Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Áramót 1982—1983 Ekki verður sagt að bjartsýnin einkenni íhugun mannanna um þessi áramót. Hagvaxtartíminn mikli er liðinn. Fyrirhyggju ber að hefja til vegs, en sóun auðlinda verður að heyra fortíðinni til. Liðið ár sýndi okkur mörg erfíð og flókin vandamál, en einnig gerðust sem endranær margir ánægjulegir at- burðir. Til dæmis þokaðist margt áfram varðandi félagslega þjónustu hér á landi, þrátt fyrir vaxandi efnahagsvanda. Enn eru mikil vandamál framundan. Þau eru til þess að takast á við þau - þá reynir á manndóm, kjark og djörfung. Því erfiðari sem vandinn er þeim mun; skýrar sindrar á mannkostina þar sem þá er að finna. í þessari áramótagrein verður litið yfir farinn veg og staldrað víða við þó að of mörgu sé sleppt úr af því' sem á hugann leitar við þessij tímamót. í upphafi kosningabaráttunnar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, skýrði frá því í sjónvarpi á dög- unum, að ástæðan fyrir óvinsældum sínum innan Sjálfstæðisflokksins væri rógur og níð andstæðinganna. Sjaldan hafa áhrif Þjóð- Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins skrifar Á árinu sameinumst viö um aö snúa vöm 1 sókn viljans verið metin jafn mikils og í þetta skipti og á blaðið Geir Hallgrímssyni skuld að gjalda fyrir hrósið. Staðreyndin er sú, að áhrif Þjóðviljans og annarra andstæðinga- blaða Sjálfstæðisflokksins á innviði þessa, flokks og kjósendur eru vafalaust veruleg-1 hitt verður að draga í efa að þau ráði úrslit- um um gengi Geirs Hallgrímssonar. Þar hlýtur að koma fleira til. Því er á þetta minnst hér, að nú í upphafi kosningabarátt- unnar-sem má segja að byrji einmitt nú um áramótin - er nauðsynlegt að hugleiða á- róðursstöðu flokkanna og aðstandenda þeirra. Þá kemur þetta í Ijós: Morgunblaðiði er gefið út í 40.000 eintökum árdegis, Dag- blaðið og Vísir í 35.000 eintökum síðdegis. Samtals koma þessi blöð út í 75.000 ein- tökum á dag. Hins vegar eru Tíminn og Þjóðviljinn líklega samanlagt með um 25.000 - 28.000 eintök á dag. A móti hverju eintaki af Þjóðviljanum og Tímanum (sem- túlka ólík sjónarmið, en útsíður Tímans eru um þessar mundir yfirleitt í stjórnarand- stöðu) eru þrjú eintök af Morgunblaðini og Dagblaðinu, sem bæði eru í raun mál- gögn Sjálfstæðisflokksins. , Geir Hallgrímsson er formaður stjórnar Árvakurs og hefur þannig meiri áróðurs-i völd en nokkur annar stjórnmálamaður ð\ íslandi - hann á hlutabréf í ritvélum Styrmis og Matthíasar og öðrum leigupennum Ár-j vakurs. Þeir skrifa daglega nafnlaus^ níðpistla um andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins inn á milli þess sem þeir framreiða dísætar áróðurslummurnar um hinn ástsæla A- og B-deild stjórnartíðinda flokkseigendafélags- ins, Morgunblaðið og Dv leiðtoga sinn Geir Hallgrímsson. Hann er góði maðurinn, sem jafnan sigrar þá aumu skúrka Steingrím og Svavar, að ekki sé minnst á skálkinn Gunnar Thoroddsen, sem sveikst aftan að góða manninum á þorranum 1980. j Áróðursmáttur íhaldsins í þessum tveimur blöðum, sem eru einskonar A- og B-deild stjórnartíðinda „flokkseigendafél- agsins“, sem Albert kallar svo, er alvarlegt umhugsunarefni nú í upphafi kosningabar- áttunnar. Reynslan sýnir okkur líka að þessum áróðursskriðdrekum er beitt af ýtr- asta miskunnarleysi og ósvífni og ekkert tækifæri látið ónotað til þess að níða æruna af andstæðingunum ef ekki vill betur til. Frammi fyrir þessum áróðurslega ruddaskap sem þessi blöð tíðka, ber okkur að meta möguleikana og muna að þrátt fyrir mikinn mun má m.a. treysta því ífyrstalagi, að það eru viðurkennd sannindi á íslandi