Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. dcsember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 una fyrir sjálfu lífinu á hættustund - eða með öðrum orðum baráttuna gegn am- erískum herstöðvum? Við afsökum oft aðgerðarleysi með því að hver og einn okkar sé einskis megnugur. En ef allir hugsuðu þannig, þá yrði heldur engin barátta og við gæfumst upp við að lifa. Ég mun nú ljúka þessum orðum með þá von í huga að hver og einn ykkar geri sér ljósa þá ábyrgð sem á honum hvílir, og láti ekki sinn hlut eftir liggja. Skyldi hafa verið lögð þyngri skylda á herðar nokk- urri kynslóð en þeirrar sem nú er að leggja út í lífið? Megi hún rísa undir henni. Það er nú okkar eina lífsvon". Undir þessi orð verður tekið hér og heitið á íslenskt æskufólk að rísa nú upp til sam- fylkingar þvert á alla flokka gegn þeirri ægi- legu ógn sem kjarnorkuvopnakapphlaupið skapar mannkyninu. Ekki síst er þetta nauðsynlegt einmitt nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að aðeins einn stjórnmálaflokkur á íslandi hefur haldið fast við kröfur sínar um sjálfstæða utanrík- isstefnu; aðrir flokkar hafa ýmist algerlega yfirgefið þá kröfu eða hafnað henni. Fram- sóknarflokkurinn hefur nú hafnað þeirri stefnu sjálfstæðishugsjónar og þjóðfrelsis sem hann virti áður í orði kveðnu. Þegar Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórn- ina 1971 var það markmið ríkisstjórnarinn- ar að víkja bandaríska hernum úr landi á kjörtímabilinu. Þegar Ólafur Jóhannesson býður sig frani fyrir Framsóknarflokkinn 1983 hefur hann í orði og í verki hafnað þessari kröfu og gengið feti framar: Kröfur um stöðvun á framleiðslu kjarnorkuvopna og nifteindasprengja ná ekki eyrum foryst- umanna Framsóknar hvað þá hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þannig háttar því til nú fyrir þessar kosn- ingar að stuðnings er ekíci að vænta frá Framsóknarflokknum fremur en stjórnar- andstöðuflokkunum við mótun sjálfstæðrar stefnu í utanríkismálum. Er það vissulega íhugunarefni í viðbót við þær hugsanir sem brotthlaupið úr álviðræðunefnd hefur vak- ið upp. Ekki tel ég líklegt að kjósendur Fram- sóknarflokksins meti rnikils þessa stefnu- breytingu Framsóknarflokksins þegar brýnast er af öllu að við fylkjum liði í sam- taka sveit gegn vígbúnaði og hernaðar- brölti, gegn herstöðvum og hernaðarband- alögum. Það er rétt sem stundum er sagt að okkur hefur lítt miðað í þá átt að koma hernum úr landi. Við látum það ekki hafa þau áhrif að við gefumst upp. Alþýðu- bandalagið mun ævinlega hafa kröfuna um brottför hersins í fyrirrúmi, en Alþýðu- bandalagið þarf aukinn styrk af sjálfu sér eða af bandamönnum til þess að koma þess- um kröfum sínum fram. Nú er mest um vert að beita sér fyrir því að mynda samtök þjóð- anna gegn brjálæði kjarnorkuvopnakapp- hlaupsins. Þeir sem hafa snefil að ábyrgðartilfinningu lifandi í brjósti sínu eiga nú að skipa sér í sveit þeirra sem berj- ast fyrir friði og afvopnun - þeir sem um- gangast staðreyndir hernaðarofstækisins af kæruleysi eru vísvitandi að benda komandi kynslóðum á gröfina sem liina einu færu leið. Stutt þinghald, þingrof og kosningar Þingið kernur nú saman fljótlega eftir ár- amótin og það stendur ekki lengi og má ekki