Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 15
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 veruleikans, heldur er hún hluti af veruleikanum í heild sinni. Þegar vel tekst getur bókmenntaverk höföað til skilnings á fleiri en einu plani, og ég held að það sé skýring- in á vinsældum bóka minna. Það er tii dæmis eitt lestrarsvið fyrir menntamenn og annað fyrir leigu- bílstjóra. Sjálfur segist Garcia meta leigu- bílstjórann meira sem lesanda en menntamanninn. Að skrifa Garcia segir að vinnumáti hans við skriftir sé mismunandi eftir viðfangsefninu. - Sumar bækur < mínar eru ritaðar innan strangs ramma, svo viðfangsefnið hlaupi ekki frá mér. Það gildir t.d. urn „Liðsforingjanum berst aldrei bréf“, „Skýrsla unt boðaðan dauða“ og „Haust patríarkans“, en hins vegar er „Hundrað ára ein- semd“ og sú bók sem ég er nú að skrifa lausbeisluð verk sent krefjast annars ritháttar. - Þegar ég sest niður til að skrifa bók hef ég ávallt fleiri en eina hug- mynd í kollinum. Sumar bækurnar eiga sér iangan meðgöngutíma. Ég fékk hugmyndina að „Haust patrí- arkans“ í lok 6. áratugarins. Ég byrjaði á henni þá, en hætti síðan til þess að skrifa„Hundraðáraein- sémd“. Það var fyrst löngu seinna sem ég snéri mér að þessu verki. Hugmyndirnar gerjast með mér þar til loksins að ein vinnur kapp- hlaupið, án þess þó að það feli í sér að hinar séu gleymdar. Hann segist ekki byrja að skrifa bækur sínar fyrr en hann hafi samið þær í huganum svo vel, að honum finnist hann hafi lesið þær. Á með- an sagan og sögupersónurnar eru að verða til í huga hans segist hann lesa sér til um allt er viðkemur söguefninu. - Þegar ég loksins sest niður við að skrifa, þá vinn ég reglubundið frá klukkan 9 til hálf þrjú. Þannig skrifaði ég „Hundrað ára einsemd" á 18 mánuðum eftir margra ára undirbúningsvinnu. Ég gæti reglu- semi í mataræði, æfi hnefaleika til að halda mér í þjálfun og reyni að halda mér ávallt í sama skapinu, sem oftast tekst, konu minni til undrunar og stundum til leiðinda. Ég skrifa á rafmagnsritvél, og ef ég geri villu skrifa ég alla síðuna upp á nýtt. Venjulega tekst mér að skrifa eina síðu á dag. Það er erfitt. Þegar ég skrifaði „Haust paríarkans" skrifaði ég oft ekki meira en 3-4 línur á dag. - Eftir að ég hef lesið síðustu próförk bókar fyrir prentun les ég hana aldrei aftur. Ég reyndi einu sinni að lesa „Hundrað ára ein- semd", en ég varð að leggja hana frá ntér, því ég var alltaf að hugsa um, hvernig ég hefði skrifað hana nú, og það var ntér ofraun. Hefðartau og guayabera Garcia Marquez er boðið til Nóbel-veislunnar í Stokkhólmi hinn 10. desember n.k. Það er með fínni veislum, og blaðamaður spyr hvernig rithöfundurinn ætli sér að koma til fara, hvort hann ntuni mæta í kjól og hvítu. - Ég er ekki rnikið gefinn fyrir þeita hirðsiðatau, og vildi helst rmeta í guayabera, (en það er eins konar skyrtujakki með blúndum og bróderíi sent notaður er af háum sem lágum við hátíðleg tækifæri í löndunum við Karíbahafið). - - Ég vildi þó ekki að litið væri á það sem eitthvert sérviskuuppá- tæki frægs rithöfundar.heldur að það væri meint í alvöru. Þegar klæðnaður Indverja og Afríkubúa er viðurkenndur sem hæfandi, vegna þess að um þjóðbúninga er að ræða, þá ætti guayaberainn að vera viðurkenndur á sama hátt. En ég hef ekki ákveðið mig ennþá. Mér skilst að það sé hundakuldi þarna norðurfrá, en ég hef rnálið til alvarlegrar yfirvegunar, - sagði skáldið og teygði brosandi úr sér í húsgarði sínum í Mexíkóborg, þar sem viðtal þetta var tekið fyrir um það bil hálfum mánuði. ólg. endursagði Páll Hildiþórs: Ú tvarpið og þjóðin Þegar Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 urðu þáttaskil í menning- armálum þjóðarinnar. Þau tíma- mót er þá urðu, hafa orðið afdrifa- ríkari en nokkurn óraði fyrir. Hugsið ykkur, lesendur góðir, hvernig ástandið var þá í landi voru á því herrans ári 1930. Þjóðin í hel- greipum heimskreppunnar, og ekkert annað framundan en fram- kvæmdarleysi, fátækt og hokur. En þá gerðist það að íhaldsöflin í landi voru biðu ósigur í kosningun- um 1927 og við tók stjórn verka- manna og bænda, og stóð að þeirri þróun í efnahags- og menningar- málum er hafa orðið hornsteinar að ýmsum þjóðþrifamálum fram á þennan dag. Þessi stjórn tók ekki einungis við slæmu árferði heldur slæmri stjórn, en sanit tókst henni að verða einhver merkasta frarn- farastjórn er verið hefur í landi voru við þær slæmu aðstæður sem áður er lýst. Ég ætla ekki