Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN béhmenntir Opnunin á Scandinavia Today í Kennedymiöstööinni í Washington var stór stund, sagöi Ragnar Björnsson, sem varsöngstjóri Fóstbræðraí Bandaríkjaferðnúfyrir skemmstu. Kórinn söng við þessa opnun og í Minneapolis og fór síöan í vel heppnað söngferðalag um Bandaríkin. Fall er fararheill Fall er fararheill: söngstjórinn var reyndar nærri drukknaður í upphafi ferðarinnar í sundlaug á Hilton-hóteli í Washington, hann hafði kafað og týndi áttum og vissi ekki lengur hvað sneri upp og hvað niður. Má vera að hér hafi virkað römm álög; sagan segir að Hilton- hótelhringinn hafi stofnað feðgar tveir úr Skagafirði, sem létu ekkert uppi um uppruna sinni Vegna þess að faðirinn hafi verið fátækur piltur á Hjaltastöðum (?) og átt son sinn með ríkri heimasætu sem hann ekki fékk að giftast. En allt fór það vel. Rösklega 40 söngmenn voru í ferðinni með kon- ur sínar margir, og undirleikari var Jónas Ingimundarson. - Söngferðalagið, sagði Ragnar, var farið um miðvesturríkin og í átt til New York. Fóstbræður hafa það sér til ágætis - og erfiðleika - að þeir hugsa meira um að syngja vel en hinar praktísku hliðar á málum. Til dæmis fóru þeir fullseint af stað með að undirbúa þetta ferðalg. Og þótt áhugi reyndist mikill eftir að tónbönd voru send vestur til kynn- ingar, þá voru stærri staðirnir búnir að taka sínar músíkákvarðanir. Við sungum aðallega á minni stöð- um. Og þótt mér sé málið skylt, þá vil ég segja þetta: Kórinn er svo góður að hann hefði átt skilið að syngja í miklu stærri borgum. Ég vona hans vegna að af því verði, ef Fóstbræður fara aftur vestur. Áttatíu páfagaukar Móttakendur voru tónlistarfélög eða skólar. Tónleikarnir voru yfir- leitt vel sóttir og móttökur ágætar. Stundum var sungið í íþrótta- sölum, sem taka mörg þúsund inanns.en voru kannski ekki ákjós- anlegustu húsakynni til að syngja í. Við gistum í Minneapolis og víð- ar á einkaheimilum, og sú tilhögun tókst furðu vel. Auðvitað er það misjafnt hvernig fólki líkaði - það eru til dæmis ekki allir vanir því að Viðtal vid ' Ragnar \ Björnsson, ^söngstjóra Fóstbrædra í I Bandarfkjaför r 1 n 11 9 » * H t Fóstbræður sitja við opnun Scandinavia Today í Minneapolis. Allir geta eitthvað spilað á röddina... sofa innan um áttatíu páfagauka eins og einn okkar lenti í. Dagskráin var oftast á þá leið, að við byrjuðum á íslenskum þjóð- lögum í mismunandi stíl. Síðan kom norrænn þáttur og síðast fyrir hlé íslensk nútímatónlist. Eftir hlé gerðumst við alþjóðlegir og reyndum þá að sýna ýmsar stílteg- undir, allt frá miðöldum og til okk- ar daga. Fóstbræður gátu og brugð- ið fyrir sér þeirri kvartettahefð, upprunninni í Bandaríkjunum, sem kennd er við rakarastofur... Karlakórahefð - Hvernig stendur á því, Ragnar, að karlakórahefðin er svona sterk á íslandi? - Ég held að söngur hljóti að vera ofarlega á palli á meðan tón- list er flutt yfir höfuð. Röddin er það hljóðfæri sem allir geta farið með að einhverju marki, ekki satt? Erlendis, í Mið-Evrópu og ég held í Bandaríkjunum líka, eru karlakórar að mjög verulegu leyti