Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982, dægurmál (sígiid?) „ Við erum ekki bara ryksugur Q4U: Árni, Danni, Ellý og Gunnþór tála undir eigin borðhaldi. Matseðill: Djús á ís í glas og skaðbrenndar brauðsneiðar með á brott bráðnuðum osti. Ábyrgðarmaður A. Myndir Jón Hólm. Q4U - íslenska hljómsveitin með nafnið sem er borið fram á ensku: Kjú for jú - og getur haft margar merkingar á þeirri tungu, því að orðin queue og cue eru á ensku borin eins fram og bókstaf- urinn Q, eða „kjú“. Q4U getur því þýtt: Q handa þér, biðröð fyrir þig- handa þér eða eftir þér, bíddu eftir sjálfum þér. Þar að auki þýðir queue flétta eða tagl í hári. Cue þýðir billjard-kjuði, vísbending, „stikkorð“ (t.d. í leikriti, sem merki um að leikari á að segja eitthvað eða gera eitthvað þegar hann heyrir visst orð). En það er ekki bara nafn hljómsveitarinnar sem er á reiki, heldur er svo einnig um félaga í sveitinni sem reika úr henni og í og hafa margir hverjir þótt hinir skrautlegustu karakterar. Nú eru í „Kjúinu“ Danni, fyrr- um „Búkur“ og „Utan- garðsmaður", Árni úr „Tauga- deildinni" aflögðu og svo Gunn- þór og Ellý, sem eru tvö ein eftir af hinum upprunalegu Q4U. Þau rifja upp bernskudaga Q4U, sem telst hafa fæðst á hljómleikum í MH, Menntaskólanum í Hamra- hlíð, 14. mars 1982, og varsveitin þá „meira að segja beðin að spiia aftur": - Vá, ntaður...pældTðí hvað við vorum leiðinleg. Það lá við að allt liðið skriði undir stóla og borð og veinaði! Allir voru með á hreinu að við værum algjörir aular. Textarnir voru nú líka, soldið ógeðslegir... um rottur og blóð og svoleiðis. En þetta var æðislega gaman þótt við værum í meira lagi „agressíf" (árásar- í gjörn) bæði útávið og innbyrðis. . Okkur gekk illa að enda Iögin og þau endurðu oft í hávaðarifrildi. Við æfðum aldrei... byrjuðum ferilinn á hljómleikum og kom- um 11 sinnum fram á 1/2 ári án þess að æfa nokkurn tímann. Það voru eiginlega Isfirðingar sem komu okkur í bílskúrinn. Af einhverjum óskiljanlegunt ástæðum vorum við fengin til að spila á Ísafjarðarhátíð. Formaður hátíðarinnar auglýsti okkur með glæsibrag og sagði að hann hefði leitað logandi ljósi að áhuga- verðri hljómsveit til að troða upp á hátíðinni, m.a.s. hefði hann leitað út fyrir landsteinana, en enga fundið betri en Q4!! ...Jú, jú, svo kom að ballinu, en hvað skeði? Það kom nákvæmiega enginn, þ.e.a.s. fyrir utan dyra- vörðinn og Q4U. Og við sendum hér með kæra kveðju til ís- firðinga, því að það er eiginiega þeim að kenna að við fórum að hugsa okkar gang og það endaði með því að við fórum að æfa. - Við erum líka orðin ofsagóð núna, a.m.k. betri en nokkur þorði að vona, og farin að líta öðrum augum á það að vera í hljómsveit, vinnum betur úr hug- myndum. Það er líka góður andi innan Q4U nú, ekki allt í háa lofti eins og fyrst... maður er lfkaorð- inn eldri og yfirvegaðri (hlátur) ... en að tveim sopum liðnum eru ekki allir meðlimir á eitt sáttir um hvort Q4U eigi að ráðast í að halda hljómleika til styrktar PLO (Palestínuaröbum). - Peningarnir kæmust örugg- lega aldrei til skila, segir ein röddin. - Það væri miklu nær að styrkja Rokk í Reykjavík. Deilan er þó ekki útkljáð á stofugólfi blaðamanns, heldur látin niður falla að sinni. - Fyrir frumsýninguna á „Rokícinu" var stífur mórall í rokkbransanum, en eftir það var hreinsað til_eftir að Ragga var lamin. Það héldu allir að við hefðum gert það og Bubbi mætti með lið