Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 25
Arnór Guðjohnsen skorar gegn Englendingum. Júní________________ Skin og skúrir Frábær árangur í knattspyrn- unni, jafntefli, 1:1, við Englend- inga á Laugardalsvellinum. Arnór Guðjohnsen skorar markið. Skellur á Sikiley í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu; ísland tap- ar 2:1 fyrir Möltu. Ungverjar setja markamet í úr- slitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu á Spáni er þeir sigra E1 Salvador 10:1. Alsír vinnur Vestur- Þýskaland og Norður-írar koma nijög á óvart. Landsliðið í knattspyrnu. undir 21 árs. gerir jafntefli, 1:1. við Dani á Laugardalsvelli. Júlí ítalir fagna hinum óvænta sigri sínum í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Heimsbikar til Ítalíu Landsliðið í handknattleik deilir neðsta sætinu á alþjóðlegu móti í Júgóslavíu með Svisslendingum. Italir eru heimsmeistarar í knatt- spyrnu! Þeir sigra Vestur- Þjóðverja 3:1 í úrslitaleik. Pólverj- ar eru þriðju og Frakkar fjórðu. ísland tapar naumlega fyrir Finnum í Helsinki, 3:2, í landsleik í knattspyrnu. Ingi Þór Jónsson, Akranesi, og Guðrún Fema Ágústsdóttir. Ægi, vinna flestar greinar á íslandsmót- inu í sundi. Á Reykjavíkurmótinu í frjáls- um íþróttum tapar ísland fyrir Wales í landskeppni karla og kvennaliðið er neðst í Norðurland" abikarkeppni. Ágúst Stuðningsmenn Skagamanna fagna bikarsigrinum. Skagamenn bikarmeistarar ísland vinnur Færeyjar tvívegis ytra í knattspyrnu, 4:1, og 4:0. Landsliðið í frjálsum íþróttum hafnar í öðru sæti Kalottkeppninn- ar í Svíþjóð. George Best. norður-írski knatt- spyrnusnillingurinn, leikur með. Val og KA gegn Manchester Un- ited. Breiðablik tryggir sér sigur í 1. deild kvenna í knattspvrnu. Sigurður Pétursson, GR, og Sól- veig Þorsteinsdóttir, GR, eru ís- landsmeistarar í golfi. ÍR sigrar í 1. deild bikarkeppni FRÍ með yfirburðum. Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, gengur til liðs við skoska úrvals- deildarliðið Motherweli. Kvennalandsliðið í knattspyrnu nær óvæntu jafntefli, 2:2, í Noregi í Evrópukeppni landsliða. Akurnesingar sigra Keflavík 2:1 í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu. Landsliðið í knattspyrnu undir 21 árs gerir jafntefli við Holland, 1:1, í Evrópukeppni í Keflavík. Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 25 September Stig tekin af Hollendingum A-landsliðið í knattspyrnu tekur stig af Hollendingum í Evrópu- keppni landsliða, 1:1 eru úrslitin í leik þjóðanna á Laugardalsvell- inuin. Breiðablik er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu. Oddur Sigurðsson kemst í milli- riðil á Evrópumeistaramótinu i frjálsum íþróttum í Aþenu. ísland tapar 0:1 fyrir Austur- Þjóðverjum í landsleik í knatt- spyrnu á Laugardalsvelli. Knattspyrnustúlkurnar fá skell, 0:6. í Kópavogi gegn Svíum í Evr- ópukeppninni. Víkingar halda meistaratitlinum í knattspyrnunni. Fram og KA falla Október Létt hjá Víkingum Víkingar fara létt með Vest- manna frá Færeyjum í Evrópu- keppni meistaraliða í handknatt- leik. 35:19 og 27:23. en FH tapai fyrir Zaporozhje frá Sovétríkjun- um í IHF-bikarnum. 25:30 02 19:29. Landsliðið í knattspyrnu tapar 2:0 fyrir írum í Dublin í Evrópu- keppninni. TBR kemst í 8-liða úrslit í Evr- ópukeppni félagsliða í badminton og i sömu ferð vinnur landsliðið góðan sigur á Belgum. Bæði A-landsliðið og piltarnir undir 21 árs tapa með sömu marka- Víkingar stóðu sig með sóma gegn Real Sociedad í 2. deild en Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri taka sæti þeirra í 1. deild. Islensku liðin eru öll slegin útúr Evrópumótunum í knattspyrnu. Víkingar0:l og 2:3 gegn Real Soci- edadfráSpáni, ÍBV0:1 og0:3gegn Lech Poznan frá Póllandi og Fram 0:3 og 0:4 gegn Dundalk frá fr- landi. Kristján Arason skorar fyrir FIl gegn sovéska liðinu Zaoporzhje í Laugar- dalshöll. tölu, 1:0, í Evrópukeppni landsliða Ragnar Margeirsson úr Keflavík í knattspyrnu gegn Spánverjum gengur til liðs við belgíska knatt- ytra. " spyrnuliðið CS Brugge. Nóvember Desember Pétur Guðmundsson hefur snúið heim og gerts leikmaður með ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattelik. Pétur er kominn heim! Piltalandsliðið í handknattleik hafnar í 3, sæti á Norðurlandamót- inu sem fram fer 'í Laugardalshöll. Danir vinna mótið. Þróttur tapar tvívegis fyrir norsku meisturunum í Trömsö í Evrópukeppni í blaki. Pétur Guðmundsson lands- liðsmaður í körfuknattleik kemur heim frá Bandaríkjunum og geng- ur til liðs við ÍR. Tvö töp gegn Vestur- Þjóðverjum í handknattleik hér heima, 15:17 og 19:21 en tveir sigr- ar á Frökkum, 23:22 og 26:22. Akurnesingar eru bikarmeistar- ar í sundi. Bjarni Guðmundsson skorar í fyrri leiknum gegn Dönum. Sigur og tap gegn Dönum Víkingar og KR-ingar eru slegnir út úr Evrópukeppnunum í handknattleik. Víkingartapa 15-23 fyrir Dukla Prag ytra en vinna 19- 18 hér heima. KR leikur báða leikina við Zeljeznicar Nis frá Júg- óslavíu hér heima; sigra fyrst 25-20 en tapa síðan 21-28. Landsliðið í handknattleik hafn- ar í næstneðsta sæti á alþjóðlegu móti í Austur-Þýskalandi. Sigrar b- lið gestgjafanna en tapar fyrir a- liðinu, Svíum, Rúmenum og Ung- verjum. Körfuknattleikslandslið 21 árs og yngri fer til Bandaríkjanna og tapar þrívegis naumlega fyrir þar- lendum háskólaliðum. Og árinu lauk eins og því síðasta, með landsleikjum í handknattleik við Dani hér heima. ísland vann fyrri leikinn 22-21 en Danmörk þann síðari 26-22. íþróttafréttaritari Þjóðviljans óskar lesendum blaðsins nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það liðna. Lifið heil. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.