Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.12.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Opið bréf til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: Heilsugæslustöð sem allra fyrst Læknar hvetja bæjarstjórnina til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið Heimilislæknar í Hafnarfirði hafa árum saman látið í ljós áhuga á að stofnuð verði heilsugæslustöð í bænum. Reynslan hefur að þeirra dómi sýnt að öll þjónusta batnar, fagleg þekking eykst og heildar - kostnaður helst í skefjum með til- komu slíkra stöðva. Starfandi læknar í Hafnarfirði hafa sent frá sér opið bréf til bæjarstjórnar um þetta mál ásamt línuriti sem sýnir geysilega útþenslu í kostnaði við sjúkrahúsrekstur á sama tíma og kostnaður við almenna heilsugæslu helst svipaður: Hafnarfirði, 09.12. 1982 Til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, Strandg. 6, 220 Hafnarfjörður. Eins og kunnugt er hafa heilsu- gæslumál í Hafnarfirði verið all- mikið til umræðu hjá bæjaryfir- völdum og heilbrigðisstarfsfólki í Hafnarfirði undanfarið. Hafa heimilislæknar í Hafnarfirði svo og annað heilbrigðisstarfsfólk alltaf verið þess mjög hvetjandi að stofn- uð verði í bænum heilsugæslustöð samkvæmt lögum nr. 57/1978 og lagt á það þunga áherslu. Okkur er kunnugt um að þann 11. okt. s.l. sendi heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið bréf til bæjarstjóra Hafnarfjarðar, þar sem eftirfar- andi var lagt til: „1. Sú kerfisbreyting verði gerð í upphafi n.k. árs að komið verði á fót heilsugæslustöð í Hafnarfirði í samræmi við lög um heilbrigðisþ- jónustu nr. 57/1978. 2. Þar til fyrirhuguð viðbygging við Sólvang kemst í gagnið verði starfrækt heilsugæslustöð í Hafnar- firði í bráðabirgðahúsnæði og þjónusta veitt í samræmi við áður- nefnd lög. 3. Samfara því að fé verði veitt til byggingar heilsugæslustöðvar við Sólvang verði fé veitt til þess að ráða viðbótarstarfslið og kaupa á nauðsynlegum búnaði vegna heilsugæslunnar í bráðabirgða- húsnæði. Það viðbótarstarfslið og búnaður myndi flytjast í nýja hús- næðið við Sólvang í fyllingu tímans.“ Okkur er kunnugt um að bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefur nýlega samþykkt að hefja viðræður við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið um þessi mál. Við heitum hér með á bæjar- stjórn að hefja þessar viðræður svo fljótt sem verða má og ítrekum hér með það álit okkar að stofna beri í Hafnarfirði heilsugæslustöð sam- kvæmt áðurnefndum lögum svo fljótt sem þess er kostur með þeim hætti, sem lagt er til í framangreind erindi frá heilbrigðis- og trygging- amálaráðuneytinu. Svarta línan sýnir kostnaðarþró- un við sjúkrahúsþjónustu í Reykja- vík, strikalínan lyfjakostnað og punktalínan kostnað við almenna heilsugæslu frá 1980 til 1982. Virðingarfyllst, Grímur Jónsson, læknir, Guð- mundur H. Þórðarson, læknir, Jón Bjarni Þorsteinsson, læknir, Jó- hann Ag. Sigurðsson, dr. med., Jón R. Arnason, læknir, Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir. 1X2 1X2 1X2 16. leikvika - leikir 11. desember 1982 Vinningsröð: 212-111-112-1X2 1. vinningur: 12 réttir- kr. 343.020.- 81567(4/11) 2. vinningur: 11 réttir-kr. 3.585.