Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 Allan Simunsem skrifar undir samninginn við Charlton. Mark Ilulyer formaður er vinstra megin á myndinni og Ken Craggs framkvæmdastjóri hægra megin. ótrúlegustu félagaskipti i evrópska knattspymuheiminum í langan tíma Ekki taka Simonsen frá okkur Með Borussia Mönchengladbach varð Allan Simonsen þrívegis vestur- þýskurmeistari, einu sinni bikarmeistari og tvisvar UEFA- meistari og hann var valinn knattspyrnumaður Evrópu árið 1977. Með Barcelona varð hann spænskur bikarmeistari og sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Danski landsliðsmaðurinn sem hóf feril sinn í heimalandinu með Vejle BKeríhópi bestu knattspyrnumanna heims. Skyndilega brenndi hann allar brýr að baki sér og gerðist leikmaður hjá Charlton Athletic, félagi sem fær aðeins 6.000 manns að meðaltali á heimaleiki sína, og var í fjórða neðsta sæti 2. deildar ensku knattspyrnunnareftirfyrsta leikinn sem Simonsen sá það leika, tapleik, 5-1, gegn nýliðum Carlisle. Hvers vegna....? Allan Simonsen væri tæplega leikmaður með Charlton Athletic ef ekki hefði átt sér stað óhapp í vináttulandsleik Dana og Finna í ágúst. Daninn litli, sem er aðeins 1,62 m á hæð, haltraði þá af leikvelli meiddur á ökkla og hinir einkenni- legu örlagaþræðir knattspyrnunnar höguðu málunt þannig að þessi meðsli urðu til þess að hann fékk tækifæri til að komast úr spænsku knattspyrnunni. Simonsen útskýrir þetta þannig: „Spænsk félög mega aðeins hafa tvo erlenda leikmenn og Barcelona hafði tilkynnt að þeir væru ég og Diego Maradona. Meiðsli mín komu á sama tíma og V- Þjóðverjinn Bernd Schuster var að ná ótrúlegum bata afsínum. Barce- lona breytti þá um, tók Schuster inn sem annan erlenda leikmann- inn og þar með var ég kominn út í kuldann.” Góð laun Simonsen hefði ekki getað leikið með Barcejona í vetur, en samt hefði hann fengið um 125.000 pund í árslaun fyrir að vera áfram hjá félaginu. Hann hafði bara ekki áhuga á að dunda sér við æfingar í heilt ár; hann vildi leika reglulega. Þegar tilboð Charlton Athletic kom, var það ekki tekið alvarlega, en litla 2. deildarfélagið frá Suður- London stal senunni í knattspyrnu- heiminum með því að kaupa Sim- onsen frá Barcelona fyrir 325.000 pund. Hár síma- reikningur! Formaður Charlton, mark Hu- lyer, og annar úr stjórninni, Ric- hard Collins, eyddu löngum tíma í samningaviðræðurnar við Barce- leika verður að greiða og það ger- um við. Allan fær laun sem hæfa leikmanni í hans gæðaflokki, en við förum hvergi út fyrir reglur um greiðslur og hann fær sömu auka- greiðslur og aðrir”. Eg vil reyna eitthvað nýtt En hvers vegna fer Allan Sim- onsen, sem hefur leikið með þekkt- ustu félögum í Évrópu og er þó ekki nema 29 ára gamall, til Charl- ton Athletic, liðs í fallbaráttu 2. deildar í Englandi? Hann segir sjálfur: „Eg hef unn- ið flest sem hægt er að vinna í Vestur-Þýskalandi og á Spáni. Ég vil reyna eitthvað nýtt, eitthvað framandi til að stefna að. Ég hef verið á toppnum í tíu ár og Charl- ton vakti áhuga minn. Mér leist vel á formanninn og ég vonast til að geta hjálpað liðinu upp í 1. deild. „Enska knattspyrnan er mjög ólík þeirri spænsku. Á Spáni er ver- ið að eyðileggja leikinn. Á Eng- landi hafa verið teknar upp strang- ari reglur sem gera leikmönnum kleift að njóta sín betur. Leikmenn á Spáni eru mikið harðari og grófari en þeir ensku”. Keegan gegn Simonsen! Framkvæmdastjóri Charlton, Ken Craggs, hefur þetta um málið að segja: „Við ætlum að kaupa fleiri leikmenn. Allan Simonsen getur ekki komið okkur upp í 1. deild á eigin spýtur. Kaupin á hon- um hjálpa okkur hins vegar til þess að ná í fleiri góða leikmenn; nú sést að við setjum markið hátt”. Það er ótrúlegt en satt, Kevin Keegan og Allan Simonsen leika báðir í 2. deild ensku knattspyrn- unnar, og það má búast við að The Valley, leikvangur Charlton, verði þétt setinn þegar Charlton og Newcastle, lið