Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 af bæjarhellunni Skyldi nokkurgrœða á þessw Seint í september skrifaöi Guðmundur G. Þórarinsson alþm. vettvangsgrein í Tímann, sem hét Æfing NATO í Evrópu og honum hafði verið boðið að fylgj- ast með. Guðmundur undrast nokkuð hinn geigvæniega kostn- að, sem slíkri heræfingu hlýtur að vera samfara, og segir: „Þegar maður stendur frammi fyrir svo gífurlega umfangsmikilli heræfingu sem þessari hlýtur að vakna spurningin: Hvers vegna? Hvers vegna eyða Bandaríkja- menn svo gífurlegum fjármunum í árlega liðsflutninga til og frá Evrópu? Hvers vegna eyða Bandaríkjamenn svo gífurlegum fjármunum í að halda 2-300.000 manna liðsstyrk stöðugt í V- j Þýskalandi? Hvers vegna efnal menn árlega til svo kostnaðar- samra heræfinga í Evrópu?" Guðmundur fær ýmis svör við þessu hjá fulltrúum USA. Þeir eru að verja mannréttindi og lýðfrelsi, standa við skuldbind- ingar og gæta hagsmuna sinna í V-Evrópu. Guðmundur virðist þó ekki með öllu sannfærður; dæmið gengur ekki nógu glatt upp hjá hinum glúrna verk- fræðingi, og lái honum hver sem vill. Hann kemur samt ekki auga á skekkjuvaldinn. Af því ég er í flokki þeirra, sem í formála Snorra Eddu eru sagðir skilja alla hluti jarðlegri skiln- ingu.því þeim sé ekki gefin and- leg spektin, - og cr þar að auki illa innrættur-, þá spyr ég jafnan, þegar þvílík dæmi virðast lítt skiljanleg: Skyldi nokkurgræðaá þessu? Og það fer víst ekki milli mála, að hergagnaiðnaðurinn er eitthvert stórkostlegasta gróða- fyrirbæri í Bandaríkjunum og raunar heiminum öllum. En bandaríska þjóðin græðir ekki á honum sem heild, heldur risafyr- irtækin, sem annast framleiðsl- una. Þau vilja eðlilega láta ríkið, þ.e. bandarískan almenning, kaupa sem allra mest af hergögn- um. Til þess nú að bandarískur almenningur sætti sig við þær Þótt stjórnendur og eigendur þessara risafyrirtækja vilji ekki endilega stríð, a.m.k. ekki í ná- munda við sig, er það augljóst hagsmunamál þeirra, að menn lifi í sífelldum stríðsótta og að sem mest sé gert úr hernaðaryfir- burðum hins meinta óvinar. Þetta er aðalástæðan fyrir öllum heræfingunum og herstöðvaneti útum allar jarðir. Einhversstaðar skattbyrðar, sem af því hljótast, þarf auðvitað að sannfæra hann um nauðsyn síaukins vígbúnaðar og heræfinga. Og það er gert. Þessi sömu fyrirtæki eiga beint eða óbeirtt stóra hluti í öllum á- hrifamestu fjölmiðlum vestan- hafs og víðar. Þessi fyrirtæki leggja drjúgan skerf í kosninga- sjóði forsetaframbjóðenda og þingmanna. Bandarískur al- menningur ræðu: í rauninni fremur litlu um það, hverjir kom- ast í framboð. Og yfirleitt er það ekki nema rúmur helmingur kosningabærra manna, sem greiðir atkvæði. verður að koma hergagnafram- leiðslunni á markað. Því verður síst neitað, að með hraksmánarlegri framkomu sinni heima fyrir og í leppríkjunum gefa sovésk stjórnvöld banda- rískum hergagnaframleiðendum mörg gullin tækifæri til að halda uppi áróðri sínum fyrir nauðsyn síaukins vígbúnaðar. Það er engu Iíkara en þeir síðarnefndu eigi á- hrifamikla fulltrúa í forystu sov- éska „kommúnistaflokksins". Og þetta er kannski ekki eins fjarri lagi og í fljótu bragði virðist. Hergagnaframleiðendur eru nefnilega „ópólitískir kaup- menn“ einsog allir sannir mark- aðskerfismenn. Þeir selja ein- faldlega þeim, sem vilja og geta keypt og borgað vexti af lánum. Og þeir reyna auðvitað að halda viðskiptunum sem lengst. Frægt varð