Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 17
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 Helgin 6. - 7. nóvember 1982 1 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Viljirðu hitta fróðan og skemmtilegan mann á Patreksfirði, þá skaltu líta við hjá Guðmundi Sigurðssyni, fyrrum bóndaen nú verkamanni, og skilaðu til hans kveðju frá mér, sagði Kjartan Ólafsson ritstjóri þegar ákveðið var að undirritaður færi íefnisöflun þangað vestur. Ég hitti Guðmund niður við höfn, þar sem hann var að vinna, skilaði kveðjunni og spurði hvortég mætti heimsækja hann um kvöldið og eiga við hann svolítið blaðaviðtal. Hann tók kveðjunni vel og bauð mig velkominn heim til sín um kvöldið. Ég þáði boðið og við sátum yfir kaffi að íslenskum sið og ræddum um flest milli himins og jarðar, án þess að það allt komi fram i þessu viðtali. ... mikið vantar á að bœndurséu sjálfs sín húsbœndur... ..menn eiga ekkiaðbúa svo lengi að þeirfari að skemma jörðina.... ...er ekki sagt að drukkið sé ígegnum suma menn, geturþá ekki líka verið að ort sé ígegnum þá... aumingjar ...ég hefekki um dagana fundið meiri andlegan aumingja en þessa menn sem sitja áAlþingi... Guðmundur er meðalmaður á hæð, knálegur, en fas hans allt ber merki þess rólyndis og þeirrar yfir- vegunar, sem svo sjaldgæft er orðið að fyrirhitta hjáfólki nútímans. Al- ger andstaðá þeirrar streitu ogþess hraða sem ríkjandi er í þjóðfélaginu. Hann talar hægt en afskaplega skýrt, og ^ ^ allar hans lífsskoðanir eru T fastmótaðar, hann færir sín S S rök fyrir þeim öllum. Það kom strax í Ijós að Guð- mundur er áhugamaður um pó- litík. Hann er sósíalisti, einn af þeim sem hin harða lífsbarátta fyrri tíma gerði að róttækum nranni. Þetta eru - Ef þú ætlar að birta eitthvað úr þessu rabbi okkar þá máttu skila því, að ég er óánægður með vinnu- brögð Alþýðubandalagsins. Flokk- urinn hefur gengið inní ríkisstjórn, aftur og aftur, án þess svo mikið sem hrófla við hernámsmálinu. Þessu á ég erfitt með að una, og veistu það, að ég óttast það að mál- um sé nú þannig komið að Sjálf- stæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta á Alþingi. - Áttu þá við að pólitíkin í landinu sé komin á svo lágt stig að þetta geti gerst? - Einmitt, ég óttast það. En hvernig ætti annað að vera? Ég hef ekki um dagana fundið meiri and- lega aumingja en þessa menn sem sitja á Alþingi. Nú er orðið sama hvaða mál kemur upp á þingi; menn rífast útaf öllu, segja hver annan Ijúga, láta hreint eins og óvitar. Svo koma þessir garmar og kvarta undan því, að við, almenn- ingur í landinu, berum ekki nóga virðingu fyrir þeim og Alþingi. Nei, ég tek undir með karlinum á Barðaströnd sem sagði einhverju sinni: „Þetta eru allt aumingjar til sálarin- ar". - Ætlar þú kannski að láta það vera að kjósa næst? • - Nei, ég kýs Alþýðubandalag- ið, ekki af því að mér finnst flokk- urinn góður, heldur af því að hann er þrátt fyrir allt sá skásti sem maður á völ á. í pólitík er það ekki einstaklingurinn, sem gildir, held- ur flokkurinn í heild. Ákvað að láta mér líka vel - Ef við snúum okkur aðeins að öðru. Nú crt þú búinn að vera til sálarinnar bóndi á Barðaströnd í áratugi, en ert nýkominn hingað á mölina, hvernig líka þér skiptin? - Mér líka þau vel. Ég hætti ekki búskap snögglega. Ég