Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 3-1. desemhcr 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 lngi Tryggvason, form. Stéttar- sambands bœnda: Tekið á ináluni af fyrirhyggju og festu - Bændur eiga ennþá mikiö „undir sói og regni“ þótt tæknin hafi gert þá óháðari veðurfarinu en áður var, sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda í stuttu spjalli við blaðið í gær. - Og á þessu ári, sem nú er að kveðja, má segja að árferðið hafi verið í meðallagi en þó fremur kalt. Heyfengur var sæmilegur að vöxt- um og nýtingu. Sala búvara á innanlandsmarkaði gekk vel á ár- inu. Kindakjötssalan var talsvert meiri en áður og einnig sala á mjólk og ostum. Uppskera á garðávöxt- um var í meðallagi. Mjólkurfram- leiðslan var nokkuð við hæfi en má ekki aukast eigi fullt verð að fást. Dilkar reyndust í léttara lagi í haust, sauðfé hefur fækkað en kindakjötsframleiðslan er enn of mikil til þess að innanlandsmark- aðurinn torgi henni. Horfu um útflutning eru hins- vegar ekki bjartar því framboð á kindakjöti er ntikið. Afkonta sauðfjárbænda er því fyrst og fremst háð því hvernig innanlands- ntarkaðurinn verður á næstu árum. Og þá er það kaupgeta almenn- ings, sem skiptir höfuð máli. Lítið er ennþá vitað urn afkomu bænda almennt á árinu en þó er ljóst, að skuldir hafa aukist hjá þeim, sem orðið hafa að standa í framkvæmdum. Bændastéttin á vissulega við ým- is vandamál að etja en hún hefur snúist við þeint af þeirri fyrirhyggju og festu að til eftirbreytni er. -mhg Páll Sigurjónsson formaður Vinnuveitenda- sambands íslands: Abyrga samninga „Það er ekki hægt að segja að bjart sé framundan, því miður“, sagði Páll Sigurjónsson formaður SPÁÐ í ÁRIÐ Vinnuveitendasambands íslands þegar hann var spurður álits. „Mér virðist ástandið vera mjög alvarlegt um þesar mundir, en ég hef hins vegar trú á að okkur takist að vinna okkur út úr erfiðleikunum ef við tökum á í sameiningu. í því sambandi vil ég sérstaklega minna á að nú er mikilegt að bæði atvinn- urekendur og verkalýðshreyfingin geri ábyrga kjarasamninga á næsta ári. Annars er hætta á að illa fari“, sagði Páll Sigurjónsson að síðustu. -v. Páll Theódórsson eðlisfrœðingur: Erum á eftir „Ég spái því, að þið blaðantenn farið að skrifa á eigin tölvur bæði á vinnustað og heima á næsta ári, og ættuð raunar að vera lönau bvri- aðir á því“, sagði Páll Theódórsson eðlisfræðingur. „Hvað viðkemur örtölvubylting- unni svokallaðri, þá verður áfram- hald á, og hún fer vaxandi. Örtölv- an mun grípa víðar inní, og það fer að styttast í vélmenni eða að minnsts kosti fyrsta vísi að þeim. Vegna þróunar efnahagsmála setur maður sig í vissar kreppustell- ingar, ein einmitt þess vegna er stór ástæða til að hlúa að rafeinda- iðnaðinum í landinu. Við erurn orðnir á eftir. Það bíða okkar mikl- ir möguleikar og við hefðum átt að taka þessi ntál föstum tökum fyrir 1-2 árum. Nú getum við ekki beðið lengur. Við þurfum að geta unnið að þessari þróun hérna heima og stýrt henni eftir okkar þörfum, en ekki vera þiggjendur og kaupend- ur, heldur ekki síður eigin fram- leiðendur", sagði Páll Theódórs- son. -lg. Starfsfólk Flugleiða óskar öllum landsmönnum, nær og fjær, gleðilegs árs með bestu þökkum fyrir samstarfíð. Sérstakar þakkir til þeirra, sem hafa lagt félaginu lið á einn eða annan hátt á liðnu ári. I þeirri trú að Flugleiðir megi njóta áframhaldandi trausts landsmanna í ferðum þeirra hérlendis sem erlendis, munum við kappkosta að veita viðskiptavinum okkar sem hesta þjónustu fyrir viðráðanlegt verð. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.