Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 18
1 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 A árinu sameinumst við um að snúa vörn í sókn Tapar Alþýðubanda- lagið? En er nokkur von til þess aö Alþýðu- bandalaginu takist að koma nýjum málum fram eftir næstu kosningar? Er ekki nokkuð víst að flokkur sem hefur tekið þátt í stjórn- arsamstarfi við jafnerfiðar kringumstæður verði fyrir verulegu áfalli í kosningum? Ég tel að þessar spurningar, sem oft heyrast, byggist á því að.menn treysti því að áróðurs- máttur íhaldsins hafi enn mikil áhrif og ráði úrslitunum. Ég er ekki sammála því viðhorfi. Ég tel að flokkur sem hefur tekið á sig jafnerfið verkefni og Alþýðubandalagið verði met- inn að verðleikum í kosningum ef við, sem styðjum þennan flokk, höfum))rótt til þess að fylgja málum okkar eftir. Eg tel að síð- ustu ár hafi sýnt að Alþýðubandalagið er í senn ábyrgur flokkur og róttækur - flokkur sem þrátt fyrir erfið verkefni gleymir ekki róttækri köllun sinni og baráttueðli nc hug- sjónum jafnréttis, sósíalisma og þjóðfrels- is. Hitt er jafnljóst, að við þurfum að leggia mikið á okkur til þess að koma sjónar-| miðum okkar á framfæri. Við höfum reynsl-l una til dæmis frá sl. vori. Þá flutti Sjálí- stæðisflokkurinn svívirðilegri áróður en nokkru sinni fyrr - til dæmis með bækling- num „Stöðvum Rauðavatnsslysið", en mynd af forsíöu hans fylgir þessari grein. Þessi bæklingur er glöggt dæmi um niður- lægingu áróðursins í okkar samfélagi - þar sem tilgangurinn helgar meðalið, þar sem áróðursvél peningahyggjunnar er beitt þannig að lýðræðið sjálft er í beinni hættu. Þessi áróður íhaldsins tókst vel. Gegn hon- um dugði skammt málflutningur okkar sem var víða mjög vandaður. Ég nefni Hafnar- fjörð sem dæmi þar semfélagar okkar gáfu út bæklinginn Hvert ber að stefna? Þar var gerð ljós grein fyrir málefnunum í einstök- um atriðum. Þessi bæklingur skilaði vafa- laust árangri en áróður íhaldsins hafi því miður meiri áhrif. Þar kom til máttur endurtekningarinnar í fjölmiðlum þess, Morgunblaöinu og Dagblaðinu, að ekki sé minnst á tugþúsundir litprentaðra bæklinga sem aðrir flokkar hafa ekki efni á að gefa út. Gegn ósvífinni áróðursvél íhaldsins dugir ekkert minna en samstaða okkar allra í starfi og í upplýsingu um það sem við erum að gera, höfum gert og ætlum að gera. I slíkri baráttu þýðir ekkert t'yrir okkur annað en að átta okkur á því að andstæðingurinn er íhaldið, en ekki við sjálf, þeir sem aðhyllast vinstristefnu, jafnréttis og þjóðfrelsis, sósí- alisma. Við skulum þess vegna ekki eyða kröftum okkar í að gagnrýna hvert annað, heldur skulum við snúa bökum saman og fylkja liöi í órofa fylkingu gegn íhaldinu og stefnu þess. Þannig getum við byggt upp máttugt afl gegn íhaldinu og stuðlað að jafnvægi í íslenskum stjórnmálum. atvinnulausa? Islenska þjóðarbúið tryggir ekki atvinnuleysisbætur til margra ára handa 5-10 þúsund manns. Þess vegna liggur beint við hvað íhaldið gerir undir þessum kringumstæðum: Atvinnuleysingj- arnir yrðu sendir í vinnu hjá hernum eins og fyrir þrjátíu árum þegar Framsóknar- flokkurinn og íhaldið stjórnuðu landinu saman í nokkur ár. Þegar liggja fyrir stór- felld framkvæmdaáform bandaríska hersins þannig að atvinnuleysisstefna frjálshyggj- unnar fellur einkar vel að hernámsstefnu þeirri sem meirihluti Alþingis vill nú hrinda í framkvæmd. í fyrsta lagi yrði þjóðin ofurseld mark- aðslögmálunum enn frekar en nú er um að ræða. Gengisskráning væri komin úr hönd- um ríkisstjórna í hendur einkaaðila. Vaxta- ákvörðun væri ekki lengur í höndum banka- yfirvalda eða ríkisstjórnarinnar heldur í höndum emkaaðila. Og hver er sá mark- aður sem ákveður lífskjör á íslandi? Það er miljónamarkaður stórþjóðanna í kringum okkur, stórfyrirtækja sem selja vörur hing- að til lands. Islensk fyrirtæki lokuðust eitt af öðru í slíkri samkeppni og þannig koll af kolli. Slíkt „atvinnulíf" stendur ekki undir þeim lífskjörum sem við þurfum að hafa hér á landi. Slík efnahagsstefna grefur undan sjálfstæði þjóðarinnar. Markaðshyggjan er andstæða alls þess sem vinstri menn og þjóðfrelsissinnar á ís- Brynjólfur Bjarnason: „Skyldi hafa verið lögð þyngri skylda á herðar nokkurri kynslóð en þeirrar sem nú er að leggja út í lífið? Megi hún rísa undir henni. Það er nú okkar eina lífsvon.