Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 22
22 StÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982 kvikmyndrir Ung kona á uppleið er fyrsta langa, leikna myndin sem Gill Armstrong stjórnar, én áður hafði hún gert nokkrar stuttar myndir sem vakið höfðu athygli í Ástralíu. Kvikmyndatökumaður- inn er hinsvegar karlkyns, Don McAlpine, þekktur fyrir iistræn vinnubrögð í t.d. Morant liðþjálfa sem var sýnd hér ekki alls fyrir löngu. Framadraumar var framiag Ástralíu á Canneskvikmyndahá- tíðinni 1979 og hefur hvarvetna hlotið ldfsamlega dónta. Fátœkir og ríkir Sybylle er elsta barn hjóna sem hokra með ómegð á örreytiskoti í ástralskri sveit, þar sem þurrkar hafa geisað og baslið er gegndar- laust og bætir ekki úr að heimilis- faðirinn er drykkfelldur. Móðir Sy- bylle er „aT góðu fólki“ og hefur tekið heldur betur niður fyrir sig. Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar Framadraumar (My Brilliant Career) Ástralía, 1979 Handrit: Eleanor Witcombe, eftir sögu Miles Franklin Stjórn: Gill Armstrong Kvikmyndun: Don McAlpine Aðalhlutverk: Judy Uavis, Sam Neill. Sýningarstaður: Regnboginn. Framadraumar uppfyllir flest skilyrði til að vera kölluð kvenna- ntynd. Hún er byggö á sjálfsævi- sögu konu, kona skrifar handritiö og kona stjórnar myndinni. Þetta Stúlkan er ákveðin í að feta ekki í fótspor móður sinnar, hún ætlar að verða eitthvað, einsog sagt er. Einsog gefur að skilja er ekki hlaupið að því að verða eitthvað þegar maður býr við slík kjör, allra síst þegar haft er í huga að sagan gerist um síðustu aldamót. Móðuramma Sybylle býr í fínu sloti og býður stúlícunni að koma til sín. Hún 'ætlar að gera hana að dömu og gifta hana vel. Sybylle kann þvi vel að losna úr skítnum og baslinu, en hún vill ekki ganga inn í það hlutverk sem amman ætlar , henni. Ekki einusinni þegar hún kynníst ungum, ríkum land- eiganda, sem hún verður bálskotin í, og sem vill gera hana að land- eigandafrú. Stelpan vill nefnilega verða eitthvað sjálf, hún vill verða .heil manneskja en ekki partur af einhverjum öðrum. Móti straumnum Hér er semsé komin saga af konu í leit að sjálfri sér, konu sem hafnar hefðbundnu mynstri samtímans og gengur ótrauð á móti straumi. Með því að hafna örygginu sem ríkur eiginmaður gæti veitt henni er hún ekki aðeins að tryggja sjálfri sér ó- trygga framtíð og skilningsleysi sam- tímans, heldur er hún einnig að neita sjálfri sér um ástina, sem hún þó þarfnast og þráir. Það er fyrst og fremst þetta, sem gerir Frama- Þvottavélin ALDA jnær og jiurrkar vel Vörumarkaðurinn hf. RAFTÆKJADEILD - SÍMI 86117 Koddaslagur á stórbýlinu: Judy Davis og Sam Neili í „Framadraumum“. drauma að kvennamynd, góðri kvennamynd vel að merkja. Judy Davis er spennandi leik- kona og verður gaman að fylgjast með ferli hennar; hér er hún í sínu fyrsta meiriháttar hlutverki og ger- ir því góð skil. Sybylle er í túlkun hennar mátulega þrjósk og stolt, sannfærð um að hún eigi annað er- indi í heiminn en að þjóna karl- mönnum og hrúga niður börnum. Það er í henni púki, sem birtist oft í mjög skemmtilegum myndurn, einkum þegar henni leiðist yfir- drepsskapur fína fólksins. Leikkonan fer Jétt með að vekja