standa lengi vegna þeirrar sjálflieldu sem þar er. Þar þarf að Ijúka afgreiðslu allra nauðsynlegustu mála - þar á meðal kjör- dæmamálsins - en síðan ber að rjúfa þing og efna til kosninga hið fyrsta. Nú er unnið ötullega að lausn kjördæm- amálsins og engin ástæða til annars en að gera ráð fyrir því að niðurstaða fáist fyrir þann tíma sem ætlaður er til þess að alþingi komi saman á nýjan leik. Jafnframt á- kvörðun um þingrof verður að ákveða kjör- dag fljótlega og jafnframt hvenær þingiö kemur saman á ný eftir kosningar til þess að unnt verði að afgreiða þau mál sem nú fást ekki afgreidd vegna ábyrgðarlausrar af- stöðu stjórnarandstöðuflokkanna. Aldrei hafa vinstriöf lin verið sterkari en í kosningunum 1978 — þá sameinuðust vinstri menn um Alþýðubandalagið Þessarfyrirsagnireruekkiúr V-^' Morgunblaðinu síðustu dagana, þær eru frá vorinu 1974 þegar Morgunblaðið bcitti sér af ítrustu ósvífni gegn vinstristjórninni. Sagan endurtekur sig - það er þessi sami áróður sem við þurfum að búa okkur undir að mæta í vetur. Árásirnar á Hjörleif Þá má gera ráð fyrir því að álmálið konii til kasta þingsins. Þar er allt fast. Alusuisse neitar að koma til móts við sanngirnisóskir íslendinga - áfram verjum við miljónum króna í niðurgreiðslur á raforku handa auðhringnum. Álmálið hefur orðið alvar- legasta ágreiningsmálið í núverandi ríkis- stjórnarsamstarfi og ekki er enn séð fyrir endann á því máli. Alþýðubandalagið vill leysa málið með raforkuverðshækkun og þar hefur Hjörleifur Guttormsson skapað þjóðinni góðan sóknargrundvöll. Hjörleifi hefur verið brugðið um það að hann vilji ekki semja við auðhringinn og kom sú ásök- un þaðan sem síst skyldi. Engan ráðherra er unnt að bera alvarlegri ásökunum en hér er um að ræða og er Guðmundur G. Þórarins- son vissulega minni maður fyrir og ber að vísa ásökunum þessum harðlega á bug. AI- þýðubandalagið hefur lagt sig fram um það að skapa samningssstöðu vegna þess að það er þjóðinni nauðsynlegt að fá fram hærra raforkuverð og að sjálfsögðu fara flokksleg sjónarmið Alþýðubandalagsins í þann sama farveg. Það hefur vissulega verið reynt á liðnum áratugum að gera því skóna að Alþýðu- bandalagið, íslenskir sósíalistar, hefðu aðra hagsmuni en þjóðin. Sem betur fer hafa þær raddir hljóðnað á liðnum árum, en ásakanir Guðmundar G. Þórarinssonar eru af þess- um gamla toga. Vissulega er tilraun hans til þess að klína landráðastimpli á AI- þýðubandalagið dæmd til að mistakast - en allt að einu er rétt að mótmæla árásunum harðlega. Stéttabarátta - þjóðarbarátta íslenskra sósíalista Barátta íslenskra sósíalista hefur frá upp- hafi verið tvíþætt og er henni lýst þannig hjá Sverri Kristjánssyni. „... stéttabarátta þeirra, sem sköpudu flokkinn og hann er tengdur sterkustum böndum og þjóðarbarátta fámennrar þjóðar, sem stefnt hefur verið í brádan voða afþjóðernislausri og siðspilltri yfir- stétt og stjórnmálamönnum sem ýmist eru ramulausirsauðir eða óprúttnir pólit- ískir sölumenn. Pessa tvíþœttu baráttu verður flokkur vor að heyja með óbil- andi kjarki enn um mörg ókomin ár". Þessi orð'Sverris Kristjánssonar eiga enn vel við, og einnig þessi: „Peir sem kunnugir eru sögu styrjalda vita, að varnarbaráttan er ekki síður mikilvœg en sjálf