gerði það að vel yfirlögðu ráði, ég var búinn að hugleiða þetta með mér í ein þrjú ár, þegar ég lét verða af því að hætta búskap. Þá um leið ákvað ég iíka að láta mér líka skiptin vel og þess vegna sakna ég ekki sveitar- innar. Ég get líka bætt því við að hér á Patreksfirði er ágætt fólk, og ég var heppinn að því leyti að ég fékk strax fasta vinnu hér hjá Ríkisskip, þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta. - Margir bændur telja það einn mesta kost þess að vera bóndi, að vera sjálfs sín húsbóndi, hvað fínnst þér? - Vissulega er það nokkurs virði, en á móti getur maður spurt, hvaða bóndi er það þegar allt kem- ur til alls? Ég veit ekki betur en margskonar takmarkanir séu settar á framleiðslu bænda. Lánamál og fleira setja mönnum skorður, þannig að mikið vantar á að bænd- ur séu sjálfs sín húsbændur, þegar málið er krufið til mergjar. - Ertu Barðstrendingur? - Nei, ég er fæddur í Arnarfirði og átti þar heima til 11 ára aldurs, en þá flutti ég á Barðaströndina. Síðar varð ég bóndi þar, bjó á Litlu Hlíð og Brekkuvöllum frá 1947, þar til fyrir 3 árum. - Mig langar aðeins að skjóta hér inn spurningu: Hvers vegna hættir þú búskap? - Ég var búinn að búa of lengi. Mín skoðun er sú að menn eigi ekki að búa svo lengi að þeir fari að skemma jarðirnar. - Hvað áttu við? - Þegar menn eru orðnir gamlir, þá geta þeir ekki sinnt jörðinni eins vel og nauðsynlegt er, svo að þær beri ekki skaða af, þá er mál að hætta. Þetta á nú við um fleira raunar, að menn skynji sinn vitjun- artíma. Fargaði dýrunum sjálfur - Sérðu kannski eftir því að hafa verið bóndi? - Nei, það er fjarri lagi. Ég hefði ekki viljað missa af því að vera bóndi, mér líkaði það starf afskap- lega vel. En ég hygg að ég hafi hætt búskap á réttum tíma. Börnin voru orðin uppkontin og flest farin að heiman og ég orðinn gamall. - Hvað ertu gamall? - Ég hef það fyrir sið þegar ég er spurður að þessu að láta menn giska og það skalt þú gera líka. (Ég gerði það og mér skeikaði um 10 ár). Nei, ég er orðinn 66 ára. En heilsunnar vegna hefði ég sjálfsagt getað búið eitthvað lengur, ég hef ekki nema tvisvar um ævina þurft að leita til læknis. - Ég hef heyrt bændur, sem hætt hafa búskap, segja það sárasta sé að farga bústofninum, ertu sam- mála því? - Það get ég ekki sagt. Eftir að ég hafði tekið ákvörðunina um að bregða búskap, þá ákvað ég líka að farga mínum dýrum sjáifur og ég stóð við það. Ég byrjaði á hundin- um mínum. Líf eftir dauðann - Tvisvar til læknis segir þú...? - Já, lækna þessa heims, en ég hef fengið hjálp að handan. Þar eru læknar sem starfa áfram að því að hjálpa fólki hérna megin. - Ertu mjög trúaður maður? - Já, ég er það. Ég trúi á fram- haldslíf, og ég trúi á Guð. Ég trúi ekki á Guð í þeirri mynd að uppá himnum sitji gantall og gráskeggj- aður maður. sem skapaði heiminn á 6 dögum og hvíldi sig á þeim 7. Ég trúi á Guð í okkur sjálfum. Eins trúi ég því, að til séu himnaríki og helvíti, en þó ekki sem afmarkaða staði, þar sem við erum mitt á milli. - Nú er það svo að margir sósíal- istar eru efasemdarmenn í þessum efnum, hefur þú aldrei verio það? - Nei, enda hlýtur hver og einn sem aðgætif það, að sjá hve margt er skylt með kristindómi og komm- únisma, eða réttara sagt kenning- um þessara stefna. Og sjáðu til, engar tvær stefnur í heiminum hafa orðið fyrir eins miklum árásum og ekki hefur verið barist harðara gegn öðrum stefnum en þessum tveimur. Samt sem áður hafa engar stefnur breiðst eins mikið út í heiminum og þessar tvær. - Nú er það svo að þeir sem trúa á framhaldslíf eru ekki allir á eitt sáttir hvernig þetta framhaldslíf er? - Rétt er það, enda geta menn ekki sannað, og þeir sem draga framhaldslíf í efa, geta heldur ekk- ert afsannað.