Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 23
Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Martial Nardeu í Norræna húsinu eins í Reykjavík lagði Jóhann gjörfa hönd og hug að þeim ólaunuðu störfum sem löngum stóðu honum næst. Ég sem þessar línur skrifa kynnt- ist Jóhanni Kúld fyrst á þeirn árum sem hann var búsettur á Akureyri, þar gaf hann sig af fullum hug og djörfung að málefnum vinnandi manna. Hann var stofnandi Sjó- mannafélags Norðurlands og síðan Sjómannafélags Akureyrar og var þess fyrsti formaður og í stjórn þess félags meðan hann átti sitt heimili á Akureyri. Jóhann ávann sér’ snemma traust sinna félaga og jafn- framt verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Á fjórða áratugnum þegar harðast var barist fyrir rétti og brauði örfátækrar alþýðu, þegar hver vinnudeilan rak aðra, stóð Jó- hann þar í fremstu línu af fullum hug og dug, hann sparaði aldrei krafta sína eða áunna þekkingu á verkalýðsmálum og gekk allshugar til verks, hvetjandi og uppörvandi, hann lagði sig allan fram þegar mest reið á að duga vel málstaðn- um, málstað verkalýðshreyfingar- innar, málstað íslenskrar alþýðu. Eins og alþjóð er kunnugt voru á þessum árum unnir stórir sigrar í verkalýðsbaráttunni, sigrar sem við búum lengi að. Þann tíma sem Jóhann var berkla- sjúklingur á Kristneshæli vann hann að stofnun Sambands berkla- sjúklinga, það var á árunum 1936- 1939 þá gaf hann út blaðið Berkla- vörn, sem þekkt og kunnugt er, og var síðan um skeið í Stjórn SÍBS. Allt þetta dugði ekki slíkum hugar- manni sem Jóhann er, hann gerðist mikilvirkur rithöfundur og skrifaði og gaf út sex skáldsögur á nokkrum árum, skáldsögur sem allar hníga að sama ósi, hafinu. íshafsævintýri 1939. Svífðu seglum þöndum 1940. Á hættusvæðinu 1942. Um helj- arslóð 1943. Allar gefnar út á Ak- ureyri.Á valdi hafsins 1946. Þung- ur sjór 1948, báðar gefnar út í Reykjavík. Allt frá bernskuárum lágu Jóhanni ljóð á tungu, kvæða- bókin hans Upp skal faldinn draga, kom út í Reykjavík árið 1955. Enn er þó ótalinn allur sá fjöldi blaða- greina sem Jóhann hefir skrifað urn sjávarútvegsmál, þau mál sem hann þekkir svo gjörla. Jóhann J. E. Kúld er tvígiftur, fyrri kona hans 2. apríl 1927, var Halldóra Rósa Þóra, fædd 10. júlí 1902. Þorsteinsdóttir Kristjáns- sonar, Skagfirðings, bónda á Mel og síðan Þingvöllum, nýbýlunt í út- jörðum Akureyrar, og konu hans Guðnýjar Sólveigar sem fædd var á Þúfnavöllum í Hörgárdal 5. júlí 1879, Einarsdóttur, Guðný var hálfsystir Steingríms Eyfjörð Ein- arssonar læknis á Siglufirði. Seinni kona Jóhanns, þann 11. nóvember 1941, er Geirþrúður Jó- hanna hjúkrunarkona fædd 23. mars 1904, Ásgeirsdóttir Guðmundssonar bónda á Arn- gerðareyri Nauteyrarhreppi við Isafjarðardjúp. Þeim hjónum Jóhanni og Geir- þrúði Kúld sendi ég með þessum línum mínar heitustu alúðar- kveðjur á hans áttræðisafmæli og óska þeim allra heilla. Tryggvi Emilsson í dag á einn traustasti eldhugi íslenskrar