Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 31. descmber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íran — írak Á medan Kohmeini trúarleiötogi í íran lét ganga á milli bols og höfuös á stjórnarandstæð- ingum innanlands, sendi hann hermenn sína í „heilagt stríö" gegn írökum og hét því að gefast ekki upp fyrr en Saddam Hussein forseti íraks hefði látið af völdum. Báðar ríkisstjórnirnar virtu kröfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopn- ahlé að vettugi og samtök arabaríkja virtust líka ómegnug að miðla málum. íranir endurheimtu á árinu landsvæði þau sem írakar höfðu áður her- tekið af íran og náðu einnig á sitt vald nokkru landssvæði innan landamæra íraks. Myndin sýnir hermenn Kohmeinis innblásna hugsjón ’ kénni- mannsins. Kólumbíanski rithöfund- urinn Gabriel Garcia Marquez hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels 1982. í| ræðu sinni á Nóbel- hátíðinni gerði hann hið pólitíska ástand í Róm- önsku Ameríku að umtals-i efni. Hann ásakaði Banda- ríkin og Evrópu fyrir skiln- ingsleysi á sögu álfunnar og félagslegum aðstæðum sem þar ríkja. Hann ásak- aði margar ríkisstjórnir álf- unnar fyrir brot á mann- réttindum og gagnrýndi þá sem héldu því fram að á- stand í Mið-Ameríku væri sök Sovétríkjanna og Kúbu. Þótt ræða skáldsins hafi falið í sér gagnrýni á ummæli sænsku akademí- unnar um verk hans, fékk hún engu að síður góðar undirtektir í Stókkhólmi. Falklandseyjar Styrjöldin um Falklandseyjar, sem Argentínumenn og S-Ameríkurikin kalla Malvinas- eyjar, var af mörgum kallað hið fáránlega stríð, þar sem á- vinningurinn þótti ekki í sam- ræmi við tilkostnað. Herforingjastjórnin í Argent- ínu, sem var alræmd fyrir harð- stjórn sína og grimmdarverk, keypti sér tímabundnar vinsældir nreðal þjóðarinnar með því að hersetja eyjarnar, en átti er yfir lauk ekki annarra úrkosta völ en að lúta afarkostum Breta. Styrjöldin vakti mikla tilfinnmgaöldu bæði á Bretlands- eyjum og í Argentínu, og S-Ameríkuríkin litu á flotasend- ingu Breta til Malvinaseyja sem leifar gamallar nýlendustefnu. Bandaríkin sem studdu Breta hálfum huga bökuðu sér reiði margra vinveittra hægri-stjórna í S-Ameríku, og ösigurinn leiddi til falls Galtieris forseta Argent- ínu. Margaret Thatcher keypti sér hins vegar miklar vinsældir með stríði þessu, og veitti ekki af, því að 13% atvinnuleysi hafði bakað henni óvinsældir fyrir stríðið. Allsherjarvcrkfall í Árg- entínu í desember markaði að margra dómi upphafið að falli valdastjórnar hersins í landinu. Á þingi kínverska Kommúnistaflokksins var Hu Jaobang kosinn aðalrit> ari. Sú breyting varð á stefnu kínversku stjórnarinnar á árinu, að hún linaðist í andstöðu sinni við Sovétríkin og tók upp gagnrýnni stefnu gagnvart Bandaríkjunum. Inn á við boðaði hún aukið frelsi til einkafram- taks, og var m.a. komið á frjálsum markaði á landbúnaðarafurðum. Mesta manntal sögunnar fór fram í Kína á árinu og reyndust landsmenn vera um 1030 miljónir. Myndir er frá frjálsum útimarkaði í Kína. Hneykslismál ársins var uppljóstrun um aðild búlgörsku leyniþjónustunnar að morðtil- ræðinu við páfann og tengsl hennar við tyrk- neskan vopnasölu- og eiturlyfjahring og við Rauðu herdeildirnar á Italíu, en þetta varð uppvíst af framburði til- ræðismannsins Ali Agca, eins foringja Rauðu herdeildanna og ítalsks