Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982
Skipting þjóðar-
kökunnar -
Ríkir og fátœkir
Tekjuskipting meðal íbúanna
hefur því lítið breyst. Samkvæmt
Fátækt
Sennilega mundu flestir,
sem á annað borð hafa heyrt
Ecuadors getið giska á, að
hérværiumenneitt
bananalýðveldið að ræða.
Auk þess að vera heldur
óvirðulegt uppnefni, er þeesi
lýsing alls ekki rétt. Aðeins
um 10% útflutningsinseru
bananar, en aðaltekjulindin
hins vegar olía, eða um 50%.
Árið 1972 fundust miklar olíu-
lindir í austurhluta landsins, El Or-
iente, og gerbylti sú uppgötvun
efnahag landsmanna. - Norður-
amerískt olíufélag hafði fundið
lindirnar þegar árið 1929, en hélt
því leyndu, til þess að ekki yrði
offramboð á heimsmarkaðnum,
enn eitt dæmið um efnahagslegt of-
ríki erlendra aðila í þriðja heimin-
um. Olían varð sífellt stærri hluti af
útflutningnum og var komin yfir
helming heildarverðmætisins árið
1980. En í stað þess að hinar auknu
tekjur væru notaðar til þess að
leiðrétta félagslegt misrétti, urðu
þær miklu fremur átylla til að fresta
eða seinka nauðsynlegri endur-
skipulagningu landbúnaðarins,
sem er að töluverðu leyti í höndum
fárra manna. Árið 1973 reyndi þá-
verandi herforingjastjórn að fram-
kvæma vissar umbætur í landbún-
aðarmálum, en sú tilraun fór út um
þúfur.
Seinni
grein
Einars
Hjörleifs-
sonar frá
Ecuador
opinberum tölum er tekjuskipting-
in eftirfarandi:
20% íbúanna skipta 3% þjóðartekna
55% — 39,5% ---
15% — 23,3% —
5% — 10,7% ---
5% — 23,5% ---
0,5% — 4,9%
Taflan er frá árinu 1975)
Fátækustu íbúarnir, sem eru um
20% þjóðarinnar, verða þannig að
láta sér nægja aðeins 3% þjóðar-
tekna, meðan þeir ríkustu, sem eru
10,5% bruðla með 38,6% tekn-
anna. Staða millihópsins hefur
batnað um 6,5%, hlutur hinna rík-
ustu rýrnað að sama skapi, en hag-
ur hinna fátækustu heldur farið
versnandi á 8 ára tímabili (1968-
1975). Efnahagsleg uppbygging
þjóðfélagsins hefur því litlu sem
engu breytt fyrir hina verst settu.
Verðlœkkun
á hráefnum
Eins og í öðrum þróunarlönd-
um, er útflutningurinn mestmegnis
hráefni. Auk olíunnar er flutt út
kaffi, kakó og bananar, eða alls um
89% heildarútffutnings. Aðeins
um 11% eru hálf- eða fullunnar
vörur. Þar sem verð á hráefnum fer
sílækkandi á heimsmarkaðnum, en
iðnaðarvörur hækka í verði, ríkir
hér kreppa í efnahagsmálum. Til
þess að bjarga útflutningnum,
lækkuðu hérlend stjórnvöld nýlega
olíutunnuna um nokkra dollara, og
hlutu fyrir ákúrur annarra útflutn-
ingslanda.
Engir skœruliðar
Ecuador er eitt af fáum ríkjum
álfunnar, sem ekki hefur af skæru-
liðahreyfingum að segja. Árin
1962-70 gerði verulegur félagslegur
órói vart við sig. Verkamenn,
bændur og stúdentar kröfðust fé-
lagslegra umbóta og efndu til víð-
tækra mótmæla og verkfallsað-
gerða. Á meðan vann bandaríska
leyniþjónustan CIA að því á bak
Þvottasnúrur
fátækrar konu í
hlíðum Brauðfjalls
biðja fólk um að troða ekki á gras-
inu. Nú situr hann sjálfsagt heima
yfir heilsteiktu marsvíni (guinea
pig),og klappar syni sínum á koll-
inn, feginn að losna við flautuna.
Skammt frá forsetahöllinni sitja
tveir menn og berja með hamri og
meitli í gangstéttarhellurnar. Flög-
urnar fljúga um loftin blá og eins
gott að koma ekki of nærri. Ég kíki
rétt inn um gluggann á bankanum.
Tími til kominn, dollarinn aftur
farinn að hækka í verði, enda hefur
hann hríðfallið að undanförnu.
Mér verður þá aðeins meira úr pen-
ingunum. Og þótt erlendar skuldir
Ecuador hækki, verður samt auð-
veldara að losna við útflutnings-
vörurnar. Sumsé beggja hagur.
Á torgi Santo Domingo er líf og
fjör. Stætisvagnarnir aka fram og
aftur, nokkrir götukokkar bjóða
uppá kjöt og banana, steikta á
spjóti yfir glóandi viðarkolum.
Kirkjan trónar yfir torginu í í-
smeygilegri, gulgrænni lýsingu
fljóðljósanna. Þegar ég geng fram-
hjá kirkjutröppunum, rekur mig í
rogastáns. Einn, tveir, þrír... ekki
færri en átta manns hafa þar fundið
sér náttstað. Suma sést varla í fyrir
blaðaströnglum og pokadruslum,
sem þeir hafa vafið um líkamann til
þess að halda á sér hita. Rétt í svip
sakna ég myndavélarinnar; en eftir
á að hyggja hefði ég vart haft geð í
mér til þess að smella blossa á sof-
andi fólkið. Myndin er auk þess
greypt í huga mér og mun sterkari
en á ljósmyndapappírnum.
