Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 9
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Þú kemur með þinn DAIHATSU og keyrir burt á nýjum DAIHATSU CHARADE Verð frá 124.700 kr. með öllu þinn bíll Mismunur samningsatriði IVIIblllUIIUI samningsatriði CHARADE TAFT 4x4 Verð frá 220.900 kr. með öllu h- þinn bíll Mismunur samningsatriði Daihatsuumboöíö, Armula 23,- sími 85870 - 39179 Afsteypur af Sjómanninum Byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi hefur látið gcra afsteypur af höggmyndinni „Sjómaðurinn“ eftir Martein Guðmundsson (1905- 1952) myndskera og myndhögg- vara, sem hann mótaði á síðustu æviárum sínum. Mynd þessa keypti nefnd sú, sem kjörin hafði verið til að reisa minnismerki sjómanna á Akranesi, og lét stækka upp og steypa í eir í Noregi og koma fyrir á Akratorgi 1967. Myndirnar eru um 50 cm á hæð, mótaðar í gifs, og eru nákvæmar afsteypur af frummynd listamanns- ins. Upplag cr takmarkað við 200 tölusett eintök. Myndirnar verða til sölu í Byggðasafninu í Görðum alla virka daga kl. 14-18, og hefst sala þeirra helgina 6-7. nóv. Tekið er á móti pöntunum í s. 93-1255. áður, þegar á móti blés. Svo mikill var ákafinn og leit hennar að nýj- um tjáningarformum að einn miðill nægði henni ekki. Sviðið sem hún spannaði var breitt; að því leyti að þar hafa fáir íslenskir listamenn staðið henni á sporði. Samt gerði hún sér ævinlega far um að skilja eðli efnisins sem hún hafði á milli handanna, það skyldi fyrst og fremst þjóna hugmyndinni. Hún varð meistari í glermynda- gerð, sín stærstu verk vann hún af mikilli leikni í mósaík, teikning hennar var hnitmiðuð og örugg. Hvort senr hún brá á loft grisju ak- varellunnar eða gljúpu tjaldi olíumálverksins var hugsýn hennar bundin litum sem alltaf voru sterkir í tilfinningum hennar. Um það vitna líka ljóð Nínu sem hún flíkaði þó aldrei, þau eru myndræn og lit- sterk og vísa beint inn í sálarlíf hennar. Ýmist full efa og vonleysis, eða blönduð hinni hressilegu kímni Nínu sem vísar í tvær áttir í senn en er alltaf einkennandi fyrir mann- lega afstöðu hennar. Öll verk hennar eru óður til náttúrunnar, í þeim sameinast á ljóðrænan hátt orð, hugsun og mynd. 1 þeirri hefð sem lengi ríkti var ekki ætlast til þess að listakonur létu frá sér fara annað en það sem væri nett og átakalaust, sem sagt kvenlegt og eftir því hljómuðu ein- kunnirnar. Eftir að hafa lesið tugi umsagna og blaðagreina um Nínu á nær þrjátíu ára listferli hennar hef ég ekki enn rekist á þau orð sem svo oft var gripið til þegar hæla þurfti listiðju kvenna. Pegar Nína kom heim frá Banda- ríkjunum 1949 með tvær einka- sýningar að baki í New York, var hún spurð að því hvort hún væri sest þar að og hún svarar: „Ég er alls ekki sest að og vonast til að setjast hvergi að. Ég vil alls staðar eiga heima." Þannig var Nína síleitandi þótt hún væri líka alltaf að finna það sem henni hentaði. En svörin vöktu nýjar spurningar og Nína hafði kjark til að hefja nýja leit. Nína Tryggvadóttir í dag verður opnuð sýning á smámyndum eftir hana í Listasafni alþýðu, og bók um hana kemur út hjá Almenna bókafélaginu í dag, laugardag, verður opnuð í Listasafni alþýðu sýning á smá- myndum eftir Nínu Tryggvadóttur, einn fremsta listmálara okkar fyrr og síðar. Myndir þessar eru komn- ar frá New York og hafa fæstar sést hér áður. Þá gerist það ennfremur í dag, að út kemur bók um Nínu með fjölmörgum litmyndum af verkum hennar hjá Almenna bókafélaginu. Við tökum okkur það bessaleyfi að birta hluta úr formála í sýningar- skrá um Nínu eftir Hrafnhildi Schram listfræðing: Hún hefði orðið sjötug á næsta ári ef henni hefði enst aldur, en hún lést 1968, aðeins 55 ára gömul. Þótt hún byggi flest sín fullorðinsár í miðstöðvum menningarinnar úti í heimi, London, París og New York, hafa fáir listamenn verið eins bundnir íslenskum uppruna sínum í listsköpun og hugarfari, því hin alþjóðlega myndlist hennar grundvallaðist á íslenskri náttúru. Til íslands sótti hún styrk sinn sam- tímis því sem hún nærðist á er- Nína Tryggvadóttir (1913-1968) í vinnustofu sinni í Reykjavík 1955. lendum straumum í nútímalistinni. Hún lærði af bestu listamönnum sinnar tíðar, breyttist stöðugt en þekktist samt á augabragði. Þótt hún nýtti sér erlendar nýjungar í listum tókst henni oftast að varðveita sjálfstæði sitt og persón- uleg einkenni. Jafnvel eftir að sigurinn var unninn og viðurkenningarnar hlóðust að henni var hún eins leitandi og frjálslynd í list sinni og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.