niður á æfingapláss til að fá allt á hreint. Þá fóru allir að tala saman og þetta varð allt af- slappaðra. Annars er það oft svo að leiðinlegur mórall verður til af því að aðdáendur hverrar hljóm- sveitar bera sögur á milli, sannar eða lognar og meira og minna ýktar. - Nú er þetta allt orðið fast- mótaðra, menn vita hvar þeir standa - en samt er það leiðinleg breyting frá því þegar við vorum að byrja: þá gátu allir labbað upp á svið og spilað, en nú eru sumir orðnir stjörnur og þá myndast bil á milli hljómsveita og áhorfenda. Annars erum við, Egó, Bara- flokkurinn og Þeyr einu hljóm- veitirnar sem erum enn að spila af öllum þeim hljómsveitum sem fæddust um svipað leyti og Q4U. Nú eru hættar að koma fram al- mennilegar hljómveitir, þetta er •Þá er hjálpi ,fn næst. bara „flipp“ (rugl og vitleysa). Rokk á að vera skemmtilegt - eins og „Southern comfort“: skemmtilegt, kraftmikið og á að segja fólki eitthvað, fá mann til að gera eitthvað. Við viljum segja fólki eitthvað, t.d. bara að við séum til og að það sé líka til. - Að spila í Q4U er ákveðin pólitík, ekki undir á- kveðnu merki, en við höfum öll ákveðnar skoðanir á málunum og músikin er samkvæmt því þung, örvæntingarfull og „meðvituð“ um umhverfið. - Q4U hefur eins og Fræb- bbblarnir fengið á sig nasista- stimpil. - Fólk vill alltaf afgreiða allt á einfaldan hátt. Q4U virðist hafa svipaða ímynd og Crass, DAF og Þeyr: við erum kannski „agressíf' og höfum daðrað aðeins við anarkisma, en höfum verið eyrnamerkt nasisma fyrir vikið. Það er fáránlegt að stimpla fólk svona pólitískt. Fólk reynir að negla okkur með öllu sem við látum út úr okkur. Eins og þegar Ellý syngur lagið Böring, þá segja allir: „Hún segir Göring!“. - Enda er ég farin að segja þetta til skiptis, ...þá hljóta allir að vera ánægðir... - Við erum alls ekki alltaf sam- mála innan hljómsveitarinnar, ég meina hér eru jafnvel Stalínistar og allskonar -istar, en nr. 1.: maður verður að hafa skoðun á málunum og tónlist - poppmúsík - er áhrifaríkasti miðillinn til að koma slíku á framfæri... - Það hlýtur þá að vera kröftug vakning í gangi á himnum: John Lennon og Jimi Hendrix á gítar, Syd Vicious á bassa, John Bon- ham á trommur... og Guð „pró- dúsent" (framleiðandi). - ímyndið ykkur: fyrirsögn í blöðunum „íslendingur - jú nó hú - gerir samning við Guð!... væntanlega piata og blablabla... fyrsta platan sem skorin er á ís- landi“.Eg hugsa að það væri al- veg hægt að sannfæra fólk um að plata kæmi frá Guði, annað eins gæti nú gerst í öllu þessu skrumi sem er hellt yfir fólkið. - Annars er Q4U að fara í stúd- íó að taka upp. Ætli það verði ekki jólaplatah í ár?: Springur yfir Betlehem...nei: Bíður yfir Betlehem biksvört jólabomba... bomban mín og bomban þín, bomban allra barna. Við eigum fullt af sætum og fallegum lögum í sálmastíl. Annars á Gunnþór ekki einu sinni sinn bassa... braut’ann í Hveragerði í sumar. - Hverjir hlusta helst á Q4U,... sækir hljómleika hjá ykkur? - Litlu krakkarnir- þeir yngri. Það virðist vera eina fólkið sem sækir hljómleika, svona 10-13 ára. Það er gaman að spila fyrir það. Fólk á okkar aldri (kringum 20 ára) fæddist inn í diskóið og kann ekki að fara á hljómleika. Það missti alveg af strætó ...eða fór á undan honum. Eldra liðið - gömlu hipparnir - hefur engan áhuga á okkur. Gerðu bara góð- látlegt grín að okkur. Við erum að vísu ekki með neitt „písmerki“ (friðarmerki) á lofti eins og