Keegan, mætast þar 4. desember n.k. „Aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að mæta Kevin Keegan í vet- *ur”, segir Simonsen. „Hann er góður vinur minn og frábær leikmaður. Álagið sem fylgir söl- unni hingað veldur mér ekki á- hyggj um. Það er alltaf mikið álag á knattspyrnumönnum og gleymið ekki að hjá Barcelona lék ég oftast frammi fyrir 100.000 áhorfendum sem alltaf reiknuðu með að ég ætti stórleik”. Fyrsta æfing Simonsen með Charlton var 14. október, tveimur dögum fyrir leik gegn Burnley en þar gat Simonsen ekki leikið vegna þess að ekki var búið að ganga endanlega frá samningnum við Barcelona. Strax eftir fyrstu vik- una var Craggs framkvæmdastjóri mjög ánægður með Simonsen og afstöðu íians til knattspyrnunnar. „Hann leggur sig allan fram og meiratil. llOprósent. Hannerenn einn besti knattspyrnumaður heims, hann hefur haft mikil áhrif á aðra leikmenn hjá Charlton og áhugi hans fyrir því sem hann er að gera er hreinn og óskiptur”, segir Craggs. Þegar betur er að gáð, kernur í Ijós að í 2. deildinni ensku er mikið af kunnum leikmönnum. Burnley hefur Martin Dobson, Blackburn hefur Noel Brotherston, hjá Leeds sru Eddie Gray, Frank Worthing- ton, Kenny Burns og Frank Gray, hjá Bolton eru John McGovern og Steve Whitworth, Tony Currie leikur í blá/hvíta QPR-búningnum, Bryan „Pop” Robson er enn að, nú hjá Wolves, sjálfur Emlyn Hughes stjórnar varnarleik Rotherham, Newcastle býður uppá David McCreery, Terry McDermott og Kevin Keegan, og nú, síðast en skki síst, Allan Simonsen er orðinn leikmaður með Charlton Athletic. -VS lona. „Ég kvíði fyrir að sjá síma- reikninginn minn. Hann verður sennilega hærri en kaupverðið á Simonsen”, segir Hulyer. Hinn 28 ára gamli Hulyer er yngsti formaður félags í ensku deildakeppninni. Hann er sagður auðkýfingur og áhugi hans fyrir Charlton er svo gífurlegur og brennandi að hann smitar vel út frá sér innan félagsins og hans mark- mið er að gera Charlton að stór- veldi í ensku knattspyrnunni. „Ég keypti Simonsen ekki til að laða að alla Lundúnabúa, heldur þá aðdáendur Charlton sem hafa látið sig vanta á völlinn síðustu ár- in. Ef þetta vekur ekki viðbrögð hjá þeim, veit ég ekki hvað þarf til.” Ekki taka Simonsen, farðu með Maradona! „Ég vár yfir mig hissa á .viðbrögðum fólksins í Barcelona þegar ég fór þangað. Það kom til mín og sagði: „Ekki taka Simonsen frá okkur, farðu heldur með Mara- dona”. Það var greinilegt að Sim- onsen var í margfalt meira uppá- haldi þar en sjálfur argentínski snillingurinn Diego Maradona”, segir Hulyer. Hulyer viðurkennir að þrátt fyrir að Barcelona hafi ekki viljað slá af kaupverðinu á Dananum, hafi fé- lagið selt hann til Charlton á hag- stæðum kjörum. „Án þeirra hjálpar hefðum við aldrei getað keypt Simonsen”, segir formaðurinn. „Á Englandi verður að greiða' helming kaupverðs strax og eftirstöðvarnar á einu ári. Við hefðum aldrei ráðið við slíkt og við greiðum Barcelona á þremum árum. Ég er viss um að í framtíðinni fara ensku félögin Farðu heldur með Maradona! „Leikmenn á Spáni eru harðari og grófari en þeir ensku“. meira til meginlandsins í leit að leikmönnum því greiðslukjör þar eru mikið hagstæðari en heima fyrir”. Hulyer vill ekki láta uppi hve mikið Simonsen fær í laun hjá Charlton en segir: „Allan er á tveggja ára samningi sem hann get- ur endurskoðað að ári. Fyrir hæfi- Aftur- kippur í söluna Frá því þessi grein var skrif- uð hefur komið nfturkippur í málið varðandi Simonsen. Charlton hefur ekki enn getað greitt Barcelona þá upphæð sem samið var um og Simon- sen er á Spáni sem stendur. Kaupin hafa þó ekki verið dregin til baka, því eru enn talsverðar líkur á að hann verði leikmaður með Charl- ton (þegar þetta er skrifað á fimmtudag). Meðfylgjandi grein er í fullu gildi hvað sem þessu líður og því verður hún birt óbreytt þrátt fyrir þessa síðustu þróun mála. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.