Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 31
Föstudagui 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 31 úivarp sjómrarp Gamlárskvöld kl. 20. Gunnar Thoroddsen l’orsaetis- ráðherra flytur ávarp til þjóðarinnar. Nýársdagur kl. 13. Forseti Islands frú Vigdís Finn- bogadóttir flytur nýársávarp. Sjónvarp nýársdag kl. 20.30_________ Kona er nefnd Golda I þcssum fyrri hluta kvikmynd- ar um líf og starf Goldu Meir fyrr- um forsætisráðherra ísraels er rakið lífshlaup hennar allt fram til þess að Israelsríki var stofnað árið 1948. Myndin hefst á því að Golda, sem leikin er af Ingrid Berg- mann, en þetta er einmitt síð- asta kvikmyndin sem sú merka leikkona lék í, kemur í heimsókn í gyðingaskóla í New York þar sem hún heldur tölu yfir nemend- um og rifjar upp eigin bernsku. Golda fæddist árið 1898 í Rúss- landi inn í Malovitsh fjölskyld- una, en flýði til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði nám í um- ræddum gyðingaskóla. Árið 1921 ákvað Golda að setjast aö í Pal- Ingrid Bergmann í hlutverki Goldu Meir. Þetta er síðasta myndin sem hin kunna leikkona lék í, en hún var þá komin að fótum fram vegna krabbameins. estínu en þá hafði hún aðhyllst zionisma. Hún giftist ntálaranum Morris Mayerson og þau hófu bú- skap á samyrkjubúi í Palestínu. Hjónabandið fór fljótlega út um þúfur og Golda fór í framhaldi af því að skipta sér af stjórnmálum og baráttunni fyrir stofnun ísra- elsríkis, sent síðar leiddi hana í sæti utanríkisráðherra þess ríkis. Áramótaskaup sjónvarps kl. 22.35 „Ég mundi segja hó” Eitt er það sjónvarpefni, sent löngum hefur skipt þjóð vorri í tvær fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem voru hæst ánægðir með áramótaskaupið, og svo hin- ir sem eru alveg grautfúlir yfir því hve lélegt skaupið var. í þessurn efnum er engan milliveg að vinna. Pannig hafa mál verið frá því íslenskt sjónvarp tók til starfa og ntun sjálfsagt verða urn ó- kontna framtíð. Jafnvel nú síðustu daga hefur mátt heyra menn vera að rífast um gæði áramótaskaupsins frá síðustu áramótum. Kl. 22.35 í kvöld sest öll þjóðin fyrir frarnan imbann og kl. 23.40 verður sjálf- sagt allt komið f háaloft víða á heimilum, einkum þar sem fjöl- Gamlárskvöld kl. 22.35. Áramótaskaup. Þarna eru í hlutverkum sínum Magnús Ólafsson, Edda Björgvins dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Gunnar Steinn Ullarsson. skyldumeðlimir hafa misskiptar skoðanir á svokölluðum húmor. Hvað um það, allt er þetta til gamans gert, og það aðeins einu sinni á ári, enn sem komið er. Að þessu sinni bera þau And- rés Indriðason, Auður Haralds og Þráinn Bertelsson ábyrgð ái skemmtiefninu. Þá hafa menn það á hreinu Sjónvarp gamlaárskvöld kl. 21.35 í fjölleikahúsi Að venju verður litið inn í jólaheimsókn hjá fjölleikahúsi Billy Smarts á gamlárskvöld. Eins og jafnan áður verður ýmislegt til skemmtunar, töframenn og loftfimleikmenn, snillingar í jafnvægis- list, dýratemjarar og síðast en ekki síst líta trúðarnir við. Óperan „La Bohéme” Nýársópera sjónvarpsins er meistaraverk Puccinis, „La Bo- héme“ sviðsett af Metropolitan- óperunni í New York fyrir réttu ári. í „La Bohérne" er borg ástar- innar og ljósanna, París sögu- sviðið í þessari skemmtilegu ásta- sögu. Puccini var hrifinn af París og notaði hana sem sögusvið í fjórum óperum, em allar eiga ó- perur hans það sammerkt að þær gerast í hinum ýmsu svæðum heimsins: Tosca á Ítalíu, Madam Butterfly í Japan, Turandot í Kína og Stúlka gullna vestursins í Kaliforníu. La Bohéme var frumflutt árið 1896 undir stjórn Arturo Toscan- inis. í uppfærslu Metropólitanóp- erunnar stjórnar Franco Zeffir- elli leiknum og James Levine hljómsveitarmönnum. Helstu söngvarar eru þau Teresa Strat- as, Jose Darreras, Renato Scotto o.fl. Útvarp nýjársdag kl. 16.20 „Hvaö gerðist á nýárinu” Böðvar Guðmundsson skáld, hefur tckið saman dagskrá sem flutt verður síðdegis á nýársdag °g hcr heitið „Hvað gerðist á ný- árinu?“ I þættinum verður fjallað um áramótaatburði sem hafa gerst og hefðu getað gerst. Auk Böðvars, lesa upp í þætt- inum þau Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson. Vtvarpsskaupið í þremur skömmtum Á árs- grund- velli Að þessu sinni verður áramót- askaup ríkisútvarpsins borið fyrir hlustendur í þrennu lagi. Á ársgrundvelli er yfirskrift gam- ansins sem verður sent út í fyrsta þætti á öldum Ijósvakans kl. 20.45, strax að lokinni steikinni og uppvaskinu. Sá þáttur nefnist „Norðurljós“ og er í umsjón RÚVAK. Að loknum veðurfréttum kl. 22.15 tekur annar þáttur við og lokaþátturinn er strax að loknum þjóðsöngnum um miðnætti. þar er Sigmar B. Hauksson sem hefur umsjón með dag- skrárgerðinni en fjöldi skemmti- legra manna, hefur lagt sitt af mörkum til skaupsins. "

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.