Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982
/ 2 1— V s (& ? 9 sr 10 v- 11 §2
11 9? )2 /3 // )¥ R? i<r (t? !Z l Ur ó“
% I 13 // V n u 12 9? J7- 18 19 S'
8 20 2t 2/ i? 22 t- 23 W 1 lo S 1/ 9?
V e 2! 23 6, ? 19 9? 12 18 S2
28 (0 J- 8 b 7- 3 V 11 21 ú s 18
2(r \2 2? )2 V 2ý 12 2 & 2*1 Iff 22 V
12 Zo 8 4 12 X 2X 28 23 18 8 (p 92
$ 2/ 20 (o IS T~ (o 28 12 9? l(p 12
21 b 8 V )S 2 2/ 52 ? 92 13 II 19 9? ¥
9? * )S e (p S? ? IH- 12 13 O- H II H 23
3/ 21 i& 12 & 12 6> 9? 's 7. 2Zs- 6c V 13 1/
/5~ 8 )/ 2/ R? w 92 2 8 0 J¥ 2! S2
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
fuglategund. Sendið þetta nafn sem lausn á krpssgátunni til Þjóð-
viljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 346.“ Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
3 13 5 20 2S (s? 4 11
L, ..j —
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
semilesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp,
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komiö í stað á og öfugt.
Fundur
um
íslenska
orðaroð
íslenska málfræðifélagið efnir til
fundar næstkomandi mánudag, 8.
nóvember. Á fundinum verður
rætt um orðaröð í íslensku, og
verður frummælandi Eiríkur
Rögnvaldsson, cand. mag. Eiríkur
hefur nýlokið kandídatsprófi í ís-
lenskri málfræði frá Heimspeki-
deild Háskóla fslands, og nefnist
lokaritgerð hans: „Um orðaröð og
færslur í íslensku“.
Fundurinn fer fram í stofu 308 í
Árnagarði og hefst kl. 17.00. Öll-
um er heimill aðgangur.
sunnudagskrossgátan
Nr. 346
Svava Sigríður
sýnir í Galleríi
Lækjartorgi
Svava Sigríður Gestsdóttir sýnir
um þessar mundir í Gallerí Lækj-
artorg 40 verk, pastel, blek og
vatnslitamyndir. Hún er ein af
stofnendum Myndlistarfélags Árn-
essýsiu og búsett á Selfossi. Þar
hefur hún haldið fimm einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum.
Sýningunni lýkur 7. nóvember.
Bingó hjá
kvennadeild
Slysavarnar
félagsins
Kvennadeiid Slysavarnarfélags
íslands heldur bingó á sunnudag-
inn á Hótel Borg og hefst það kl.
15.00. Glæsilegir vinningar, m.a.
flugferðir innanlands og utan.
A vit forynja
Ég ók á tveimur hjóium niður í
bæ á mánudagsmorgun og beint
inn í kvið Akraborgarinnar. Ég
var á leið vestur á Mýrar. Mikið
er nú notalegt að þurfa ekki að
taka á sig þennan krók fyrir Hval-
fjörð til þess að komast upp í
Borgarfjörð. Hvalfjörðurinn er
að vísu ósköp fallegur, ef frá eru
skilin járnblendiverksmiðjan og
olíustöðin, en hann er líka ósköp
langur og leiðinlegur - einkum sé
maður að flýta sér.
Það er hins vegar unaðslegt að
ferðast með skipi og í góðu veðri
eins og var á mánudagsmorgun.
Ég sat í reykingasalnuin með
vindil og kaffibolla og virti fyrir
mér samferðafólkið. Þarna voru
greiniiega tveir bændur á heim-
leið úr kaupstað með stóra, út-
troðna plastpoka, merkta JL.
Þarna var ung og kát kona með
fiðlu að spjalla við feitlagna stóra
matrónu, og þarna var náungi
með kókflösku, senniiega á
heimleið eftir helgarsvall í
Reykjavík. Einnig mátti sjá
flutningabílstjóra á leið vestur,
norður eða austur.
Skipið vaggaði notalega á hæg-
um bárum og var áður en varði
komið upp á Skaga og tæmdist
þar á augabragði. Frá Akranesi
er skottúr vestur á Mýrar.
Ég var ekki jafn heppinn á
heimleiðinni. Síðasta ferð með
Akraborginni var klukkan hálf-
sex og ég varð of seinn fyrir. Það
tekur tíma að súnna sig í
sveitinni. Auk þess var byrjað að
hellirigna og komið myrkur. Á
sveitarveginum í Álftaneshreppn-
um ríghélt ég mér í stýrið, enda
vegurinn mjór og holóttur. Regn-
ið streymdi án afláts til jarðar og
myrkrið var kolsvart. Stundum
fannst mér ég vera að aka út af
veginum og forynjur skutu upp
kollinum þegar minnst varði.
Ekki hefði það komið mér á óvart
að sjá Skallagrím koma aftur-
genginn askvaðandi á móti mér.
Hvalfjörðurinn var óvenju
langur að þessu sinni. Smám
saman stytti þó upp og fullt tungl
tók að vaða í skýjum. Þegar ég
leit upp á Þyrilinn voru dökkar
útlínur hans tröllvaxnar, en í
Kjósinni lýsti máninn eftir hluta
Esjunnar og sveitin varð eins og
álfabyggð.
Svo virtist sem allir flutninga-
bílar landsins væru á þessari leið.
Þeir komu, einn af öðrum, ösl-
andi á móti mér eins og drekar,
blinduðu mig augnablik er þeir
óku fram hjá og aurskvetturnar
lögðust yfir framrúðurnar sem
vinnukonurnar mökuðu lengi á
rúðunum áður en fór að sjá út á
nýjan leik. Hvað eftir annað varð
ég að stoppa og satt að segja var
ég lafhræddur, enda óvanur að
aka úti á þjóðvegum í myrkri og'
bleytu.
Nei, þá er betra að láta skip
vagga sér blíðlega á öldunum og
geri ég það að tillögu minni að
bílaskip sigli allt í kringum landið
og komi við á hverri höfn. Þó
verð ég að játa að iangt verður
sennilega þangað til þau leggjast
að bryggju á hinurn forna versl-
unarstað í Straumfirði á Mýrum.
Guðjón.
Verðlaunin
Verðlaunin fyrir krossgátu
nr. 342 hlaut Arnheiður
Eyþórsdóttir. Þau eru
bókin Hverju svarar lækn-
irinn? Lausnarorðið var
Fenjadís.
Verðlaunin að þessu sinni
er ný verðlaunabók, Vor-
ganga í vindhæringi eftir
Bolla Gústafsson, sem AB
gefur út.