verkalýðshreyfingar, Jó- hann J.E. Kúld rithöfundur, átt- ræðisafmæli. Jóhann er fyrir löngu landskunn- ur fyrir afskipti sín af félagsmálum og fyrir margháttuð ritstörf. Að uppruna er hann Mýrantaður og Breiðfirðingur, fæddur að Ökrum í Hraunhreppi á Mýrum 31. des. 1902, sonur hjónanna Eiríks Kúld bónda þar og Sigríðar Jóhanns- dóttur frá Öxney. Eftir nánt í Iðn- skóla í Reykjavík 1920 lagði Jó- hann fyrir sig sjómennsku og var m.a. um alllangt skeið búsettur í Noregi og stundaði þá niest veiði- skap og farmennsku. Árið 1926 settist Jóhann að á Akureyri og bjó þar til 1941, og stundaði sjó- mennsku þegar heilsan leyfði. Á þessunt árum veiktist hann af berklum og varð af þeim sökurn að dvelja um tíma á Kristneshæli. Eftir að Jóhann fluttist suður starf- aði hann urn tíma hjá breska flot- anum að björgunarstörfum, en gerðist síðan birgðastjóri hjá flug- málastjórn ríkisins. Þá starfaði Jó- hann við fiskimat í röskan áratug og var m.a. fiskvinnsluleiðbein- andi sjávarútvegsráðuneytisins 1958-1959. Síðan vann Jóhann all- lengi við skrifstofustörf og hóf að lokunt að nýju störf við Fiskmat ríkisins og gegndi þar mikilvægum fræðslustörfum. I þessari stuttu afmæliskveðju verða ekki talin öll þau margvís- legu félagsmálastörf sem Jóhann J.E. Kúld hefur innt af höndum enda hefur hann víða komið við sögu og hvarvetna reynst ötull og ósérhlífinn forystumaður. Þess skal þó getið að hann var aðalfor- göngumaður að stofnun Sjó- mannafélags Norðurlands (nú Sjómannafélags Eyjafjarðar) og var fyrsti formaður þess. Átti hann sæti í stjórn þess félags meðan hann var búsettur á Akureyri. Jóhann var einn af fremstu mönnum þeirrar gustmiklu og fórnfúsu for- ystusveitar sem skipaði sér að baki Einari Olgeirssyni í hans mikla brautryðjendastarfi á Norðurlandi fyrir og um 1930. í þeim hópi var óvenjulegt fjölmenni traustra og dugandi úrvalsmanna sem lengi mynduðu kjarna verkalýðshreyf- ingarinnar á Akureyri og raunar víðar á Norðurlandi. Jóhann var einn af forgöngu- mönnum að stofnun Sambands ís- lenskra berklasjúklinga og átti um skeið sæti í stjórn þeirra gagn- merku samtaka, sem skilað hafa þjóðinni ómetanlegu starfi. Þá hef- ur Jóhann jafnan látið sig samvinn- umál miklu skipta og gegnt trúnað- arstörfum í KRON allt frá 1946. Jóhann hefur skrifað margar bækur um sjómennsku og sjó- mannalíf og einnig gefið út tvær ljóðabækur og kom önnur þeirra út nú fyrir jólin. Hann hefur lengi ver- ið virkur þátttakandi í samtökum rithöfunda og átti urn skeið sæti í stjórn Rithöfundafélags íslands. Jóhann hefur árum saman skrif- að reglulega um sjávarútvegsmál í Þjóðviljann. Hefur hann skilað þeim skrifum af einstakri reglu- semi og ódrepandi áhuga þess manns sem veit að liann hefur margt jákvætt fram að færa um þennan undirstöðuatvinnuveg landsmanna. Fer það ekki milli mála að Jóhann býr yfir óvenju- legri og yfirgripsmikilli þekkingu á sjávarútvegi og fiskframleiðslu. Sú þekking er ekki einskorðuð við Is- land