“ verkefni þannig að tekin voru í notkun 12 dagheimili á fjórum árum. Nú er ekki gert ráð fyrir því að taka eitt dagheimili í notkun 1983 samkvæmt fjárhagsáætlun íhaldsins. Þetta kemur og tram í því að fram- kvæmdir fyrir aldraða eru skornar niður um helming nú í lok árs aldraðra. Þessi á- kvörðun Sjálfstæðisflokksins er köld kveðja framan í gamalt fólk í Reykjavík, en hún sýnir einnig og staðfestir það sem við höfum sagt um alvöruleysi sumra þeirra íhalds- manna sem hæst hafa geipað um mál aldr- aðra á þessu ári. Leiftursóknin birtist okkur líka með öðr- um hætti, en þó skýrast í lóðamálum. Þar er úthlutað að sögn mörgum sinnum fleiri lóðum en í ár. Við athugun kemur svo í ljós að 1983 verða ekki aðrar lóðir tilbúnar en þær sem vinstrimeirihlutinn hafði undirbú- ið, að öðru leyti er hér um að ræða lóðir sem komast í notkun á næstu árum þar á eftir en þeim á öllum að ráðstafa 1983. Þær á að selja á því ári enda þótt borgin eigi þær alls ekki - og verður fróðlegt að kanna hversu hinn lögfróði meirihluti íhaldsins finnur því stoð í lögum að sclja eigur annarra og það mörg ár fram í tímann. Það verður athyglis- vert rannsóknarefni að líta á stjórn sveitarfélaganna eftir nokkur ár ef svona stefna verður framkvæmd annars staðar að selja jafnan fram í tímann allt land hið Sverrir Kristjánsson: „Og á sama hátt og sigursælar þjóðir snúa vörn í sókn svo mun og fara um sigursælar stéttir og sigursæla flokka...“ Hvað tekur þá við? Þessi brýning um samstöðu er þeim mun þýðingarmeiri þegar þess er gætt hvað við tekur ef íhaldið kemst til valda hér á landi. Við ríkjandi aðstæður hafa allir hægriflokk- ar framkvæmt ómengaða hægri stefnu. Það sést í Bretlandi. Danmörku og víðar. Á íslandi fælist þessi stefna í því að loka öllum öðrum fyrirtækjum en þeim sem „borga sig“ á mælikvarða hins „frjálsa" markaðar. Slíkt hefði í för með sér atvinnuleysi, því þjóðhagslegur heildarmælikvarði, væri látinn lönd og leið. Hvað verður þá um Krafan um róttækar skipulagsbreytingar í efnahagslíf inu er megin-dagskrármál Alþýðubandalagsins landi hafa barist fyrir um áratugaskeið. Þess vegna er hún hættuleg. í annan stað tækist íhaldinu með þessu að veikja trú landsmanna á eigin getu til þess að lifa sjálfstæðu lífi í þessu landi. Þannig yrði opnuð leið fyrir erlent fjármagn til enn frekari umsvifa hér á landi. Munum að það er stutt síðan þær tillögur voru á dagskrá í fullri alvöru að útlendingar ættu ekki aðeins að eiga stórfyrirtækin. heldur einnig vir- kjanirnar sem framleiða orkuna. (Áætlun Integral). Leiftursóknin geymd en ekki gleymd En við þurfum reyndar ekki að giska á það hvernig íhaldið framkvæmir stefnu sína. Frammistaða borgarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík er talandi dæmi um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ræðst af blygðunarleysi gegn hverskonar félagslegri þjónustu. Frumvarp hansaðfjárhagsáætlun fyrir árið 1983 afhjúpar það að lciftursóknin er ekki gleymd heldur geymd og lifir hún góðu lífi í athöfnum íhaldsins. Þeta kemur fram í því að nú er dagvist- arþjónustu við börn ýtt til hliðar. í tíð vinstri manna var ér um að ræða forgangs- næsta bæjunum undir lóðir burtséð frá því hvort sveitarfélögin eiga landið eða ekki. Slíkur verknaður flokkast venjulega undir þær greinar hegningarlaganna sem oftast