sóknin. Og á sama hátt ■ og sigursœlar þjóðir snúa vörn í sókn svo mun og fara um sigursœlar stéttir og sigurscelaflokka. Sóknin er að sjálfsögðu glœsilegri og tilkomumeiri, en vörnin krefst oft og tíðum meiri leikni og stjórn- kœnsku, reynir meira á vit og þol þeirra sem verjast á undanhaldi". Þessi orð Sverris Kristjánssonar frá 1963 eru einkar viðeigandi nú. Við höfum átt í varnarbaráttu bæði sem flokkur og af háffu verkalýðshreyfingarinnar sem flokkurinn er hluti af. Þjóðin hefur einnig átt í sínu varnarstríði gegn kreppu og gegn atvinnu- leysi. Úrslitin í þessu varnarstríði ráðast ekki fyrr en að leikslokum, en einnig þá mun þjóðin öll, verkalýðshreyfingin og flokkur íslenskra sósíalista eiga samleið. Þau úrslit munu ráðast í næstu alþingis- kosningum. Þá verður tekist á um hvort áhrifa Alþýðubandalagsins mun áfram gæta á landsstjórnina eða hvort Sjálfstæðis- flokkurinn ræður úrslitum íslenskra stjórn- mála í samráði við ameríkanann með til- styrk alþjóðlegra auðhringa. Til þess að tryggja að góður árangur kosninganna birt- ist landsmönnum í batnandi lífskjörum og sókn til félagslegra framfara getur þurft að leita nýrra leiða til íslenskrar samstöðu um brýnustu úrlausnarverkefnin. í þeirri orra- hríð skiptir öllu að eiga sterkt Alþýðuband- alag - hvort sem er í stjórn eða stjórnar- andstöðu. Af þessum ástæðum hefur Al- þýðubandalagið leitað nýrra leiða til sam- starfs og mun kynna hugmyndir sínar í þeim efnum nú fljótlega eftir áramótin. Ef fólkið vill ekki koma til flokkanna verða þeir að koma til fólksins með raunhæfar hugmynd- ir um úrbætur á framkvæmd flokksstarfs út á við og inn á við. Minnst á fordœmi Magnúsar í upphafi þessarar greinar var minnt á ofurefli íhaldsins í áróðursafli tveggja dag- blaða. Áður hef ég oft bent á, að stærö' Morgunblaðsins er einstök í Vestur- Evrópu, þarf að fara austur eftir álfunni til þess að finna samjöfnuð um aðra eins út- breiðslu. Iðulega birtir Morgunblaðið frétt- ir og greinar í trausti þess að landsmenn sjái ekki önnur blöð og hafi þar af leiðandi ekk- Möguleikar íslendinga til batnandi þjóölífs eru meiri en f lestra annarra þjóða ert til samanburðar eins og í þeim löndum þar sem ritskoðun er ströngust á þessum hluta jarðarkringlunnar. Þannig hafa menn stundum líkt Morgunblaðinu við blaðið „Pravda". Sú samliking hittir í mark og lifir lengi sem sannmæli. Þannig er því raunar farið unt fleira sem Magnús Kjartansson hafði með í pistlum sínum „Frá degi til dags" fyrir 10-20 árurn. Það var ánægjulegt að fá að rifja upp gömul kynni við þessa pistla í útgáfu Máls og menningar nú um hátíðarnar. Það var líka frólegt að sjá að Morgunblaðið kveinkar sér enn þann dag í dag sárlega undan skrifum Magnúsar. Sumir töldu að þessir pistlar væru svo bundr ir stund og stað að ekki þýddi að gefa þá ú á bók mörgum árum seinna. Þetta var með- al annars sjónarmið Magnúsar, en var mis- skilningur sent betur fer. Eftir að hafa horft á þessa pistla í bók, sem Vésteinn Lúðvíks- son hefur tekið saman, sést vel að pistlarnir hljóta að lit'a. Þeir eru til tnarks um skaphita og stílsniild ásamt skarpri pólitískri vitund sem beindist ekki síst að því að marka ís- lenskum sósíalistum sérstöðu nteð því að benda á