því Jóhann er einnig gjör- kunnugur sjávarútvegi og fisksölu- málum nágrannaþjóða okkar og þá ekki síst Norðmanna. Ég hika ekki við að fullyrða að skrif Jóhanns unt sjávarútvegsmál hafa orðið íslenskum sjávarútvegi og íslenskri fiskframleiðslu að ntiklu gagni á undanförnum árum. Ég veit líka að þau eru mikils metin af þeim sem þennan atvinnuveg stunda og á honum bera mesta ábyrgð. Jóhann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um verkalýðsntál og stjórnmál og tekið rnikinn og virk- an þátt í baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar og hinnar sósíalísku hreyfingar. Hann er einn af þessum fágætu eldhugum sent aldrei láta rnerkið falla og eflast við hverja raun. Hann hefur gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir Sósíal- istaflokkinn og Alþýðubandalagið og hefur m.a. verið í kjöri til Al- þingis bæði í Mýrasýslu og Snæ- fellsnessýslu. Jóhann Kúld er óvenjulegur at- orkumaður að öllu sem hann geng- ur. Enda þótt hann sé nú að fylla áttunda tug ævinnar býr hann yfir eldmóði og bjartsýni sem margur ungur maður mætti vera hreykinn af. En hann er einnig heilsteyptur drengskaparmaður sem rnikill ávinningur er að hafa kynnst og fengið að starfa með að sameigin- legum áhugaefnum. Nú þegar Jóhann Kúld fyllir átt- unda áratuginn og leggur upp á þann níunda býr hann við góða heilsu og óþrjótandi áhugamál. Það er mikil hamingja að fá að eldast með þeim hætti. Ég sendi Jóhanni og háns ágætu konu, Geir- þrúði Ásgeirsdóttur, innilegar heillaóskir á þessum tímamótum og árna þeim alls góðs á komandi árum. Guðntundur Vigfússon Mánudaginn 3. janúar verða tónleikar í Norræna húsinu og hefj- ast þeir kl. 20.30. Þar leika Martial Nardeau flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanólcikari verk eftir J.S.Bach, Gabriel Fauré, Henri Dutilleux og Scrge Prokofief. Martial Nardeau (f. 1957) hóf flautunám 9 ára gamall hjá Ray- mond Pauchet við tónlistarskólann í heimaborg sinni. Boulogne í Norður-Frakklandi og útskrifaðist þaðan 6 árurn síðar. Næstu tvo vet- ur naut hann tilsagnar Fernard Caratgé í París en fór þaðan til framhaldsnáms við tónlistar- skólann í Versölum þar sem Roger Bourdin var aðalkennari hans og þaðan brautskráðist hann sem ein- leikari með frábærum vitnisburði árið 1976. • Kornungur hóf Martial að koma fram sem einleikari, bæði á tón- leikunt og í útvarpi og hefireinnig tekið þátt í fjölda kammertónleika í heimalandi sínu. Martia! Nardeau var fastráðinn flautuleikari við Lamoureux hljómsveitina í París 22 ára gamall að undangenginni keppni og unt svipað leyti var hann ráðinn einleikari með Juventia kammersveitinni, einnig í París. Á s.l. vori réð Ars Nova hann til tón leikahalds í Rússlandi. þegar 10 manna sveit frá höfuðborginni flutti verk eftir Oliver Messiaen, bæði í Moskvu og Leningrad. Fyrir Martial Nardeu flautuleikari. þrem árum vann hann í ríkiskeppni æðstu réttindi til kennslustarfa sem til eru í Frakklandi. Síðan hefir