- 8765 60266 63760+ 69978+ 77526+ 92616 97906+ 72715(2/11)+ 11551 60596+ 63843+ 69988+ 87131+ 93328 99657+ 90999(2/11)+ 13669 60627+ 69974+ 75073 87620+ 95725 99661+ 98716(2/11)+ 18446 63611 69976+ 77023 91776 96397 63692(2/11) Úr 15. leikviku: 99704+ 99832+ Kærufrestur er til 3. janúar 1983 kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim- ilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK Skrifstofur flugmálastjóra verða lokaðar fimmtudaginn 16. des- ember n.k. frá kl. 14 vegna jarðarfarar Árna Sigurðssonar. Flugmálastjóri Blaðberi óskast Kaplaskjólsveg - Meistaravelli NOÐVIUINN Sími 81333. Vlö systurnar Tvelr fræglr ástarsagna höfundar Skuggsjá hefur gefið út skáld- sögur eftir tvo nafnfræga höfunda ástarsagna, Barböru Cartland og Theresu Charles. Ástin blómstrar heitir saga eftir Barböru Cartland, hin níunda sem Skuggsjá gefur út. Þýðandi er Sig- urður Steinsson. Eins og margar fyrri bækur höfundar fjallar þessi um „hina hreinu og sönnu ást“ og mun ekki kynlífstal þar að finna, segir í frétt frá forlaginu. Hún segir frá ekkjumanni sem í nýju um- hverfi kynnist tveim konum - önn- ur kennir honum að elska á nýjan leik, en hin er engu áhrifaminni í lífi hans. Við systurnar heitir saga Ther- esu Charles, sem Andrés Krist- jánsson þýðir. Segir hún frá þeim prestdætrum í Cornwall. Ástríður og sterkar tilfinningar ólga allt í kringum þessar systur, sem eiga þau ósköp yfir sér, að mennirnir sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Annar er prestur og óeigingjarn hugsjónamaður, hin er glæsimenni úr veisluheimi utanrík- isþjónustunnar. LÁRUS ÁGUST GfSLASON HANDBÓK UM Á ÍSLANDI Þrjár kjörbækur frá Leiftri FRÆNDGARÐUR NIHJATÖL Ró«j BrynjóUwlóUur, Jón» Salómon»M>t>ar, tWd» HjsrnarwMiar, Sólrúnar ÞórSardóttur. S^urðar Sí{uirðvM>n»r Mrð bókaranka eftir Bjama J<ina»»on Handbók um hlunnindajarðir á íslandi Skeldýrafána íslands ettir Ingimar Óskarsson Frændgarður Björn Magnússon tók saman eftir Lárus Ág. Gíslason Höfundur bókarinnar hefur um 20 ára skeið unnið við fasteignamat, fyrst í Rangárvallasýslu og síðan við landnám ríkisins í Reykjavík. Hann er því manna kunnastur um allar hlunnindajarðir á landinu. Hér er saman kominn fróðleikur, sem ekki er annars staðar tiltækur í heild. Eftirfarandi hlunnindi eru talin upp: Æðarvarp, selveiði, lax, silungur, hrognkelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hellar, útræði. ®)_________________________________ Ingimar Óskarsson hóf skeldýra- rannsóknir sínar skömmu eftir 1920. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsu- maga til rannsóknar, en ýsan étur feiknin öll af skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist i margar fágætar tegundir. En Ingi- mar hafði þennan einstaka fróðleik ekki eingöngu fyrir sjálfan sig. Um árabil flutti hann erindi í útvarp um fjölmargar dýrategundir bæði í sjó og á landi. Skeldýrafána hans kem- ur nú í fyrsta sinn út í heild. Þessi bók geymir i senn niðjatöl og framættir. Taldir eru niðjar íimm manna, formæðra og forfeðra höf- undar. Meðal niðja má nefna Egiis- staðamenn, Hólamenn í Nesjum, niðja Þórarins Guðmundssonar á Seyðisfirði og fjölmargra annarra, Barðstrendinga, Bjarnasensfólk úr Vestm.eyjum, Eyfirðinga og Akur- eyringa komna af séra Jakobi í Saur- bæ og Oddi á Marðarnúpi. Ritgerð Bjarna Jónassonar um húnvetnskar ættir birtast hér i fyrsta sinn á prenti. LEIFTUR HF. Höfðatúni 12 - Sími 17554

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.