Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 stjórnmál á sunnudegi Lúðvík Jósepsson skrifar Að elta skuggann sinn Sparnaður þjóðarinnar aldrei minni en nú - þrátt fyrir raunvaxtastefnuna í 40 ár hefir veröbólgan veriö eitt helzta umræðuefni íslenzkra stjórnmála. Ríkisstjórnir hafa verið mynd- aðar til að leysa verðbólguvandann og aðrar hafa fallið vegna þess að ekki tókst að leysa þetta lífseiga vandamál. Flest ráð hafa verið notuð hér á landi gegn verðbólgunni. Kaupgjaldsvísitalan hefir verið skert, hún hefir jafnvel verið bönn- uð með lögum í 4 ár samfleytt. Gengi krónunnar hefir verið lækk- að æ ofan í æ, vextir hækkaðir og í þeim efnum slegið heimsmet. En þrátt fyrir þetta allt lifir verðbólgan og sennilega aldrei betur en nú. Verðbólgan hér og í öðrum löndum Samanburður á verðbólgu á milli landa er oft varhugaverður. Hér á landi hefir verðbólgustigið verið hátt í samanburði við það sem gerzt hefir í nálægum löndum. En aðstæður hafa líka verið gjör- ólíkar. í nálægum viðskiptalöndum okkar hefir gengisskráning verið tiltölulega föst og breytingar á gengi litlar í samanburði við það sem hér hefir gerzt. Verðbólgan þar hefir því ekki verið bein af- leiðing af gengisfalli eins og hér. Hér á landi hafa laun einnig tekið breytingum nokkrum sinnum á ári til að jafna upp áhrif verðbólgunn- ar, en annars staðar hefir verið lítið um slíkar launabreytingar. Verðbólga sem nemur 10% í landi þar sem gengið hefir staðið óbreytt og þar sem engar vísitölu- bætur á laun þekkjast, er auðvitað ekki sambærileg við 10% verð- bólgu þar sem verulegur hluti hennar stafar beint af gengislækk- un og af því að áhrif verðbólgunnar hafa verið bætt í launum. Verðbólgan hér á landi hefir ver- iö óheyrilega mikil og lítill vafi er á, að hún er að nokkru leyti sjálfskap- ' arvíti og afleiðing af röngum efna- hagsráðstöfunum. Hinu skulum við ekki gleyma, að þrátt fyrir hátt verðbóígustig hér, hefir þjóðar- . framleiðslan, og þjóðartekjur, ár- legur hagvöxtur og alrnehn hag- sæld, vaxið og batnað hér á landi fyllilega til samræmis við það sem gerzt hefir í nálægum löndum, ef litið er til síðustu 40 ára. Patentlausnir á verðbólgu Sá tiltölulega góði árangur sem náðst hefir hér á landi s.l. 40 ár í efnahagsmálum, þrátt fyrir mikla verðbólgu, stafar ekki af neinum patent-úrræðum „efnahagssér- fræðinga“, sem prédikað hafa gengislækkun, vaxtahækkun, kauplækkun og almennan sam- drátt. Sá góði árangur stafar fyrst og fremst af því, að ráðist hefir verið í djarfar uppbyggingaframkvæmdir í atvinnulífi landsmanna og þannig stefnt-að aukinni framleiðslu, meiri framleiðni og aukinni og betri nýtingu þess sem aflast hefir. Ég nefni sem dæmi um þessar djörfu framkvæmdir: nýsköpun atvinnulífsins í lok styrjaldarinnar, þegar keyptir voru nýtízku togarar í stað úreltra kolatogara, þegar keyptir voru helmingi stærri og betri bátar í stað gömlu bátanna og þegar grundvöllur var lagður að nýtízku fiskvinnuslustöðvum. Ég nefni einnig sókn okkar í landhelgismálinu sem færði okkur til einka-afnota öll fiskimiðin við landið og þar með helmingi meiri afla en áður hafði þekkst. Og síðast nefni ég skuttogara- tímabilið, sem færði okkur helm- ingi afkasta meiri veiðiskip en áður voru hér, skip sem gátu komið með að landi