Það eina,sem við vit- um er, að öll munum við eitt sinn deyja. Ég held því fram og þykist vita það, að allar okkar þrár og allar okkar langanir muni fylgja okkur yfir í annað líf. Því tel ég að hverskonar nautnalíf eða líferni sem vont má kalla, fari með okkur yfir. Dauðinn er bara svefn; svo vaknarmaðuríöðru umhverfi. Það Myndir og texti: Sigurdór Sigurdórsson eina sem maður þekkir þar eru verkin manns, langanir og þrár. Varð sósíalisti á fermingardag- inn - Hvenær varðstu sósíalisti, Guðmundur? - Ég hef sagt að það hafi verið á fermingardaginn minn. Við vorum 7 sem fermdumst saman, og þá tók ég í fyrsta sinn alvarlega eftir mis- réttinu. Ég sá þá svo glöggt mis- muninn á okkur krökkunum. Sum fengu miklar og veglegar ferming- argjafir; aðrir fengu ekki neitt. Eftir þetta hugleiddi ég mikið þetta misrétti og af hvaða rótum það væri runnið. Vinur minn Guðmundur Vigfúson, sem allir sósíalistar þekkja, átti heima á næsta bæ við mig; hann hafði einnig mikil áhrif á mínar pólitísku skoðanir. Mér þyk- ir Guðmundurhafahætt of snemma í pólitíkinni, en svona er það í pólitík sem öðru; sumir hætta of snemma, en aðrir of seint. - Var margt um sósíalista á Barðaströnd í þá daga? - Nei, ekki var það nú, ætli við nafni höfum ekki verið þeir einu; nei, annars, sennilega hafa þeir nú verið fleiri. En það man ég vel, að við nafnarnir áttum ekki uppá há- borðið hjá oddvita og hreppstjóra sveitarinnar, reyndar alþingis- manni líka, Hákoni í Haga, sem var íhaldsmaður. í þá daga réðu pólitískar skoðanir vinavali hjá mörgum. Slíkt hef ég aldrei skilið. Ég tel að ef menn eru komnir svo langt niður að láta pólitískar skoð- anir ráða vinavali, þá ættu þeir að hætta í pólitík. Mín lífsskoðun í þessu efni er að lifa í sátt við alla orðinn eitthvað heylítill og hörkur voru miklar; þá varð þessi vísa til, að morgni dags. Mörg nú gerisl mannraunin, minnkar heyjaforði. Eins og sjálfur andskolinn eigi leik á borði. Svo fékk ég eftirþanka og hugs- aði að skömm væri að því að yrkja svona í morgunsárið og orti þá aðra vísu sem bragarbót. Ég er að bíða betri tíða, brátl mun liða veturinn. Sumurblíða og sólin fríða senn mun prýðu dulinn minn. - Ottastu um framtíð vísunnar? - Nei, ég geri það nú ekki og held raunar að hún sé heldur að rétta við eftir nokkra lægð hjá þjóðinni. En hugsaðu þér hvað ís- lenskt þjóðlíf missir mikið ef vísna- gerð deyr út hjá þjóðinni. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að kennarar í grunnskólum landsins ættu að kanna það meðal barna og unglinga, hvort ekki leyndist með- al þeirra hagmælska og rækta hana þá upp. Ef þetta væri gert, ætti vís- an að geta náð fyrra sessi rneðal þjóðarinnar. Margt gott í atómkveðskap - Áttu vísurnar og Ijóðin þín í handriti? - Nei, svo djúpt er ég nú ekki sokkinn að fara að skrifa þetta nið- ur, og ætia ekki að gera það. - Hefurðu gaman af atómljóð- um? - Þau eru misjöfn eins og hefð- bundnu Ijóðin, og ég hef gaman af sumurn þeirra. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að ljóðformið breytist eins og annað í þessum heimi. Ef Ijóðformið má ekki breytast, þá ætti skáldsagan ekki heldur að breytast og allir að skrifa eins og Guðmundur Hagalín gerði. Ég tek það fram að ég hef gaman af ýmsu sem hann hefur skrifað. Atómljóð- in munu alltaf verða jafn misjöfn að gæðum og allur annar skáld- skapur. Nú berst rabb okkar Guðmund- ar aftur að pólitíkinni og Guð- mundur skýtur því itini að alþing- ismenn okkar séu meira aö segja orðnir svo illa farnir að þeir séu hættir að kasta fram vísu. Stefán Jónsson sé eiginlega eini hagyrð- ingurinn á Alþingi; kannski Helgi Seljan lfka. - Ég nefndi það áðan, segir Guðmundur, að ég væri óánægður með framkomu Alþýðubandalags- ins í herstöðvamálinu, og ég játa að ég óttast það í fullri alvöru að Sjálf- stæðisflokkurinn stefni að því að gera ísland að bandarískri nýlendu um aldur og ævi. Þess vegna þykir mér slæmt að enginn stjórnmála- flokkur skuli standa einn og óskiptur gegn þessu og hernáminu. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig ég hefði brugðist við ef komið hefðu erlendir gestir að Brekkuvöllum og sagt við mig; Þennan part af jörðinni eigum við og ætlurn að hafa fyrir okkur. Ég er ansi hræddur um að því hefði ekki verið tekið þegjandi eða athafna- laust. Og svona í lokin, vegna þess að enginn þorir neitt að gera í þess- um andstyggðar málum, ætla ég að láta fylgja hér vísuhelming, og menn geta þá hvort heldur er prjónað framan við eða botnað. A helgum allir halda sig á Helguvíkur miðum - S.dór. menn, en láta aldrei troða á sér eða sínum skoðunum. Vísnagerð - Svo er mér sagt að þú sért hag- mæltur? - Það er ekki rétt, ég er ekki hagyrðingur, en ég get sett saman rétt gerða vísu; á því tvennu er mik- ill munur. - Viltu leyfa mér að heyra vísu eftir þig? - Ég skal gera það, en hvað ætti það að vera, við skulum sjá: Ég setti þessa vísu saman á þingmála- fundi fyrir margt löngu: Mikið held ég maðurinn mœtti verða feginn, ef orðum fylgdi ábyrgðin aðeins hérna megin. Og á þessum sama þingmála- fundi fór einn ræðumaður langt frantúr sínum ræðutíma, en loks þagnaði hann, og þá varð þessi til: lJar kom að 'ann þagnaði, þögninni ég fagnaði; hœpnum spáir hagnaði heimskurostinn magnaði. Svo skal ég leyfa þér að heyra skammarvísu sem ég orti einu sinni: / almennri kurteisi af öðrum hann ber, að ásýnd sem hver annar maður. En þiðfáið nú bráðum að finnu hvað er fánýtl og væmið hans smjaður. Einu sinni kom ég inní kaupfé- lagið, en þar var þá enginn inni nema þrír afgreiðslumenn, sem sátu og töluðu saman. Þeir virtust ekkert ætla að sinna mér, svo að mér varð að orði: Hér situr hin þriflega þrenning í þögulli lotning, ég spyr: Er öll okkar íslenska menning utan við kaupfélagsdyr? - Ertu fljótur að yrkja? - Ekki svona vísur, en ég hef stundum sett saman kvæði og þá tapa ég oft úr, vegna þess að ég er ekki nógu fljótur að skrifa. En það er ekki ég sem yrki. - Heldur hver? - Er ekki sagt að drukkið sé í gegnum suma menn; getur þá ekki líka verið að ort sé í gegnum menn? En nóg um það. Einu sinni var ég

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.