Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 31
■ Helgin 6.-7. nóvember 1982 þjóÐVILJINN — StÐA 31 Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur: Ákvörðun á rækjuverði mótmælt Stjórn verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur hefur mót- mælt harðlega síðustu verðá- kvörðun á rækju og segir að með I henni hafi harkalega verið ráðist að kjörum rækjusjómanna og þau verulega skert. Síðan segir í til-' kynningu Verkalýðs- og sjómann- afélagsins í Bolungarvík: ,.Þá mótmælir stjórnin harðlega þeirri ákvörðun sjávarut- vegsráðuneytisins að kvótaskipt- ing milli vinnslustöðva skuli enn einu sinni ákveðin með þeim hætti að Bolvíkingar eru áfram settir hjá varðandi aflamagn á rækju, saman- borið við aðra staði við Isafjarðar- djúp.” Verkamannabústaðir í byggingu eða undirbúningi: Samningar í Straumsvík: AUt að 17% launahækkun Samningurinn gildir frá 1. september 1982 til 30. sept. 1983 Samkomulag var undirritað í deilu starfsmanna á álverinu í Straumsvík og fyrirtækisins, í húsi ríkissáttasemjara laust eftir kl. 9.00 í gærmorgun. Var samkomu- lagið undirritað með fyrirvara um samþykki félagsfunda þeirra 10 verkalýðsfélaga sem að því standa. Allir starfsmenn í Straumsvík fá samkvæmt samkomulaginu 6.5% grunnkaupshækkun frá 1. sept- ember sl., 2.4% hækkun 1. janúar 1983 og 2.5% hækkun 1. mars á næsta ári. Akvæði um starfsaldurshækkan- ir breytast þannig að 1. mars n. k. fá þeir sem náð hafa 5 ára starfsaldri 1272% launahækkun en liöfðu haft 12% áður. Eftir 7 ára starf hækkar þessi tala í 15%, en var 14% áður, og síðan bætist ný starfsaldurs- hækkun við eftir lo ára starf. Þá ná menn samtals 17% starfsaldurs- hækkun ofan á byrjunarlaun. Er því um 3% viðbótarhækkun að ræða samkvæmt nýja samkomu- laginu þegar menn ná 10 ára starfs- aldri. Lítið sem ekkert var hreyft við sérkröfum einstakra hópa en gerðar bókanir um viðræður ein- stakra liða eftir ákveðinn tíma. Þó er í þessu samkomulagi ákvæði um að á stórhelgidögum skuli einnig vaktavinnumenn fá.120% álag ofan Alverið í Straumsvík: Ljósm. gel. 12-17% hækkun launa á sainningstímabilinu. - á dagvinnutaxta, en áður höfðu þeir einungis haft venjulegt vakta- álag á stórhátíðum. Samkomulag þetta þýðir í reynd um það bil 12-17% hækkun að meðaltali fyrir starfsmenn álvers- ins, en þar er samið fyrir nánast alla starfsmenn í einu. Samkomulagið verður kynnt á télagsfundum á mánudag og greidd atkvæði um það. Verkíalli hefur því verið aflýst á Straumsvík með fyrirvara um samþykki félaganna. Samtals 1190 íbúðir Gífurleg aukning hefur orðið á félagslegri byggingu íbúða með til- komu laga um Húsnæðisstofnun frá 1980. Þegar hafa verið sam- þykkt lán fyrir 574 íbúðum, sem fjarmagnaðar eru af Byggingasjóði verkamanna, auk þess hefur verið heimilaður undirbúningur 160 íbúða, og fyrir Húsnæðisstofnun liggja beiðnir um aðrar 456 íbúðir til viðbótar. Allar horfur eru á að innan mjög fárra ára verði lokið við byggingu allra þcssara 1190 íbúða. Til samanburðar má geta / A öllum síðasta áratug voru byggðar 817 íbúðir þess, að á öllum síðasta áratug voru byggðar 817 íbúðir í þessu kerfi! Ibúðir þessar eru fjármagnaðar af