betri fisk en áður og sem breyttur fiskvinnslustöðvum okkar í matvæla-verksmiðjur með stöðugri vinnu og miklu betri ný- tingu en áður hafði þekkst. Allar voru þessar aðgerðir undirbúnar og framkvæmdar gegn ráðleggingum „sérfræðinganna“ og sérstaklega þó svonefndra „efnahagssérfræöinga". Raunvextir - há-vaxtastefna Það var sannárlega ekki ætlun mín með þessari helgargrein að blanda mér í þá þrautleiðinlegu umræðu, sem enn stendur yfir, um verðbólguna og verðbólguráðstaf- anir - þær halda eflaust áfram af réttum aðilum og munu snúast, ef að líkum lætur, um gengislækkan- ir, um vísitöluskerðingu launa, um hækkun vaxta o.s.frv. Ætlun mín með þessari grein var sú, að draga fram nokkrar staðreyndir um einn þátt þessara mála, þ.e.a.s. há-vaxtastefnuna - raunvaxta-röflið. Nú eru liðin 5 ár síðan byrjað var á svonefndum vaxta-aukalánum og tekinn var upp „verðbótaþáttur" vaxta. Síðan hefir hver vaxta-hækkunin rekið aðra og þó einkum eftir að nokkrir reynslulausir kratar með aðstoð „efnahagssérfræðiriga" komu því fram, að lögleiða svo- nefnda raunvexti, vorið 1979. Það er ástæða til þess nú, þegar algengustu útlánsvextir eru orðnir um 60%, að rifja lítillega upp hvað „spekingarnir" sögðu, sem mæltu fyrir þessari hávaxtastefnu á sínum tíma. Þá var því haldið fram að raun- vaxtastefnan væri áhrifaríkasta ráðið gegn verðbólgu-vandanum. Hver hefir reynslan orðið? Verðbólgan er magnaðri nú en nokkru sinni áður. Þegar raunvaxta-stefnan var samþykkt var sagt, að hún myndi koma á jafnvægi í peningamálum. Þetta jafnvægi átti að birt'ast í því að framboð á peningum í bönkum yrði í samræmi við eftirspurn á lánum. Hvað hefir gerzt? Aldrei meira jafnvægisleysi en nú segja sömu „sérfræðingarnir“. Allir biðja um lán, jafnvel þó vextir séu 60%, m.a. til að borga hina háu vexti, sem enginn ræður við. Með raunvaxtastefnu áttu allar peningastofnanir að fyllast af pen- ingum - með raunvöxtum átti vilj- inn til að eiga peninga að endur- vekjast. En hvað hefir gerzt? Sparnaður þjóðarinnar aldrei minni en nú, segir Seðlabankastjóri og reikningar banka og sparisjóða sýna að á þessu ári hefir peninga- legur sparnaður beinlínis hrunið niður. Með raunvaxtastefnunni átti að bjarga sparifé gamla fólksins og allra hinna smáu sparifjáreigenda. En hver er reyndin? Nú í októberlok 1982 er um helm- ingur af sparifé í bönkum og spar- isjóðum á almennum sparisjóðs- bókum. Vextir á þeim bókum hafa verið til síðustu vaxta-breytinga, nú fyrir nokkrum dögum, 34% á ári (vextir reikn. einu sinn eftir á), en lánskjaravísitala síðustu 6 mán- aða (júní - nóv.) var að meðaltali \ 66%. Eða með öðrum orðum. Miðmunur á full-tryggðum vöx- tum og þeim vöxtum, sem flestir sparifjáreigendur, þar með talið nær allt gamla fólkið, nýtur, er um 32 %. Gamla fólkið og allur fjöldinn fær því aðeins hálfa vexti. Hér sést þróun lánskjaravísitöl- unnar síðustu 6 mánuði: t Miðað við heilt ár Júní.................. 61.18% Júlí.................. 58.26% Ágúst................. 55.61% September............. 57.83% Október............... 84.23% Nóvember.............. 