verkalýðsleiðtoga sem játað hefur á sig njósnir fyrir búlgörsku leyniþjón- ustuna. Myndin sýnir búlgarskan starfsmann Balkan-air í Róm sem grun- aður er um aðild að tilræðinu og sýnir stærri rnyndin andlit er líkist hans í þvögunni á Péturstorginu þegar morðtilræðið var framið. Afghanistan Kosningar í El Salvador breyttu engu um ástand mála þar: Einhver grimmdarlegasta borgarastyrjöld sent sögur fara af var háð þar nær linnulaust allt ár- ið, og unnu þjóðfrelsisöflin um- talsverða sigra í október og nóvembermánuði. Dauðasveitir stjórnvalda héldu áfram upp- teknum hætti og tala fallinna og týndra í þessari styrjöld skiptir nú tugum þúsunda, auk þess sem um 250 þúsundir manna hafa flúið þetta litla og hrjáða miðameríku- ríki. Stjórn Reagans hélt áfram hernaðarstuðningi sínum við harðstjórnina í E1 Salvador og jók mjög á hernaðarumsvif sín í Honduras, auk þess sem hún tók einnig upp að nýju hernaðar- aðstoð við ógnarstjórn hersins í Guatemala. Myndin sýnir fórnar- iömb hersins í E1 Salvador. Árið 1982 var þriðja árið frá inn- rás Sovétríkjanna í Afghanistan og sá ekki fyrir endann á þeirri deilu. Pótt andspyrnan gegn hersetunni og stjórn Karmals væri klofin og virtist vart eiga möguleika á hernaðarlegum sigri yfir innrásarliðinu eða vera í stakk búin til að sameinast um nýja stjórn, þá virtist herseta So- vétmanna og stjórnarhættir Karmalstjórnarinnar enn von- lausari um að eeta náð fram beim þjóðarsáttum er dygðu til friðar. Sovétmenn höfðu hrakið um 2,7 miljónir flóttamanna úr landi yfir til Pakistan og hundruð þúsunda voru orðin landflótta innan lands af völdum stríðsins. Stríðið í Afg- hanistan hafði kostað So.vétríkin mikinn álitshnekki meðal óháðra ríkja þriðja heimsins. Myndin sýnir sovéskan skriðdreka fyrir framan forsetahöllina í Kabúl. Styrjaldir voru háðar í fleiri an og borgarastyrjöldina í El heimshlutum og nægir þar að Salvador. Allar sýndu þessar nefna íjokkrar sem hæst bar: styrjaldir hver með sínum hætti innrás ísraels í Líbanon, styrj- þverrandi áhrifamátt Sam- öld Argentínu og Bretlands um einuðu þjóðanna til varðveislu Falklandseyjar, styrjöld íraks friðar í heiminum. og íran, styrjöldina í Afghanist- El Salvador Líbanon Innrás ísraels í Líbanon, sem Menachem Begin gaf nafnið „Friður í Galíleu“, átti eftir að gjörbreyta almenningsálitinu í heiminum, Palestínumönnum í hag og ísraelsstjórn í óhag. Með linnulausum loftárásum á vest- urhluta Beirút, þar sem Palest- ínumenn og vinstri sinnaðir Múhameðstrúarmenn bjuggu, lögðu þeir borgina í rúst. Þeir eyðilögðu einnig ílóttamanna- búðir Palestínumanna í suður- hluta landsins. Hið sovéska lóftvarnarkerfi, sem Sýrlending- ar og Paiestinumenn höfðu yfir að ráða reyndist gagnlaust gegn hinum fullkomnu bandarísku vopnum, sem ísraelsstjórn réð yfir. Eftir að ísraelsmenn höfðu lagt undir sig Beirút hleyptu þeir kristnum falangistum inn í flóttamannabúðir Palestínu- manna og létu þá óhindrað fremja fjöldamorð á 500-3000 óbreyttum flóttamönnum sem þar höfðust við eftir að hermenn Palestínumanna höfðu verið fluttir á brott. Þrátt fyrir kröfu Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna unt brottflutning ísraelska hersins frá Líbanon, var ekkert fararsnið á ísraelsmönnum í árs- lok. Myndin sýnir hermann frá PLO yfirgefa Bcirút.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.