Byggingasjóði verkamanna eins og áður sagði og lánar sjóðurinn allt að 90% byggingarkostnaðar. Kvaðst Ólafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar reikna með að beiðnir sveitarfélaga um byggingu 456 íbúða yrðu af- greiddar í vetur þannig að hægt yrði að hefja byggingu einhverra þeirra strax næsta sumar. Flestar byggingar eru nú í smíðum í Reykjavík eða 259, en þar af er 77 íbúðum lokið. Auk þess hafa verið lagðar inn beiðnir um að hefja byggingu 197 íbúða. Á Akureyri eru 72 íbúðir í smíðum. heimilaður hefur verið undirbún- ingur 18 íbúða og sótt hefur verið urn srníði 40 íbúða til viðbótar. í Kópavogi eru nú í smíðum 36 íbúðir og til viðbótar hefur verið veitt heimild til að hefja byggingu 42 íbúða. í Hafnarfirði er lokið byggingu 9 íbúða, 16 íbúðir eru þar í smíðum og sótt hefur verið um byggingu 22 íbúða til viðbótar. Þá hafa ísfirðingar sótt um byggingu 20 íbúða og Hvergerðingar hafa sótt um sama fjöida. 114 framantaldra 1190 íbúða eru leiguíbúðir sveitarfélaga. -v. Grunnvöru- afsláttur nær 6 miljónir kr. Gruiinvörutilboðunum lýkur þann 20. nóv. n.k., en tilboðssalan byrjaði í apríl á síðasta ári. Sambandsfréttir greina frá því, að á árinu 1982 muni heildarafslátt- urinn til neytenda af grunnvörun- um nema rétt tæpum 6 milj. kr. Vörumagnið, sem afgreitt hefur verið á árinu samkvæmt grunnvör- utilboðinu, er samtals 2.715 tonn og kassafjöldi um 196 þús. Svarar það til þess að því nær einn kassi af grunnvörum hafi farið til hvers ein- asta landsmanns. -mhg Fasteignamatið á höfuðborgarsvæðinu: 78% hækkun á íbúðum 65% á atvinnuhúsnœði og úti á landi Nemendur Menntáskólans í Reykjavík reru á Tjörninni í Reykjavík síð- degis í gær þrátt fyrir brælu. Tilgangur þeirra var að vekja athygli á happdrætti íslensku Ólympíunefndarinnar. Ljósm eik. Álver í Reykjavík? Yfirnefnd fasteignamats hefur ákveðið nýtt fasteignamat sem tekur gildi 1. desember n.k. Á höf- uðborgarsvæðinu öllu (Bessastaða- hreppur og Mosfellshreppur meðtaldir) hækkar mat á íbúðar- húsnæði um 78% en mat á atvinnu- húsnæði og öðru húsnæði um 65%. Fasteignir utan höfuðborgar- svæðisins, íbúðarhús, atvinnuhús og jarðir hækka um 65% frá mat- inu 1. desember 1981. Samkvæmt lögum á fasteigna- mat að nema gangverði á eigninni, en sem kunnugt er liafa íbúðir í fjölbýlishúsum í Reykjavík hækk- Borgarstjórn hefur samþykkt að fela skipulagsnefnd og Borgar- skipulagi að finna svæði innan borgarmarkanna þar sem koma má fyrir með góðu móti gömlum íbúðarhæfum húsum sem víkja þurfa úr sínu upprunalega um- hverfi. Tillagan hlaut 21 samhljóða atkvæði. Það var Hulda Valtýsdóttir, for- maður umhverfismálaráðs sem mælti fyrir tillögunni, en á undan- , förnum árum hefur viðhorfið gagn- að um 88% á 12 mánaða tímabili. Stefán Ingólfsson deildarverk- fræðingur hjá Fasteignamati ríkis- ins sagði í gær, að nýja fasteigna- matið væri í raun 15% undir gang- verði í þessu tilliti. Hins vegar væri fasteignamatið nú komið langt yfir raunverulegan byggingarkostnað og hefði yfirnefnd talið 78% hækk- unina eðlilega. Fasteignamat er sá grundvöllur sem asteignaskattar sveitarfélag- anna byggja á. Þeir nema um % hlutum svokallaðra