78.90% Meðaltal í 6 mánuði 66% Þeir sem bundið hafa fé sitt í þessa 6 mánuði fá 66 + 1 = 67%1 ársvexti. Þeir sem greiða þurfa lán vegna skuldar þessa mánuði þurfa að greiða 66 + 2 = 68% ársvexti. Og enn eru vextir hœkkaðir Þegar vaxtahækkunarstefnan varð ofan á 1977 voru algengustu útlánsvextir um 18 - 20%. Nú eru algengustu útlánsvextir 55 - 60%. Sumir verða að greiða hærri vexti, en aðrir nokkru lægri. Óhætt er að fullyrða að vextir hafi hækkað um 25 - 30%-stig á þessum árum. Hverjar hafa afleiðingar þessar- ar vaxtahækkunar orðið? Afleið- ingarnar hafa m.a. orðið þær, að verðbólgan hefir aukist vafalítið um 15 - 20%-stig vegna þess að allir, sem hafa getað, hafa velt þess- um vaxta-útgjöldum út í verðlagið. Hvað gerir verzlunin í landinu, þegar . vaxta-útgjöld hennar hækka? Hún leggur hækkunina á vöruverðið. Hvað gerir landbún- aðurinn, þegar vextir hækka? Verðið á landbúnaðarvörum er hækkað. Og hvað £era sjávarútvegsmenn þegar vaxta-útgjöld í útgerð hækka? Þeir krefjast meiri gengislækk- unar svo endar nái saman. Afleiðingarnar verða: verð- hækkanir, og síðan kauphækkanir og svo aftur verðhækkanir og enn gengislækkun og meiri verðbólga. Síðasta vaxta-hækkun, 7 - 8%- stig, mun óhjákvæmilega hafa sömu áhrif og fyrri vaxta-hækkanir - aukna verðbólgu - og leiða til ennþá verri stöðu ýmissa atvinnuf- yrirtækja. Og ennþá meiri vanda þeirra, sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuðið á sér. En hvað á þá að gera þegar vextir eru nei-kvœðir? Það er rétt, að árið 1977 voru vextir nei-kvæðir, þ.e.a.s. þeir náðu ekki verðbólgustigi. Talið er að vextir hafi verið nei- kvæðir sem hér segir: Raunvaxta-stefnan bætti ekki stöðuna í þessum efnum, en húni magnaði verð bólguna. Hún bætti ekki hag sparisjóðseigenda. Árið 1981 er misgengið talið minna eða aðeins = 5,3. , Þessi útreikningur gefur mjög ranga mynd, því hagur hins al- menna sparifjáreiganda var miklu verri. i Árið 1982 er sparifjáreigendum miklu óhagstæðara, sé miðað við algengasta sparnaðar-kerfið. Það er vitað, að þeir sem geta geymt fé sitt á 3 mánaða og 6 mánaða reikn- ingum fá miklu hærri vexti, eða síð- ustu 6 mán. um 66%. Þeir fjöl- mörgu sparendur, sem fá laun greidd vikulega eða fá lág ellilaun, geta ekki átt margar sparisjóðs- bækur eða bundið fé sitt til langs tíma, nema örfáir. Þeir hafa fengið aðeins 34% vexti. Eins og áður segir er um helm- ingur alls sparifjárins á þessum vaxtakjörum. Það er auðvitað vandamál, hvernig á að tryggja betur en nú er gert almennt sparifé. Sú trygging þarf að nást með' lækkun verðbólgu, en ekki með því að vextir elti verðbólgu, og verð- bólgan síðan vexti. Sparifjáreigendur græða ekki á slíkum leik. Núverandi verðtrygginga-kerfi í peningamálum fær ekki staðist. Pað þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Við núverandi aðstæður leiðir það til há-vaxta og um leið til gífur- legra vandamála í flestum greinum atvinnulífs og til óviðráðanlegra út- gjalda húsbyggjenda. Iðnaðarfyrirtæki hér á landi, sem greiðir 60% í vexti, getur með engu móti keppt við iðnfyrirtæki í nálægu landi, sem greiðir aðeins 8 - 10%vexti. Vaxta-kerfið hér hefir ekki bætt stöðu bankanna, eða sparisjóð- anna, nema síður sé. Það hefir ekki- bætt hlut sparifjáreigenda. Það hefir ekki komið á jafnvægi í pen- ingamálum, en það hefir magnað verðbólguvandann og það stofnar í hættu öllum venjulegum og heil- brigðum rekstri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.