verður að beita og er vissulega ekki eftir- breytnivert. En það er athyglisvert að vegna blaðakosts íhaldsins hefur Davíð Oddssyni tekist að koma sér hjá því að svara sjálfsögðum spurningum í þessu sam- bandi, til dæmis um lóðir handa þeim sem kunna að eignast peninga til að kaupa lóðir eftir eitt eða tvö ár. Þá verða engar lóðir til - þær verða í eigu braskaranna sem geta borgað þær árið 1983, Þannig má segja að Sjálfstæðisflokkurinn þakki bæjarbúum kosningasigurinn með því að gefa bröskur- Stærð Sjálfstæðisflokksins ereitt megin- vandamál íslenskra stjórnmála. Gegn honum þarf sterkt mótvægi Magnús Kjartansson: Sumir pistla Magnúsar Kjartanssonar eru hreinar bókmenntir sem munu lifa um langa framtíð meðan sá maður finnst í þessu landi sem hefur unun af því að horfa á vel gerða setningu og að hafa hana yfir aftur og aftur ogaftur.... um lóðir sem aðrir eiga; þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn. Braskarastjórn Sjálfstæðisflokksins á ís- landi yrði á sama hátt, að öðru leyti en því að hér yrðu hernámsframkvæmdir notaðar til þess að fylla upp í eyður verðleikanna. Þannig yrði þjóðin háðari erlendum aðilum en áður hefur verið. Slík ríkisstjórn væri skipuð mönnum úr Sjálfstæðisflokknum einum, eða úr Sjálf- stæðisflokknum og öðrum hvorum milli- flokknum; það gildir einu. Reynslan sýnir að við slíkar aðstæður eru þeir jafnan þægt handbendi íhaldsins. Snúum vörn í sókn ■ Við vorum óánægð með kosningaúrslitin sl. vor. Við töldum að við hefðum að ósekju verið látin gjalda fyrir ýmsa þætti í gerð þjóðfélagsins sem við berum ekki beina ábyrgð á, jafnvel málaflokka sem við höf- um ekki haft með að gera í ríkisstjórn liðinna ára. Við töldum að gagnrýnin á Al- þýðubandalagið í jafnréttismálum væri sér- staklega ósanngjörn þegar þess er gætt að aldrei fyrr í sögu flokksins hefur hann með verkum sínum komið fram jafnmörgum málum sem beinlínis stuðla að jafnréttis- þróun í þjóðfélaginu. En það gerir enga stoð að vera óánægðurmeð kosningaúrslit; þrátt fyrir allt var útkoman víða allgóð einkum á Áusturlandi og í einstaka byggðarlögum og Hafnarfirði miðað við allar aðstæður. Engu að síður teljum við ekki að þessi útkoma sé góð miðað við það mark sem við keppum að - að Alþýðubandalagið verði hvarvetna úrslitaafl í þróun þjóðmála. í framhaldi kosninganna sl. vor benti ég á nauðsyn sam- stöðunnar í mörgum blaðagreinum og við- tölum og flokkurinn hefur nú gert þá stefnu- mótun að sinni með samþykktum síðasta flokksráðsfundar. Ég hef orðið var við það að stefnumótun okkar að þessu leyti á veru- legan hljómgrunn hvarvetna í þjóðfélaginu en henni hefur nú einnig verið fylgt eftir með ítarlegum tillögum í efnahags- og atvinnumálum. Þannig liggur fyrir um hvað menn vilja reyna að ná samstöðu og það hlýtur einnig að vera ljóst í meginatriðum til hvaða hópa við höfum reynt að skírskota í málflutningi okkar að undanförnu. Það er á valdi vinstrimanna að breyta Alþýðu- bandalaginu í voldugt bandalag vinstri- manna sem verjast árásum íhaldsins, sem snúa vörn í sókn til betri lífskjara, blóm- legrar menningar og skýlausrar hollustu við sjálfstæði þjóðarinnar. Okkar eina lífsvon Fáir ntenn hafa um dagana undirstrikað skarpar nauðsyn samstöðunnar fyrir sjálf- stæðishreyfingu íslendinga og samtök launafólks en Brynjólfur Bjarnason. Nú um áramótin kom út þriðja heftið af greinum og ritgerðum eftir hann, „Með storminn í fangið III“. í ræðu 4. apríl 1981, þar sem Brynjólfur minntist atburðanna 30. mars 1949, komst hann þannig að orði: „Þeir stjórnmálaflokkar, sem ég hef ver- ið tengdur um dagana, hafa barist fyrir víðtækri samfylkingu um mikilsverð mál og oft náð miklum árangri. En er til nokkurt mál, sem ætti að vera unnt að ná víðtækari samfylkingu um en barátt-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.