samúð áhorfandans og áhuga á persónunni Sybylle. Það er auðvelt að setja sig í spor hennar, þrátt fyrir fjarlægð í tíma og rúmi. Kann- ski hefur ekki svo margt gerst á þessum 80 árum, og kannski er Á- stralía ekki svo langt í burtu, þegar allt kemur til alls. Vorkunn en ekki samkennd Engu að síður þótti mér nokkuð skorta á trúverðugleika myndar- innar þegar kont að þjóðfélagslýs- ingunni, eða öllu heldur lýsingu á fátæka sveitafólkinu, sem Sybylle er partur af. Aðstandendur mynd- arinnar virtust fóta sig betur á lökk- uðum gólfum fína fólksins en í skítnum hjá fátæklingunumj og þarf kannski engan að undra. Mér finnst samt óþarfi að hafa slíkan óperettubrag á fátæklingunum - skíturinn var ekki ekta. í myndinni kemur fram að Sy- bylle er að skrifa bók um fólk sitt, og við vitum að myndin er einmitt byggð^á þeirri bók, sem kom út í raun og veru rétt eftir aldamptin. Það sem ráðið verður af myndinni um viðhorf Sybylle til fátæka fólks- ins er sennilega skýringin á þessari lítt trúverðugu þjóðfélagslýsingu. Rithöfundurinn upprennandi vor- kennir fátæklingunum, en finnur ekki til samkenndar með þeim í basli þeirra fyrir hinu daglega brauði. Hún er að skrifa sig frá þessu fólki. En hún á heldur ekki heima innanum ríka fólkið, þótt þaðan sé hún upprunnin að hálfu leyti. Hún er stéttleysingi, einstak- lingur sem á hvergi heima nema í draumum sínum, og þangað er hún að flýja, þangað er hún að skrifa sig. Hún er ekki að skrifa gagn- rýna, þjóðfélagslega skáldsögu, heldur sögu um einstakling sem æskir „einhvers skírra, einhvers blárra“, einsog segir í kvæðinu. Og um það er myndin. Út í óvissuna Lokaatriði myndarinnar gerist í dögun: Sybylle lýkur við síðustu setningu bókarinnar (hún endar reyndar á orðinu ,,amen“) og geng- ur út á veginn með handritið í fang- inu, innpakkað og skrifað utan á það til bókaútgefanda í Skotlandi. Hún stingur pakkanum í póstkass ann - ætli mjólkurbílstjórinn sæki hann ekki. Satt að segja varð ég fegin þegar þær upplýsingar birtust eins og eftirmáli á tjaldinu, að bókin hefði verið gefin út í Skot- landi. Það hefði verið hræðilegt, ef pakkinn hefði týnst eða enginn vilj- að gefa bókina út. Þetta atriði er vissulega óraunsæislegt, en situr einkennilega í manni eftir á. Kann- ski er þetta einmitt svona í raun og veru: listamaðurinn sendir verk sitt frá sér út í óvissuna, verk sent hann hefur lagt allt í sölurnar fyrir. Verk sem er einsog barnið hans og á fyrir höndum að réttlæta allar fórnirnar, sem því voru færðar. Maður þarf ekki að vera sáttur við þær borgaralegu hugmyndir um listamenn sem gegnsýra þessa kvikmynd til að njóta hennar heilshugar. Framadraumar er ljúf og skemmtileg mynd og stendur al- veg fyrir sínu. Hún á skilið að fá góða aðsókn, miklu betri en raunin var kvöldið sem ég fór að sj-á hana. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari Hressingarleikfimi - Seltjarnarnesi i ’it*i i iöaciu i i ii cööii iyai ic?ir\nnii Kvenna hefjast mánudaginn 8. nóvember 1982. Kennslustaður: íþróttahús Seltjarnarnesl. Fjölbreyttar æfingar - músik - slökun. Innritun og upplýsingar I síma 33290 kl. 9.00- 14.00. I dag og á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.