hann kennt við tónlistarskólana í Limoge og Amiens og brautskráð nokkra flautuleikara. I vetur starf- ar Martial í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík. Lausnir á jólaskákþrautum Hér að neðan eru lausnir við jóla- skákþrautum Þjoðviljans sem birtust hér í blaðinu þann 24. des- ember síðastliðinn. Þrautir þessar voru mismunandi þungar eins og lög gera ráð fyrir, cn þeirri reglu var fylgt að láta þrautimar þyngj- ast stig af stigi. Við vindum okkur þá í lausnirnar: Þraut nr. 1 i m ii Æ'wd'......"* þess að halda sig á reitum g - lín- unnar. Þraut nr. 7 Hvítur leikur og vinnur abcdefgh Hvítur mátar í 2. leik Lausn: 1. Ka2! Svartur er í leikþröng og er mát í næsta leik hverju sem hann leikur. Þraut nr. 2 Hvítur mátar í 2. leik. Þraut nr. 5 Hvítur mátar í 5. leik m 8 7 | 6 5 4 3 2 m m m m wm, ■# I ygm, m, abcdefgh Lausn: 1. Dce3 +!a) 1. - Dbó 2. Dfa3 mát b) 1. - Ka6 2. Da4 mát. c) 1. - Ka8 2. Dea3 mát. Þraut nr. 3. Hvítur mátar í 3. leik. Þraut nr. 6 Hvítur leikur og vinnur a b d e f g h abcdefgh Lausn: 1. c4! a) 1. - Kxc4 2. b4 ; 2. - Kb5 3. Dc7 og mát í næsta leik; 2. - Kc3 3. Dh4! Kd3 4. Hb3 mát. b) I. - Kb4 2. Dc8! Kb3 3. Da6! og mát í næsta leik. c) 1. -Kc6 2. Dc7 Kb6 3. Hal! og mát í næsta leik. m abcdefah abcdefgh Lausn: 1. Rc2! Kel 2. Rg3 Kf2 (2. - Kdl 3. Db3+! Kel 4. Df3 og 5. De2 mát) 3. Re4+ Kg2 4. Dg3+ og mát á f2 með riddara eða drottningu. Lausn: 1. g7 Ha8+ 2. Ha7! c2 (2. - Hxa7 3. Kbl o.s.frv.) 3. Kb2 Hb8+ 4. Hb7! (ekki 4. Kxc2 Kxf6 og svartur nær jafntefli) Hc8 5. g8 (D) + ! Hxg8 6. Hg7+ Hxg7 7. fxg7 Kh6! 8. g8 (H)! og vinnur. Ekki mátti vekja upp drottningu því þá er svartur patt. Þraut nr. 8 Hvítur leikur og vinnur abcdefgh Lausn: 1. f5+! Kxf5 (ekki 1. - Kxf7 2. fxg6+ og 3. Kxe4) 2. Rh6+! Hxh6 (eini leikurinn. Að öðrum kosti lcikur hvítur 3. 17 og peðið verður ekki stöðvað) 3.17 Rg5+ 4. Bxg5 Kxg5! (leiki bvítur nú 5. f8 (D) kemur 5. — Hf6+! og svartur heldur jöfnu) 5. h4+! kg6! (5. - Kxh4 6. f8 (D) er vonlaust. Svartur hefur undirbúið kænlega gildru. Leiki hvítur 6. f8 (D) er svartur patt) 6. f8 (B)! - Svartur er i leikþröng. Hann verður að leika kóngnum og eftir að hrókurinn á h6 fellur er eftir- leikurinn auðveldur. Lokastaðan verðskuldar stöðumynd. abcdefah Lausn: 1. Dd8! a) 1. - b5 2. Dxc7 og 3. Da7 mát. b) 1.-Re8 2. Bd6 Ka7 3. Da5 mát. c) 1. - Ra6 2. Bc7 Ka7 3. Bb6 mát. Þraut nr. 4 Hvítur mátar í 4. leik. Lausn: 1. Rcl! Hxcl (þvingað) 2. Bc7!! Kxc7 (2. Hhl - 3. Bh2 o.s.frv. Svartur gat einnig skákað nokkrum sinnum eftir c - línunni, en það ber að sama brunni og lausnin) 3. Kg2! Hvítur hótar að vekja upp drottningu og drottning og kóngur gegn hróki og kóng vinna létt. 1 stöðunni sem upp er komin getur svartur skákað nokkr- um sinnum eftir c - línunni en hvíti kóngurinn brunar til g7 og gætir '//////// jÉJI wm m m ig ■! m m i - i Í ■ IH m. wm m, 'Wk m. wm Wmí. WÆ wm, wmh Wm. <wm. f n h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.