hipp- arnir, enda er öll bjartsýni horfin, engin dagsbrún á lofti. - Við gömlu hipparnir höfum nú aldeilis fengið það óþvegið frá ykkur pönkurum - eða „nýbylgj- um“ - bæði hvað varðar hugsjón- ir og hljómlist. Mér finnst að með því að gagnrýna okkur séuð þið í leiðinni að segja að það sem þið eruð að gera nú sé ómerkilegt, að allt líði hjá og muni falla í gleymsku og skipti því ekki máli upp á framtíðina. - Þú ert bara að lifa lífinu, ekki að fara einhverja braut... í eitthvert fast form. Þú breytist. Þú lærir. Þú kannski hugsar þér að eitthvað sé svona, en svo er þetta bara ekkert svona. Þú veist það bara að lífið er upp og ofan. Það er kannski ferlega gaman en svo kemur ofsa „bömmer". Það er gaman í 10 mínútur og síðan gerist eitthvað ferlegt, eitthvað sem gerir mann alveg brjálaðan og við sýnum viðbrögð við því. - Við í Kjúinu erum að endur- spegla okkar samtíð. Það er hægt að gera það vel eða illa. Við reynum að gera það vel og ef það tekst erum við góður minnisvarði um okkar samtíð, alveg eins og öll listaverk sem hafa lifað. Ef vel tekst til eru góð listaverk fyrir- boði fyrir framtíðina, eins og Velveg underground voru á sín- um tíma. - Eruð þið þá semsagt að endurspegla, ekki boða neitt? - Við höfum náttúrulega boð- skap..., annars gætum við ekki spilað. Allt sem við gerum tengist einhverjum atburðum og eins því sem við upplifum hvert um sig, þó að það sé kannski ekki voða merkilegt í augum annarra. Hverjum og einum finnst hann vera miðja heimsins, en enginn getur hugsað um aðra mann- eskju: Hún er miðjan! Þannig að okkar músík kemur frá fjórum miðjum: Fjórar miðjur fyrir þig! Við erum ekki bara ryksugur, heldur gefum frá okkur líka. Og það er ekki nógu gott að vera allt- af að flokka fólk í pönkara eða eitthvað annað...við erum öll fólk í sama heimi, bara mismun- andi persónur. Hippar voru mikilvægir á sinni tíð og við gæt- um ekki verið að gera það sem við erum að gera núna ef þeir hefðu ekki verið til. Þeir gerðu mikið fyrir okkur, frelsuðu heila kynslóð. Við byggjum mikið á þeim grunni. Þeir komu með ... eitthvað... og við höldum því áfram, en erum búin að týna þeim... - Bítlarnir, sem urðu seinna hippar, eru fyrstu rokkstjörnurn- ar, og ég held ég megi segja fyrstu skemmtikraftarnir sem hlustað var á sem fólk... Þeir komu með tilfinningar í stórum stíl... sögðu álit sitt á hinu og þessu og það var tekið mark á þeim en ekki litið á þá sem einhveija hálfvita úti í bæ... - En það er samt skrýtið með allar „grúppur" sem byrja svona og hafa eitthvað að segja, að þær koðna flestar niður í einhverju svona stjörnuskýi... verða að rúll andi maskínu sem hala fé í sí- fellu... skiljaekkert eftirsig. Það eru yfirleitt alltaf fyrstu plöturnar hjá öllum sem eru góðar, eftir það fer allt út og suður. Annars verð ég að viðurkenna að maður selur æðislega ódýrt það sem maður er að gera: Maður í grœnum föturn stendur á stól, kona með bláar varir í rauðgulum kjól, haldast í hendur í þokunni á sjúklegum stað, umkringd af gestum helstrœtis hundrað. Á sviðinu er kona að hrista sig, kallar það dans, miðaldra húsfrú í salnum leitar sér manns, með þungbœrar hrukkur og augu sem segja því frá hve mörg þúsund vikur af von- leysi leggjast mann á. - Maður gerir það nú frekar en að þegja. - Eg ntundi þegja ef mig lang- aði að þegja. Mig langar bara ekkert að þegja. Það er verst að flest sem maður segir er mis- skilið. Fólk sér alveg