klúbbar. Hér er þessi félagsskapur líka sterkur sem slíkur og vafálaust mikils virði þátttakendum í hon- um. En þó hafa mál hjá okkur þró- ast miklu meir við hliðina á þessari skandinavísku kóramenningu, sem stefnir fyrst og síðast að því að flytja góða tónlist. Sumir karlakór- arnir á Norðurlöndum, Orfeusar- drengir í Svíþjóð og Kátir músík- antar í Finnlandi til dæmis að taka eru mikils metnir sern tónlistar- appíröt, þetta eru heimsfrægir kór- ar sem hafa flutt allskonar tónlist framúrskarandi vel. Það skiptir ekki öllu máli hvernig hljóðfærið er saman sett, heldur fyrst og fremst hvernig það nýtist... Við minntumst á vinsældir Vig- dísar og ágætt listafólk frá öðrum Norðurlöndum sem var með í för og á þær furður, að leikvangur fylltist af fólki í Minneapolis vegna norrænu kynningarinnar. Mannfólkið og fúgan - Fjarlægðir voru miklar á þess- um leikvangi, sagði Ragnar. Pað hlýtur því að hafa verið erfitt að njóta danska ballettsins þar, og í raun og veru gat tónlistarflutningur ekki notið sín þar heldur - og ekki voru menn að horfa á amerískan fótbolta. Hvers vegna komu 65 þúsundir manna? Hafði svona mik- il þjóðerniskennd gripið fólk af norrænum ættum að það vildi fyrir alla muni koma margt saman á einn stað? Kannski á smáþjóðar maður erfitt með að skilja þetta. Banda- ríkin eru, að því er varðar þjóð- ernislegan margbreytileika, furðu- heimur og í því efni svipuð mót- hverfu sinni, Sovétríkjunum. Þjóð- ir margar með ólíkan arf undir ein- um hatti... Ég var í morgun að æfa Bach- fúgu og mér fannst að sambúð manna í þessari veröld væri von- laus nema þeir komi sér upp sam- býli eins og því sem er að finna í fúgu. Aðalstefin eru tvö eða þrjú kannski, en svo koma aðrir hlutir inn í fúguna, sem eru ekki síður nauðsynlegir en þessi aðalstef, þótt þeir geti sýnst smáir hver um sig og skera kannski úr um það hvort fúg- an verður áheyrileg. Ef að þessi einkastef ætluðu að hlaupast burt frá heildinni myndu þau týnast, þau kæmust ekki langt á eigin fót- um. Og ef þau færu, væru aðalstef- in litlaus og líflaus... Skajjaleiknokkiiriiin. OKKAR MAÐUR eftir Jónas Arnason Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leikmynd: Bjarni I>. Bjarnason og Guðjón I>. Kristjánsson. Dansar: Kristinn Reimarsson. Lýsing: Hlynur Eggertsson. ríkja. Sjálfur er hann sakleysingi hinn mesti og óskrifað blað - en hann hefur orðið þekktur fyrir framgöngu á allt öðru sviði og er þægilegur til að hnoða og móta og búa úr honum mynd af leiðtoga sem síðan er hægt að selja með þróaðri auglýsinga-og fjölmiðl- forðast dauðu punktana, heldur uppi ntargskonar fjöri sent gerist æ æsilegra. Helst verður gaman- leikrit hans gagnrýnt fyrir van- nýtta möguleika, ef svo mætti að orði kveða. Þá er átt við það, að til dæmis í prýðilega útfærðu upp- hafsatriði (frambjóðandinn svar- Að selja forseta Skagaflokkurinn var heimsótt- ur á sjöttu sýningu á nýjum gam- anleík eftir Jónas Árnason, og gesti var sagt að þegar hefði að- sóknarmet verið slegið þar upp frá. Áður en sýning hófst heyrði sá sami gestur konu fyrir aftan sig segja: „Það er alveg sama hvað hann