síðarmeir, að í skotgrafa- hernaðinum á Vesturvígstöðvun- um í fyrri heimsstyrjöldinni hafði sama hergagnasamsteypan selt Þjóðverjum og Bandamönnum vopn til skiptis, til að stríðið og þar með vopnasalan drægist sem mest á langinn. Það er svipuð saga, sem nú er að gerast í stríði íraks og frans. Þótt Bandaríkjastjórn banni í orði kveðnu sölu hernaðarvarn- ings til Sovétríkjanna, er hinunt frjálsu fyrirtækjum í lófa lagið að selja hann þangað gegnum milli- liði í öðrum löndum. A líkan hátt er leynileg sala tækninýjunga kölluð „njósnir", ef upp um hana kemst. í þriðja lagi hafa banda- rísk fyrirtæki á Iöglegan hátt komið upp risastórum bíla- og dráttarvélaverksmiðjum í So- vétríkjunum allt frá stofnun þeirra. En auðvelt hefur reynst að breyta dráttarvélasmiðjum í skriðdrekasmiðjur. Enda hefur löngum skort landbúnaðartrakt- ora þar í landi. „Rússneska þjóðin hrópar á traktor“, sagði góð kona á fundi, þegar íslenskir kommúnistar voru að safna fyrir einum slíkum. Þannig var stærsta „dráttarvél- asmiðja" í Evrópu á sínum tíma reist í Stalingrad árið 1929, en mestöll smíðuð í Bandaríkjun- um. Byggingarefni komu frá McClintock & Marshall, húsa- teikningar frá Albert Kahn Inc., vélar flestar frá Niagara og Bliss, bræðslutæki frá Rockwell, raf- magnstæki frá Seper and West- inghouse og tæki til framleiðslu skriðbelta frá Chain Belt Co. Verksmiðjan var flutt í stykkjum yfir hafið og sett saman austur við Volgu af 570 amerískum og 50 þýskum verkfræðingum undir stjórn John Calder frá Austin Company. Þessi verksmiðja byrj- aði strax árið 1931 að framleiða skriðdreka og á síðasta áratug t.d. PT-76 skriðdreka, sem m.a. voru notaðir í Víetnam. Önnur „dráttarvélaverk- smiðja" var reist á 4. áratugnum í Kharkov, og mikilvægustu tæki hennar komu frá Leeds and Nort- hup of Philadelphia. Gorkí- bílaverksmiðjurnar voru upphaf- lega smíðaðar af Ford Motor Company of Detroit. Og skömmu eftir 1970 hófu bandarísk fyrir- tæki að reisa Kama- verksmiðjuna í Sovétríkjunum, stærstu trukkaverksmiðju heimsins, sem mun geta framleitt bókstaflega öll vopn til landhern- aðar. Hún er reist undir umsjá Pullman Company, en önnur helstu fyrirtæki, sem við sögu- koma, eru Swindell-Dressel Co. (málmsteypa), Combustion Eng- ineering Inc. (mótavélar), Inger- soll Milling Machine Co. o.fl. So- vétmenn leggja fram 10% kostn- aðar, en Chase Manhattan Bank (Rockefeller) og Export-Import Bank lána 90%. Bandarísk fyrirtæki hafa sffellt selt ný tæki og varahluti í allar þessar verksmiðjur. Sovétmenn hafa reynst traustir viðskiptavin- ir. Því sagði Henry gamli Ford, þegar hann var spurður, hvað honum fyndist um „sovéska vandamálið": „Ég kannast ekki við neitt sovéskt vandamál. Þeir borga alltaf á gjalddaga." Svo láta menn einsog verið sé að takast á um frið og frelsi í heiminum. Árni í Botni. rítstjórnargrein El Salvador og mannréttindakrafan Reagan: Ekki svo ýkja margir. Það sýnir greinilegar framfarir í mannréttindamálum, hr. Shultz... Formaður mannréttindanefnd- ar E1 Salvador og fyrrum þing- maður kristilegra demókrata, Marianella Garcia Villas, hefur í vikunni skýrt fólki úr margskonar samtökum íslenskum frá ógnar- öld þeirri, sem ekki linnir í landi hennar og leitSð stuðnings við málstað mannréttinda í E1 Salva- dor. í máli hennar komu fram þungar ásakanir á bandarísk stjórnvöld fyrir þá hernaðar- aðstoð sem þeir veita ógnarstjórn í landinu, sem á þessu ári hafa látið öryggissveitir