Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 Bjarni Friðriksson hefur lagt Svíann Johann Lopez og tryggt sér Norðurlandameistaratitil í 95 kg flokki í júdó. Janúar____________________ Jón Páll kjörinn sá besti Fyrstu viðburðirnir á íþrótta- sviðinu árið 1982 eru þrír lands- leikir í körfuknattleik hér heima við Portúgal. ísland vinnur tvo leiki en tapar einum. Jón Páll Sigmarsson kraftlyftinga- maður úr KR er kjörinn íþrótta- maður ársins 1981 af íþróttafrétta- mönnum. ísland tapar þrívegis með tveggja marka mun fyrir Austur- Þjóðverjum í handknattleik hér heima. íþróttasamband íslaiids heldur uppá 70 ára afmæli sitt þann 28. janúar. Lena Köppen. badmintonkonan fræga frá Danmörku, er kjörin í- þróttamaður Norðurlanda. Jón Páll Sigmarsson - íþrótta- maður ársins 1981. Apríl Badminton- landsliðið vann alla í Evrópu- keppni! Broddi Kristjánsson er þrefaldur íslandsmeistari íbadminton. Aörir meistarar eru Þórdís Edwald, Guð- mundur Adolfsson, Kristín Magn- úsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir. Landsliðið í körfuknattleik mætir Englendingum þvívegis hér heima; tapar tveimur fyrstu leikjunum en vinnur þann þriðja. Þróttur tapar fyrir Dukla Prag frá Tékkóslóvakíu í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik, 17:21 og 19:23. Bjarni Friðriksson nær Norður- landameistaratitli í 95 kg flokki í júdó. Nanna Leifsdóttir frá Akureyri vinnur þrefalt á landsmótinu á skíðum. Landsliðið í badminton vinnur alla sína leiki í Evrópukeppninni í V-Pýskalandi og kemst upp um riðil. Asta Urbancic, Erninum, er þrefaldur íslandsmeistari í borðtennis. KR vinnur FH 19:17 í úrslitaleik bikarkeppninnar í handknattleik. Jón Páll Sigmarsson, KR, setur tvö Evrópiimet í kraftlyftingum í sjónvarpssal. ísland hafnar í fjórða sæti C- riðils í Evrópukeppni í körfuknatt- leik. Febrúar Keflvikingar vekja inikla athygli í körfuboltanum og eru komnir í úrvals- deildina. Fimm töp á heimavelli! Svissneska stúlkan Erika I less er þrefaldur heimsmeistari í alpa- greinum skíðaíþrótta. Aðrir meist- arar eru Steve Mahre, USA, Inge- mar Stenmark, Svíþjóð, og Harti Weirather. Austurríki. Landsliöiö í handknattleik leikur fimm landsleiki á einni viku hér heima og tapar öllum; þremui gegn Sovétmönnum og tveimur gegn Svíum. 1S er fallið úr úrvalsdeildinni i körfuknattleik. Keflvíkingar hafa tryggt sér sæti þeirra og slegið Val útúr bikarkeppninni að auki. íslensku keppendurnir standa sig með ágætum á heimsmeistar- amótinu í norrænum greinum skíðaíþrótta í Noregi; einkum hinn 19 ára gamli ísfiröingur, Einar Ólafsson. Norömenn eru sigursæl- astir. hljóta sjö gull á mótinu. Mars_________________ Víkingar meistarar j • r r •• \ þrioja ariö i roð Sovétmenn eru heimsmeistarar í handknattleik eftir sigur, 30-27. á Júgóslövum í úrslitaleik. Pólverjar eru þriðju, Danirfjórðu, Rúmenar fimmtu og Austur-Þjóðverjar sjöttu. Þróttur er íslandsmeistari í 1. deild karla í blaki en ÍS í 1. deild kvenna. Njarðvík trvggir sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik. Breiðablik nær meistaratitlinum í innanhússknattspvrnu. vinnur „spútniklið" Siglfirðinga 6—4 í úr- slitaleik. Liverpool sigrar Totténham 3-1 í úrslitaleik ensku deildabikar- keppninnar og við fylgjumst með viðureigninni í beinni sjónvarps- útsendingu. Landsliðið í knattspyrnu sækir HM-fara Kuwait heirn og nær þar markalausu jafntefli. Víkingur er íslandsmeistari í I. deild karla í handknattleik en LIK pg KA falla í 2. deild. Stjarnan og ÍR taka sæti þeirra. FH sigrar í 1. deild kvenna. Þróttur kemst í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa í hand- Maí Lárus var hetja Waterschei Teitur Þórðarson á stóran þátt í að lið hans, Lens, bjargar sér frá falli úr 1. deild frönsku knattspyrn- unnar. Hann skoraði aö meðaltali í öðrum hverjum leik í vetur. Ásgeir Sigurvinsson skiptir um félag í vestur-þýsku knattspyrn- unni; fer frá Bayern Múnchen til Stuttgart. Barcelona frá Spáni er Evróp- umeistari bikarhafa í knattspyrnu og Gautaborg frá Svíþjóð vinnur UEFA-bikarinn mjög óvænt. Liverpool hreppir enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Lárus Guðmundsson skorar tví- vegis í úrslitaleik belgísku bikar- keppninnar í knattspyrnu og Wat- erschei hlýtur bikarinn.' Lárus skoraði þrjú í undanúrslitunum. Aston Villa sigrar í Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu. vinnur Bayern Múnchen 1:0 í úr- slitaleik. Tottenham er enskur bikar- meistari í knattspyrnu. Stúlkurnar úr Breiðabiiki sigra á alþjóðlegu knattspyi numóti í Dan- mörku. Mörk Lárusar tryggðu Watershei belgíska bikarinn. íslandsmeistarar Víkings í handknattleik eftir sigurinn á FH í lokaleiknum. knattleik meö tveintur sigrum á Pallamano Tacca frá Ítalíu. KR er íslands- og bikarmeistari í körfuknattleik kvenna. Fram vinnur KR 68:66 í úrslita- leik bikarkeppninnar í körfuknatt- leik. Phil Mahre frá Bandaríkjununi tryggir sér sigur í heimsbikar- keppninni á skíðum. Kristín Gísladóttir, Gerpiu, og Davíð Ingason, Ármanni. eru sig- ursælust á íslandsmeistaramótinu í fimleikum. Frarn er bikarmeistari kvenna í handknattleik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.