að sá maður sé bestur drengur og skeleggastur stjórnmálaleiðtogi sem mest er ataður auri á sfðum Morgunblaðsins. í öðru lagi hefur magnið eitt dugað íhaldinu skammt á stund- um eins og dæmin sanna. Þess vegna er ekki annað að gera en búa sig undir orrustuna sem standa mun í allan vetur og kannski fram á sumar ef tvennar kosningar verða á þessu ári, sem í hönd fer, ef stjórnarskrár- breyting verður afgreidd á alþingi því sem nú situr. , Breytingar á árinu 1982 Hvernig er staðan í upphafi kosningabar- áttunnar? Hvað hefur gerst á liðnu ári sem skýrir þá mynd sem framundan er? Það sem mestu breytir um stöðuna frá síðustu áramótum er þetta: 1. Efnahagsleg staða þjóðarbúsins er verri en þá varð séð fyrir. Kemur þetta bæði fram í versnandi stöðu á mörkuðum okkar er- lendis, óhagstæðari viðskiptastöðu og minni framleiðslu í landinu sjálfu. Kreppan hefur með öðrum orðum knúið dyra hér á landi, en henni hefur enn ekki verið hleypt inn í landið. 2. Frá síðustu áramótum hefur núverandi ríkisstjórn misst meirihluta sinn í neðri deild alþingis, enda þótt stjórnin hafi meirihluta í sameinuðu þingi til að verjast vantrausti. 3. Frá síðustu áramótum hafa farið fram sveitarstjórnarkosningar, þar sem íhaldið vann stórfelldan kosningasigur. í ljósi þessara þriggja meginstaðreynda verður að skoða stöðu íslenskra stjórnmála um þessi áramót, 1982 og 1983. Kreppan kveður dyra - úrrœði Alþýðubandalagsins Nú liggur fyrir að þjóðin hefur orðið fyrir alvarlegra efnahagsáfalli en nokkru sinni frá stríðslokum, fari svo fram árið 1983 sem Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir. Til þess að Aðalbreytingarnar í ár: Verri efnahagsstaða, ríkisstjórnin missir meirihluta í annarri þingdeildinni, kosningasigur íhaldsins draga úr erlendri skuldasöfnun hefur launa- fólk þegar lagt fram sinn hlut með þeim_ efnahagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin á- kvað síðastliðið sumar. En hér þarf fleira að koma til. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur bent á raunhæfar leiðir út úr þessum vanda. Það var gert með samþykkt- um flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins nú í síðasta mánuði. Það er athyglisvert að aðrir flokkar hafa ekki mótað skýra stefnu í þessu efni. Ástæðan er augsýnilega sú að þeir þora ekki að segja fólki eins og er. Ihaldið hefur reynt að snúa út úr tillögum Alþýðubandalagsins í þessu efni, en útúr- snúningar breyta hér engu. Það er höfuð- ' skylda stjórnmálaflokks að benda á leiðir. Það höfum við gert og við leggjum áherslu á þessar ráðstafanir til skemmri tíma: | Með betra skipulagi fiskveiða og fiskvinnslu má stórauka framleiðslu- verðmæti sjávarútvegsins. í tímarit- inu Ægi var greint frá því að auka mætti verðmætamyndun í vinnslunni um 200 milj. kr. með betri meðferð og meiri áherslu á vöruvöndun en nú er um að ræða. Kunnugir telja að þessi tala sé alltof lág, og hana megi margfalda ef tekið er tillit til þeirra möguleika sem felast í því ef settar verða reglur um meðferð aflans um borð og um veiðarnar sjálfar. Hér er því um að ræða háar upphæðir fyrir þjóðarbúið sem nema jafnvel þriðjungi þess áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. Með sérstöku átaki til eflingar inn- lends iðnaðar og með takmörkun innflutnings má vafalaust spara stór- felldar fjárhæðir gjaldeyris og ná þannig öðrum þriðjungi þess áfalls sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir vegna aflasamdráttar og mark- aðserfiðleika. Alþýðubandalagið hefur í sínum tillögum gert ráð fyrir beinunr eða óbeinum takmörkunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.