Hugsi trítla ég heim á hótelher-
bergið, og ekki er laust við, að ég
skammist mín fyrir að vera ríkur
Evrópubúi á meðal fátæklinga.
ríkidænú
við tjöldin að ófrægja vinstrihreyf-
inguna með alls kyns fölsunum og
jafnvel óbeint með sprengjutil-
ræðum. I framhjáhlaupi má geta
þess, að þetta starf CIA var í beinu
samhengi við aðalverkefni stofn-
unarinnar á þessum árum, sem
fólst í því að knýja fram sam-
bandsslit sem flestra ríkja álfunnar
við kúbönsku byltingarstjórnina.
Undirróður CIA, ásamt pólitísk-
um og efnahagslegum þrýstingi
Bandaríkjastjórnar, bar ríkan
ávöxt og aðeins eitt ríki rómönsku
Ameríku, Mexíkó, hélt áfram sam-
bandi við Castro og hans fólk.
Undirróðursstarf CIA á þessum ár-
um stuðlaði m.a. að falli forseta
Ecuadors, Velasco Ibarra, sem
harðneitaði að rjúfa sambandið við
Kúbu. Hálfu öðru ári seinna var
CIA búið að undirbúa jarðveginn
fyrir valdatöku herforingjastjórn-
ar, sem sat í þrjú ár, eða til ársins
1966.1) Tilraunir til myndunar
skæruliðasveita voru kæfðar í
fæðingu.
Þrátt fyrir útbrcidda fátækt, er
Ecuador því eití af friðsamlegri
löndum álfunnar. Hér hefur ríkt
borgaraleg stjórn frá því árið 1979,
að síðasta herforingjastjórnin var
rekin frá völdum. Umbótasinninn
Jaime Roldós, sem við það tækifæri
skaust upp í forsetastólinn, fórst í
leyndardómsfullu flugslysi ári
seinna (skyldi CIA hafa þar átt
hluta að máli?) og hinn íhaldssami
Osvaldo Hurtado tók við emb-
ættinu.
1) Sj á bókina Inside the company.
CIA Diary. Penguin Books 1975.
Höfundur: Philip Agee, starfs-
Imaður CIA í 12 ár, m.a. í Quito.
Gönguferð um
Quito að kvöldlagi
Ég geng út úr Granada bíóinu,
eftir að hafa fylgst með James
Bond bjarga sér og fallegu stúlk-
unni úr hverjum háskanum öðrum
verri. Dyravörðurinn, maður um
sextugt, situr við dyrnar og horfir
tómlega fram fyrir sig. Fyrir utan, á
torginu, situr blaðasali og kallar í
sífellu: „Ultimas Noticias“, síðustu
fréttir. Með myrkrinu hefur færst
ró yfir bæinn. Fólk er ekki lengur
að flýta sér, en stendur í litlum hóp-
um á götuhornum og gangstéttum í
notalegum samræðum. Ég held
niður á við í áttina að Plaza de Inde-
pendencia. Leið mín liggurframhjá
hverjum matstaðnum á fætur öðr-
um. Að vitunum leggur ilm af
steiktum fiski, kjúkling, kartöflu-
súpu, í bland við óm frá einstaka
sjónvarpstæki eða glymskratta.
Skyldi vera óhætt að rjúfa föstuna
og fá sér eitthvað almennilegt að
éta? Nei, það er líklega best að
geyma það til morguns, annars á ég
á hættu að sitja uppi með maga-
kveisuna enn um sinn, þennan
kvilla, sem kallaður er Inca Quick-
step og plagar alla ferðamenn án
undantekningar. Samt er bót í máli
að vera orðinn svona grannur og
spengilegur eftir stefnumótið við
Inkann.
Lögregluþjónar standa enn á
sumum gatnamótum miðbæjarins
og veifa ýmist upp og niður eða út
og suður. Aumingja mennirnir
hljóta að vera komnir með lungna-
krabba um fertugt, að dæma eftir
eitruðum útblæstrinum, sem sífellt
umlykur þá. Ég virði fyrir mér einn
þeirra. Hann virðist vera í sólskins-
skapi og kallast á við mann hinum
megin götunnar.
Fyrir utan forsetahöllina stendur
vélbyssuklæddur soldáti og hallar
sér upp að dyrastafnum. Ekki kem-
ur hann nú hermannlega fyrir. Þar
sem hann stendur í glæsilegum,
upphækkuðum bogagöngum, má
sjá Independencia- torgið í allri
sinni dýrð. Stórt og voldugt minnis-
merki stendur á því miðju, í minn-
ingu sjálfstæðishetjanna frá 1809.
Út frá torginu liggja gangstígar í
stjörnuformi og þar á milli eru litlar
grænar spildur, gosbrunnar og ann-
argróður.Sérstaklegasetja pálma-
trén svip sinn á torgið.
Skóburstararnir hafa yfirgefið
bækistöðvar sínar, fast við dóm-
kirkjutröppurnar. Torgið er
smekklega upplýst, rétt eins og
tígulegar byggingarnar umhverfis
það, og ævintýrablær er yfir um-
hverfinu. Á daginn gengur hér um
maður, sem virðist hafa það eitt
hlutverk að blása í flautu, hvellt og
hátt. í fyrstu hélt ég, að honum
þætti svona gaman að því, en fann
seinna skýringuna, hann var að