að tíunda allt er þessi framfarastjórn kom til leiðar, en eitt mál ætla ég að taka út úr og ræða, en það er um tilkomu Ríkis- útvarpsins, en með tilkomu þess á- lít ég að orðið hafi þáttaskil í ísl. menningarmálum. Jónas Jónsson frá Hriflu var menntamálaráðherra í þessari stjórn, og það var hann er átti mestan þáttinn í að gera útvarps- rekstur á íslandi að veruleika. Jónas frá Hriflu var mjög um- deildur maður á sínum tíma, og sennilegt er að enginn stjórnmál- amaður hafi verið eins hataður af andstæðingum sínum og hann, en hann var víðsýnn umbótamaður og stórtækur og vildi lyfta landi sínu úr þeirri lægð er það var í á þessum tíma. Það var draumurinn um nýtt og betra ísland er vakti fyrir þess- um eldhuga. Fólkið í landinu fagnaði útvarp- inu, það fór ekki á rnilli mála. Ég man það í æsku minni er þetta undratæki kom á heimili mitt, að gömul kona sat á rúmi sínu með prjóna sína og réri fram í gráðið. Þetta átti ég eftir að lifa að hann Helgi minn Hjörvar væri hér hjá mér í stofunni. Þetta sagði þessi gamla heiðurskona um leið og hún tók upp silfurdósir og fékk sér fín- lega í nefið að gefnu tilefni. En hverfum nú aftur til nútíðar. Hvar eru þessi útvarpsmál á vegi stödd nú árið 1982 eða rúmri hálfri öld síðar? Nú virðist nefnilega vera komin fram í dagsljósið hreyfing er nefnir sig frjálst útvarp, og vill af- nema einkarétt útvarpsins og vaða svo inn í menningarhelgi þjóðar- innar og læsa peningaklónt sínum í þá stofnun er á að standa vörð um sóma vorn og heiður. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það hverjir það eru sem vilja afnema einkarétt út- varpsins, það eru gróðaöflin í þjóðfélaginu rétt einu sinni enn. Geta þessir gróðadólgar ekki séð menningarmálin í friði eða hvað? Af hverju fara þeir ekki fram á að fá Þjóðleikhúsið í sinn hlut og reka það sem braskfyrirtæki? Nei, þess- ir braskarar ættu sem mest að sneiða fram hjá menningarmálum í þessu landi, það færi þeim best. Útvarpið er þjóðartenging. Það hefur í hálfa öld verið skemmtun og öryggi fólksins, ekki hvað síst út um hinar strjálu byggðir Iandsins, en það á að bæta það að sjálfsögðu, gera það nútímalegra og fjöl- breyttara, fá a.m.k. aðra rás, þróa upp landshlutaútvörp eins og ný- lega er byrjað á, en umfram allt undir hatti ríkisútvarpsins. Nú hefur verið sett nefnd á lagg- irnar til að rannsaka allan útvarps- rekstur og gera bætt skipulag í þessum málum. Þessi nefnd hefur ■... —DŒ-tajf-J* — jR-a-fj-h o —BOÐ Eldavél og vifta á aöeins kr. 8.762 í hvítu og kr. 9.746 í lit. Höfum einnig gott úrval af ZANUSSI heimilistækjum auk fjölda smærri tækja. Sendum í póstkröfu — Austurveri — Háaleitisbraut 68. sími: 84445—86035.. klofnað og vill meirihlutinn, að verulega sé slakað á einkarekstri útvarpsins, en aftur á móti vill minnihlutinn sem er skipaður aí formanni útvarpsráðs og útvarps- stjóranum að sem minnst sé hvófl að við þeim grundvelli er. ríkisút varpið var byggt a í upphafi. Þess ,um ágætismönnum, þeim Vil- hjálmi og Andrési, er það fyllilega ljóst að útvarpið er einn af horn- steinum ísl. menningar eins og eld- huginn frá Hriflu hugsaði sér það í upphafi, er það kom eins og Ijós- geisli inn í líf þjóðarinnar. Nýlega flutti Helgi Pétursson fréttamaður ágætt erindi í útvarpið um þessi mál og fletti rækilega ofan af heimsku og fljótíærni þeirra manna er vijja frjálst útvarp í landinu. Ég vil ráðleggja öllum að lesa þessa grein Helga sem er eitt það besta er ég hef heyrt unt þessi mál. Ég hefi ekkert minnst á sjón- varpið í þessari grein, en auðvitað gildir það sama með það og útvarp- ið. Þessir fjölmiðlar verða ekki að- skildir, og eru jafnt í hættu fyrir þessum bröskurum. Þess vegna segi ég, rnál er að linni. Ég skora á-iyfirvöldin að standa vörð um Ríkisútvarpið svo að þetta óskabarn þjóðarinnar lendi ekki í tröllahöndum. Útvarpið er þjóðartenging. Það hefur í hálfa öld verið skemmtun ogöryggi fólksins ekki hvað síst út unt hinar strjálu byggðir landsins. Hvað ungur nemur- gamall föt=,o. temur. yuj^FEHOAfi Þroskahjálp á Vesturlandi heldur aöalfund sinn í Hótel Borgarnesi laugardaginn 13. nóv. kl. 15 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Greinargerö um störf svæöisstjórnar þroska- heftra. Önnur mál. Stjórnin Húsasmiðir! Okkur vantar mann meö réttindi húsasmiða til tímabundinna starfa viö húsaskoöun. Laun samkv. launakerfi ríkisins. Upplýsingar í síma: 84211 Fasteignamat ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.