og ég get svarið það, maður vissi fyrstu dagana hreinlega ekki hvernig maður átti að eyða hádeginu. Ég hafði aldrei átt hádegishlé áður, því hérna fer allt hádegið í að koma sér heim og að heiman aftur.“ Annað atriði sem minnti mig á þessa hádegisró landsbyggðarinnar var frétt sem birtist í einu dag- blaðanna nú í vikunni. Par sagðiað mannlaus bíll hefði runnið niður bratta brekku á Eskifirði þvert yfir aðalgötu bæjarins og út í sjó. Síðan stóð: „Mikil heppni var að þetta skyldi gerast í hádeginu, þegar fáir eru á ferli.“ Hvenær skyldi setning sem þessi geta átt við hádegisumferðina í Reykjavík? En snúum okkur að öðru. Ofan- blöðum nema ótrúlega vel veiðist, og þá er þess oft og iðulega getið að hásetahluturinn hafi skipt þetta og þetta mörgum þúsundum. Ef ekk- ert veiðist þá þykir það ekki frétt fyrr en komið er stríð þ.e. búið er að segja verkafólki upp störfum. Þá fylgja oft með vangaveltur um Lúðvík Geirsson skrifar byggðastefnu og íbúaþróun. Það sé ekkert að gera, fólk sé að hugsa um að flytja suður og í raun sé allt ómögulegt í plássinu. Eins.og ég sagði áðan er þetta ýkt mynd að nokkru leyti, en hún er samt sönn svo langt sem hún nær og það vita allir sem þekkja til. Bæði fréttaritarar og blaðamenn, og kannski ekki síst íbúarnir sjálfir, sem eru hættir að kippa sér upp við þessa hluti. „Fréttamatið hefur alltaf verið svona og menn eru kannski orðnir dálítið samdauna þessu'á stundum. Mikil vinna, eng- in vinna. Slys og ekki slys, þetta er hvernig bílar sátu fastir í ekki hné- djúpum snjóalögum og á baksíð- unni er mynd af fallegum borgar- börnum innan um snjókarla og kerlingar. Á sama tíma hafa menn jafnvel mátt þola vetrarríki mánuðum saman víða úti á landi. Moka sig út úr húsunum á hverjum morgni, og vaða skafla á leið til vinnu. Þetta þykir ekki fréttnæmt á nokkurn hátt. Menn hafa lært að lifa með landinu og borgarpanikin er ó- þekkt með öllu. Einu snjófréttirn- ar sem símaðar eru suður, eru snjó- flóðin og hafísinn sem lokaði höfn- inni. Á kvöldin setjast menn fyrir framan sjónvarpið, og ef útsend- ingin næst það kvöldið, þá er ekki ólíklegt að verið sé að sýna borgar- búa í blankskóm og silkibuxum að skaka litla spareytna fjölskyldu- bflnum á sléttu hjólbörðunum fram og til baka í ekki hnédjúpri fann- breiðu. Auðvitað á Þjóðviljinn hér sömu sök sem aðrir fjölmiðlar. Stærsta vandamál blaðsins hefur kannski ekki síst verið að engan veginn hef- ur gengið að koma á fót fréttaritar- akerfi úti um land. Sökin er ekki síður kaupenda og stuðnings- manna blaðsins á sömu stöðum. Áhuginn fyrir því að tilkynna markverða atburði eða skýra frá mannlífinu almennt er afskaplega takmarkaður, með einstaka ánægj- ulegri undantekningu þó. Það hefur vissulega læðst að manni sá grunur að kannski væri ástandið bara þokkalegt og þetta væri það sem menn vildu hafa. Ég á hins vegar dálítið erfitt með að trúa því og vil ekki trúa því. En á meðan enginn kvartar og menn virðast samdauna því fréttamati sem yfir þá er hellt, eins og vitnað var í hér á undan, þá virðist því miður langt í land að einhver breyting verði hér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.