stefnu og starf andstæðinganna. Sumir pistlanna eru hreinar bókmenntir sem munu lifa um langa framtíð meðan sá maður finnst í þessu landi sem hefur unun af því að horfa á vel gerða setningu og að hat'a hana yfir at'tur og aftur og aftur. Orð Magnúsar beit svo fast á Morgun- blaðsrisann að hann er enn í sárum. Rit- stjóri Morgunblaðsins grenjaði hástöfum undan stríðni Austra í grein sem birtist í Morgunblaðinu nú fyrir áramótin. Þannig sýndi Magnús Kjartansson okkur öllunt að sterkur málflutningur getur haft sterkari hljóm en samanlagður óhroðinrt í Morgun- blaðinu sem nú er, að eigin sögn, gefið út í átta tonnum á dag. Þannig má útgáfan á Austra-pistlum Magnúsar Kjartanssonar verða okkur brýning á sama liátt og í Spörtu forðutn: Ef sverð þitt er stutt þá gakktu feti t'ramar - þeim mun minni sem efni okkar eru, þeim mun þéttar þurfunt við að standa saman. Þá er von á góðuni árangri enda þótt atl andstæðingsins kunni að virðast mikið. Ljós í skammdegi Árið 1982 hefur ekki eingöngu verið ár pólitískra örðugleika, langt frá því. Mitt í öllum vandamálunum eru mörg mál sem náðst hefur víðtæk samstaða um og ánægju- legt hefur verið að vinna að. Efst eru mér þar í huga málefni aldraðra. Þar hefur verið mikil og rík samstaða með mönnum úr öll- um ílokkum. Lögin um aldraða sem taka gildi á morgun, 1. janúar 1983, eru enn eitt dæmið um það hvernig félagsleg þjónusta hefur verið styrkt frá því sem var, enn eitt dærnið um að íslendingar eru að vinna upp margra áratuga vanrækslu í félagslegri þjónustu. Á mörgum sviðum félagslegrar þjónustu voru íslendingar kontnir árum aftur úr grannþjóðum okkar. Þrátt fyrir kreppu liöinna ára hefur okkur tekist að vinna það forskot grannþjóðanna að nokkru leyti upp og sumsstaðar höfum við náð að minnsta kosti jafnlangt og þær. Sú santstaða sem tekist hefur á ári aldraðra lýsir upp skammdegið, en hún opnar einnig sýn til annarra verkefna þar sem unnt er að ná samstöðu ef við leggjum okkur frarn um að laða fram einingu, en höfnum þeirn öfl- um sem ala á sundrung. N*ú liggja fyrir til- lögur um þaö hvernig hugsanlegt er að vinna sig út úr kreppunni og atvinnu- leysinu, hvernig unnt er að snúa vörn í sókn. í vorkosningunum 1983 þurfum að kjósa gegn kreppu og kvíða og hefja hátt á ioft merki raunsæis, félagslegra viðhorfa og bjartsýni. íslendingar hafa áður .ékist á við miklu stærri vandamál en þau sem nú eru fram undan. Ef okkur tekst að róa í gegnum brim- garðinn bíður okkar góð höfn, því mögu- leikar íslensku þjóðarinnar til blómlegs og batnandi þjóðlífs eru meiri en flestra ann- arra þjóða, ef við föruin með gát og fyrir- hyggju að auðlindum okkar, hefjum rækt- un til vegs en höfnum rányrkju. Ég flyt landsmönnum öllum fyrir hönd Alþýðubandalugsins þakkir fyrir samfylgdina á liðnu ári. Ég óska flokks- félögum mínum og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins sigursœldar á kom- andi ári, gleðilegrar kosningabaráttu og góðs árangurs í öllu starfi. Vonandi getum við um nœstu áramót litið yfir farinn veg og glaðst yfir góðum árangri og bjartari sýn þjóðarinnar allrar en nú kann að verafyrirsjónum ískammdegi. Nú hœkkar sól á lofti á ný. Gleðilegt nýtt ár! Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.