Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN l'östudagur 31. desember 1982 ___________ Innlendur annáll 1982 (án ábyrgðar) Byrjað á hlaupi Fyrstu dagana í janúar hljóp Skaftá með miklum bægslagangi og látum, og var það eins og forboði þess hvernig árið yrði. Ég man vart eftir öðru eins vatnsmagni, sagði Böðvar Kristjánsson bóndi í Skaftárdal. En kannski hefur hlaupið ekki verið fyrirboði, heldur bara til heiðurs Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi sem varð sjötugur 8. janúar. Bla-bla-ópera Sennilega hefur listalíf aldrei staðið með jafnmiklum blóma á þeim kalda norður- hjara íslandi eins og á árínu 1982. A þetta ekki síst við um tónlistina, og einhver merk- asti listviðburður ársins var þegar fslenska óperan tók til starfa 9. janúar en þá var Sígaunabaróninn frumsýndur við mikla hrifningu. Reyndar sagði ein helsta drif- fjöður óperunnar, Garðar Cortes söngvari, að efni Sígaunabarónsins væri svona venju- leg bla-bla óperusaga, en það látum við liggja milli hluta. Tónlistin og stemmningin blífur. Hrafn geysist áfram Hrafn Gunnlaugsson var mikið í fréttum og auglýsingum á árinu. Fyrri hluta ársins Fall Geirs Hallgrímssonar í prófkjöri Sjálfstæðisf iokksins olli mönnum nokkrum vonbrigðum Brambolt og bríarí vann rannsóknarlögreglan að rannsókn á spjöllum á Geysi í Haukadal, sem Hrafn stóð á bak við, og seinna á árinu var flutt frumvarp um verndun þjóðsöngsins - út af Krumma. Um sumarið var svo frumsýnd kvikmyndin Okkar á milli o.s.frv., og fór það víst ekki fram hjá neinum. Svo voru fluttir framhaldsþættir í sjónvarpi sem Krummi leikstýrði. Sagt var að engum hefði staðið á sama um allt þetta - nema kannski listagyðjunni. Skák og refskák Þrennt bar hæst í febrúarmánuði: Skák, pólitískt tafl og refskák við Alusuisse. Reykjavíkurskákmótið bar hátt í hugum manna og hæst kannski skák Helga Ólafs- sonar við Alburt. Eftir æsispennandi og tví- sýna viðureign varð Helgi að Iúta í lægra haldi og bar ekki sitt barr eftir það meðan Alburt skaust upp á stjörnuhimininn. Póli- tíska taflið fór líka að verða spennandi og flókið, enda kosningar í nánd. Refskák Alu- Davíð Oddsson var kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur suisscvið íslendinga bar þó hæst, og í febrú- arlok boðuðu auðhringsmenn að þeir mættu ekki á áður samþykktan fund með Hjörleifi Guttormssyni. Álmálið var svo mál málanna út allt árið og Hjörleifur maður ársins. Ólafur hleypur Bandaríski herinn og Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra lögðu á það ofurkapp að fá ný svæði undir hernaðarstarfsemi, og voru þau mál ofarlega á baugi í mars. Þar var um að ræða olíubirgðastöð í Helguvík. Fyrst kom hik á Ólaf þegar frétt birtist í Þjóðviljanum að fundist hefðu fornleifar frá tímum papa í Helguvík, sem virtust benda til að þar hefði verið kapella. Fréttin birtist reyndar 1. apríl og var bara gabb. Hí á Óla! Blanda, blanda.... Blönduvirkjun var ofarlega á baugi í apríl- mánuði, og kom þar ekki síst við sögu Páll á Höllustöðum við Blöndu sem var á móti virkjuninni. Gat hann fátt annað sagt en Blanda, Blanda, og voru sumir farnir að halda að hann ætlaði að detta í það. Eftir mikið þóf urðu þó allir á eitt sáttir - a.m.k. svona á yfirborðinu. Laxness og línuvírinn í lok apríl var mikið húllumhæ í kringum áttræðisafmæli Halldórs Laxness, leiksýn- ingar, tónleikar, útvarps- og sjónvarpsdag- skrár, blaðagreinar, viðtöl og bókaútgáfur. Kepptust allir við að hylla Nóbels-skáldið. Fornar deilur og væringar allar horfnar. Einn gamall kommi orti þó þetta í bríaríi: Pað vill henda marga menn að missa línuvírinn, en gaman vœri ef gerðust enn gersku ævintýrin. Davíð ofaní sprungu Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnar- Albert Guömundssonog Eggert Haukdal höfðu líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér kosningar setti svip sinn á vormánuði. Miklu moldviðri var þyrlað upp og beindust sjónir manna ekki síst að kosningunum í Reykja- vík. Þar fór mest púður í að rífast um hvort Rauðavatnssvæðið væri byggilegt eður ei. Voru þá ortir Davíðssálmar hinir nýju. Eitt erindið hljóðar svo: Davíð röskur, Davíð snar, Davíð þreytir tungu, Davíð hér og Davíð þar, Davíð ofaní sprungu.. íhald og kvennaframboð Úrslit kosninganna urðu þau að íhaldið vann mikinn sigur og endurheimti meiri- hluta í Reykjavík, og var það þungt mörgum vinstri manninum. A kosninganóttina safn- aðist Heimdallur saman á Lækjartorgi og kveikti í Stjórnarráðinu, og þótti það líka illur fyrirboði. Sem betur fór tókst að slökkva áður en tjón hlaust af. Kvenna- framboð náði góðum árangri og fékk menn kjörna, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Og kommarnir f Neskaupstað héldu að sjálf- sögðu velli. Samningaþóf og samningar Kjaramál settu sinn svip á júnímánuð með verkföllum og samningaþófi. Vinnu- veitendasambandið heimtaði launalækkun. í lok mánaðarins skrifaði ASÍ svo undir samninga og sagði Ásmundur Stefánsson þá að þeir væru viðunandi miðað við fram- vindu efnahagsmála. Ekki voru þó allir sammála því - eða þannig. Ellert gegn Ellert Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram um mitt sumar og vakti mikla athygli hér á landi. Ríkisútvarpið fékk einkarétt á sjónvarpsútsendingum, en fyrirtækið Ví- deósón stal myndum úr danska sjónvarpinu og sýndi. Ellert B. Schram kom þannig við sögu að hann var forsvarsmaður Vídeósón, í útvarpsráði og formaður Knattspyrnu- sambandsins. Var talið líklegt um tíma að hann færi í mál við sjálfan sig. Eggert í túninu Eggert Haukdal kom við sögu þar sem hann ákvað að yfirgefa skútu ríkisstjórnar- innar eftir að hafa staðið við borðstokkinn í nokkra mánuði og hikað við að stökkva. Vísir menn sögðu að þá fyrst hefði hann ákveðið sig þegar Geir lofaði honum stöðu kirkjumálaráðherra í næstu ríkisstjórn sinni þar sem þeir sátu saman í túninu heima á Bergþórshvoli(sbr. ljósmynd Morgun- blaðsins). Þetta eru allt aum ’ ^ íngjar, Albert, þeir geta ekkert án okkar,hvorki Gunnar né Geir, við smellum fingri iOg stjórn kemur og fer, og svo ksetti ég hrossiö inn á túnið Éktil prestsins og þú varðst . Pkforseti borgarstjórnar A Sk. þótt Davíö sé Jka fýlu...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.