ótrúlegustu hluti út úr því, heldur að allt hljóti að vera útpælt með duldum merkingum. - Það er náttúrlega áhætta sem maður tekur þegar upp á svið er komið. -Æ dónt ker! Mér er alveg skítsama í raun og veru. Mér fannst gaman þegar við vorum óvinsæl. „Kikk“ að standa þarna og allir alveg: ÖÖÖÖÖÖOÖÖ- ÖÖÖ. Það var horft á okkur al- veg eins og við værum imbar. Það var gaman. Öllum illa við mann. Yndisleg tilfinning. En það er líka yfirleitt sama liðið sem segir manni satt nú, hvort við erum góð eða léleg. Þótt það gæfi svona mikinn skít í okkur þá er eins og það hafi innst inni haft einhverja trú á okkur. Þeir sem gáfu mestan skít í okkur fylgja okkur núna. Við bara tókum okkar tíma til að gera það sem við erum að gera núna. Við erum ekkert að flýta okkur. Við höfum alveg yndis- lega mikið af tíma... 30 ár... - Ég ætlaði nú bara að lifa 10 ár í viðbót... en við finnum þá bara einhverja aðra til að halda nafn- inu gangandi og gera það ódauð- legt! Gott nafn. - Þegar mér (G) datt það í hug var fullt af „grúppum" að koma fram sem hétu Lalli og leðurjakk- arnir, Garðar og gubburnar og Guð má vita hvað, en Q4U er svo fljótandi, hægt að þýða það eins og hver vill í það og það skiptið. Þetta er eins og með óþekkta stærð, þú getur alitaf leikið þér með hana. Mér finnst líka að fólk - eigi aé» túlka sjálft það sem við gerum.' - Þetta eru fallegir stafir, Q4U. Ég (E) elska stafina. Það er hægt að teikna alveg meiriháttar myndir úr þeim. Q er flottur staf- ur, enda nota ég hann í lista- mannsnafnið: Quite. (Þess má geta að Ellý er teiknari og teiknaði t.d. barm- merki með nafni hljómveitarinn- ar - og er tilleiðanleg til að selja það hverjum sem hafa vill). - Ég (A) er með Ellý á „blak- kmeil“. Hún verður að borga mér hundrað kall á viku til að ég segi ekki hvað hún heitir. - Ée(A)veithvaðhúnheitir... - 0000'- Gleymdu því. Ég skal borga þér 200 kall. Ég fær hvergi vinnu undir Ellýar-nafninu, svo að ég nota skírnarnafnið í svo- leiðiserindagjörðum... fyrir utan það að ég dulbý mig og set á mig hárkollu þegar ég þarf að sýna mig á vinnumarkaðnum... Ann- ars er best að nota tækifærið og auglýsa eftir vinnu: Ég er atvinn- ulaus!!! Hef lagt ýmislegt fyrir mig, allt frá auglýsingateiknun upp í fiskvinnu. Hagstæðasta til- boði verður tekið. Er í hrúts- merkinu... ekkert svartsýn. Það hefur m.a.s. verið sagt við mig að ég væri bjartsýnasta manneskja á jarðríki. Það var forstöðukonan á barnaheimili sem ég vann einu sinni á. Hún fattaði bara ekki að það var kæru- leysi en ekki bjartsýni. Það er gott að vera kærulaus. En það er líka gott að vinna á barnaheimili. Ég hef æðislega gaman af krökk- um... og köttum. Þetta er falleg- asti ljóti köttur sem ég hef séð. Djöfull vildi ég eiga hann (segir Ellý um leið og heimilisdýrið hreiðrar um sig á borðinu). Ann- ars á ég kött, kettlingafullan. Ég vona að hún eignist ekki fleiri en 6. Það er meira en nóg ómegð. - Ég vildi að það væri hægt að lifa af músikinni. Maður verður að skipta lífinu til að geta lifað, en það er æðislega erfitt og ég veit ekki hvort maður lifir það af. - Er eitthvað séríslenskt við poppið hér á landi, er þetta að mestu bara eftiröpun utan úr heimi, eins og margir halda fram? - Á miðöldum fengu menn sögur utan úr heimi og gerðu þær að íslenskum þjóðsögum. Á 20. öld má segja að það sama gerist, en við sköpum okkar eigin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.