fasteigna- gjalda, en í gjöldunum eru einnig vatnsskattur og brunatengd gjöld. Samkvæmt yfirlýsingum borgar- vart gömlum húsum gjörbreyst og eru þau nú vart rifin í borginni nema þau séu gjörsamlega ónýt. Mikil ásókn hefur verið í lóðir undir slík hús, og benti borgar- minjavörður nýlega á í umsögn til umhverfismálaráðs að Bráðræðis- holtið væri að fyllast og finna þyrfti nýtt svæði af því tagi. í tengslum við tillögu Huldu var umfjöllun um flutning eða niðurrif á Lindargötu 37 frestað og vísað til borgarráðs. -ÁI stjórans í Reykjavík verður álagn- ingarstuðull á íbúðarhúsnæði nú lækkaður úr 0,5% í 0,421% af fast- eignamati, en álagningin á atvinnu- húsnæði verður óbreytt. Ef tekið er dæmi af venjulegu íbúðarhúsi á eignarlóð í gamla bænum, sem í fyrra var metið á 592 þúsund krónur samtals (hús og lóð), þá námu 0,5% fasteigna- skattar af því kr. 2.960.-. Fast- eignagjöldin öll námu 4.700 krón- um árið 1982. Samkvæmt nýja matinu verður fasteignamat þessa sama húss 1.054 þúsund krónur pr. 1. desem- ber n.k. 0,421% fasteignaskattur verður þá 4.437 krónur. Ef önnur fasteignagjöld hækka í samræmi við byggingarvísitölu eða um 65%, þá nema heildargjöldin af húsinu 7.308 krónum áárinu 1983. Heildat hækkunin milli ára á álögðum gjöldum verður þá 55%. Með óbreyttum álagningarstuðli fasteignaskatta, 0.5%, hefðu heildargjöld á næsta ári af þessu sama húsi orðið 8.141,- króna, og hækkunin milli ára hefði nurnið 73,2%. Ákvörðun Sjálfstæðis- flokksins um lækkun fasteigna- skatta í Reykjavík sparar skv. þessu 833 krónur fyrir húseiganda sem á ríflega einnar milljón króna íbúðarhúsnæði skv. fasteignamat- inu nýja. Þess ber að gæta að hér er reiknað með að önnur fasteignat- engd gjöld hækki jafn mikið og byggingarvísitala milli ára, en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um hversu mikið þau koma til með að hækka. ÁI Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar hefur lýst áhuga á því að „kannaðir verði til þrautar mögu- leikar á að álver eða annar orku- frekur iðnaður rísi í Geldingancsi að uppfylltum öllum cðlilcgum for- sendum um hagkvæmni, öryggi og mengunarvarnir.“ Tilefni þessarar samþykktar er að Gcldinganes cr einn af sex stöðum á landinu sem staðarvalsnefnd telur koma til greina að reisa á álver og leitaði nefndin eftir áliti borgarinnar. I bókun Guðmundur Þ. Jóns- sonar með atkvæði hans í nefndinni segir m.a.: „Ég tek undir það sjónarmið að Reykjavíkurborg lýsi yfir almennum áhuga á því að reisa hér öflug framleiðslufyrirtæki og treysti með því undirstöður atvinn- ultfsins í borginni. Hvað varðar hugsanlega staðsetningu álvers í Geldinganesi legg ég áherslu á að niðurstöður rannsókna vegna mengunar á lífríkinu umhverfis Geldinganes og í fyrirhugaðri íbúðarbyggð norðan Grafarvogs liggi fyrir áður en endanleg á- kvörðun er tekin. En til mengunar- varna og hollustuverndar verður að gera ítrustu kröfur." í umræðum í borgarstjórn um málið kom m.a. fram að málið væri á byrjunarstigi og með samþykkt nefndarinnar væri engu slegið öðru föstu en því, að rannsóknir héldu áfram. -Á1 Fundið verði svæði fyrir flutningshús

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.