Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 11
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIDÁ 11 Peter Tillberg: „Mcgnar maðurinn að lokum að sjá sitt eigið innra andlit?” - Ljósm.: eik. Erland Cullberg: „Undir bölsýnislcgu yfirborðinu iná kenna næsta barnslegan húman- isma.” - Ljósm: eik. ,Myrkar eru manneskjulegar myndir’ Halldór B. Runólfsson skrifar Oft hefur því verið haldið fram að expressiónisniinn sé norrænum mönnum í blóð borinn. A.m.k. var það inntakið í athugun Wilhelms Worringers á listamanninum og þeim jarðvegi sem hann sprettur úr. Hitt er, að fáir hafa skýrt betur út hina expressiónísku afstöðu og franski listamaðurinn Paul Gauguin, árið sem hann dó: „Stundum hef ég haldið langa leið aftur til upprunans, lengra en til hesta Parþenon-hofsins, eða til rugguhests bernsku ntinnar, garnla góða tréhestsins. Ég er ekki fárán- legur og get ekki verið það, því í mér búa tveir hlutir sem aldrei eru fáránlegir: Barn og villimaður.” Þó svo að yfirlýsing Gauguins afsanni að expressiónisminn sé eitthvert sér-norrænt fyrirbæri, geta fáir listskoðendur varist þeirri hugsun að sá tjáningarmáti sé nokkuð eðlislægur germönskum þjóðum. Sýning Svíanna Erlands Cullbergs og Peters Tillbergs í kjallara Norræna hússins er enn ein sönnun þessa. Þeir eru báðir ex- pressiónistar, hvor á sinn hátt. Þeir Cullberg og Tillberg eru mjög ólíkir listamenn. Efnistök þeirra eru frábrugðin og útkoman sömuleiðis. Cullberg er málari sem potar óstrekktan striga til að tjá sig með. Stíll hans er einfaldur, grófur og óhaminn. Reyndar fá sýningar- gestir ágætt tækifæri til að skyggn- ast inn 'í heim málarans, starfsað- ferðir og huga, þar sem komið hef- ur verið fyrir myndbandatæki í sýn- ingarsal. Þar sést hvernig Cuilberg vinnur myndir sínar á gólfi og veggjum, kreistir litinn úr hverri túpunni á fætur annarri, dreifir honum um strigann með hröðum pensilförum, teiknar grófgerðar mannverur i óræðu landslagi, málar yfir og um- breytir. Hann virðist ekki ganga út frá neinni heildarsýn í upphafi, heldur vinnur hann verkið frá ein- um hiuta til annars og tengir þá að lokum í eina heild. Þessi sjálf- sprottna aðferð færir Cullberg frá hinu smáa til hins stóra og gerir hann að dæmigerðum expressión- ista. í viðtali sem haft var við Cull- berg fyrir tveimur árum, lýsir hann því hvernig yfirmálunin flytur myndir hans frá natúralisma til ab- Umsögn um sýningu tveggja expressíónista, Svíanna Cullbergs og Tillbergs, í kjallara Norrœna hússins straktmálverks og hvernig hið ytra og innra tekst á í verþunum. Hver litur hefur sína merkinu; gulur er litur gleðinnar, rauður er bölvun kraftsins, blátt er draumurinn um sælu fullkomnunar. Allt málverk Cullbergs byggir á litnum, og lifir hann og hrærist í honurn. Vegna þess hve oft og mikið er málað yfir, verða myndir hans dökkar og drungalegar. Þessi drungi er hinn sami og hvílir yfir málaranum sjálf- um, ef marka má myndbandið. En innan um og saman við þessa svart- sýni bregður fyrir björtum, glað- værum og nánast æpandi litum. Málverk Cullbergs eru m.ö.o. expressiónísk og tilvistarkennd (existensíalísk) úttekt á raunveru- leikanunt. Undir bölsýnislegu yfir- borðinu má kenna næsta barns- legan húmanisma, eitthvað sem kannski mætti rekja aftur til Goya. Peter Tillberg er teiknari og not- ar kol til að rissa upþ stórar mýndir af andlitum. Það eru stórskorin og tröllsleg andlit, nánast ógnvekj- andi. Tillberg festir pappírinn á hrjúfan vegg vinnustofu sinnar og lætur ójafna undirstöðuna hjálpa sér við teikninguna. Stærð mynd- anna eykur rrtjög áhrifamátt þeirra, og er það spurning hvort þær myndu ekki tapa miklu af kraftinum, væru þær minni. Sumar myridir Tillbergs eru raunsæislegar, minna sumpart á skreytingar tslenskra manna við þjóðsögur. Þær eru sálfræðilegar, týpumyndir sem eru ýktar og af- skræmdar og enda margar í tor- kennilegum umbreytingum, þar sent mannsandlitið er orðið að dýri eða ófreskju. Tilfberg spyr sjálfan sig hvort þessar ómeðvituðu myndir stnar séu hin réttu andlit þeirra tíma sem við lifum: „Megnar maður að lok- um að sjá sitt eigið innra andlit?" spyr Tillberg sjálfan sig að lokum. Svona spekúlasjónir eru dálítið barnalegar og bæta litlu viö ásjónu teikninganm}. Raunar setja þær of- an við þessar útskýringar, verða1 klisjur um ganialt og afdankað stef. En vonandi felst eitthvað meira í kolamyndum Tillbergs er mynd- skreyting við dr. Jekyll eða Dorian Gray, eitthvað sem stenst jöfnuð við kraftmikla útfærslu þeirra, þó| svo að listamaðurinn hafi ekki komið auga á það sjálfur. Af ofangreindu ntá ráða að þessi sýning er athyglisverð, þrátt fyrir vissan drunga, og langt er síðan jafn óvenjuleg sýning hefur sést hér frá Svíaveldi. játe* Laust embætti íCjJJ sem forseti islands veitir Prófessorsembætti í geislalæknisfræði i læknadeild Háskóla islands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. desember 1982. Prófessorinn í geislalæknisfræði {röntgerifræði) veitir forstjórn röntgendeild Landspít- alans, sbr. 38. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu látafylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 3. november 1982. Reykjavík: Hjólbarðahúsið, Skeifunni 11, sími 31550 Hjólbarðaþjónustan Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24, sími 81093 Nýbarði sf., Borgartúni 24, sími 16240 Mosfellssveit: Holtadekk sf., Bjarkarholti, sími 66401 Garðabær: Nýbarði, Lyngási 2, sími 50606 Kópavogur: Hjólbarðaviðgerð Kópavogs Skemmuvegi 6, sími 75135 - sóluö snjódekk - Þessi snjódekk eru sóluð eftir ströngum bandarískum staðli Þau hafa dúndurgóða spyrnu, endast von úr viti og eru öll með hvítum hring. Þú ættir að hafa samband við næsta útsölustað og tryggja þér gang því verðið er ótrúlega lágt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.