Jónas setur saman. Þótt manni kannski finnist þaðþunnt, er það stórsniðugt samt". Kann- ski er í þessum orðum falin sjálf formúlan fyrir ærslaleik sem þjónar sínum tilgangi: einhvers- konar dans eftirósýnilegri línu og geta menn dottið út af fyrr en varir, en léttir góður og hlátrar fylgja þeim sem yfir kemst, þótt oft sé teflt í tvísýnu. Okkar maður er P.B, Páll Benjamín, einskonar forsetaefni við aðrar aðstæður nokkuð en nú atækni. Síðan er spunnin heil- mikil flækja kringunt það snjall- ræði kosningastjóra, að láta ræna eiginkonu frambjóðandans á síð- ustu stundu, til að liann megi Árni Bergmann skrifar um leikhús sýna göfugmennsku nokkra við að leysa hana út. Allt fer það þó í þrefalt skötulíki'eins og vera ber - mannræningjar flækjast liver fyriröðrum, fara kvennavillt með ýmsum herfilegum látum nieð þeim afleiðingum að persónum fækkar smám saman eins og í kvæðinu um tíu litla negrastráka. Jónas kann vel á þetta form. ar spurningunt í sjónvarpssal) er farsaþemað notað allrækilega til að vísa skemmtilega til ýmissa séríslenskra aðstæðna. Því er reyndar haldið áfrant, ekki síst í söngtextum, þar sem vel þekkt hagmælska Jónasar á góða spretti. En seinni partinn rýrna mjög hinar íslensku tilvísanir og sjálf hin „alþjóðlega” leikflétta ærslaleiksins tekur völdin, lítt bundin stund og stað. Sigrún Valbergsdóttir er leik- stjóri. og verður ekki betur séð en hún hafi náð upp góðuni starfsanda: leikendur og áhorf- endur skemmtu sér vel, og þar með er áhugamannastarf af þessu tagi þegar allvel sett. Best voru fjölmiðlaatriðin útfærð. Leik- myndin þjónaði vel því megin- hlutverki að nýta mjög grunnt svið og greiða fyrir ótal inn- Sigurhátíð sæl og blíð í frjálsu sjónvarpi. komum. Það er alltaf erfitt að fjalla um frannnistöðu einstakra manna í áhugaleikflokki: erfitt að koma sér niður á það við hvað skal miða; og síðan vita allir, að sjald- an blæs svo byriega að valinn maður geti verið í hverju rúnti. Heildarsvipurinn var á þá leið hjá Skagamönnum, að sviðsöryggi þeirra gat bilað öðru hvoru. framsögnin datt stundum í óvissu - en aldrei féllu þeir í vandræða- skap, miklu heldur hrifu þeir sal- inn með sér með leikfjöri og frísk- leika. Mest mæddi á PB, sem Sveinn Kristinsson lék. og kosn- ingastjóra hans, vesturíslenskum gaur, sem Valgeir Skagljörð leikur. Sveinn var hinn hressileg- asti og prýðilega forkláraður frambjóðandi, bestur í fjölmiðla- atriðunum og í kvennafreisting- um sem dynja margar á veslings PB. Valgeir kom sér upp drjúgu taktasafni, sem dugði lionuin vel og var manna óþvingaðastur á sviðinu. Eiginkonan (Ingunn ívarsdóttir), siðverndarkonan (Guðfinna Rúnarsdóttir), ræðu- skrifarinn drykkfelldi (Auður Sigurðardóttir), og ræstingakon- an á kosningastassjóninni (Hrönn Eggertsdóttir), áttu allar góöa farsaspretti svo sem andi leiksins bauð. Tríóið sem spilaði undir sýndi eftirbreytniverða hugul- seini: það hleypti textunum vel í gegn. Hljómburður er reyndar vohdur í leikhúsi Skagamanna, en ekki ber sá duglegi leikflokk- ur, sem að verki stóð, ábyrgð á því. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.