Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 17
Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 innflutnings, en hér skiptir auðvitað mestu að velja úr þær greinar inn- flutningsins þar sem innlend fram- leiðsla, heimaiðnaðurinn, er best í stakk búinn til þess að uppfylla þær óskir sem koma fram í almennri vörueftirspurn. 3Með sparnaðarátaki og skipulags- breytingum má án efa spara í viðbót upphæðir og ná endum saman í þjóðarbúinu. Verði þessi leið Al- þýðubandalagsins farin er unnt að komast hjá því að skerða laun frá því sem þau eru nú. Tillögur Alþýðu- bandalagsins byggjast á þeirri l'or- sendu að launin verði ekki lækkuð frá því sem þegar hefur átt sér stað. Þannig er áhersla Alþýðubandalags- ins allt önnur en annarra flokka, t.d. Framsóknarflokksins, en eins og kunnugt er þá er kauplækkun á stefnuskrá Framsóknarflokksins nú í ársbyrjun. Þessi kauplækkun er ekki á dagskrá af okkar hálfu. Afstaða til okkar tillagna Hér hefur verið bent á þrjár meginleiðir sem unnt er að fara að því marki að þjóðar- búskapurinn verði hallalaus, þ.e. aukin og verðmætari framleiðsla sjávarafurða, aukin innlend iðnaðarframleiðsla samhliða tak- mörkun innflutnings og loks sparnaður í hagkerfinu. Um fyrstu leiðina er ekki veru- legur ágreiningur meðal íslenskra stjórn- málaflokka. Um aðra leiðina er ágreining-i ur. Þar hefur enginn stjórnmálaflokkur haft kjark til þess að ráðast að innflutningnum nema Alþýðubandalagið. í þessu efni velt- ur mjög á Framsóknarflokknum sem nú hefur viðskiptaráðuneytið. Verður athygl- isvert að fylgjast með viðbrögðum hans: Hrekkur Framsókn fyrir frýjuorðum íhald- sins eða heldur hún fram þeirri stefnu sem Framsókn fylgdi fyrr á árum - meira að segja í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, en þá var síðast skammtaður gjaldeyrir hér á landi til innflutnings. Þriðja tillagan er um sparnað í efnhags- kerfinu og þær tillögur hfa átt erfitt upp- dráttar í ríkisstjórnum undanfarinna ára, eða á ég kannski að segja áratuga. Alþýðu- flokkurinn hefur virst hafa nokkurn áhuga í þessum efnum, en honum hefur verið fjötur um fót sú oftrú á markaðshyggjuna sem hann tók með Gylfa Þ. Gíslasyni á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn hafa verið þeir einu sönnu „kerfisflokkar" sem alltaf hafa haldið verndarhendi sinni yfir kerfinu eins og það er hverju sinni. Hefur jafnan þurft rneiri- háttar átök til þess að knýja fram breytingar í þessum efnum. Alþýðubandalagið leggur áherslú á rót- tækar kerfisbreytingar sem einn meginþátt- inn í þeirri alhliða uppstokkun efnahagslífs- ins sem verður að eiga sér stað hér á landi. Þess vegna höfum við flutt tillögu um fækkun olíufélaganna - úr þremur í eitt. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa hagsmuni af því að hafa olíufé- lögin þrjú. Geir á eitt olíufélagið, SÍS annað. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið lagt til að fækka ríkisbönkunum úr þremur í tvo. Það hefur ekki tekist - í vinstri stjórninni 1978-1979 stöðvaði Framsóknarflokkurinn málið. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið lagt til gagngera breytinga á Framkvæmda- stofnun ríkisins. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið lagt áherslu á breytingar á verðlagskerfi sjávar- útvegsins og landbúnaðarins. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið lagt til að ráðningarkerfi æðstu starfsmanna ríkisins verði sveigjanlegra og liggja nú fyrir í ríkisstjórninni tillögur í þessa átt. Þess vegna hefur Alþýðubandalagið sett fram kröfur um atvinnulýðræði. Ég dreg þessar tillögur um róttækar kerf- isbreytingar fram til þess að minna á þær, en þær hafa strandað á öðrum stjórnmála- Alþýðubandalagiö er eini f lokkurinn sem hefur sýnt fram á hvernig unnt er að berjast gegn kreppunni Frá fyrirspurnartíma á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: Boðun uin breytta starfshætti kom fyrst fram þar og í ályktunum flokksráðs. I áramótagreininni boðar Svavar að tillögur um fyrstu skref verði kynntar eftir áramótin, en þá kemur saman til fyrsta fundar laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins. flokkum í landinu sem hafa pólitíska hags- muni af óbreyttu ástandi og standa því gegn öllum róttækum breytingum á efnahags- kerfinu enda þótt það sé dýrt og þjóni ekki þeim markmiðum sem setja verður öllunt stjórntækjum efnahagslífsins. Tillaga Al- þýðubandalagsins um sérstakt efnahags- málaráðuneyti hefur heldur ekkert þokast í þessari ríkisstjórn. Krafan um róttækar skipulagsbreyting- ar á yfirstjórn efnahagslífsins verða megindagskrármál Alþýðubandalagsins í viðræðum um næstu ríkisstjórn lands- ins komi okkar flokkur þar eitthvað við sögu. Þá mun reyna á það hvort umbóta- vilji hinna flokkanna dugir til bess að yfirvinna hagsmuni hins óbreytta á- stands, - eða hvort kreddutrú markaðs- hyggjunnar og stofnanadýrkun hins ó- breytta ástands verða ofan á. B-álma Borgarspítalans. - Sú samstaða sem tekist hefur um málefni aldraðra lýsir upp skammdegið, en hún opnar einnig sýn til annarra verkefna sem unnt er að ná samstöðu um ef við leggjum okkur fram.... Aftur á bak og út á hlið Á sama tíma og Alþýðubandalagið hefur þannig mótað skýrar tillögur um það hvern- ig lið fyrir lið megi ráðast gegn vandanum og yfirvofandi hættu á kreppu og atvinnu- leysi er ljóst, að hinir flokkarnir hafa engar raunsæjar tillögur í þeim efnum. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa að vísu sent frá sér tillögur en þar er ekki að finna stafkrók um það, hvernig á að nálgast þann vanda hér og nú sem við er að glíma í efnahagsmálum. Þar ægir öllu saman en yfirgnæfandi eru þar á ferðinni óraunsæjar og óraunhæfar kröfur. Sjálf- stæðisflokkurinn er ennþá fjær verule.kan- um en Alþýðuflokkurinn og var vissulega fróðlegt að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins skyldu velja tillögum sínum yfirskriftina „Ábyrgð gegn upplausn". Nær hefði verið að nota yfirskrift Arna Helgasonar í Stykk- ishólmi sem kallaði tillögurnar „ Aftur á bak og út á hlið“ - þar ægir öllu saman og hvað stangast á annars horn. Báðir stjórnarand- stöðuflokkarnir þegja hins vegar um það hvernig þeir ætla að berjast gegn sjálfvirkni efnahagslífsins en á bak við þá þögn leynist kauplækkunarkrafa þessara tveggja flokka. Forráðamenn Alþýðuflokksins boða nú op- inskátt viðreisnarstjórn en hún bannaði verðbætur á laun og er sú ríkisstjórn sem lengst hefur verið í þjónustu við mark- aðsöflin hér á landi fyrr og síðar og er þá vissulega langt til jafnað. Á bak við þögn flokkanna og leyndarhjúp leynist kaupráns- viðleitnin sem er grunntónninn í allri efna- hagsstefnu þessara flokka þegar grannt er skoðað. Þeir hafa aldrei haft, fremur en Framsóknarflokkurinn, aðrar tillögur fram að færa í efnahagsmálum. Þeir sjá enga aðra leið nema Alþýðubandalagið bendi þeim á hana. Vandinn er fólginn í stærð íhaldsins. Ég hef nú rakið tillögur Alþýðubanda- lagsins sem ekki hafa náð fram að ganga og ná ekki fram að ganga í núverandi ríkis- stjórn. Er þá komið að öðru megineinkenni þeirra breytinga sem orðið hafa frá síðustu áramótum, þ.e. að ríkisstjórnin hefur ekki lengur þingmeirihluta til að koma fram meiriháttar málum og þess vegna er gert ráð fyrir kosningum á fyrri hluta næsta árs. Til þess að ná fram þeim breytingum á þjóðfélaginu sem Alþýðubandalagið berst fyrir þarf styrkur þess að vaxa í næstu kosn- ingum. Þeir sem vilja að Alþýðubandalagið hafi einhver áhrif á gang þjóðmálanna á næstu árum verða að koma til liðs við Al- þýðubandalagið. Það er augljóst að sterkt Alþýðubandalag getur togað Framsóknar- flokkinn og jafnvel Alþýðuflokkinn til vinstri. Jafnljóst er hitt að hvorugur þessara tveggja flokka getur á móts við Álþýðu- bandalagið ráðið úrslitum í íslenskum stjórnmálum - þeir halla sér annað hvort að Alþýðubandalaginu eða íhaldinu. Hinn stóri vandi íslenskra stjórnmála stafar ekki síst af því að Sjálfstæðisflokkurinn er alltof sterkur og ekkert nægilega sterkt mótvægi er tii andspænis Sjálfstæðisflokknum í ís- lenska flokkakerfmu. Þetta mótvægi vantar tilfinnanlega. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem getur skapað þetta mótvægi til vinstri - milliflokkarnir eru þess ekki umkomnir. Eining um íslenska leið Allt frá því að íhaldið vann stóra kosninga sigurinn s.l. vor hefur Alþýðubandalagic hamrað á nauðsyn samstöðu og samstarfs. einingar um íslenska leið. Þessi íslenskt Aukin framleiðsla sjávarútvegs og iðnaðar, takmarkanir innflutningsog sparnaður leið hlýtur að grundvallast á eftirtöldum meginatriðum: 1Á félagslegum viðhorfum í stjórn samfélagsins. Þessi stefna birtist í stóraukinni félagslcgri þjónustu í sveitarfélögunum á árunum 1978- 1982 og í verulegri sókn á þessum sviðum í félagsmálaráðuneytinu og heilbrigðis- og tryggingamáiaráðu- neytinu. Ákvarðanir um aukna félagslega þjónustu stuðla að jöfnuði í samfé- laginu sem er eitt grundvallarstefnu- mið Alþýðubandalagsins. 2Aukinni framleiðslu og verðmæta- sköpun íslenskra atvinnuvega, á ís- lenskri atvinnustefnu. Þessi stefna Alþýðubandalagsins og forvera þess kom glöggt fram í uppbyggingu ís- lenskra atvinnuvega í nýsköpunar- stjórninni, síðan vinstri stjórnunum og síðan í núverandi ríkisstjórn þar sem Hjörleifur Guttormsson hefur beitt sér fyrir átaki til eflingar ís- lenskum iðnaði, einnig alíslenskum stóriðnaði, og til aukinnar orkunýt- ingar á vegum landsmanna sjálfra. Það er þessi stefna sem Alþýðu- bandalagið stendur á gagnvart auðhringnum Alusuissc. Orkunýt- ingarstefna Alþýðubandalagsins er í grundvallaratriðum frábrugðin stefnu hinna flokkanna eins og komið hefur fram á undanförnum misser- um. 3Á skipulagsbreytingu í efnahags- og atvinnulífl eins og greint var frá hér á undan. Þessi skipulagsbreyting verð- ur að vera einn hornsteinn nýrrar stjórnarstefnu. Annars nær hún ekki tilgangi sinum. Annars verður hún kákið eitt eins og dæmin sanna. 4Á viðhorfum sjálfstæðis og þjóðfrels- is. í þessum efnum hefur Alþýðu- bandalagið eitt afgerandi sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálaflokka. Veikara Alþýðubandalag þýðir sterkari hernámsflokka og sterkari stöðu hinna erlendu auðhringa, t.d. Alusuisse, hér á landi. Alþýðubandalagið hefur haft 16-20% at- kvæða á undanförnum áratugum. Þau fjög- ur grundvallarsjónarmið sem hér hafa verið nefnd eiga að geta sameinað miklu mun stærri hóp manna, vonandi amk. þriðjung þjóðarinnar. Tækist slík sameining væri orðið til á íslandi mótvægi við íhaldið, nægi- lega sterkt til þess að veita því aðhald hvort sem það er í stjórn eða stjómarandstöðu. Það er engin tilviljun að Reykvíkingar hafa kosið að efla Alþýðubandalagið sem meg- inandstöðuafl íhaldsins í höfuðstað lands- 1 ins. Reynslan sýnir að það er farsælt for- ystuafl í stjórn og stjórnarandstöðu. Ég skora á íslenska launamenn og þjóðfrelsissinna að sameinast um nýtt sterkt afl gegn íhaldinu. íhaldið er hættu- lega stórt - það þarf að efla gegn því mót- vægi. Möguleikar til slíks felast í Alþýðu- bandalaginu eins og sakir standa í íslensk- um stjórnmálum. Launamenn hafa ekki efni á að tvístra sér. Þá staðreynd hafa menn lært að meta á liðnum áratugum þar sem sundraðir vinstri flokkar hafa alltal styrkt kosningastöðu íhaldsins. Aldrei hafa vinstri öflin verið sterkari í kosningum en 1978 - þá sameinuðust vinstri menn um Al- þýðubandalagið. Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.