sínar ýmis- konar myrða meira en fimm þús- und manns. Ástandið versnar Marinella Garcia Villas lagöi á það sérstaka áherslu að þær kosningar sem fram fóru snemma á árinu og áttu, að áformi Reag- anstjórnarinnar, að réttlæta stjórnvöld í landinu í augum heimsins, hefðu engan vanda leyst. Nema síður væri: fjöldi þeirra sem hverfa hefur þrefald- ast, - morð á saklausu fólki halda áfram að eiga sér stað, reynt er að taka aftur þær umbætur í sveitum sem áður voru af stað farnar og hefðu bætt afkomumöguleika nokkurs hluta bænda. Gesturinn lagði sérstaka áherslu á ábyrgð Bandaríkjamanna, en án aðstoð- ar þeirra gæti ógnarstórnin ekki staðist. Hún kvað mannréttind- anefndina hafa vitnisburð fyrir því, að bandarískir „ráðgjafar" tækju þátt í yfirheyrslum fanga í illræmdum fangelsum landsins. Réttur til lífs Þau mannréttindi sem Marin- ella Garcia Villas ræddi um við fulltrúa Alþýðubandalagsins meðal annarra, varða sjálfan rétt- inn til lífs, möguleikana á að komast undan blindu morðæði hers og öryggissveita sem mest hafa sig í frammi í skjóli myrkurs. Mannréttindanefndin í E1 Salva- dor getur ekki aðhafst mikið meir en að safna upplýsingum um myrta og horfna og aðstoðað fólk við að jarða aðstandendur sína á sæmilegan hátt. En að sjálfsögðu eru mannréttindamál í löndum þriðja heimsins, löndum eins og E1 Salvador, miklu víðfeðmari - þau snúast ekki aðeins um möguleika fólks til að hafa skoð- anir og stofna samtök, heldur og blátt áfram um þær þjóðfélagsað- stæður og þau erlend afskipti sem banna fólki allar bjargir, gera mönnum ókleift að tryggja börn- um sínum líf. Mannréttindi og kapítalismi í E1 Salvador sannast það rétt einu sinni enn, að bandarískar ríkisstjórnir hafa aldrei skilið eða viljað skilja það augljósa samband sem er á milli kúgunar og örbirgðar annarsvegar og óumflýjanleika alþýðuuppreisna hinsvagar. Þær hafa alltaf falið sig á bak við kenninguna um að öll vandræði bandamanna þeirra í valdastólum Rómönsku Ame- ríku mætti rekja til „undirróðurs- starfsemi kommúnista". Sú kenning hefur og verið höfð til að vísa frá áleitnum spurningum utn samhengi milli kapítalískra viðskiptahátta og þeirrar neyðar sem ríkir víða um Mið- og Suður- Ameríku. Um þetta efni segir bandarísk- Árni______ Bergmann skrifar ur guðfræðingur, Philip Rossi, á þessa leið í nýlegu riti um „Mann- réttindi í Ameríku": „Við höfum verið vanir að trúa því án fyrir- vara, að pólitískar stofnanir okk- ar og borgaraleg réttindi heima fyrir lifi á því að stofnanir hins kapítalíska frjálsa framtaks séu virkar. Á hinn bóginn höfum við látið sem við vissunt ekki af því, sem nú sýnist augljós möguleiki: að það sé afleiðing af þessu sama hagkerfi að pólitískum stofnun- um í Rómönsku Ameríku tekst ekki að tryggja jafnvel þau lág- marksmannréttindi sem við tökum sem sjálfsögðum hlut“. Enn skýrar kveður Juan Luis Segundo, guðfræðingur í Urugu- ay, að orði: „Hið sorglega er, að þeir sem skilgeina mannréttindi og fylgjast með framkvæmd þeirra eru þeir hinir sömu sem gera mannréttindi ómöguleg í þrem fjórðu hlutum heims.“ Samstaða Gesturinn frá E1 Salvador hvatti til stuðnings við málstað hinna ofsóttu í E1 Salvador. Hún hvatti einnig til þess, að Evrópu- ríki reyndu hvað þau gætu til að fá Bandaríkjastjórn til að hætta hernaðaraðstoð sinni við ógnar- stjórnina í landinu. Vonandi skerst ísland þar ekki úr leik. - ÁB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.