Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þjóðviljinn óskar öllum landsmönnum árs og friðar! desember 1982 föstudagur 47. árgangur 292. tölublað 268 ný pláss tekin í notkun á árinu Övænt tíðindi í Framsóknarflokknum: Guðmundur G. ekki í framboði Afleiðing innanflokksátaka í gærkvöldi gekk kjörnefnd í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík 9. jan n.k. endanlega frá framboðum. Það vekur mikla athygli að Guðmundur G. Þórarinsson alþm. gefur ekki kost á sér en sú ákvörðun kemur í kjölfarið á miklum innanflokksátökum í Framsóknarflokknum í Reykjavík. Þeir sem taka þátt í prófkjörinu lektor, Kristín Eggertsdóttir eru Árni Benediktsson framkvstj., starfsm. MFA, Ólafur Jóhannes- Ásta R. Jóhannesdóttir þjóðfélags- son utanríkisráðherra, Steinunn fræðingur, Björn Líndal Finnbogadóttir ljósmóðirog Viggó deildarstj., Bolli Héðinsson hagfr., Jörgensson. Dollý Nilsen, Haraldur Ólafsson Guðmundur G. Þórarinsson Leiðinlegt áramóta- veður „Ég spái heldur leiðinlegu veðri um áramótin og allt fram á 3ja í nýári,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur í samtali í gær. Útsynningur og éljagangur mun herja á suður- og vesturlandi, en spáð er skaplegra veðri fyrir norð- an og austan, strekkingsvindi en bjartara. Vaxandi sunnanátt var í nótt sem leið og í dag á hann að snúast yfir í s-vestanátt. „Það verður mikill'. ó- þverri í éljunum, en skaplegt á milli,“ sagði Trausti. Rétt er að vekja athygli manna á því sem búa við suður- og vestur- ströndina, að stórstreymt er í dag, og búast má við miklum sjávar- gangi. - Ig- Morgun- blaðið breytir plús í mínus! Þjóðhagsstofnun telur kaupmátt ráðstöfunar- tekna vaxa um 18,5% frá 1976 til 1983. Morgunblað- ið segir kaupmáttinn rýrna um sömu upphæð á þvi ár- abili! Sjá SÍÖU 3. Á þessu ári voru tekin í notk- un 268 ný pláss í dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða í landinu. Pláss á heimilum aldraðra voru í ársbyrjun um 2000, þannig að fjölgunin hefur orðið um 12% á árinu. Áform um ný pláss á dvalar- og hjúkr- unarheimilum á næsta ári eru svipuð og í ár. í grein eftir Ingibjörgu Magnús- dóttur deildarstjóra í Sveita- stjórnarmálujn kemur ma fram að á næstu tíu árum á undan sl. ári voru tekin í notkun 500 ný pláss. Á þessu sést að verið er að gera veru- legt átak í þágu aldraðra, enda hækkar nú hlutfallstala þeirra í þjóðarheildinni ört. Ár aldraðra er á enda runnið, og af því tilefni kannar Þjóðviljinn í dag hver árangurinn af átaki í þágu aldraðra hefur orðið. Þessi mynd var tekin í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi í gær, en það glæsilega heimili var tekið í notkun árinu. Fjármálaráðuneytið endurákvarðar framleiðslugjald ÍSALS 1976 „Skattailmeignm,, hjá rfldnu lækkuð í fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá fjár- málaráðuneytinu segir að það hafi, í samræmi við endur- .skoðun fyrirtækisins Coopers og Lybrand á verðlagi á raf- skautum og súráli til ísal fyrir árin 1975 til 1979, endurá- kvarðað framleiðslugjald ísal fyrir árið 1976 og hækkað það sem nemur 498.309 bandaríkjadali eða um 80 milj. ísl. króna. Segir ennfremur að þessi upphæð hafi verið færð til lækkunar á „skattainneign“ fyrirtækisins hjá ríkissjóði frá og með 1. janúar 1977. Ástæða þess að þetta er gert nú er fyrst og fremst sú, að þar sem lausn hefur ekki fengist á deilu ríkisins og ísal vegna málsins, verður að taka árið 1976 sérstaklega til þess að koma í veg fyrir að gjaldandinn geti borið fyrir sig almenna reglu íslenskra skattalaga um sex ára fyrningarfrest á skatt- kröfum. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.